Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 I>V Duncan Smith í vandræöum Ættingjar eins kosningastjórans virkir í flokki hægriöfgamanna. Duncan Smith: Rak kosninga- stjóra sinn fyrir nýnasistatengsl Iain Duncan Smith, sem sækist eftir leiðtogaembætti breska íhalds- flokksins, sá sig tilneyddan til að reka einn kosningastjóra sinna, Edgar GrifFm, í gær eftir að upp komst um tengsl mannsins við Breska þjóðarflokkinn (BNP), flokk öfgafulfra hægrisinna. Sonur Griffms er í forystu BNP, sem margir segja að sé ekkert ann- að en nasistaflokkur, og eiginkona hans var í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í júní síðastliðnum. Hún bauð sig meira að segja fram í kjördæmi Duncans Smiths. Breska blaðið Daily Mirror sagði aö Griffin hefði verið við síma hjá Breska þjóðarflokknum þegar það náði sambandi við hann á miðvikudag. Máf þetta þykir hið vandræðaleg- asta fyrir Duncan Smith sem keppir um leiðtogasætið við Evrópusinn- ann Kenneth Clarke. Soltys á lista yfir tíu hættulegustu Bandaríska alríkislögreglan FBI tilkynnti í morgun að úkraínski innflytjandinn Nikolay Soltys, sem grunaður er um að hafa myrt sex fjölskyldumeðlimi sína í borginni Sacramento, hafi verið settur á lista yfir tíu hættulegustu glæpamenn í Bandarikjunum. Yfirvöld tilkynntu einnig að 70 þúsund dollarar, eða um sjö milljónir íslenskra króna, hefðu verið lagðir til höfuðs Soltys sem talið er að sé enn í felum innan borgarinnar eða á svæðinu kring- um Charlotte í Norður-Karolina. Þar búa nokkrir ættingjar hans sem taldir eru í hættu, en listi með nöfn- um nokkurra þeirra fannst á heim- ili hans í Sacramento, þar á meðal nöfn foreldra tveggja ungra barna sem hann myrti. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 28. ágúst 2001, kl. 15.00, á eftir- ________farandi eignum: Berjanes/Berjaneskot, A-Eyjafjalla- hreppi. Þingl. eig. Vigfús Andrésson. Gerðarbeiðandi er Ingvar Grétar Ingv- arsson. Gularás, A-Landeyjahreppi. Þingl. eig. Ólafur Árni Óskarsson. Gerðar- beiðendur eru Glitnir hf. og íbúða- lánasjóður. Njálsgerði 12, Hvolsvelli. Þingl. eig. Einar Helgason. Gerðarbeiðandi er Hvolhreppur. Reynifell, lóð 9b, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Birgir Tómasson. Gerðar- beiðandi er sýslumaðurinn í Kópa- vogi.______ Öldugerði 13, Hvolsvelli. Þingl. eig. Guðjón Halldór Óskarsson og Lands- banki íslands hf. Gerðarbeiðendur eru Hömlur hf. og íbúðalánasjóður. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU Bandaríski þingmaðurinn Gary Condit rýfur þögnina: Játaði náið sam- band við Chöndru Bandaríski þingmaðurinn Gary Condit viðurkenndi í gær að hann hefði átt í „nánu“ sambandi við lær- linginn Chöndru Levy, sem hefur verið saknað frá því í vor. Condit sagðist hins vegar ekki tengjast hvarfi stúlkunnar á nokkum hátt. „Viö áttum í nánu sambandi. Mér þótt mjög vænt um hana,“ sagði Condit í viðtali við bandarísku sjón- varpsstööina ABC. Viðtalið var sýnt á besta áhorfstíma í gærkvöld. Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fréttamannsins neitaði Condit að segja hvort sambandið við Chöndru hefði verið kynferðilegs eðlis. „Ég er búinn að vera giftur í 34 ár. Mér hefur nokkrum sinnum orð- ið á í lifinu, ég er ekki fullkominn maður,“ sagði þingmaðurinn og bætti við hann ætlaði ekki að lýsa sambandinu í smáatriðum, af tillits- semi við fjölskyldu sína og aö beiðni fjölskyldu lærlingsins. Með viðtal- inu í gærkvöld rauf Gary Condit langa þögn sína um málið. Gary Condit í sjónvarpsviðtali Bandaríski þingmaöurinn neitaöi aö ræöa samband sitt viö lærlinginn Chöndru Levy i smáatriöum. Ekkert hefur spurst til Chöndru Levy frá því í apríl. Hvarf hennar, svo og samband hennar við þing- manninn hefur verið á allra vörum í sumar og fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Margir hafa líkt málinu við hneykslið sem samband Bills Clintons forseta og Monicu Lewinsky, lærlings í Hvita húsinu, olli á sínum tíma. Gary Condit berst nú fyrir póli- tísku lífi sínu. Dagblöð í kjördæmi hans í Kaliforníu hafa krafist af- sagnar hans. Ýmsir stjórnmála- menn hafa tekið undir þær kröfur. Lögreglan segir hins vegar að Condit sé ekki grunaður um neitt misjafnt í tengslum við hvarf Chöndru Levy. Aðspurður sagði Condit að Chandra hefði aldrei lýst því yfir að hún væri ástfangin af honum og sjálfur sagðist hann ekki hafa verið ástfanginn af henni. Hann sagði