Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 25
29
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
DV Tilvera
DV-MYND BG
Útgefandinn
Vigfús Bjömsson, útgefandi hjá netforlaginu „boki.is", viö tölvuna. Hann hefur nú gefiö út netbókina
„Uppruni íslehdinga“ eftir fööur sinn, Björn 0. Björnsson.
Áhugamaður um þjóðlegan fróðleik og „gamaldags efni“ lætur til sín taka á Netinu;
Uppruni íslendinga
hjá nýju bókaforlagi
Stofnuð hefur verið ný bókaút-
gáfa á Netinu sem heitri
„www.boki.is". Er það jafnframt
vefslóð útgáfunnar. Netútgáfa þessi
er ætluð íslenskumælandi lesendum
um allan heim. Að henni stendur
einn maður, Vigfús Björnsson, elli-
lífeyrisþegi á Akureyri, sem hefur
þessa útgáfu að áhugamáli. Auk
bókaútgáfunnar er að finna á
heimasíðu útgáfunnar kynningar á
bókum sem á döfinni er að gefa út
hjá útgáfunni. Að sögn Vigfúsar er
hér mest á ferðinni þjóðlegur fróð-
leikur eða það sem kalla mætti
„gamaldags" efni. Hann segir gríð-
arlega mikið til af bókum sem liggi
í handritum og ekki sé talinn
grundvöllur til að gefa út, en verð-
skuldi þó útgáfu. Hann hafi því
ákveðið að fara þessa leið, að gefa út
bækur á Netinu og setja þær þar
inn sjálfur. í þesu felst augljóslega
talsverð setning á efni en Vigfús
sagðist í samtali við DV ekki hafa
neitt þarfara að gera - í það
minnsta svona til að byrja með -
tíminn yrði að leiða í ljós hverjar
viðtökurnar yrðu og þá réðist það
hvort fleiri kæmu til starfa við þessi
verkefni. Fyrsta bók útgáfunnar er
þegar komin út en það er bókin Um
uppruna íslendinga eftir Björn 0.
Björnsson. Seinná á árinu eru vænt-
anlegar fleiri bækur, m.a. bama-
bækur og stærri skáldverk.
Að sögrt Vigfúsar er hægt að fá
allt útgáfuefni boki.is útprentað á
lausum síðum á 500 kr. hvert eintak
eða með festingu í kjöl og hlífðar-
plasti fyrir 700 kr. Farið er einnig
fram á að þeir sem prenti út bækur
útgáfunnar úr eigin prentara greiði
fyrir það til boki.is og leggi inn á
reikning 0302-13-250025.
í fullu glldi
Vigfús segir fyrstu bók forlagsins,
Um uppruna íslendinga, afar merki-
legt rit þótt hann hafi ekki talið lík-
legt að það borgaði sig að gefa það
út með hefðbundnum hætti. Björn
O. Björnsson (sonur Prentsmiðju
Odds Björnssonar) höfundur verks-
ins, er faðir Vigfúsar og stundaði
m.a. nám við Kaupmannahafnarhá-
skóla í byrjun síðustu aldar. Vigfús
segir að hann hafi lofað foður sinum
að gera eitthvað fyrir þetta handrit
og nú sé hann í raun að efna það.
Þrátt fyrir að liðin séu 26 ár frá því
að það var skrifað segir Vigfús það
enn í dag í fullu gildi og jafnvel enn
fremur nú en þá, vegna samhljóms
þess við nýjustu fornleifa- og gena-
rannsóknir varðandi uppruna Is-
lendinga. „Það er því full ástæða til
þess, og jafnvel skylda, að gefa fólki
kost á því að skoða og kynna sér
þetta verk því þar eru rannsóknir
og kannanir sem hvergi er annars
staðar að finna," segir Vigfús.
-BG
Esjuhlíðar:
Þúsund hektara útivistarsvæði
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra mun vígja með formleg-
um hætti nýtt um 1000 hektara
útivistarsvæði í Esjuhlíðum föstu-
daginn 24. ágúst kl. 16.30. Ráð-
herra mun gróðursetja tré að við-
stöddum fulltrúum frá flestum
skógræktarfélögum landsins. Búið
er að skipuleggja svæðið og mun
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hafa umsjón með því. Fyrirhugað
er að reisa þjónustumiðstöð fyrir
Esjufara í Kollafirði. Þar er gert
ráð fyrir veitinga- og snyrtiað-
stöðu sem mun gerbreyta allri að-
stöðu. Búast má við að Esjuhlíðar
verði eitt helsta útivistarsvæði
landsmanna.
