Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 PV__________________________________________________________________________________________________Neytendur Byssur sem seldar voru sem leikföng á Krít: Teknar í tollinum hér Skiptifatamarkaður - ýmsir hlutir sem hægt er að kaupa í Evrópu bannaðir hér Jón E. Guömundsson ásamt syni sínum „Ég tel aö þaö sé ekki í verkahring tollvaröa aö leiöbeina öörum í uppeldismálum eöa tjá sig viö almenna feröamenn um sínar skoðanir á þeim málum. Þaö er einkamál foreldra hvaö þeir leyfa börnum sínum, “ segir Jón. Jón E. Guðmundsson frá Keflavík hafði samband við neytendasíðuna og sagði farir sínar ekki sléttar. Fyr- ir nokkru kom hann frá Krít ásamt syni sínum og var stöðvaður í tollin- um í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyr- ir að vera með tvær litlar loftbyssur í farangrinum. „Þetta voru litlar byssur úr plasti sem sonur minn keypti í þeirri trú að um væri að Hvað er bannað? Eins og fram kemur í greininni er nokkuð algengt að fólk átti sig ekki á því að bannað er að flytja til landsins vopn af ýmsu tagi. Margir hafa lent í því að kaupa t.d. skrautmuni sem hér á landi falla undir vopnalögin og eru því teknir í tollinum. Því er ekki úr vegi aö skoða hvað er bannaö. í vopnalögum segir: „Vopnaburður á almannafæri er bannaöur. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veið- ar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara. Bann- að er að flytja tfl landsins, fram- leiða, eignast eða hafa í vörslum sínum: a) bitvopn ef blaðið er lengra en 12 cm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimflishald eða at- vinnu, b) fjaðrahníf, íjaðrarýting, fafl- hníf, faOrýting, stunguvopn eöa önnur slík vopn, c) höggvopn, svo sem hnúajárn, gaddakylfu, felukylfu, kylfu sem ekki er ætluð tO íþróttaiökunar eða önnur slík vopn, svo og raf- magnsvopn, d) sverð, sem eru sambland högg og bitvopna, e) kaststjörnu, kasthníf eða önn- ur slík vopn, f) lásboga, langboga, slöngu- byssu eða önnur slík vopn, svo og örvarodda. Þetta tekur þó ekki tO boga sem ætlaðir eru til æfinga eöa keppni í bogfimi. Heimflt er að víkja frá banni 2. mgr. með leyfi ríkislögreglustjóra ef vopn hefur söfnunargildi eða sérstakar ástæður mæla með. Öðrum en lögreglu er óheimOt að flytja tfl landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. Sama gfldir um gasvopn og táragasvopn. ræða leikfóng," segir Jón. „Toflverð- ir héldu því hins vegar fram að um loftskammbyssur væri að ræða og tóku þær af okkur.“ Aðspurður segir Jón að byssurnar hafi verið kraftlitl- ar og því litlar líkur á að nokkur slasi sig á þeim. „En auðvitað sé hægt að meiða með þeim ef skotið er úr þeim af stuttu færi, t.d. í auga. En það er líka hægt að meiða með vel ydduðum blýanti." Jón segist ekki ætla að deila við ToOgæsluna um byssumar en er ósáttur við fram- komu tollvarðar sem lýsti því yfir hversu ósmekklegt henni fyndist að hann leyfði 11 ára syni sinum að festa kaup á og leika sér með byssur. „Ég er sjálfur mikOl byssuáhuga- maður og sé ekkert athugavert við að leyfa syni mínum að eiga leik- fangabyssur. En ég tel að það sé ekki í verkahring toflvarða að leiðbeina öðrum í uppeldismálum eða tjá sig við almenna ferðamenn um sínar skoðanir á þeim málum. Það er einkamál foreldra hvað þeir leyfa börnum sínum,“ segir hann. Ólöglegar og stórhættulegar