að þau hefðu aldrei rætt um að stofna fjölskyldu saman. Stuttar fréttir Burma Megawati Sukamoputri, for- seti Indónesíu, heimsótti Burma í morgun þar sem hún ræddi meðal annars við leiðtoga herforingjastjórnar- innar. Ekki var bú- ist við að hún myndi hitta Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar í Burma. Megawati hefur heimsótt nokkur lönd í Suðaustur- Asíu til að efla viðskiptatengsl. Réttarhöldunum frestað Réttarhöldunum yfir George Speight, leiðtoga valdaræningja á Fídjíeyjum i fyrra, hefur verið frestað til næsta árs þar sem dómar- inn í málinu kann að vera of gam- all. Speight var ákærður fyrir land- ráð. Þess var krafist að dómarinn viki þar sem hann myndi komast á eftirlaun áður en réttarhöldunum lyki. Megawati i Barist viö skógarelda Slökkviliösmaðurinn Leif Meadows frá Kentucky stingur hendinni niöur i holu í skóglendi nærri Okanogan i Washingtonríki til aö kanna hvort einhverjar glæöur kunni aö leynast þar. Slökkviliðsmenn í vestanveröum Bandaríkjunum hafa barist viö mikla skógarelda aö undanförnu. Skærur halda áfram fyrir botni Miðjarðarhafs: Israelsk hersveit réðst í gær inn í Hebron ísraelsk hersveit réðst í gær- kvöldi inn á palentínskt svæði í borginni Hebron á Vesturbakkan- um, eftir að skotið hafði verið það- an á ellefu ára gamlan son ísra- elskra innflytjenda og hann særður alvarlega. Hersveitin notaði skriðdreka, brynvarðar jarðýtur og þyrlur til innrásarinnar og féllu tveir Palest- ínumenn í kjölfar hennar og að minnsta kosti fimmtán særðust. Eft- ir að hafa sprengt upp nokkrar byggingar á svæðinu hörfaði herinn til baka í morgunsárið, en vegna mótstöðu Palestínumanna gekk undanhaldið seint. Árásin var gerð eftir róstusaman dag á svæðinu í gær, en þá var 12 ára gamall palestínskur drengur skotinn til bana og annar særður Grátandi móöir Palenstínsk móöirgrætur hörmungarnar á Gaza-svæöinu. við flóttamannabúðirnar í Khan Yunis á Gaza-svæöinu. Að sögn tals- manna ísraelska hersins hóf eftir- litssveit skothríð á hóp manna sem reyndu að rjúfa vegatálma á svæð- inu og munu drengirnir þá hafa orð- iö fyrir skotunum, en hópur þeirra grýtti hersveitina. Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er nú í Kína, en þangað kom hann snemma í morgun eftir að hafa áður hitt ráðamenn á Indlandi og Pakist- an. Arafat mun hitta kínverska ráða- menn í dag og þar á meðal Li Ping, forseta kínverska þjóðþingsins. Ætl- að er að Arafat muni þar leggja hart að Kínverjum að beita sér frekar í friðarferlinu til að binda sem fyrst enda á ófriðinn heima fyrir, ófrið sem nú þegar hefur kostað um 700 manns lifið síðan í september. ESB-menn hitta Castro Sendinefnd frá Evrópusamband- inu, undir forystu Louis Michels, utanríkisráðherra Belgíu, hitti Fidel Castro Kúbuleiðtoga á heima- velli í gær til að reyna að bæta sam- band ESB og Kúbu. Samskiptin hafa stirðnað upp á síðkastið vegna gagn- rýni ESB á stööu mannréttindamála á Kúbu. Vilja aflétta vopnabanni Frönsk stjórn- völd telja að tími sé kominn til að aflétta vopnasölu- banni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu. Frakk- ar ætla að reyna að sannfæra aðra full- trúa í Öryggisráði SÞ um að aflétta banninu, að sögn talsmanns franska utanríkisráðuneytisins. Vopnasölu- banninu var komið á 1998 til að refsa stjórnvöldum í Belgrad fyrir ofsóknir á hendur Albönum í Kosovo. Fagna brotthvarfi Helms Kúbverjar fagna því mjög að erkióvinur þeirra, bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn Jesse Helms, skyldi hverfa af vettvangi stjórnmálanna á undan Fidel Castro Kúbuleiötoga. Helms tilkynnti í vik- unni að hann sæktist ekki eftir end- urkjöri. Eystrasaltslönd í NATO Poul Nyrup I Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, hvatti fé- laga sína í NATO í gær til þess að taka —:■ \ - d Eystrsaltslöndin þrjú inn í varnar- ®ÉPt bandalagið. Nyrup lét orð í þessa veru falla í heimsókn til Prag. Búist er við að á leiðtoga- fundi NATO í borginni í nóvember á næsta ári verði nýjum ríkjum boð- ið að sækja um inngöngu. Ákveðnir í að hætta við George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því afdráttarlaust yfir í gær að Bandaríkin ætluðu að segja sig frá ABM-samningnum frá árinu 1972. Bush segir hann koma í veg fyrir að Bandarikin geti stuðlað að friði þar sem hann leggi bann viö eldflaugavarnakerfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.