Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
19
Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason
Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páil Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrjft:
Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasðluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtðl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Áróður og hvatning
Tollur vegna umferöarslysa er allt of hár hér á landi.
Síðasta ár var með þeim verstu í umferðinni og dauðaslys
fleiri en þolandi er. Undanfarnir dagar hafa verið okkur
dýrkeyptir vegna margra og alvarlegra umferðarslysa.
Það er því þörf á átaki gegn þessari þjóðfélagsvá. Það hef-
ur sýnt sig að áróður og hvatning til ökumanna um
ábyrgð í umferðinni skilar árangri. Áróðurinn þarf því að
vera stöðugur og sýnilegur, ekki síst til þess að hann nái
augum og eyrum ungu ökumannanna. Tölur sýna að ungt
fólk á hlutfaUslega þátt í fleiri umferðarslysum en aðrir
aldurshópar.
Af þessum meiði er framtak lögreglustjórans i Reykja-
vík, í samvinnu við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ og Sel-
tjarnarnesbæ, en í gær gengust þessir aðilar fyrir svoköll-
uðum slysalausum degi. Verkefnið fólst í þvi að hvetja
menn til að virða umferðarreglur, aka á löglegum hraða
og sýna hver öðrum tillitssemi með það að markmiði að
gera daginn slysalausan í umferðinni.
Góð reynsla var af slíkri tilraun á sama tima í fyrra og
því sjálfsagt að endurtaka hvatninguna. í raun þarf að
hvetja ökumenn til þess að hafa þetta að leiðarljósi á
hverjum degi. Það er ekki að ástæðulausu að þessi árs-
timi er valinn til umferðarátaksins. Grunnskólarnir eru
að heíja hauststarf sitt. Þeir voru settir í Reykjavík og
víðar í morgun. Fjöldi barna er því á ferð í nágrenni skól-
anna og því sérstök ástæða til varkárni af hálfu bílstjóra.
Einkum þarf að hafa í huga þau börn sem eru að hefja
skólagöngu og eru byrjendur í umferðinni. Mikilvægt er
að foreldrar og forráðamenn barnanna fylgi þeim til að
byrja með og velji með þeim öruggustu leiðina í og úr
skóla. Þá þarf lögreglan að halda uppi sérstakri gæslu í
grennd við skólana, einkum með því að vera sýnileg á ná-
lægum götum.
Tölur um umferðarlagabrot sýna að full þörf er á hert-
um tökum. Fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í
Reykjavík að rúmlega 27 þúsund brot voru bókuð í mála-
skrá lögreglunnar í Reykjavík á síðasta ári. Brotunum
fjölgaði um rúmlega þrjú þúsund milli ára þótt þau hafi
ekki náð hámarki ársins 1998 þegar þau voru nær 31 þús-
und. Einkum er áberandi að brotum gegn akstri á rauðu
ljósi hefur fjölgað gífurlega og munar þar um tilkomu
ljósmyndavéla. Furðulegt er hve margir aka gegn rauðu
ljósi miðað við þá miklu hættu sem slikt hátterni hefur í
för með sér fyrir þá og aðra vegfarendur.
Þá er ekki síður eftirtektarvert að brotum vegna ölvun-
araksturs fjölgaði í fyrra miðað við fyrri ár. Þær skýring-
ar kunna að vera á þessu að bílum hefur fjölgað talsvert á
götunum og lögreglan hefur réttilega lagt aukna áherslu á
þennan málaflokk. Það breytir því þó ekki að óþolandi er
hversu margir setjast undir stýri bíls eftir að hafa neytt
áfengis. Þeir eru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.
Athyglisvert er að sjá, þegar skoðuð er ársskýrsla lög-
reglustjórans í Reykjavík, hve miklu betur konur hegða
sér sem ökumenn en karlar. í fyrra voru 77 prósent
kærðra fýrir hraðakstursbrot karlar en 23 prósent konur.
Tölur fyrri ára eru svipaðar og gefa til kynna að karlar
séu meiri ökufantar og varasamari í umferðinni en kon-
ur. Það er því þörf á að herða áróðurinn og beina honum
sérstaklega gegn körlum undir stýri.
