Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðiö Tap Íslandssíma 445 milljónir króna - á fyrri helmingi ársins Eyþór Arnalds forstjóri Íslandssíma. Samstæða Íslandssíma var rekin með 445 miEjóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins 2001, að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða, skatta og af- komu dótturfélaga. Þetta er 141 milljón króna umfram áætlanir félagsins. Skýring á frávikum frá fyrri áætlun- um felst aðallega í kostnaðarverði seldrar þjónustu og afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga. Rekstrartekjur Íslandssímasam- stæðunnar námu 665 milljónum króna á fyrri hluta yfirstandandi árs og höfðu þrefaldast frá sama tima í fyrra. Rekstrargjöld námu 927 milljónum króna og rúmlega tvöfólduðust frá sama tíma í fyrra. Þar af námu rekstr- artekjur móðurfélags 418 milljónum og rekstrargjöld 519 milljónum króna. Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 101 milijón króna fyrstu sex mánuði þessa árs en var 110 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Gripið til víðtækra aðgerða Stjómendur Íslandssíma hafa gripið til víðtækra aðgerða tO að auka fram- legð seldrar þjónustu móður- og dóttur- félaga. íslandssimi keypti í júlíbyrjun hlut Nýherja í Fjarskiptafélaginu Tít- an og hyggst sameina reksturinn móð- urfélaginu. Einnig er fyrirhugað aö sameina rekstur Íslandssíma GSM við móðmfélagið. Við sameininguna næst betri nýting fjárfestinga og framlegð af rekstrinum eykst, auk þess sem tæki- færi gefst tO að efla þjónustu við við- skiptavini enn frekar. Samhliða þessu hefur fækkað um 25 stöðugOdi hjá samstæðunni. Aukinheldur hefur ver- ið hagrætt í rekstri nets Íslandssíma. Þrátt fyrir tap á rekstri félagsins er eiginfjárstaða Islandssímasamstæð- unnar sterk. Þann 30.6. síðastliðinn nam eigið fé 2.326 mOljónum króna og hafði aukist um 1.274 mifljónir króna frá áramótum. Eiginíjárhlutfall er 44,1%. Rekstrartekjur móðurfélagsins námu 418 mOljónum króna fýrri hluta árs. Þetta er 207% aukning frá árinu áður þegar rekstrartekjur námu 136 miOjónum króna. HeOdarrekstrargjöld móðurfélags- ins námu 519 mOljónum króna fyrstu sex mánuði ársins 2001 en voru 247 mOljónir króna á sama tímabOi í fyrra. Hækkun rekstrargjalda nemur 110% og verður að skoða í samhengi við hækkun rekstrartekna. Fjármagnsgjöld móðurfélagsins námu 109 mOljónum króna fyrstu sex mánuði ársins 2001 en voru 10 mifljón- ir króna árið áður. Aukning fjár- magnsgjalda skýrist að hluta af gengis- breytingum en þess ber að geta að áhrif þeirra hafa að nokkru leyti geng- ið tO baka í takt við gengisþróun ís- lensku krónunnar. Vaxtagjöld hafa jafnframt aukist samfara aukinni láns- fjármögnun, tengdum ijárfestingum. Fyrirtækiö stendur á ákveðn- um tímamótum Tap vegna dótturfélaga vegur þungt í niðurstöðu rekstrarreiknings móður- félags fyrri hluta yfirstandandi árs, eða sem nemur 322 mOljónum króna fyrir skatta, samanborið við 142 mOlj- ónir króna á sama tímabOi í fyrra. HeOdarfjárfestingar samstæðunnar námu 1.050 mOljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Gert er ráð fyrir að hægi veruiega á fjárfestingum síðari hluta ársins. Íslandssímasamstæðan stendur á ákveðnum tímamótum. Uppbygging fjarskiptaneta er komin á lokastig og viðskiptavinir skipta tugum þúsunda. Samruni rekstrareininga skerpir áherslur félagsins og gerir það betur i stakk búið að auka markaðshlutdeOd sína á lykilsviðum fjarskiptaþjónustu á næstu misserum. Áætlanir félagsins eru í endurskoð- un og verða þær birtar á næstu vikum. Nýjar áætlanir munu taka mið af fyr- irhuguðum samnma við dótturfélögin Titan og Íslandssíma GSM. Mjög gott upp- gjör hjá Spari- sjóði vélstjóra - nærri þreföldun hagnaðar milli ára Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra nam 120 m.kr. fyrstu 6 mánuði árs- ins en var í fyrra 41 m.kr. Hagnað- ur fyrir skatta nam 158 m.kr. en var 72 mOljónir króna á sama tímabfli árið 2000. Hreinn hagnaður jókst þannig um rúmar 79 milljónir króna, eða um 193%. Samkvæmt árshlutauppgjöri voru vaxtatekjur alls 1.302 m.kr. og jukust um 82% miðað við sama tímabil árið 