Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
Beholdt værdifulde tingt
Ira Thjodhildes kirke
Den islandske regisrevision afslorer
uregelmæasigheder i byggeprojekt i
Sydgrpnland
Þ j óðhildarkirk j a:
Árni skilar
munum í næstu
heimsókn
Árni Johnsen þingmaður segist í
samtali við grænlenska blaðið
Sermitsiaq hafa undir höndum muni
úr Þjóðhildarkirkju og endurgerðum
bústað Eiríks rauða á Grænlandi sem
hann ætlar að skila í næstu Græn-
landsheimsókn eða senda þá yflr haf-
ið.
Árni var formaður byggingamefnd-
ar Brattahlíðarnefndar sem sá um
endurgerð Þjóðhildarkirkju og bústað-
__ t ar Eiríks rauða í Eiríksfirði á Græn-
landi. Sermitsiaq hefur eftir Áma i
grein sem birtist í dag að hann geymi
hjá sér hátalara og tól til að smíða
kajak. Jafnframt segir hann að Bratta-
hlíðarnefndin viti af þessu. Græn-
lenskur nefndarmaður byggingar-
nefndarinnar, Thue Christiansen, vís-
ar því hins vegar á bug. -jtr
Björn í borg?
1 Helgarblaði DV á morgun er ítar-
legt viðtal við Björn Bjarnason
menntamálaráðherra sem hefur sætt
nokkurri gagnrýni undanfarið vegna
mála Árna Johnsens. Björn ræðir af
hreinskilni um stjómmál dagsins,
stöðuna i landsmálum og borgarmál-
um en margir hafa látið sér detta í
hug að hann hefði áhuga á borgarmál-
Einnig er í helgarblaði fjallað um
samnorræna útihátíð unglinga, birt
viðtal við Þórarin Jón Magnússon,
fjallað um uppsprettu kláms i Austur-
Evrópu, rætt við amerískan sérfræð-
ing í víkingamenningu og síðast en
ekki síst farið í saumana á brúðkaup-
inu i norsku konungsfjölskyldunni.
DV-MYND HILMAR ÞÖR
Kemur gott frá Guði?
Lokahátíð á sumarnámskeiðum Tónabæjar fór fram í gær. Eitt atriöi lokahátíöarinnar var að sælgæti var dreift yfir
námskeiðshópinn sem hér sést tilbúinn til að grípa það sem fellur af himnum. Krakkarnir gætu því allt eins verið að
velta fyrir sér alkunnu máltæki í örlítið breyttri mynd og spurt: „Kemurgott frá Guði?“
Norska brúðkaupið:
Ekki bara
Ólafur Ragnar
DV. ÓSLÓ:
Fjöldi stórmenna, hvaðanæva úr
Evrópu, er þegar mættur til Noregs
til að fagna krónprinsinum og brúði
hans á laugardaginn. Meðal þeirra
sem komnir eru á svæðið eru Felipe
Spánarprins, Albert Belgíukonung-
ur og Jóakim Danaprins. íslending-
ar eiga að sjálfsögðu sína fulltrúa á
staðnum þar sem er forsetinn, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, sem verður
fulltrúi þjóðarinnar. En fleiri ís-
lendingar eru boðnir.
Reykvíkingurinn Margrét Guð-
mundsdóttir, eiginkona Alexanders,
systursonar Haralds konungs, verð-
ur að sjálfsögðu meðal veislugesta.
Margrét er gift Alexander Ferner
sem er sonur Astrid prinsessu, syst-
ur Haralds konungs. Hún er búsett í
fjallaþorpi sem er um 250 kúómetra
frá Ósló. -GÖ
Gríðarlegir erfiðleikar fyrirtækja koma fram hjá Ábyrgðasjóði launa:
80% meiri útgjöld
- vegna gjaldþrota en á síðasta ári. Sama gjaldþrotatíðni fyrirsjáanleg
„Við erum að greiða út 80 til 90
prósent meira en á sama tíma í
fyrra.“ segir Björgvin Steingrims-
son, deildarstjóri og talsmaður
Ábyrgðasjóðs launa, um útgreiðslur
sjóðsins vegna gjaldþrota fyrir-
tækja. Við gjaldþrot kemur til kasta
Ábyrgðasjóðs sem greiðir starfsfólki
þau laun sem í vanskilum eru auk
uppsagnarfrests. Útgreiðslur sjóðs-
ins eru því góður mælikvarði á það
hvernig árar í viðskiptalífinu. Til
20. ágúst síðastliðins hafði sjóður-
inn greitt út 91,8 milljónir króna
vegna launa gjaldþrota fyrirtækja.