Slysalausir dagar í umferðinni nást ekki nema allir
leggist á eitt. Það sýnir sig æ ofan í æ aö umferðin er
dauðans alvara.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun v
Sjálfsagt að kaupa víkingaskipið
Sífellt verður þjóðum
ljósara mikilvægi þess að
halda tengslum við fortíð-
ina, varðveita minjar, koma
upp söfnum og treysta ræt-
umar. f Noregi sjáum við
hvemig Norðmenn freista
þess að varðveita gömul
skip. í Bygdoy má sjá fleka
Heyerdahls sem hann sigldi
á yflr haflð, skip Amund-
sens sem hann sigldi á á
leiö sinni á pólinn, gömul
víkingaskip eins og
Aasebergskipið o.s.frv.
Nú berast fréttir af því að Skaft-
fellingur sé kominn á heimaslóð, til
Víkur í Mýrdal. Kirkjulistakonan
Sigrún Jónsdóttir á heiðurinn af því
og komandi kynslóðir munu kunna
að meta þetta framtak. Auðvitað
kostnaðarsamt en mun væntanlega
draga að ferðamenn, gera lífið dálít-
ið ríkulegra, fleira að sjá, fleira að
minnast, sagan verður lifandi.
Landafundir
íslendingar eru talsvert upp með
sér af landafundunum. Leifur heppni
fann Ameríku, Vínland hið góða, og
við töldum ástæðu til þess að kynna
það og þannig tengsl íslands við Am-
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
eríku. Margir voru við-
kvæmir fyrir því að vel
kæmist til skila að Leifur
hefði verið íslendingur.
Það vakti gríðarlega at-
hygli að íslendingur smíð-
aði víkingaskip eftir hinni
fornu fyrirmynd, gletti-
lega góða eftirlikingu að
því er talið er, og sigldi
þvi í slóð víkinganna frá
íslandi til Ameríku.
Merkilegt framtak sem
vakti verðskuldaöa at-
hygli. Hinna miklu landa-
funda var minnst og miklu fé til
þess varið.
Nú gefst okkur tækifæri til að
festa þessa minningu og gera er-
lendum ferðamönnum kleift að
vera í sambandi við þessa fortíð
þegar þeir heimsækja land okkar.
Við getur keypt skipið íslending og
búið því stað hér á safni og e.t.v. til
siglinga. Öllum ber saman um að
skipið er hinn besti gripur og eig-
andinn vill selja. Það má ekki
henda okkur að þetta misfarist,
skipið glatist úr okkar eigu. Auðvit-
að á eigandinn ekki heimtingu á að
skipið sé keypt, en hann hefur unn-
ið merkilegt verk sem okkur sem
þjóð getur ekki staðið á sama um.
Betur að við ættum fleiri slíka ein-
staklinga sem þennan og kirkju-
listakonuna og reyndar eru þeir
margir.
Tengslin viö fortíðina
Þegar fram í sækir verður ferða-
mannaiðnaðurinn enn mikilvægari
en hann er nú. Við þurfum að búa í
haginn til þess að erlendir menn
geti betur skilið fortíð íslendinga og
stöðu þeirra í veröldinni. Ekki er
síöur mikilvægt að unga kynslóðin
haldi tengslum við rætumar. Tæki-
færið nú til þess að eignast raun-
verulegt víkingaskip er einstakt.
Slikt tækifæri mun ekki bjóöast aft-
ur í nánustu framtíð. Þannig verð-
ur merkilegur þáttur í okkar þjóð-
arsögu sjáanlegur og aðgengilegur.
Ekki veit ég hve mikið þetta skip
mun kosta en eins og einhver sagði
við mig um daginn, öðru eins hefur
nú verið eytt í óþarfa. Menntamála-
ráðuneytið ætti að skoða þetta mál.
Þegar einstaklingar stíga fram á
„Auðvitað á eigandinn ekki heimtingu á að skipið sé keypt, en sjónarsviðið og vinna afrek í þjóðar
hann hefur unnið merkilegt verk sem okkur sem þjóð getur ekki Þágu eins hér hefur gerst á að grípa
staðið á sama um. Betur að við œttum fleiri slika einstaklinga ^ogMþíSLÍS'
sem þennan ...“ - Gunnar Marel Eggertsson í knerri sínum. Guðmundur g. Þórarinsson
Karlmenn í fæðingarorlofi
Nýju lagaákvæðin varðandi fæðing-
arorlof kæta flesta, sérstaklega þó
karlpeninginn enda sá alltaf í barn-
eign. í Mósebók greinir þó frá 500 ára
konum í bameign þó það teljist vænt-
anlega til undantekninga.