Jón sendi kvörtun þessa efnis tO Sýslumannsins í Keflavík sem að bragði sendi Jóni svar. í því kemur fram að „viðkomandi byssur séu bæði ólöglegar og stórhættulegar" og að ekki sé „í sjálfu sér aðfmnsluvert þó að löggæslumaður taki neikvæða afstöðu tfl þess að foreldrar séu að kaupa slíka hluti fyrir börn sín“. Enn fremur segir að það sé „vita- skuld einkamál foreldra hvaða hluti þeir kaupa fyrir böm sín og eru lög- legir. Löggæslan lætur sig hins vegar hið ólöglega varða. Það er vissulega hlutverk löggæslunnar í landinu að leiðbeina foreldrum í uppeldismái- um, að því marki þó að atferli barns- ins snúi að löggæslunni." Mismunandi reglur Byssurnar sem um ræöir eru seldar víða um Evrópu sem leik- fóng, að sögn Jóns, og segir hann undarlegt að um þær gildi aðrar og strangari reglur hér á landi. „Við erum aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu og tökum upp afls kyns lög og reglur þaðan. Því langar mig að vita hvort okkur sé ekki skylt að leyfa þessi leikfóng hér.“ Snorri Sigurjónsson, lögreglufull- trúi í áfengis- og vopnalagadeild, segir að rétt sé hjá Jóni að ákveðn- ar gagnkvæmar skyldur hvila á okkur vegna alþjóðasamninga á borð við EES. Þar sé helst að telja gagnkvæma tilkynningaskyldu um vopnaflutninga. „Hins vegar er hverju landi í sjálfsvald sett hversu langt það gengur í að banna innflutning og notkun ákveðinna vopna og er okk- ur því frjálst aö setja okkar mörk varðandi skotvopn. Við þurfum ekki að líta lengra en tO Norður- landanna til að sjá að reglur miUi landa eru misjafnar. Þar gilda að vísu mjög svipaðar reglur og hér en þó ekki alveg eins. Önnur lönd eru svo með gjörólíkar reglur. Til dæmis eru leikfong, loft- byssur, hnífar, sverð og skrautmun- ir, sem falla undir vopnalögin hér, nánast seldir hverjum sem er á Spáni. Þvi fellur fólk í þá gryfju að kaupa þessa hluti í góðri trú en þeir eru síðan teknir af þvi í toUinum. Og skiptir þá engu hvort það sé hæft tU að eiga þessa hluti og fara vel með.“ -ÓSB - góð leið til að endurnýja í fataskápnum fyrir lítinn pening Verslunin Fantasía/Núið í Kringlunrii hefur opnað skiptifata- markað. Anna Sigriður Pálsdóttir, starfsmaður í versluninni, segir að hugmyndin að markaðnum hafi kviknað þegar skiptimarkaðir með bækur fóru af stað í haust. „Okkur fannst það sniöug hugmynd að vera með skiptifatamarkað á sama tíma þannig að skólakrakkarnir gætu losað sig við gömlu fótin sín og feng- ið ný í staðinn.“ Anna segir að þrátt fyrir að markhópurinn hafi í upp- hafi verið framhaldsskólanemar hafi komið inn fatnaður á 18-19 ára og upp úr. Margir komi með fot af foreldrum sínum, eða jafnvel öfum og ömmum og því séu fót á aflan aldur að finna á markaðnum. Markaðurinn virkar þannig að fólk kemur með fótin í verslunina þar sem þau eru verðlögð. Fyrir upphæðina fæst síðan innleggsnóta sem hægt er að nota til að kaupa önnur fót á markaðnum. „Við áskOjum okkur þann rétt aö taka ekki við hverju sem er og þau föt sem við kaupum ekki eru send til Rauða krossins eða í Kvennaat- hvarfiö. Hið sama gOdir um þau föt sem ekki hafa verið seld þegar markaðnum lýkur.