Allt árið í fyrra greiddi sjóðurinn út
99,6 milljónir sem var verulega
lægri upphæð en árið 1999 þegar út-
borgun vegna launa var 134 milljón-
ir. Rétt er að taka fram að útborgun
Ábyrgðasjóðs vegna launa fer fram
einu til tveimur árum eftir að gjald-
þrot á sér stað. Þannig er viðbúið að
þau vandamál sem nú steðja að og
fram koma í fjölgun árangurslausrá
fjárnáma skelli ekki á sjóðnum fyrr
en á næsta ári.
Utgjöld Abyrgðasjóðs launa
- launaþátturinn
140
134
1999 2000 2001*
Upplýslngar: Ábyrgðasjóður launa ■
Vaxtaokur
Eins og fram hefur komið telja
Samtök iðnaðarins að vaxtaokur í
landinu sé að sliga fyrirtækin með
þeim afleiðingum að gjaldþrotum
fjölgi griðarlega og erflðleikar steðji
að I öllum greinum atvinnulífsins.
Birgir ísleifur
Gunnarsson.
Geir H.
Haarde.
„Enginn rekstur þolir þetta vaxta-
stig til lengdar,“ segir Sveinn Hann-
esson, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, á vefsíðu samtakanna.
Geir Haarde fjármálaráðherra og
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra hafa lýst þeirri skoðun sinni
að vaxtalækkun eigi að korna til.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri hafnar því að lækka
þurfi vexti og hann bendir á að meg-
inhlutverk Seðlabankans sé að
halda verðbólgudraugnum fjarri.
Hverjar sem ástæðurnar kunna
að vera er ljóst að gjaldþrotahrina
stendur nú sem hæst.
Halldór
Ásgrímsson.
Björgvin hjá
Ábyrgðasjóði segir
að ekkert lát verði
á útgreiðslum hjá
sjóðnum á þessu
ári.
„Samkvæmt
þeim kröfugerðum
sem við sjáum er
ekkert lát á gjald-
þrotum það sem
eftir er af árinu,“
segir hann.
Björgvin segir að Ábyrgðasjóður
launa eigi 900 milljónir króna eins
og staðan sé núna. Miðað við aukn-
ingu gjaldþrota sé ljóst að ekki horfi
vel hvað höfuðstólinn varðar.
„Eftir þetta ár mun sjóðurinn að
óbreyttu annaðhvort standa í stað
eða byrja að rýrna,“ segir hann.
Ábyrgðasjóður launa fær tekjur
sínar af tryggingagjaldi sem fyrir-
tæki greiða. Svo virðist sem í það
stefni að styrkja verði þann tekju-
stofn haldi gjaldþrotahrinan áfram
á næsta ári.
-rt
Kúabændur vilja ítarlega úttekt á Goða:
Heildarskuldir 115 milljónir
- bændur sárir, segir formaður landssambandsins
„Heildarskuldir Goða við bændur
eru um 115 milljónir, samkvæmt yfir-
liti sem ég hef séð, en ég veit ekki
hvernig þaö skiptist milli bænda í ein-
stökum búgreinum," sagði Þórólfur
Sveinsson, formaður Landssambands
kúabænda.
Á nýafstöðnum aðalfundi LK var
meðal annars samþykkt að beina
þeim tilmælum til stjórnar að hún
hlutist til um að fram fari ítarleg út-
tekt á starfsemi fyrrum Goða, núver-
andi Kjötumboðsins. Forráðamenn
Goða hafa farið fram á 3ja mánaða
framlengingu á greiðslustöðvun. Ef af
þvi verður greiðir fyrirtækið
ekkert út til bænda næstu
þrjá mánuðina.
Þórólfur sagðist telja líklegt
að virðisaukaskattur væri
inni í þeim 115 milljónum sem
bókfærðar væru hjá Goða sem
skuld við þá. Hinu mætti ekki
gleyma að bændur yrðu að
greiða skattinn næstu daga,
hvort sem þeir hefðu þá fengið ein-
hverjar greiðslur frá Goða eða ekki.
Þá teldi Goði sig eiga inni hjá
bændum einar 40 milljónir.
„Fyrst og fremst eru menn sárir,"
sagði Þórólfur, aðspurður um
hljóðið í bændum á aðalfund-
inum gagnvart Goða. „Þeim
finnst undarlegt, miðað við
þá stöðu sem virðist blasa
við núna samkvæmt reikn-
ingslegu uppgjöri, að ekki
skyldi hafa legið fyrir í maí
að fyrirtækið myndi ekki á
næstu vikum geta borgað fyr-
ir afurðir. Það er eðlilegt að menn séu
sárir þegar þeir lenda í því að leggja
inn hjá fyrirtæki sem þeir treysta en
svo reynist ekki grundvöllur fyrir
traustinu." -JSS
Þórólfur Sveinsson.
Heilsudýnur í sérflokki!
Svefn &heilsa
HEILSUNNAB VEGt'
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150