Lögin um fæðingarorlof ná fullri
vigt 2003 og verður þá öllum karl-
mönnum kleift að dvelja 3 til 6 mán-
uöi heima með nýbökuðum börnum
sínum. Einokun konunnar þar með
aflétt og þau grunntengsl sem barnið
myndar á þessu fyrsta æviskeiði
einnig falla feðrum i skaut.
Gömlu ömmugildin sem lúta að
meðgöngu og brjóstagjöf hafa sýnt sig
að vera bull og jafnvel lifshættuleg.
Þau reyktu og dmkku, lágu á hnján-
um og karlarnir vissu trauðla hvar
fæðingardeildina var að finna. Nú er
lexian öll önnur og betri, fræðingar
um fæðingar, sæðingar og blæðingar
hafa séð um það. Ungböm nútímans
koma í heiminn brún og stælt, eins og
úr World Class, engin reykingalykt,
enginn astmi, hafa aldrei smakkað
áfengi né malt og það fyrsta sem við
þeim blasir er skríkjandi pabbi sem
réttir þeim farsíma í komugjöf. Svo
fara þau heim, hitta hinn pabbann og
öllum gæludýrunum er lógað til að
fyrirbyggja ofnæmi. Ekki furða þó hin
nýja kynslóð sé að koma sterk inn.
Og rúsínan
Líkja má því besta í þessum nýju
Kjallari
Lýður Arnason
heilbrigöisstarfsmaöur
í Onundarfiröi
„Ungböm nútímans koma í heiminn brún og stælt, eins og
úr World Class, engin reykingalykt, enginn astmi, hafa aldrei
smakkað áfengi né malt og það fyrsta sem við þeim blasir er
skrikjandi pabbi sem réttir þeim farsíma í komugjöf.“
fæðingarorlofslögum
við syndaaflausn ka-
þólikkanna sem
skondrast inn i vígða
kamra og sturta niður
syndabyrði sinni þegar
hún verður of mikil.
Álíka forréttindi er að
finna í nýja fæðingaror-
lofspakkanum þó mark-
hópurinn sé annar.
Nefnilega sú alþýðlega
klausa sem lögfestir
títtnefnda ung-
barnaumönnum tekju-
tengda. Landsfeður og -mæður þessa
lekkera lands hafa greinilega engu
gleymt frá því þegar þau gáfu fiskinn
og treysta athyglisgáfu þjóðarinnar
nú sem þá.
En sem hálaunamaður er ég að
sjálfsögðu himinlifandi með þessi
nýtilkomnu réttindi og fagna ákaft
þeirri þverpólitísku samstöðu sem
ríkir um málið, meira að segja Jó-
hanna heldur kjafti. Aðdáunarvert
hvernig málsvörum lítilmagnans hef-
ur tekist að stinga snuðum upp í at-
kvæði sín, þeir gefa kirkjunnar mönn-
um ekkert eftir.
Sumir myndu segja aö fólk sem lít-
ið á undir sér ætti heldur ekki að vera
eiga börn, kostnaðurinn sem því fylg-
ir er þungbær, ekki síst samfara
skerðingu tekna sem lágar eru fyrir.
Hins vegar ættum við hálaunafólk að
geta þolað tímabundna lægð í stand-
ard, enda fljót að vinna það upp. Lág-
launafólk verður líka að skflja að há-
launafólk er vant háum launum og
enginn hægðarleikur að sunka
skyndilega niður. Launahrun samfara
barneign þyrfti umþóttun og sem lýð-
ræðiselskandi og jafnréttissinnuð
þjóð megum við ekki verðleggja börn-
in okkar, þau eru það dýr-
mætasta sem við eigum.