2000. Vaxtagjöld hækk- uðu á sama tíma um 69% og námu alls 941 milljón króna. Hreinar rekstrartekjur Sparisjóðsins námu 501 milljón króna en voru 362 mfllj- ónir króna á sama tíma árið 2000. Hreinar rekstrartekjur hafa því aukist um 39%. Tekjur af hlutdeildarfélögum og öðrum eignahlutum lækkuðu milli ára úr 90 mdljónum króna í 20 millj- ónir. Framlag í afskriftareikning út- lána var 21 milljón króna en var 26 m.kr. á sama timabili árið 2000. Af- skriftareikningur útlána nam 390 milljónum króna sem er 2,8% af hefldarútlánum og veittum ábyrgð- um, en var um áramót 3,0%. Rekstrargjöld sparisjóðsins námu 322 milljónum króna á tímabilinu en voru 263 milljónir króna á sama tíma árið 2000; aukningin er 22%. Greidd laun á tímabilinu námu 170 milljónum króna og er hækkunin frá sama tímabfli í fyrra 46%. Ann- ar rekstrarkostnaður nam 139 millj- ónum króna en var 121 milljón króna á sama tímabili árið 2000. Eigið fé Sparisjóðs vélstjóra 30. júni 2001 nam 2.562 milljónum króna og hefur vaxið um 231 m.kr. frá 31. desember 2000, eða um 9,8%. Arðsemi eiginfjár er 10% m.v. árs- grundvöll. Eiginfjárhlutfall sam- kvæmt CAD-reglum er 20,4% en var 18,1% um síðustu áramót. Versnar á milli ára -156 milljóna tap Skýrr á fyrri helmingi ársins AOs varð 156 mOljóna króna tap af rekstri Skýrr á fyrri hetmingi ársins. Rekstrartekjur Skýrr námu afls 764 miflj. kr. en voru 799 millj. kr. árið áður. Samkvæmt rekstraráætlun var gert ráð fyrir að EBITDA yrði um 132 millj. kr. og ljóst að rekstrarmarkmiðin á fyrri hluta ársins hafa ekki náðst, eins og greint var frá í afkomuviðvörun félags- ins í júní. Það skýrist helst af miklum þróunarkostnaði við aðlögun Oracle e- Business Suite að undanfömu, miklum útlögðum kostnaði við nýafstaðið ríkis- útboð, uppbyggingu á þjónustuveri vegna VeriSign og áframhaldandi þróun á kerfisleigu Skýrr hf. Meðal rekstrartekna á síðasta ári var söluhagnaður að fjárhæð 124 millj. kr. en var einungis 24 millj. kr. á þessu ári. Að söluhagnaði frátöldum jukust rekstr- artekjur félagsins um 65 millj. kr. milli ára, eða um 10%. Rekstrargjöld tíma- bilsins námu 752 millj. kr„ samanborið við 604 millj. kr. á síðasta ári, og hækka um 25% milli ára. Hagnaður fyrir af- skriftir, það er s.k. EBITDA, nemur 66 millj. kr„ en var 239 mfllj. kr. á síðasta ári. Hrein fjármagnsgjöld tímabilsins nema samtals 193 millj. kr„ samanborið við 18 millj. kr. fjármagnstekjur á síð- asta ári. Þar vegur þyngst að ákveðið var að gjaldfæra samtals 173 millj. kr. vegna óinnleysts gengistaps af hluta- bréfum. Hingað til hafa hlutabréf félags- ins verið færð á framreiknuðu kaup- verði en vegna þeirra miklu lækkana sem orðið hafa á skráðum hlutabréfum I eigu félagsins var ákveðið að færa þau niður til markaðsverðs. Framvegis verða bréfin metin reglulega m.t.t. markaðsverðs á hverjum tíma og munu breytingamar verða teknar í gegnum rekstrarreikning félagsins. Á móti er um að ræða hagnað vegna sölu hluta- bréfa á tímabilinu að fjárhæð 37 millj. kr. Samningur við ríkið Þann 17. júlí sl. var undirritaður samn- ingur milli Skýrr hf. og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og stofnana hans, um ný fjárhags- og mannauðskerfi. Um er að ræða einn stærsta hugbúnaðarsamn- ing sem gerður hefur verið og nemur samningsupphæðin alls 819 millj. kr. Samningurinn tekur til kaupa á stöðluð- um hugbúnaði, Oracle e-Business Suite og Workplace, vinnu við uppsetningu og inn- leiðingu, kennslu og viðhaldsgjalda fyrsta árið. Ljóst er að með þessum samningi er verkefnastaða félagsins tryggð næstu misserin. Auk þess er fyrirtækið að vinna að innleiðingu á Oracle fyrir Reykjavíkur- borg og Vamarliðið, auk ýmissa annarra verkefna. Upphafleg rekstraráætlun fé- lagsins gerði ráð fyrir um 120 millj. kr. hagnaði á árinu 2001. Ljóst er að sú áætl- un mun ekki nást, ekki síst vegna breyttra reikningsskilareglna við mat hlutabréfa og lakari afkomu af rekstrin- um sjálfúm. Reiknað er þó með að rekst- urinn batni á síðari hluta ársins og gerir endurskoðuð rekstraráætlun ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, verði um 100 millj. kr„ samanborið