Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
Fréttir
Sýslumaður á Akranesi lætur kanna meint lögskráningarbrot áhafnar á Marz AK 80:
Norska strandgæsl-
an rannsakar skipið
- togarinn að veiðum í Barentshafi og níu óskráðir
Rússar sagðir í áhöfn
íslenski isfisktogarinn Marz AK
80 hefur að undanförnu verið að
veiöum í Barentshafi og lagt upp í
Öksfjord í Norður-Noregi. Um helg-
ina landaði hann þar 60 tonnum en
grunur leikur á að um borð séu niu
ólöglegir og óskráðir rússneskir sjó-
menn. I framhaldi af ábendingu DV
og fyrirspurn um lögskráningu
áhafnarinnar hefur sýslumaðurinn
á Akranesi gert Landhelgisgæsl-
unni viðvart og hefur hún þegar
haft samband við norsku strand-
gæsluna sem mun rannsaka skipið.
Samkvæmt heimildum DV komu
Rússarnir níu um borð í 0ksfjord í
Noregi, en þar beið skipið eftir þeim
eftir siglinguna frá íslandi. Síðan
hefur togarinn verið að þorskveið-
um í Barentshafi og landaði 60 tonn-
um í Noregi um síðustu helgi. Eng-
in tilkynning hafði hins vegar
borist sýslumanni á Akranesi í gær
um skráningu rússneskra sjómanna
á skipið. Slíkt er klárt brot á lög-
skráningarreglum og atvinnuleyfis-
veitingu útlendinga hérlendis.
Áhafnaskipti og ráðningar um borð
í íslensk skip í erlendri höfn þarf
reyndar líka að tilkynna sérstaklega
vegna þátttöku íslands í Shengen-
samstarfi um ytri landamæri Evr-
ópu. Þama er því hugsanlega einnig
um að ræða brot gagnvart Norð-
mönnum og öðrum Evrópuríkjum.
Samkvæmt lögskráningu sýslu-
mannsembættisins á Akranesi eru
Togarinn Marz AK 80
Skipiö hefur veriö skráö undir ýmsum nöfnum hér á landi. Nú sætir það rann-
sókn vegna meintra brota á lögskráningu sjómanna.
aðeins sjö lögskráðir í áhöfn togar-
ans sem er 526 brúttótonn að stærð.
Allt eru þetta yfirmenn á skipinu,
en venja er að 15-16 menn séu í
áhöfn togara af þessari stærð.
Eigandi skipsins er Olíuverslun
Islands sem keypti skipið á upp-
boði í Hafnarfírði.
Togarinn Marz AK-80 er gerð-
ur út af útgerðarfélaginu Avona
ehf., Presthúsabraut 28 á Akra-
nesi, en er með lögheimili að
Vegghömrum 20 í Reykjavík.
Stjórnarformaður útgerðarfé-
lagsins og framkvæmdastjóri er
Sævar Sigurvaldason. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands er hann þó hvergi
skráður til heimilis. Hann er
hins vegar skráður vélstjóri á
Marz AK 80. Húsráðandi á Akra-
nesi kannaðist ekkert við að
hafa með þetta fyrirtæki að gera.
Hann sagðist þekkja Sævar frá fyrri
tíð og hann hafi einu sinni leyft
. -//•
Oksfjorcl
honum að skrá sig sjálfan tíma-
bundið þarna til heimilis en aldrei
með fyrirtæki. Nú hrúguðust upp
hjá honum reikningar og annar
póstur til fyrirtækisins. Hann stæði
því í stappi við að losna við þetta
fyrirtæki af sínu heimilisfangi.
Norska gæslan tekur skipið
í samtali við Landhelgisgæsluna í
gær kom fram að norskir varðskips-
menn fóru um borð í togarann í
fyrradag, degi áður en beiðni um at-
hugun kom frá íslandi. Norðmenn-
irnir sem voru í reglubundnu eftir-
liti sögðust þá hafa orðið varir við
sex eða átta menn á dekki sem þeir
töldu vera rússneska. Að sögn Land-
helgisgæslu mun norska strandgæsl-
an væntanlega fara aftur af stað og
taka skipið til ítarlegri skoðunar.
