Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 DV 7 Fréttir Enn krafa um frjálsar veiðar smábáta á ýsu og steinbít: Umræða um smá- báta á krossgötum - hreyfing í umræðum í endurskoðunarnefnd um fiskveiðistjórnun Ljóst er aö nokkurs pirrings gætir hjá a.m.k. einhverjum stjómarþing- mönnum Vestfirðinga vegna kvótasetn- ingar smábáta sem vofir yfir nú um mánaðamótin. Ýmislegt bendir hins vegar til aö straumhvörf verði í um- ræðunni með skýrslu endurskoðunar- nefndarinnar svokölluðu og að deilur sem nú era uppi verði á örfáum dögum eða vikum úreltar. Óánægjunnar hefur einna skýrast orðið vart hjá Einari Oddi Kristjáns- syni sem komið hefur fram opinberlega og sakað sjávarútvegsráðherra um að draga lappimar og standa ekki við heiðursmannasamkomulag sem gert Birgir Guðmundsson blaðamaður var við smábátasjómenn árið 1996. Ein- ar Oddur segir að þessi saga sé öll bæði flókin og löng en kjami málsins sé hins vegar sá að það hafi verið ófriður um þennan útgerðai-flokk og síðan hafi ver- ið saminn friður sem fól það i sér að þessir bátar fóru á þorskaflahámark gegn því að fá aðgang að ýsu og stein- bít. Nú hafi þessi friður verið rofinn sem þýði að ófriður sé skollinn á aítur. Það sem Einar segist kunna illa við er að friðurinn hafl verið rofmn á grund- velli lagatúlkunar sem síðan hafi kom- ið í ljós að sé mjög vafasöm. Því telur hann það mjög brýnt að á þessu máli verði tekið og sjávarútvegsráðherra standi við fyrri loforð sín og efni sam- komulagið við smábátasjómenn. Einar segir ljóst að of seint sé að breyta þessu fyrir 1. september en á von á hörðum umræðum bæði á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í byrjun október og á Al- þingi. Hann kveðst sjálfur munu taka þessi mál upp á báðum þessum stöðum ef enginn annar verði til þess. Ámi Mathiesen hefur vísað gagn- rýni Einars Odds á bug og ítrekað mik- ilvægi þeirra lagaraka sem séu fyrir þessari breytingu. Þá hefur ráðherra minnt á að endurskoðunamefnd um flskveiðistjómunina, sem er nefnd skipuð fulltrúum allra flokka nema Frjálslyndra, muni skila af sér innan Arni M. Mathiesen. Arni Steinar Jóhannsson. Friðrik Baldursson. Kristinn H. Gunnarsson. Tómas Ingi Olrich. Vilhjálmur Egilsson. Ossur Skarp- héðinsson. tíðar og eðlilegt sé að bíða og sjá hvað þar komi fram. Einar og Össur Athygli vakti þegar þeir Einar Odd- ur og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, urðu ásáttir um það í útvarpsþætti á laugardagsmorgun að beita sameiginlega kröftum sínum til þess á þingi i haust að vinda ofan af kvótasetningu smábátanna. „Ef Sam- fylkingin, sem ég ætla að vona að sé rétt hjá Össuri, er reiðubúin til þess að styðja baráttuna fyrir þvi að samning- urinn við smábátasjómenn sé í gildi tekinn aftur, þá fagna ég því. Mér er al- veg sama hvort þetta er Samfylkingin eða hvaða þingmenn sem era aðrir,“ segir Einar. Spurður hvort hann væri með þessu að segja að hann myndi fara í bandalag gegn forastu síns eigin flokks ef forastan legðist gegn þessum málatilbúnaði sagði Einar: „Ég get ekki afneitað stuðningi manna úr öðrum flokkum við mál sem ég tel að séu byggðinni í landinu lífsnauðsynleg." Hann bætir því við að hann telji sig síð- ur en svo einangraðan i þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þar séu margir sem hafi svipaðar skoðanir og hann á þessu máli. Dauð umræða? En þrátt fyrir hitann í þessu máli sem greina má í málflutningi Einars Odds er þó greinilegt á þingmönnum sem blaðið ræddi við að augu flestra beinast nú að störfum endurskoðunar- nefndarinnar svokölluðu frekar en þvi að „endurvekja óbreytta umræðuna um smábáta frá því í vor,“ eins og einn stjómarþingmaður orðaði það. Sú um- ræða væri í raun orðin dauð. Er í þeim efnum bent á að