Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 5
5
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
DV Fréttir
Deilur Heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:
Vilja heilbrigðiseftirlit
undir Hollustuvernd
- staðan algjörlega óviðunandi, segja sveitarstjórnarmenn
„Þessi staða er algjörlega óviðun-
andi og ég lýsi hryggð minni yfir
því hvemig málum er komið,“
sagði Sigurður Bjarnason, formað-
ur bæjarráðs Ölfuss og stjórnar-
maður í Samtökum sunnlenskra
sveitarfélaga um langvinnar erjur
Heilbrigðisnefndar Suðurlands og
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sig-
urður kvaðst ekki geta sagt til um
hvert framhald málsins yrði á
þessu stigi.
Umrætt mál hófst eftir að heil-
brigðisfulltrúamir höfðu gert út-
tekt á kjúklingabúinu á Ásmundar-
stöðum árið 1999. Heilbrigðisnefnd
bað þá um rannsókn lögreglu og
umhverfisráöuneytis á starfshátt-
um þeirra. Þeir reyndust í besta
lagi. Eftir að DV hafði birt viðtal
við Birgi Þórðarson heilbrigðisfull-
trúa 23. júní á sl. ári, um átak í
tengslum við verkefni landbúnaðar-
ráðherra, „Fegurri sveitir 2000“,
hóf heilbrigðisnefndin að krefja
hann ítrekaðra skýringa. Hún
beindi síðan spjótum sínum að
Matthíasi Garðarssyni, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits-
ins, eftir að hann hafði lýst yfir
stuðningi við Birgi. Matthías hefur
verið í veikindaleyfi og í kjölfar
áreitis nefndarinnar fékk hann
hjartakast og endaði á neyðarmót-
töku. Viðtal DV við Mattthías fyrr í
vikunni, þar sem hann greindi frá
þessu, hefur vakið gríðarlega at-
hygli og mikil viðbrögð.
Ölafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri
í Skaftárhreppi, sagði að það væri
mjög slæmt þegar slíkt kæmi upp á
í mikilvægum störfum þar sem allt
þyrfti að ganga snurðulaust fyrir
sig.
„Ég hef átt mjög gott samstarf við
heilbrigðiseftirlitið og heilbrigðis-
nefndina," sagði hún. „En ég tel
miklu farsælla að heilbrigðiseftirlit
sé alfarið á vegum ríkisins en sveit-
arfélögunum sé ekkert blandað inn
í það. Þetta fyrirkomulag ýtir undir
tilhneigingu til þess að menn skjóti
sér undan ábyrgð. Það er ljóst að
þetta gengur ekki svona.“
Aðspurð um hvort sunnlenskir
sveitarstjórnarmenn væru farnir að
íhuga að taka i taumana og setja
deilurnar niður sagði Ólafla að sér
vitanlega hefði ekki komið til tals
að viðkomandi sveitarfélög væru að
íhuga að skipa sáttarnefnd í málinu.
Jón Hólm Stefánsson, sveitar-
stjórnarmaður í Ölfusi, tók í viðtali
við DV í sama streng og Ólafia, að
brýnt væri að taka starfsmannamál-
in úr höndum heilbrigðisnefndar og
setja þau undir Hollustuvernd.
Heimir Hafsteinsson, formaður
heilbrigðisnefndar, hefur ekki vilj-
að tjá sig um málið við DV. -JSS
• Niðurskurður boðaður í fjárlögum:
Sex milljarða
afgangur á fjár-
lagafrumvarpi
- framkvæmdir skornar niður
Fjárlagagerð mun að
sögn Ólafs Arnar Har-
aldssonar, formanns
fjárlaganefndar, taka
nokkrum breytingum
frá fyrri áætlunum.
Aukinn launakostnaður
hjá ríkinu vegur þungt í
breyttum forsendum að
sögn nefndarformanns
og er sýnt að bjartsýni
manna um mikinn
tekjuafgang heyrir sög-
unni til. Eigi að síður
segir Ólafur að menn
hyggist halda sig rétt-
um megin við núllið og hefur verið
rætt um 6 milljarða króna tekjuaf-
gang.
Stofnanir og ráðuneyti hafa gert
fjárlaganefndarformanni og varafor-
manni grein fyrir helstu útlínum í
efnahagsmálum og hefur
ríkisstjórnin kynnt nýja
stöðu. „Þarna eru tölu-
verðar breytingar á ferð-
inni. Rekstrarafgangur
verður miklu minni þótt
hann sé viðunandi," seg-
ir Ólafur Örn.
Meðal atriða verða
hagræðingaraðgerðir á
dagskrá sem nema 1,5
milljörðum króna.
Einnig er sýnt að umsvif
verða minni en til stóð
en Ólafur veit ekki
dæmi þess að neinar til-
teknar framkvæmdir hafi verið
skornar niður. „Þetta hlýtur að
koma niður á öllum ráðuneytun-
um,“ segir Ólafur Örn.
Fjárlög verða lögð fram i byrjun
október, á fyrsta degi þingsins. -BÞ
Útgjöld ríkissjóðs aukist mikið umfram áætlun:
Ólafur Örn
Haraldsson.
