Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 DV__________________________________________________________________________________________________________________Merming Umsjón: Sigtryggur Magnason Hæfileikarík og trúveröug „Þaö eru þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson sem fara meö hlutverkin tvö og gera þaö mjög vel. Nanna hefur þegar sýnt og sannaö aö hún er ákaflega hæfileikarík og vandvirk leikkona og þótt túlkun hennar á Písl þæti ekki miklu viö fyrri hlutverk er þaö enn ein sönnunin á fjölhæfni hennar. Svínn er hins vegar fyrsta hlutverk Víkings aö námi loknu og kemur hann skemmtilega á óvart. Honum fórst betur aö sýna hörkulegu þættina í fari Svíns en þá viökvæmu en persónan varö engu aö síöur mjög trúveröug. “ Diskópakk á Vesturgötu Undanfarin misseri hefur mönnum orðið tíðrætt um gróskuna í íslensku leikhúsi og víst er að framboð á leiksýningum hér á höf- uðborgarsvæðinu er með ólíkindum. Þrátt fyr- ir þetta mikla framboð hefur flóran verið ótrúlega einsleit og hinir svokölluðu „frjálsu" leikhópar hafa mest megnis róið á sömu mið og stóru stofnanaleikhúsin. Einstaka hópar hafa þó skapað sér sérstöðu og nægir þar að nefna Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háð- vöru en að öðru leyti hefur það sem flokkast gæti undir nýjungar og tilraunastarfsemi ver- ið með minnsta móti. En hver veit nema breyting sé að verða á! Mér skilst að ferskir vindar leiki um sali Leiksmiðjunnar þar sem Fröken Júlía hefur verið sýnd við góðar und- irtektir síðustu vikur og á menningamótt hóf starfsemi nýtt leikhús sem hefur fengið heitið Vesturport. Unga fólkið sem þar ræður ríkj- um hefur látið að því liggja að það ætli að höfða til jafnaldra sinna og fólks sem alla jafna sækir ekki sýningar atvinnuleikhús- anna. Til að svo megi verða þarf annars kon- ar verkefnaval en hjá stofnanaleikhúsunum og vonandi að Vesturportsliðið standi undir þeim væntingum. Rýmið á Vesturgötunni er hrátt og fremur lítið en býður upp á ýmsa möguleika og hent- aði mjög vel fyrir jómfrúrstykkið, Diskópakk Djassáhugamenn hafa síðastliðin sex sum- ur getað gengið að því vísu að í garðinum bak við Jómfrúna í Lækjargötu (eða inni á staðn- um ef illa viðrar) sé leikinn djass milli fjögur og sex á laugardögum. Sumarið er brátt á enda og síðustu tónleikarnir í Jómfrúnni verða haldnir á morgun þegar Borgardætur troða upp. Með dætrunum leika Eyþór Gunn- arsson á píanó og Þórður Högnason á kontra- bassa. Að vanda eru lokatónleikar sumartón- leikaraðar Jómfrúarinnar nokkurs konar uppskeruhátið, sérstakir hátíðartónleikar með léttu sniði. Fastur hópur og laust fylgi Sigurður Flosason hefur siðustu fimm árin stjórnað sumartónleikaröðinni í góðu sam- starfi við Jakob veitingamann á Jómfrúnni. Og sumarið í ár hefur verið mjög gott. „Það hefur gengið ótrúlega vel og jafnvel betur en í fyrra; troðfullt út úr dyrum og engu máli skipt hvernig viðrar,“ segir Sigurður. „í raun má tala um metsumar. Tónleikarnir hafa fest sig í sessi í tilveru borgarbúa og eiga orðið fastan aðdáendahóp og svo laust fylgi.“ Eru íslendingar orðnir miklir djassarar? „íslendingar eru mjög jákvæðir gagnvart öllu því sem vel er gert og það gildir líka um djassinn. Það er oft verið að spá í hvort djass sé á upp- eða niðurleið á ákveðnum tímum en líklega er það alltaf svipað hlutfall sem hefur gaman af djassi. Harðkjarnadjassáhugamenn skipa þó minnihlutahóp. Djass er mjög fjölbreytt tónlistartegund og getur höfðað til allra. Það hefur líka verið stefna okkar sem standa að sumartónleikaröð- inni að hafa hana fjölbreytta; allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Jómfrúnni." Skemmtilegur blær Aldursdreifmg er að sögn Sigurðar mjög eftir írann Enda Walsh, í ágætri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Húsið er leikmyndin (auk gamals rimlarúms og diskókúlu) og leik- endur eru einungis tveir. Verkið lýsir u.