Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001
Fréttir I>V
Lögregla og borgin vinna í máli sem snýr aö útigangsfólki á og við Rauðarárstíg 33:
Sumir íbúar voga sér
ekki út nema í bílum
- íbúar krefjast þess að borgarráð afturkalli vínveitingaleyfi á Kaffistíg - 21 íbúð í húsinu
Lögreglan í Reykjavík er að vinna
að því fyrir borgaryfirvöld að kanna
hvers vegna mælt var með að vín-
veitingaleyfi var veitt Kaffistíg á
Rauðarárstíg 33. íbúar í húsinu, sem
er fjölbýlishús, krefjast þess að borg-
arráð afturkalli leyfið. Þeir segja
ágang útigangs- og óreglufólks við
húsið og í götunni valda svo miklu
ónæði að sumir ibúanna þori ekki út
nema á bíl í gegnum bílageymslu
sem hægt er að komast í innanhúss.
Verið er að afla gagna, ekki síst í
ljósi þess að íbúamir segja að til
þeirra hafi aldrei verið leitað um
samþykki vegna reksturs Kaffistígs.
Samkvæmt fjöleignarhúsalögum er
skylt að fá samþykki ibúa fyrir veit-
ingahúsarekstri með vínveitinga-
leyfi í fjölbýlishúsum. Ibúarnir segja
að leitað hafi verið eftir samþykki
þeirra vegna efnalaugar á jarðhæð,
sem þeir hafi veitt góðfúslega, en
aldrei vegna reksturs Kaffistígs.
Skrautlegir tilburðir, segir íbúi
Á Rauðarárstíg 33 er 21 íbúð - 7
íbúðir í húsinu eru í eigu Rauöa
kross íslands, Krabbameinsfé-
lagsins og Barnaheilla. í þeim
dvelja gjarnan sjúklingar utan af
landi sem koma til borgarinnar í
lækningameðferðir. Það fólk ótt-
ast ekki síst mjög útigangs- og
óreglufólk sem sækir Kaffistíg
og er á staðnum eða fyrir utan
hann. Oft hafa íbúamir hrein-
lega ekki þorað fótgangandi út
úr húsi.
„Það er mikill skarkali og læti
úti á götu, blóðug átök og slags-
mál - jafnvel fjótlega eftir há-
degi. Og það fólk sem ekki slæst
er mjög drukkiö. Þetta eru
skrautlegir tilburðir. Það er
hræðilegt að vera með stöðugan
umgang af drukknu fólki,“ segir
Rúnar Guðjónsson sem hefur
búið rúmt ár í fjölbýlishúsinu.
Grunur um sölu á kardi-
mommudropum í hverfinu
Jónas Hallsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn sagði við DV aö eig-
andi Kaffistígs hefði greinilega
DV-MYND HILMAR PÓR
21 íbúð er húsinu á Rauðarárstíg 33, fyrir
ofan veitingastaðinn.
/ nýlegu bréfi húsfélagsins til borgarráðs segir
aö sjúklingar sem dvelja í nokkrum íbúðanna
vegna veikinda sinna þori ekki út úr húsinu
nema í bíl í gegnum bílageymslu.
reynt að ná tökum á ástandinu
með því að velja úr gesti sem
hann telji haga sér betur en aðra
og takmarka afgreiöslutíma en
allt komi fyrir ekki.
Útigangsmenn hafi haft afdrep
í bílskýli eða í húsnæði við
Rauðarárstíginn þcir sem þeir
sofi. Síðan séu þeir gjarnan
árrisulir og valdi ónæði
snemma morguns. Þeir sem hafa
átt leið um Rauðarárstíg um há-
bjartan dag á síðustu misserum
hafa ekki farið varhluta af ölv-
uðu fólki, sitjandi úti undir hús-
veggjum, ekki síst á biðstöðvum
SVR.
Lögreglan hefur haft gunsemd-
ir um að útigangsmenn hafi ekki
síst vanið komur sinar á Rauðar-
árstig í ljósi þess að kardi-
mommudropar og bjór hafi verið
seldur á ákveðnum stað í
hverfinu. Var gerð húsleit þar á
sínum tíma án þess þó að lagt
væri hald á slíkan varning.
-Ótt
DV-MYND BG
Kveöjustund
Aöalleikararnir sex ásamt Erni Inga
og fleiri úr hópnum setja upp ferða-
húfurnar áöur en þeir halda af stað
til Færeyja á vit frægðar og frama.