Fleiri fletir
Eins og kvótalögin hafa fæðing-
arorlofslögin nokkra annmarka
og smugur sem væntanlega eru
hugsaðar sem karpgjafar og fjöl-
miðlafóður. Ekki skal allt tiundað
en athygli vakin á einu. Lögin út-
hluta föður að lágmarki þriggja
tungla orlofi með hverju barni, að
hámarki sex tungl. Geta má að
líkum að konan hirði sín sex
nema laun reki annað. Hins veg-
ar standa ávallt þrjú tungl eftir fóð-
umum til handa. Útkoman gæti því
orðið þrjú + þrjú + þrjú + þrjú tungl á
ársgrundvelli.
Fyrir vel launaða karla sérstaklega
er því hægt, með guðs hjálp og nokk-
urra systra, að geta barn ársfjórð-
ungslega, semja, við mæðurnar um
meðgjöf, fá sjálfur nokkur hundruð
þúsund með hverjum krakka og hugs-
anlega yrði afgangur til að drita au-
pair á allt liðið. Þá yrði nægur tími tfl
að efla hvaða tengsl sem væri og
dæmið að auki atvinnuskapandi bæði
fyrir au-pair bransann að ógleymdum
þeim störfum sem losna við orlofs-
gengdina sjálfa.
Þannig geta ástarpungar fundið sér
smugu á löggjöfinni nýju, alveg eins
og útgerðarmennirnir fyrrum. Og þeir
sekkir sem hafa af því áhyggjur hver
borgi brúsann geta andað léttar því
Kári mun fleyta þjóðinni allri í barn-
eign innan skamms og gera hana jafn-
vel eilífa. Og einhvern tíma í framtíð-
inni verður þá væntanlega hægt að
finna, eins og í Mósebók, konu, 500
ára, á barneignaraldri. - Gangið á
guðs vegum.
Lýður Ámason
Röng viöbrögð
„Verðbréfaþing íslands
hefur á liðnum'vikum gefið
nokkrum fjármálastofnun-
um viðvaranir með því að
birta yfirlýsingar sem
snerta útboðsmál og gengis-
fltl með hlutabréf. Yfirlýsing frá VÞÍ er
eitt úrræðanna sem þingið hefur tfl
þess að koma ábendingum um úrbætur
tfl markaösaðila. Viðbrögð forráða-
manna stofnananna sem fengið hafa
hirtingu hafa verið röng. Þeir leita
skjóls í þeirri afstöðu VÞÍ „að aðhafast
ekkert frekar“ og telja það jafngilda
syndakvittun.Vonandi ber að skoða yfir-
lýsingar VÞÍ sem gult ljós og skýringar
á gildandi reglum og fyrirboða um að
harðar verði tekið á misbrestum í fram-
tíðinni. Annars er hætt við að jafnt ís-
lenskir sem erlendir fjárfestar missi trú
á hinum unga Qármálamarkaði á ís-
landi ef stórir aðilar telja sig geta kom-
ist upp með óvönduð vinnubrögð og
slælegar upplýsingar þannig að ekki
standi allir hluthafar jafnt að vígi.“
Ágúst Einarsson á vefsíöu sinni agust.is
Upplýsingaöldin?
„Þróunin er því í rétta átt en hún er
fremur hæg og vonandi sjáum við hlut-
ina gerast hraðar á næstu árum, t.d.
með netkosningum og fleiru. Sumir
hlutar stjómkerfisins bjóða enn ekki
upp á neina þjónustu nema steindauöa
upplýsingavefi og sums staðar má finna
sérkennileg dæmi, eins og á Alþing-
isvefnum - sem þó er gríðarlega góð
upplýsingaveita. Þar er sagt frá því að
nú geti menn sent umsagnir um þing-
mál með tölvupósti til viðkomandi
nefndar þingsins. En bíðið við: Jafn-
framt er gerð sú krafa að frumrit á
pappir sé sent á hefðbundinn hátt til
skjalaskráningar Alþingis svo sendingin
sé marktæk. Og ég sem hélt að upplýs-
ingabyltingin ætti að einfalda málin.“
Siguröur Eyþórsson á Maddömunni.is
Spurt og svarað
Á að banna sölu á villibráð í matvöruverslunum?
Jóhann A. Jónsson
forstjóri, Þórshöfn
Gróðasjónar-
mið raði ekki
„Ég myndi vera hlynntur
slíku banni. Mín veiðimennska
hefur alla tíð miðast við það að
ég væri að veiða i matinn fyrir mig og mína en
ekki að vera í stórfelldum veiðiskap til að hafa
af því tekjur.