þ.b. sólarhring í lífi ungra krakka sem kalla sig Svín og Písl og hafa verið vinir frá barnæsku. Á sautjánda afmælisdeginum á aldeilis að gera sér dagamun en eitthvað verður skemmt- unin endaslepp, m.a. vegna þess að Svínn vill Písl út af fyrir sig en hún aftur á móti þráir annað og betra líf án Svíns. Eðlilega ber verk- ið þess merki að vera upprunnið á írlandi og vonandi að íslensk ungmenni séu ekki jafn þjökuð af vonleysi og reiði og þau Svínn og Písl. Draumar og þrár unglinga hvar sem er i heiminum eru hins vegar þær sömu og ofbeld- ið sem einkennir líf unglinganna í Diskópakki er sömuleiðis vel þekkt fyrirbæri hér. Leiklist Það eru þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson sem fara með hlutverk- in tvö og gera það mjög vel. Nanna hefur þeg- ar sýnt og sannað að hún er ákaflega hæfileik- arík og vandvirk leikkona og þótt túlkun hennar á Pisl bæti ekki miklu við fyrri hlut- verk er það enn ein sönnunin á fjölhæfni hennar. Svínn er hins vegar fyrsta hlutverk Víkings að námi loknu og kemur hann jöfn, bæði hvað varðar áheyrendur og flytj- endur. „Áhorfendahópurinn er eiginlega þversnið af þjóðinni og ferðamönnum. Við höfum líka lagt mikið upp úr aldursdreifingu flytjenda; höfum oft gefið ungum tónlistarmönnum tækifæri en einnig er fullt af þekktari spilur- um og eldri spámönnum." Eins og áður segir eru síðustu tónleikar sumarsins á morgun þegar Borgardætur mæta á svæðið. „Lokatónleikarnir eru uppskeruhátíð og eru yfirleitt frábrugðnir öðrum tónleikum sumarsins, léttari og aðgengilegri. Það er alltaf skemmtilegur blær yfir þessum tónleik- um.“ skemmtilega á óvart. Honum fórst betur að sýna hörkulegu þættina í fari Svíns en þá við- kvæmu en persónan varð engu að síður mjög trúverðug. Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir þess- ari uppfærslu og má vera stoltur af sínum hlut. Lausnir eru einfaldar en áhrifaríkar og augljóst að samstarf hans og leikaranna hefur tekist með miklum ágætum. Sýningin er kraftmikil þótt dampurinn fari aðeins af upp úr miðbikinu, enda erfitt að halda úti jafn stifri keyrslu i 75 mínútur. Árni E. sem er titlaður DJ í sýningarskrá gerir miklu meira en þeyta skífum því vænt- anlega er hljóðmyndin, sem er afar mikilvæg- ur þáttur í sýningunni, hans verk. Hún er vel lukkuð og sömuleiðis lýsing Björns Kristjáns- sonar. Þáð er ástæða til að óska aðstandend- um sýningarinnar til hamingju og vonandi að Vesturportið verði sú deigla sem hefur vantað í íslenskt leikhúslíf. Halldóra Friðjónsdóttir Vesturport sýnir Diskópakk eftir Enda Walsh í þýö- ingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjöri: Egill Heiöar Anton Pálsson. Leikarar: Nanna Kristín Magnúsdótt- ir og Víkingur Kristjánsson. Lýsing: Björn Kristjáns- son. DJ: Árni E. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergs- son. Aldrei fráhvarfseinkenni Djassáhugamenn þurfa ekki að örvænta þótt sumartónleikaröðinni sé að Ijúka; það kemur dagur eftir laugardag og djassarar geta leitað fleira en í geislaspilarann sinn. Djasshá- tíð í Reykjavík er á næsta leiti en hún hefst 5. september og stendur til 9. september. Djass- klúbburinn Múlinn er líka vikulega með tón- leika í vetur á efri hæðinni í Húsi málarans. „Djassáhugamenn fá því aldrei frá- hvarfseinkenni," segir Sigurður. „Djass er ánetjandi eins og margir góðir hlutir. Oft er djassáhugi áunninn smekkur; fólk vill tónlist sem er krefjandi í hlustun og þarfnast einbeit- ingar." „Hví eru næturnar nafnlausar?