Örn Ingi á Akureyri:
Fjölskyldumynd
í fullri lengd
Fjöllistamaðurinn Örni Ingi og
fyrirtæki hans, Amarauga á Akur-
eyri, hafa að undanfomu unnið að
gerð unglinga- og íjölskyldumyndar
í fullri lengd og er stefnt að því að
sýna myndina í kvikmyndahúsum á
Akureyri fyrir jólin. Síðan verður
myndin boðin sjónvarpsstöðvm á
Norðurlöndum til kaups. Ekki hefur
fengist uppgefið hvað myndin íjallar
um, að öðru leyti en því að hún er
að hluta til ferðalag og er m.a. farið
í ferð til Færeyja. í fyrradag var
verið að undirbúa Færeyjaförina en
aðalleikararnir sex í myndinni, sem
allir eru norðlenskir unglingar, fara
i þessa ferð. Þegar er búiö að taka
mikið af efni í myndina, bæði á Ak-
ureyri og á Dalvík, en nú liggur
leiðin sem sagt til Færeyja. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Erni Inga
er góður vinnuandi í hópnum,
„enda á myndin aö vera jákvæð og
skemmtileg - mikið dansað og sung-
iö. Siðfræðilegar spurningar koma
við sögu og óvæntar aðferðir eru
viðhafðar til að fjalla um þær.“
Holdanaut ráfa
milli bæja
Fimm holdanaut voru rekin á
burt frá bænum Berustöðum í Ása-
hreppi í Rangárvallasýslu í vikunni.
Nautin, sem talin eru vera frá Ás-
mundarstöðum, voru komin heim
að fjósdyrum aö Berustööum þegar
fólk þar varð þeirra vart.
„Maður kærir sig auðvitað ekkert
um þetta,“ sagöi einn ábúenda við
DV. í fyrstu var alls óvíst hver var
eigandi nautanna. Voru þau rekin
til baka, í sömu átt og þau komu úr.
Lögregla hafði síðan afskipti af mál-
inu á miðvikudag en náði þá ekki
sambandi viö Ásmundarstaði. -Ótt
Sementsflutningar frá Akranesi færast yfir á 30 tonna tankbíla:
Um þrjú þúsund
bílfarmar á ári
- mikill sparnaöur fyrir verksmiðjuna, segir framkvæmdastjóri
DV-MYNDIR BRINK
Skeiöfaxi hættir sigtingum í haust
Skipið hefur flutt vel yfir tvær milljónir tonna af sementi síöan það var
tekið í notkun 1977.
Sementsflutningabílar í staö skips
Um þrettán 30 tonna bíla þarf til að flytja einn skipsfarm.
Eins og greint var frá í DV fyrr í
vikunni er ráðgert að leggja sem-
entsflutningaskipinu Skeiðfaxa 31.
október nk. Þegar er búið að segja
upp áhöfh og 8000 tonna birgðastöð
í Ártúnshöfða verður einnig lögð
niður. í staðinn verða um 400 til 800
tonna sementsflutningar á dag
færðir yfir á tankbíla. Með því
eykst álagið á þjóðvegakerfið en um
13 til 27 þrjátíu tonna tankbíla þarf
á dag til að flytja allt þetta sement
frá Akranesi til Reykjavíkur. Fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar telur það ekki verða vanda-
mál.
Mikill sparnaöur
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðjunnar hf. á
Akranesi, segir að þessar breyting-
ar hafi legið lengi í loftinu. Flutn-
ingar á sementi með bílum hafi m.a.
verið nefnd sem ein af röksemdun-
um fyrir gerð Hvalfjarðarganga á
sínum tíma. Hann segir aö stærsti
ávinningurinn af því að hætta flutn-
ingum með Skeiðfaxa til Reykjavík-
ur sé að þá verði birgðastöðin í Ár-
túnshöföa lögö niöur. „Hún hefur
verið baggi á okkur,“ segir Gylfi.
Hins vegar sé rekstur skipsins sjálfs
ekki vandamál enda búið að af-
skrifa það fyrir löngu. Þá liggi fyrir
að birgöastöðin hefði orðið að víkja
fyrir íbúðabyggð samkvæmt skipu-
lagstillögum. Hann segir mikið
sparast hjá Sementsverksmiðjunni
við þessa hagræðingu og óverulegur
kostnaðarauki verði hjá Verðjöfn-
unarsjóði.
Gylfi segist ekki telja það vanda-
mál þótt flutningar á sementi frá
Akranesi flytjist yfir á þjóðvegakerf-
ið. Sú viðbót verði ekki til vandræða,
enda séu þegar stundaðir miklir
flutningar með bílum um Hvalfjarð-
argöng og m.a. nær allir olíu- og
bensínflutningar til Akraness.
Mest tæp 96 þúsund tonn á ári
Árið 1998 flutti Skeiðfaxi, skip
Sementsverksmiðjunnar, 85.390 tonn
af sementi frá Akranesi til Reykja-
vikur í 197 ferðum. Árið 1999 var
metár en þá voru flutt 95.968 tonn í
226 ferðum. Til að flytja það magn
um landveg hefði þurft um 3.200 ferð-
ir með 30 tonna tankbílum í stað 226
ferða með skipinu. Árið 2000 flutti
skipið svo 92.721 tonn í 233 ferðum. I
gær hafði skipið hins vegar farið 141
ferð með sement tO Reykjavíkur það
sem af er þessu ári.