Lakari útkoma
eng ert var
ráð fyrir
Tekjur ríkissjóðs fyrstu 7 mán-
uði ársins í ár eru um 600 milljón-
um króna umfram áætlun Gjöldin
eru hins vegar 5,5 milljörðum um-
fram áætlun þannig að handbært fé
frá rekstri er neikvætt í ár um 5,2
milljarða. Það er mun lakari staða
en gert var ráð fyrir í áætlunum eða
sem nemur 4,9 milljörðum króna.
Þetta má að miklu leyti rekja til sér-
stakra tilefna, svo sem vaxta-
greiðslna vegna forinnlausnar
spariskírteina, nýrra kjarasamn-
inga og hæstaréttardóms vegna mál-
efna öryrkja. Heildartekjur ríkis-
sjóðs hækka um 8,7 milljarða króna
frá sama tíma í fyrra, einkum vegna
aukinnar innheimtu tekjuskatta.
Útgjöld hækka hins vegar mun
meira, eða um 21 milljarð króna.
Tæplega helming útgjaldaaukning-
arinnar má rekja til sérstakra til-
efna. Þannig nemur hækkun vaxta-
greiðslna um 2,5 milljörðum; sér-
stakar greiðslur til öryrkja nema 1,3
milljörðum króna; 1,6 milljarðar
stafa af auknum greiðslum til
Tryggingastofnunar ríkisins vegna
sjúkratrygginga og bóta vegna fé-
lagslegrar aðstoðar. Greiðslur til
fæðingarorlofssjóðs voru 1,1 millj-
arður og hækkun framlaga til Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga nam 1,6
milljörðum króna. Þá voru 0,8 millj-
arðar nýttir til uppkaupa á fullvirð-
isrétti bænda. Rétt er að vekja at-
hygli á að hluti af þessari hækkun
kemur ekki til gjalda á rekstrar-
grunni á þessu ári.
Hreinn lánsfjárjöfnuöur var nei-
kvæður um 7,6 milljarða króna sem
er 6,4 milljörðum lakari útkoma en
áætlað var og 16,9 milljörðum lak-
ara en í fyrra. Skýringin á lakari út-
komu en í fyrra er að á árinu 2000
komu til greiðslu 5,5 milljarðar
króna vegna sölu á hlutabréfum í
ríkisbönkunum á árinu 1999.
DV-MYND ÞORBJÖRN
I grjótinu
Steinvör 147 lamdist um J fjörugrjótinu í Ögri og laskaöist mikið.
Bátur slitnaði upp og
rak upp í fjöru
- sýnist hann vera ónýtur, segir eigandinn
Bátinn Steinvör 147 rak upp í
fjöru í Ögri fyrr í vikunni og
skemmdist hann mikið. Þorbjörn
Steingrímsson, eigandi bátsins,
sagði að hann hefði slitnað upp þar
sem hann lá við legufæri þriöju-
daginn sl. Hann hefði rekið upp í
fjöru, þar sem hann hefði lent í
grjóti og laskast mikið.
„Það var þungur sjór, alda og
kvika þegar þetta gerðist,“ sagði
Þorbjörn. Hann bætti við að at-
burðurinn hefði átt sér stað að
kvöldlagi.
Fólk í Ögri hefði hringt í sig og
látið sig vita þegar ljóst var að bát-
inn hefði rekið upp í fjöru.
Þorbjörn kvaðst þegar hafa farið
á staðinn og náð bátnum upp. Þá
hefði komið i ljós að hann hefði
laskast á hlið og brotnað illa. „Mér
sýnist hann vera ónýtur," sagöi
Þorbjörn, „en tryggingafélagið á þó
eftir að líta á hann og skera endan-
lega úr um það.“
Steinvör var skráð árið 1955.
Báturinn var notaður til fiskveiða
en Þorbjöm kvaðst hafa verið far-
inn að nota hann sem skemmtibát.
-JSS
Tekist á í borgarráði um stjórnunarstöður:
Sigurður Snævarr
borgarhagfræðingur
Borgarráð hefur samþykkt að
ráða Sigurð Ármann Snævarr sem
borgarhagfræðing. Sigurður hefur
verið sérfræðingur á Þjóðhagsstofn-
un, en framtíð þeirrar stofnunar er
óljós sem kunnugt er. Það voru full-
trúar Reykjavíkurlistans sem
greiddu ráðningu Sigurðar atkvæði
sitt en fulltrúar sjálfstæðismanna
hafa dregiö í efa að þörf sé á stöðu
sem þessari og bentu á í bókun á
borgarráðsfundi að staðan hafl ver-
ið lögð niður þegar Eggert
Jónsson hafi látið af þessu
starfi 1998. Síðan hafi orð-
ið breyting á stjórnskipan
borgarinnar. „Það er harla
sérkennileg afstaða til
embættis borgarhagfræð-
ings að gefa undirmanns-
starfi á fjölskyldu- og þró-
unarsviði þennan titil
m.t.t. þeirrar stöðu sem
embættið hafði áður fyrr,“
Siguröur Armann
Snævarr
segir m.a. í bókun minnihlut-
ans. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir visar þessari gagnrýni
á bug í annarri bókun þar
sem vísað er til greinargerðar
borgarritara um að þessi
staða hafi aldrei verið lögð
niður og að borgarhagfræð-
ingur yrði ekki lægra settur
en aðrir þeir embættismenn
sem ganga næstir sviðsstjór-
um.