Ég er ekki viss um að slíkt bann myndi hafa
einhver úrslitaáhrif varðandi verndun rjúpna-
stofnsins enda er hann sennilega ekki i neinni
hættu þannig.
Mér finnst hins vegar rökrétt veiðimennska
að gróðasjónarmið ráði ekki ferðinni heldur
veiði menn sér til ánægju og til að fá í matinn
fyrir sig og sína.“
Össur Skarphéðinsson
alþingismadur
Hluti af matar-
menningu
„Nei, ég er algjörlega andvíg-
ur sliku banni. Það er sterk hefð
fyrir því í landinu að íslending-
ar neyti villibráðar og þetta er hluti af árstíða-
bundinni matarmenningu þjóðarinnar sem hef-
ur þróast í gegnum aldirnar og það yröi eftirsjá
ef sú menning hyrfi.
Við borðum hreindýr á vissum tíma árs,
einnig rjúpur, við borðum lunda um þessar
mundir, sumir borða svartfugl og ég veit ekki til
að nokkrum manni hafi orðið meint af. Ef talin
er þörf á að vernda rjúpnastofninn þá tel ég að
það sé hægt að gera með öðrum hætti, t.d. með
styttingu veiðitímans."
Gunnar Bender
veiöibladamaöur
Eifitt að breyta
þessu
„Þetta er ansi efitt mál og á
því fleiri en ein hlið. Það hefur
viðgengist í áranna rás að
veiðimenn hafi selt bráð sína og það á bæði við
um rjúpur, gæsir, hreindýr og lax, svo eitthvað
sé nefnt.
Þama er spuming um smithættu á einn veg-
inn, einnig um verndunarsjónarmið en ég held
að það verði erfltt að breyta frá því sem nú er.
Ég held að rjúpnastofninn sé ekki í hættu vegna
veiðimennsku og ekki þurfi að friða rjúpuna
frekar en gæsina."
Ólafur Öm Haraldsson
alþingismadur:
Sýnist þetta
góð leið
„Ef það getur orðið til þess að
hamla gegn ofveiði á veiðistofn-
unum þá er ég hlynntur slíku
banni og mér sýnist að þetta gæti verið góð leið,
betri en að stytta veiðitímann.
Það eru reyndar margir sem hafa t.d. sem
hefð að borða rjúpur á jólunum og þeir yrðu, ef
slíkt bann yrði sett á, að leita annarra leiða til
að komast yfir þennan mat.
Það gengur mjög á rjúpnastofninn og grá-
gæsastofninn og mér sýnist að þessi leið gæti
verið álitleg til að hamla gegn ofveiðinni."
C^=7í_T-I-E> STRT^KcS L- eiCcrCA
BRF7NOF7RINN1 HFNS STE’IISÍ-
GRlMcS X ÍPETSSI UsA v=fE>
EI-G-I RLLTHINS EFTTR F7E> FBB*
'TSTúPPð VKVC/LIR \/Eb7a(SSlÖRj -
FÓLKIE> FFWI HOKIÚV/ HOQN -
It)T EKKI SPFlTNíHR YKKPR
Skilaboðum til
skila haldið
Yfir 70% félagsmanna í Skotveiðifélagi íslands sem þátt tóku í skoðanakönnun eru hlynntir banni á sölu villibráðar í matvöruverslunum.
Fyrir skömmu hringdi í mig gam-
all góðvinur minn, sem lengi hefur
við mikla örorku búið, en hefur ætíð
verið laus við allt víl og vol, borið
höfuðið hátt svo sem vera ber og
reynt með ýtrustu sparsemi að láta
enda ná saman. Hann lifir á trygg-
ingabótum nær eingöngu því hann
er einn hinna íjölmörgu sem aldrei
náði að ávinna sér rétt tfl bóta úr líf-
eyrissjóði sakir fötlunar sinnar.
Hann vildi koma skýrum skilaboð-
um á framfæri við þá sem stjórna
málum, hvar sem þá væri að fmna á
fleti fyrir.