“ í kvöld klukkan 20.30 verður í Deiglunni á Ak- ureyri haldið ljóðakvöld til minningar um Sigur- björn Kristinsson höfund frá Halakoti. Umsjónarmaður er Sigurður Heiðar Jónsson. Und- irbúningur hefur staðið í marga mánuði með hjálp ást- vina Sigurbjörns. Á dag- skránni er upplestur og söngur verka eftir fjölmarga höfunda. Má þar nefna Stein Steinarr, Friedrich Nietzsche, Pétur Gunnarsson, Einar Benediktsson, Atla Heimi Sveinsson, Lermontov, Jóhannes úr Kötlum, Bo Bergman, Richard Strauss og Guðmund Böðvarsson. Árlegur haust- markadur í Árbæ Á sunnudag klukkan eitt verður fjölbreytt dagskrá í Árbæjarsafni á hinum árlega haust- markaði. Borgarbúar geta þá skellt sér í „sveit- ina“ og keypt græn- meti úr matjurta- görðum safnsins, skoðað handavinnu- sýningu í húsinu Lækjargata 4 þar sem gefur að líta af- rakstur handavinnu leiðsögumanna safnsins sem á milli skoðunarferða hafa prjónað og hekl- að peysur, hyrnur, sokka og vettlinga. Klukkan tvö hefst messa í safnkirkjunni frá Silfrastöðum, prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson en organisti Sigrún Steingrímsdótt- ir. í Árbænum verða bakaðar lummur og þar munu Snæbjörg og Sigurlaug sitja á baðstofuloft- inu og sauma roðskó og spinna. í Dillonshúsi verða veitingar og Karl Jónatansson leikur á harmóníku við Árbæ og Dillonshús eftir hádegi. Himinn og jörð í Sneglu Ingibjörg Þ. Klemensdóttir opnaði fyrir skömmu gluggasýningu í Galleri Sneglu á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Nefnist sýningin Himinn og jörð og á henni eru verk unnin í leir undir áhrifum frá ís- lenskri náttúru. Listakonurnar í Sneglu halda reglulega glugga- sýningar í listhúsinu. I október verður svo stór sýning i Sneglu í tilefni af tíu ára afmæli galler- ísins. Frönsk orgelverk í Hallgrímskirkju Nú líður að lokum tónleikaraðarinnar Sumar- kvölds við orgelið, sem haldin er í níunda sinn í Hallgrímskirkju í sumar. Um helgina spreytir enn einn ungur organisti sig á hljómborðum og fótspili Klaisorgels Hallgrímskirkju. Véronique Le Guen frá Frakklandi heldur tónleika í hádeg- inu (kl. 12.00-12.30) á laugardaginn og kl. 20.00 á sunnudagskvöldið. Eins og aðrir gestir tón- leikaraðarinnar í sumar er Le Guen í fremstu röð ungra hljóðfæraleikara í heimalandi sínu og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sína. Á tónleikum sínum í Hallgrímskirkju mun hún bjóða upp á spennandi úrval franskra orgelverka frá nítjándu og tuttugustu öld. Glerskúlptúrar á Garðatorgi Á morgun kl. 14 verður opnuð í húsakynn- um G.H. ljósa- og heildverslunar að Garða- torgi 7 í Garðabæ sýning á ítalska hönnuðarins Hans Pohlin. Hans er virtur ljósa- hönnuður á Ítalíu í dag og rekur m.a. hönnunarstofuna Urbis design sem séð hefur fyrirtækjum og bæjarfélög- um víða um Evrópu fyrir úti- og inniljósum. Á undanförn- um árum hefur G.H. ljósa- og heildverslun flutt inn ljósa- búnað gegnum fyrirtæki Pohlins, m.a. lýsingu í Kirkjugarðinum við Suðurgötu, sem vakið hefur athygli. Á sýningu Pohlins í G.H. heildverslun er að finna bæði tæra glerskúlptúra með „feneysku" sniði og skúlptúra úr gleri, málmi og trjáviðum. Sýning Hans Pohlin verður einungis opin milli 14-19 helgina 25.-26. ágúst og verður listamaðurinn sjálfur á staðnum báða dagana. G.H. ljósa- og heildverslun býður upp á veit- ingar meðan á sýningunni stendur. Verkin eru öll tO sölu. Síðustu Jómfrúartónleikarnir eru á morgun: Djass er ánetjandi DV-MYND EINAR J. Uppskeruhátíð á morgun „Lokatónleikarnir eru uppskeruhátíö og eru yfírleitt frábrugönir öðrum tónleikum sumarsins, létt- ari og aögengilegri. Þaö er alltaf skemmtilegur blær yfir þeim, “ segir Siguröur Flosason. glerskúlptúrum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.