Tvær milljónir tonna
Skeiðfaxi var smíðaður hjá skipa-
smiðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi og tekinn í notkun í maí 1977.
Þann 26. apríl 2001 hafði skipið flutt
tvær milljónir tonna af sementi og
siglt 314.917 sjómilur. Það lætur
nærri að vera fjórtán og hálfur hring-
ur umhverfis jöröina. Til að flytja
þessar tvær milljónir tonna um land-
veg hefði hins vegar þurft 66.667 ferð-
ir með 30 tonna tankbílum. -HKr.
Umsjón; Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Extra langt maraþon!
Á vefsíðunni hlaup.is má sjá lífleg
skrif um nýafstaðið Reykjavíkur-
maraþon. Þar eru margir greinilega
foxillir út í ýmsa þætti er þykja hafa
misfarist. Enginn ,
hafi t.d. farið á
undan og vísað
þeim sem fyrstur |
var í heilu mara-
þoni veginn. Einn I
sem hljóp 10 km
lýsir því þegar
hann var að hlaupa '
fram hjá versluninni Ellingsen í Ána-
naustum. Það hafi komið honum
verulega á óvart að sjá Keníu-mann-
inn Bruce Kilulai, sem sigraði
reyndar í maraþonhlaupinu, koma
hlaupandi úr Örfirisey sem var alls
ekki hluti af leiðinni. Frétti hann síð-
an frá öðrum hlaupara sem á undan
var að sami Keníu-maður hefði líka
tekið krók út á Gróttu. Hann hafði
því villst tvisvar á leiðinni en samt
verið fyrstur í mark...!
Með magakveisu?
Á héraðsfréttavef Bæjarins besta á
ísafirði var sagt frá því í yfirfyrirsögn
í gær að nýr erlendur leikmaður og
þjálfari væri kominn til kvennaliös
KFÍ. í að-
alfyrir-
sögn var
síðan
sagt: Kathryn Otwell búin að skrifa
undir. í undirfyrirsögn kom síðan: -
gengið í hús með „klósettpappír og
húsbréf' í kvöld. - Ekki vita pott-
verjar hvernig stemningin er á ísa-
firði fyrir ráðningu þessarar merki-
legu erlendu stúlku í ísfirskan körfu-
bolta. Miðað við frétt BB virðist þó
sem ísfirðingar hafi almennt fengið
herfilega í magann, svo mjög að liðs-
menn KFÍ telja sig þurfa að storma
um bæinn með klósettpappír. Ekki
nóg með það; útlit sé fyrir að klósett-
pappírinn dugi ekki. Því er líka gripið
til þess að dreifa „húsbréfum" sem
greinilega eru ekki mikils virði á ísa-
firði miðað við fyrirsögnina...
Jón Óttar á Skjá einn?
Á þriðjudag sá glöggur lesandi DV
til ferða Árna Þórs Vigfússonar og
félaga á Skjá einum á Hótel Hoiti.
Þótti það svo sem ekki í frásögur fær-
andi ef ekki heföi
sést i för með
þeim hinn marg-
frægi athafnamað-
ur Jón Óttar
Ragnarsson. Jón
kom mjög við sögu
stofnunar Stöövar
tvö á sínum tíma
sem frægt er og þótti mikil jarðýta. í
heita pottinum velta menn fyrir sér
hvort túlka megi samverustund Jóns
Óttars og Áma Þórs sem nýja inn-
komu sjónvarpsstjórans fyrrverandi
inn í íslenskan Qölmiðlaheim. Eftir
yfirlýsingu í íjölmiðlum i gær um
samstarf Skjás eins, DV og Viðskipta-
blaðsins, þá lá málið skýrt fyrir í
hugum pottveija. Fréttir blaðanna
verða lesnar upp á Sjá einum. - Hver
er þá betri tO að lesa þær en Jón Ótt-
ar Ragnarsson...?
Heims á enda
Ólafi á Syðri-Reykjum þótti tími til
kominn að setja saman vísu um hinn
harðsnúna þingmann Sunnlendinga,
Guðna Ágústsson. Þar fari mikill
áhugamaður um ís-
lenska hestinn,
sem og hag sunn-
lenskra byggða. Það
hafi best komið i
ljós á dögunum er
Guðni prýddi for-
siðu DV ásamt eig-
inkonu og frægum
köppum á heimsmeistaramóti ís-
lenskra hesta í Austurríki.
Sunnlendinga byggóir bœtir,
bregdur svip ú fööurtún.
Brúarsporðsins Guöni gœtir,
grœnn erfúni þar við hún.
Þótt Kjötsölunnar kreppu flœkja
komi bœndum illa um stund,
heims ú enda hann mun sœkja
hrossamót og gleöifund.