Togarinn Marz, sem hefur skipa-
skrárnúmerið TF-DP 1441, hefur
áður verið skráður undir ýmsum
nöfnum frá því hann kom fyrst til
landsins. Fyrst hét hann Freyja RE,
þá Hjörleifur RE, Hjörleifur ÁR, Fis-
herman og Ben Idris. Síðan er togar-
inn skráður með nafnið Mars HF 53
árið 1999 og nafninu var breytt í
Marz (með z), þegar Olíuverslunin
eignaðist hann 27. júlí sl. Togarinn
var smíðaður í Frakklandi 1972 og
keyptur til Islands 1975. Hann hefur
verið í eigu ýmissa útgerða og hefur
útgerðarferillinn lengi verið þyrn-
um stráður. -HKr.
Útgerðarmaðurinn á Marz AK 80:
Engir Rússar um borð!
- bara sjö eða átta, sagði hann en var greinilega ekki viss
DV náði sambandi við Sævar Sig-
urvaldason útgerðarmann um borð
í togaranum Marz eftir hádegi í gær
og var hann fyrst spurður hvort
þeir væru að veiðum i Barentshafi.
„Við erum að reyna það,“ sagði
Sævar. „Það verður þó aö segjast al-
veg eins og er að það er veiðileysi."
Hann sagði að þeir væru að reyna
við þorsk en ördeyða væri á svæð-
inu alveg norður úr. „Það er bara
dauði, allir að leita og enginn finn-
ur neitt.“
- Því hefur verið skotið að mér að
þið séuð með Rússa í áhöfn.
„Hver segir það? Þetta er bara
bull.“
- Eru bara íslendingar í áhöfn?
„Já, já.“
- Eruð þið þá bara sjö um borð?
„Sjö, átta, erum við ekki átta ...
sjö. - Hefur þú talið á þessum bát-
um þarna heima?“
- Ég veit að það eru bara skráðir
sjö á skipið.“
„Já, það er bara mjög algengt að
það séu sjö og upp í níu á þessum
döllum."
- Á fimm hundruð tonna togara?
„Já, ég hef verið á þúsund tonna
togara og þar vorum við fiórir eða
sex á rækju.“
- Er þá ekki mikið að gera ef eitt-
hvað fiskast?
„Jú, ef það fiskast mikið, en það
hefur ekki verið þannig fiskirí
hérna núna,“ sagöi útgerðarmaður-
inn Sævar Sigurvaldason og ítrek-
aði að engir Rússar væru um borð.
-HKr.
Jón Gauti
Jónsson.
fulltrúi hjá
lands vestra
Norðurland vestra:
Fólksflóttinn út-
rýmir atvinnuleysi
Blendin gleði er hjá
íbúum Norðurlands
vestra þrátt fyrir að
atvinnuleysi sé í sögu-
legu lágmarki í hérað-
inu og reyndar vanti
töluvert vinnuafl.
Mikil hreyfing hefur
verið á íbúum undan-
farið. Rut Jónasdóttir,
Vinnumiðlun Norður-
á Blönduósi, segir að
fiöldi brottfluttra á svæðinu hafi ver-
ið sá mesti á landsvísu á fyrri hluta
þessa árs.
„Það hefur aldrei verið svona lítið
atvinnuleysi en á sama tima held ég
að engin fiölgun hafi orðið á störf-
um. Fólksfækkun er því líklega ein
helsta skýringin á þessum lágu at-
vinnuleysistölum," segir Rut.
Atvinnuleysi var tíðum hlutfalls-
lega mest á Norðurlandi vestra og
hefur sú staðreynd væntanlega átt
þátt í fólksflóttanum. Nú er öldin
önnur. Sárlega vantar fólk til starfa í
rækjuvinnslu víða sem og i slátur-
vinnslu, að sögn Rutar.
Ekki er langt síðan nýsköpunar-
fyrirtæki á Sauðárkróki, Clicon, var
lýst gjaldþrota en þar hafði verið
unnið að umbúðaframleiðslu fyrir
síma. Á annan tug starfaði við fyrir-
tækið þegar mest var en nú er öll
starfsemi úr sögunni.
Nágrannabyggðir Sauðárkróks
hafa orðið af mörgum ibúanum und-
anfarið en Jón Gauti Jónsson, bæjar-
stjóri í sveitarfélaginu Skagafirði,
segir að Sauðárkrókur hafi haldið
sínu og gott betur. -BÞ
Þrír ráðherrar á
aðalfundi Eyþings
Þrír ráðherrar verða gestir aðal-
fundar Eyþings, sambands sveitarfé-
laga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum,
sem haldinn verður í Hrísey í lok
mánaðarins.