við 66 millj. kr. á fyrri hluta ársins. Óviðunandi afkoma hjá Sæplasti Hagnaður Sæplasts hf„ móðurfé- lags og dótturfélaga, var rúmar 5 milljónir króna eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins. Þetta er mun lakari afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir sem skýrist fyrst og fremst af minni sölu en stefnt var að. Samt sem áður er um afkomubata að ræöa frá þriggja mánaða uppgjöri og eykst framlegð félagsins mikið frá fyrsta ársfiórðungi. Tekjur Sæplasts hf. og dótturfé- laga í Kanada, Noregi, íslandi og á Indlandi voru 1282 milljónir króna fyrstu sex mánuöi ársins en voru 1071 milljónir króna eftir sex mán- uði 2000. Veltuaukning milli tíma- bila er því tæp 20% en hafa ber í huga að á sama tímabili hefur geng- isvisitala íslensku krónunnar veikst um tæp 18%. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarhagnaður rúmar 156 milljónir króna en var 146 milljónir á sama tíma í fyrra. Hrein fiár- magnsgjöld voru 51 milljón króna en voru 42 milljónir í fyrra. I sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var rúmar 103 milljónir króna fyrstu 6 mánuði árs- ins en var 110 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 2000. I frétt frá Sæplasti kemur fram að efnhagsástand og almenn varkámi í fiárfestingum í Bandaríkjunum og Kanada hefur gert það að verkum að sala er þar undir áætlunum. I Evrópu hefur sala einnig verið minni en ráð var fyrir gert. Þá hef- ur hráefnaverð einnig hækkað á tímabilinu. Þessir þættir hafa leitt tfl þess að áætlanir félagsins munu ekki nást á árinu og í endurskoð- aðri áætlun er gert ráð fyrir 20 milljón króna hagnaði á árinu. Reiknað er með að framlegð fari batnandi en sala dragist eitthvað saman síöari hluta ársins. FÖSTUDAGUR 24, ÁGÚST 2001 I>V Þetta heist HEILDARVIÐSKIPTI 4100 m.kr. - Hlutabréf 200 m.kr. j - Húsbréf 1800 m.kr. MEST VIÐSKIPTI j Oíslar|dsbanki 53 m.kr. i © Baugur 43 m.kr. í © Tryggingamiðstöðin 31 m.kr. MESTA HÆKKUN O Búnaðarbankinn 3,9% © Sjóvá-Almennar 1,9% O Samheiji 1,4% MESTA LÆKKUN O Íslandssími 13,5% j O ÚA 4,3% ©EFA 1,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1032 stig j - Breyting O 0,07% TDC í sam- starf viö Microsoft Danska símafyrirtækið TDC (áður Tele Danmark) hefur gengið til liðs við hugbúnaðarrisann Microsoft um samstarf á sviði þráð- lausra upplýsingaveitna í Evrópu. Samstarfið hefur m.a. það í för með sér að áskrifendur hjá TDC geta lesið tölvupóst sinn gegnum Hotmail-þjónustu Microsoft beint í símann sinn. I dag eru notendur Hotmail í Evrópu í kringum 20 milljónir. Hægt verður að svara aft- ur póstinum með því að senda SMS- skilaboð til baka. Vaxtabreyt- ing ekki fyr- irsjáanleg Mikil viðskipti voru með skulda- bréf strax í gærmorgun þegar stór aðili seldi bréf fyrir um tvo milllj- arða króna. Markaðurinn brást hins vegar rólega við þessu og hækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfanna lít- ið sem ekkert. Hefur þetta annars vegar verið túlkað sem styrkleiki fyrir markaðinn og hins vegar að vextir verði ekki lækkaðir á næst- unni. Samkvæmt upplýsingum mark- aðsaðila er þetta enn frekari vís- bending um að sömu aðilar trúi ekki á að vaxtalækkun verði í bráð. Ef vextir verða lækkaðir mun fiár- magnskostnaður fyrirtækja verða minni og skuldabréf verða þar með eftirsóttari kaupvara en áður. Að svo stöddu taldi viðmælandi Við- skiptablaðsins ekki líklegt að ávöxt- unarkrafa skuldabréfa færi hækk- andi. GENGID E&SBi 24.08.2001 kl. 9.15 KAUP SALA HBpollar 98,660 99,160 L^Pund 142,550 143,280 l*i'Kan. dollar 64,000 64,400 iSSoönsk kr. 12,1050 12,1710 i jfiEÍNorskkr 11,1090 11,1700 i CSsœnsk kr. 9,5610 9,6130 3Sn. mark 15,1517 15,2428 | jFra. franki 13,7339 13,8164 BTiBelg. franki 2,2332 2,2466 ; K 3 Sviss. franki 59,3100 59,6400 Holl. gyllini 40,8802 41,1259 “ÍÞýakt maik 46,0614 46,3382 iliít. líra 0,04653 0,04681 | SEausL sch. 6,5470 6,5863 Port. escudo 0,4494 0,4521 1' ISpá. peseti 0,5414 0,5447 | • |iap. yen 0,82320 0,82810 B lírskt pund 114,388 115,075 SDR 126,4600 127,2200 Secu 90,0882 90,6295

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.