Esjan í vetrarbúningi
Fyrirhugaö er aö reisa
þjónustumiöstöö fyrir Esju-
fara í Kollafiröi. Þar ergert
ráö fyrir veitinga- og snyrti-
aöstööu sem mun ger-
breyta allri aöstööu.
Atvinna í boði:
Flokkun
herðatrjáa
Smáauglýsingar DV geta verið
ansi skondnar á köflum og margir
lesa þær sér til skemmtunar. Þeir
sem hafa gaman af því að skoða
smáauglýsingar duttu heldur betur
í lukkupottinn á þriðjudaginn þegar
sérvörulager Hagkaups auglýsti eft-
ir fólki til að flokka herðatré. Til að
fullvissa sig um að ekki væri um
grín að ræða hafði blaðamaður DV
samband við Júlíus Stein Kristjáns-
son hjá Hagkaupi og bað hann að
segja sér frá starfinu.
Júlíus segir að það sé full þörf
fyrir fólk í vinnu við að flokka
herðatré og það tvo frekar en einn.
„Við vorum reyndar í vandræðum
með að orða auglýsinguna en þetta
var útkoman og því miður er eng-
inn búinn að sækja um. Þetta er
reyndar tilvalið starf fyrir fólk sem
er komið á seinni hluta starfsæv-
innar og við erum að leita að slíku
fólki en ekki unglingum." Júlíus
segist ekki hafa töluna á herðar-
trjánum sem fara í gegn hjá honum.
„En þau eru mörg. Við sendum allt
frá okkur á herðatrjám og þegar
þau koma til baka eru þau blönduð
í kössum. Við flokkum þau ónýtu
frá og röðum þeim heilu eftir teg-
undum. Það má likja þessu við að
flokka M og M eftir lit.“
Að sögn Júlíusar er um nýtt starf
aö ræða hjá fyrirtækinu en hann
var tregur til að segja hvaða laun
væru í boði. Af tali hans má þó ætla
að þau séu eitthvað í kringum
hundrað þúsund á mánuði.
-Kip
Sérvörulager Hagkaups óskar eftir starfs-
fólki í flokkun herðatijáa. Tilvalið fyrir
fólk á besta aldri. Vinnutíminn er frá kl. ,
8.00 til 17.00. Lagerinn er í njju og
glæsilegu húsnæði að Skútuvogi 9. Nán-
ari upplýsingar veitir Júlíus Steinn
Kristjánsson á staðnum.
„Takeaway“ í Nýkaupi í Kringlunni:
Sticks’n’Sushi "
„Japanski veitingastaðurinn
Sticks’n’Sushi hefur opnað
„takeaway“-veitingastað i Nýkaupi
í Kringlunni. Nú er hægt að sækja
þangað óviðjafnanlegt japanskt góð-
gæti og taka með heim eða borða
það á staðnum. Boðiö er upp á fjölda
tegunda af sushi ásamt misó-súpu.
Einnig verður hægt að kaupa á
staðnum fyrsta flokks hráefni sem
notað er til japanskrar matargerðar.
Hægt er að panta sushi í síma 511
3330 eða koma á staðinn, panta og
nota tímann til að kaupa inn á með-
an kokkurinn gefur ímyndunarafl-
inu lausan tauminn í eldhúsinu.
Einnig er boðið upp á veisluþjón-
ustu.
Sticks’n’Sushi rekur einnig veit-
ingastað í Aðalstræti 12 þar sem
boðið er upp á Sticks, sem er grillað
kjöt, fiskur eöa grænmeti á teini, oft
kallað Yakitori, og sushi. Matseðil
er hægt að skoða á vefsíðu fyrirtæk-
isins, www. sushi.is
Smáauglýsingar
bækur, fyrirtæki, heildsala, hljóðfæri,
Internet, matsölustaðir, skemmtanir,
tónlist, tölvur, verslun, verðbréf,
vélar-verkfæri, útgerðarvörur,
Iandbúnaður..markð5st0rgi6
DV
: Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000