Ráðherramir þrír munu allir
ávarpa fundinn. Valgerður Sverris-
dóttir iðnaðarráðherra mun ræða
um skipulag orkumála og tækifæri á
Norðurlandi eystra. Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
munu síðan ræða um vaxtarmögu-
leika kvótabundinna atvinnugreina.
Umræður verða siðan í lok framsögu
ráðherranna þriggja.
Þá verða umræður um skipulag
samstarfs sveitarfélaga og framtíðar-
sýn í þeim efnum þar sem Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, og
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á
Húsavík, hafa framsögu. Að öðru
leyti verður um hefðbundin aðal-
fundarstörf að ræða á fundinum.-gk
Veöriö í kvöld
Norðaustan- og austanátt
Norðaustan 8 til 13 m/s vestanlands en
annars austlæg átt, 3-8. Rigning eða súld á
austanverðu landinu. Skýjaö meö köflum
suðvestan til og víöa síðdegisskúrir. Hiti 8 til
16 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Siödegisflóö
Árdeglsflóö á morgun
REYKJAVIK AKUREYRI
21.12 21.02
05.49 05.26
22.36 03.09
11.081 15.51
Skýringar á veðurtfiknum
átt 10°—™
-10°
VINDSIYRKUR Vconcr
metrum á sekúndu r«uö i
k
-V
HEIÐSKlRT
■ífc> O O
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAD SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
w/ W Q
RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA
**V? h? +
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Sýnum tillitssemi
Allar upplýsingar um færð og ástand
vega, vegalokanir, vegaframkvæmdir
og ýmislegt annað sem tengist vegum
landsins má fá á heimasíöu Vega-
gerðarinnar eða í þjónustusíma
hennar. Vegfarendum er bent á að
víða um landið er unnið að vega-
framkvæmdum og er þeim því bent á
að sýna tillitssemi.
Ástand fjatlvega
rf '■Ol
Unðoiutll
Ute
-
r "WB'
v| -
Vefltrá*kyggdom«vi8éuin Mýrtlaisjokufl
eru lokaftlr þar Ul annaft
vaffiur wjgiýtt www.vegag.ls/faerd
WSÍÉÍÍi l ím
Víða síðdegisskúrir
Norðaustan 8-13 m/s vestanlands en annars austlæg átt, 3-8. Rigning
eða súld á austanveröu landinu og norðvestanlands. Skýjað með köflum
suðvestan til og víða síðdegisskúrir.
Sunnuda
Vindur: f
8-13
Hiti 8° til 15°
Mánud
Vindur: 'x-s
13-18 m/» >
Hiti 9° til 16°
Þriöjudagt
Vindur:^^
3-8 m/»
Hiti 9° tii 16°
Norövestan 8 tll 13 m/s
og skúrir á Noröur- og
Austurlandl en annars
skýjaö meö köflum og
þurrt. Hltl 8 tll 15 stlg,
hlýjast sunnan tll.
Gengur í suðaustan 13 tll
18 m/s meö rigningu,
fyrst suövestan tll. Hltl 9
til 16 stlg, mildast á
Noröurlandl.
Austlæg átt og rlgnlng eöa
skúrir, elnkum sunnan-
lands. Fremur mllt veöur.
AKUREYRI rigning 7
BERGSSTAÐIR þoka 7
BOLUNGARVÍK skúrir 7
EGILSSTAÐIR rigning 9
KIRKJUBÆJARKL. skýjað 10
KEFLAVÍK skýjaö 10
RAUFARHÖFN alskýjaö 7
REYKJAVÍK skýjaö 9
STÓRHÖFÐI skúrir 10
BERGEN rigning 15
HELSINKI skýjaö 15
KAUPMANNAHÖFN skúrir 16
ÓSLÓ alskýjaö 15
STOKKHÓLMUR 15
ÞÓRSHÖFN haglél 12
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 14
ALGARVE léttskýjaö 21
AMSTERDAM þokumóöa 20
BARCELONA léttskýjaö 22
BERLÍN léttskýjaö 18
CHICAGO alskýjaö 21
DUBLIN skýjaö 11
HALIFAX þokumóöa 16
FRANKFURT léttskýjaö 19
HAMBORG þokumóöa 19
JAN MAYEN þoka 8
LONDON lágþokublettir 19
LÚXEMBORG jéttskýjaö 19
MALLORCA þokumóöa 21
MONTREAL heiðskírt 18
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 6
NEWYORK hálfskýjaö 22
ORLANDO heiðskírt 24
PARÍS lágþokublettir 18
VÍN þokumóöa 19
WASHINGTON þokumóöa 21
WINNIPEG heiöskírt 20