“ Anna Sigríöur Pálsdóttir, starfsmaöur í Fantasíu/Núinu Þar er nú rekinn skiptimarkaöur meö fatnaö. Hægt er aö fara meö flott föt sem maöur hefur fengiö leiöa á og fá önnur í staöinn. Anna segir að við val á þeim föt- um sem keypt eru sé tekið mið af þeim stO sem sé ráðandi í verslun- inni. „Fötin þurfa að vera vel með farin og flott en við tökum við næst- um öflu. Verðið er bara lægra á því sem okkur finnst síðra. Verði er stfllt í hóf, hægt er að fá buxur fyr- ir 500 kr., kjóla á 1000 kr. og fleira í þeim dúr. Innkaupsverð á einni flík getur aldrei farið yfir 5000 kr. og er þá sama hvort um er að ræða flnan minkapels eða aðrar dýrar flíkur." Mest hefur komið inn af bolum og kjólum en einnig er nokkuð um að hönnunarvörur slæðist með. „Slík- ar flíkur eru oft nokkuð sérstakar og fólk langar ekki að klæðast þeim mjög oft. Þá er ágætt að láta þær ganga áfram til einhvers annars." Anna segir markaðinn hafa geng- ið vel hingað til og segir að hægt sé að nota hann á ýmsan hátt. „Sem dæmi má nefna að gaman getur ver- ið að kaupa sér „nýjan“ kjól tfl að vera í um helgina, borga fyrir hann 1000 kr. og selja hann aftur til okk- ar eftir helgi." Markaðurinn verður starfræktur a.m.k. til 16. september en til greina kemur aö framlengja hann ef vel gengur. -ÓSB Minnkum fituna Þótt uppáhaldsuppskriftin þín sé frábær getur hún verið full af fitu. Hægt er að breyta fituríkum réttum í heilsusamlegt, fitulítið góðgæti ef maður hefur það í huga þegar mat- reitt er. Ekki skyldi þó ganga of langt í þessum efnum því ekki þyk- ir heilsusamlegra að borða of litla fitu, frekar en of mikla. Um 20-30% af daglegum kalorí- um ættu að koma úr fitu. * Hið fyrsta sem gera þarf til að minnka fituna i fæð- inu er að skoða upp- skriftir vel, gera sér grein fyrir því hvaða hráefni inni- halda mestu fituna og reyna að finna leiðir til að minnka hlutfall þess eða skipta því út fyrir annað. * Farið varlega í að skipta um hráefni og prófið ykkur áfram. Skiptið um hluta af fituríka hráefn- inu til að kanna hvemig það kemur út. Takist það vel má skipta stærri hluta næst og svo koll af kolli. í sumum tegundum matar þarf ein- hver fita að vera tO staðar svo áferðin verði rétt. Sem dæmi má nefna að muffms-kökur án fitu verða oft gúmmíkenndar en einungis tvær matskeiðar af fitu gera þær góðar. * Ekki er alltaf þörf á að setja eitthvað í staðinn fyrir það sem tek- ið er úr uppskriftinni. Prófið að minnka ostinn í lasagna um þriðj- ung og sjáið hvað gerist. * í sætu, bökuðu góð- gæti má setja eplamauk eða aðra maukaða ávexti i staðinn fyrir olíu, smjör eða smjör- líki. Þumalflngursregl- an er að nota jafn mikið af eplamauki og hefði átt að vera af oliu eða smjöri, þ.e. bofla fyrir bolla. * Notiö fjörmjólk eða léttmjólk í stað venjulegrar mjólkur. * Veljið fituminna majones eða sýrðan rjóma í stað þess venjulega eða notið hreina jógúrt. * Kaupið fitulítið nautahakk eða reynið kalkúnahakk. * Fjarlægið skinnið af kjúklingnum, annað- hvort áður en hann er eldaður eða á eftir (fer eftir aðferð við eldun). Kjúklingur sem steikt- ur er í ofni án skinnsins verður of þurr en hægt er að steikja skinnlaus- an kjúkling á pönnu án þess að það komi niður á gæðum hans. * Notið feiti í úðabrúsum til að smyrja með pönnur og form í stað smjörlíkis eða olíu. Látið örlítið af vatni út í ef maturinn fer að festast við botninn. * Lærið hvenær nauðsynlegt er að nota feiti. TO dæmis er lítifl mun- ur á lauk sem er steiktur í einni mat- skeið af olíu og þeim sem steiktur er í þremur matskeiðum. Verð frá 35.500 Allar stæróir "í!?;3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.