í samræmi við vantrú
Skilaboð hans voru öfgalaus með
öflu, enda ekki hans siður að mála
hlutina dekkri litum en vera ber.
Hans meginboð voru til allra þeirra
sem ráða mestu um hversu ástatt er
hjá fólki í hans kringumstæðum að
reyna eftir megni að setja sig í spor
þess sem ætti í tryggingabótum sitt
eina tekjulega athvarf. Vel vissi
hann að erfitt myndi þeim sem búa
við kjör himinhátt frá hans eigin
kjörum að gjöra slíkt enda væri
hann oft rengdur um þær rauntölur
sem hann þyrfti að láta duga fyrir
brýnum nauðþurftum.
Verst þætti honum að svo virtist
sem það fólk sem réði mestu um lífs-
kjör hans og ótalinna annarra væri
hvað vantrúaðast á þessar sönnu töl-
ur, enda athafnir þeirra oft í grát-
legu samræmi við þá vantrú og væru
því fólki þó nærtækar allar talna-
upplýsingar þar að lútandi, enda
ekki flókið mál að finna út hverjum
sem lesa eða reikna kynni.
Verðhækkanir
Sem dæmi um þessar nýlegu at-
hafnir nefndi hann aðeins þær allra
síðustu, stórfellda hækkun fargjalda
með strætisvögnum og verulega
hækkun komugjalda til lækna svo og
til rannsókna. Hvort tveggja væri
afar tilfinnanlegt fyrir lífsafkomu
þeirra sem minnstu hefðu úr að
spila og hann væri þegar farinn aö
finna verulega fyrir hvoru tveggja,
enda læknisheimsóknir og rann-
sóknir í kjölfarið ærinn útgjalda-
pakki og með strætó sagðist hann
ferðast s.s. honum væri frekast fært.
Harðast léki þó kjör hans sú mikla
verðbólga sem nú geisaði og enn sæi
ekki fyrir endann á.
Hann sagðist vita vel að fyrir þá
sem hefðu gnótt handa á milli skipti
þetta sáralitlu máli en fyrir sig, þar
sem hver hundraðkallinn
skipti máli, væri hver hækkun
boðun þess að endar næðu
verr saman en áður og hafa
skyldu menn í huga að þar
mætti ekkert út af bera. Svo
virtist sér hins vegar að þetta
væri hulin ráðgáta þeim sem
ferðinni og þar með hækkun-
um réðu og þar lægi auðvitað
meinsemdin mest ef svo væri,
en lúmskan grun hefði hann
hins vegar um það að ráðgátan
væri þeim ekki hulin, heldur
lokuðu þeir einfaldlega skiln-
ingarvitum sínum, þegar
kæmi að kjarahlut verst settu ör-
yrkjanna.
Vonir um úrbætur
Hann sagði aö vissulega hefði
munað um tekjutryggingaraukann
sem kom núna 1. júlí en þess þyrfti
þá líka að gæta að hann skilaði sér
ekki nema að rúmum 60% vegna
skatttökunnar og út-
gjaldaaukningin sem á
móti kæmi væri vel á
vegi með að éta þessi
60% upp. Hann sagðist
þó binda vonir við frek-
ari úrbætur í ljósi
þeirra orða hins nýja
tryggingaráðherra, að
aðgerðin nú væri aðeins
fyrsta skrefíð til leiðrétt-
ingar á kjörum þeirra
verst settu og því yrði
áfram haldið svo þetta
fólk ætti einhverja
möguleika til mann-
sæmandi lífskjara.
„Komdu nú þessum orðum mínum
í einhvern viðunandi búning, þótt
kannski lesi þeir sízt sem mest þurfa
á að halda. En alltaf má reyna. Ég vil
bara fá að skrimta, meiri eru nú
mínar kröfur ekki,“ voru lokaorð
hans og engu við að bæta.
Helgi Seljan
Helgi Seljan
fyrrv. framkyæmda-
stjóri ÖBÍ
Nýlegar og stórfelldar hœkkanir fargjalda með strœtis-
vögnum og veruleg hœkkun komugjalda til lœkna svo
og til rannsókna eru afar tilfinnanlegar fyrir lífsaf-
komu þeirra sem minnstu hafa úr að spila, segir m.a. í
grein Helga.