ef endurskoðunar- nefndin komi fram með tillögur, sér- stakiega ef samkomulag veröur um slíkar tillögur, þá hljóti öll umræða haustsins að markast af þeim. „Þá verður öll umræða um útvarpsbanda- lag milli Einars Odds og Samfylkingar- innar, eða það að hverfa aftur til fyrra horfs 1 smábátamálum, hreinlega sögu- legur fróðleikur sem ekki verður á dag- skrá,“ sagði alþingismaður sem velti fyrir sér umræðum haustsins með DV. Hreyfing á málum En hver er þá staðan í endurskoðun- amefndinni? Óvenjuerfitt hefur verið síðustu daga að fá fuiltrúa í nefndinni til að tjá sig um starf hennar. Friðrik Már Baldursson, formaður hennar, var erlendis í gær en engu að síður var haldinn fundur í nefndinni. Fyrirhug- aðir eru fundir aftur, bæði í þessari viku og svo þétt fundaröð í byrjun þeirrar næstu. Ljóst er því að nefndin mun ekki skila af sér fyrir 1. september, eins og upphaflega stóð til. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í nefndinni, þeir Tómas Ingi Olrich og Vil- hjálmur Egilsson, staðfestu í samtali við DV fyrir nokkram dögum að hreyfing væri á málum og að verið væri að skoða málin heildstætt, þ.e. smábátakerfið ekki síður en stóra kerfið. Hvoragur vildu þó gefa neitt upp um á hvaða nótum menn væra að ná saman. Svipað er að segja um Áma Steinar Jóhannsson, fulltrúa VG í nefndinni, sem í gær mat stöðuna þannig að það væri „einhver hreyfing- armöguleiki þó þetta væri mjög erfitt mál. En það sem í mínum huga er lang- langmikilvægast er að við náum niður- stöðu þannig að það verði friður alla vega til næstu ára“. Ámi Steinar vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ráherra og nefnd í takt Þrátt fyrir þögn nefndarmanna hef- ur DV upplýsingar sem blaðið telur áreiðanlegar um að þær hugmyndir sem þar hafa verið ræddar á síðustu vikum og tengjast smábátum hafi ver- ið mjög í svipuðum anda og málamiðl- unarleiðin sem Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra lagði fram fyrir skömmu og Einar Oddur hefur hvað harðast gagnrýnt. Raunar benda við- mælendur blaðsins á að það hefði ver- ið sérkennilegt af ráðherra ef hann hefði ekki haft samráð um þann þátt við nefndina, þvi hann var nánast að taka frá henni hluta af verkefni henn- ar. Því er talið nánast óhugsandi ann- að en ráðherrann hafi ráðfært sig við formann nefndarinnar um þetta atriði áður en hann tilkynnti áform sín um reglugerðarbreyt- ingar. Hins vegar virðist borðleggj- andi að í tillögum nefndarinnar verðijafnframtað finna hliðarráð- stafanir sem miða að þvi að styrkja sjávarbyggðir, hvort sem það verður í formi sérstaks byggðakvóta, sérstaks sjóðs eða með einhverjum öðram hætti - en fram hefur komið að endurskoðunar- nefndin muni byggja starf sitt á niður- stöðu auðlindanefndarinnar. Sú nefnd lagði sem kunnugt er til tvær afgjalds- leiðir við fiskveiðistjórnunina, fyrn- ingarleið og veiðigjaldsleið. Endur- skoðunarnefndin vinnur að því að tengja þessi tvö kerfi, smábátana og stóra kerfið, og skoða málið í heiid sinni, enda gengur umboð hennar út á það. Eða svo vitnað sé í orðalag Árna Steinars: „Við erum að tala um heild- arendurskoðun á fiskveiðistjórnar- kerfinu og í því felst að það er allt und- ir. Það verður ekkert eitt atriði tekið út fyrir sviga." Spennandi niðurstaða Viðmælendur blaðsins eru sammála um að það sé mjög spennandi að fylgj- ast með niðurstöðu endurskoðunar- nefndarinnar og greinilegt að vonir eru bundnar við að þar verði að finna málamiðlun sem gæti bætt upp ýmsa byggðalega ágalla sem fylgja kvóta- setningu smábáta. Sérstaklega er í því sambandi bent á yfirlýsingar Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns framsóknarmanna og stjórnarfor- manns Byggðastofnunar, um að hann muni ekki geta stutt málamiðlun sjáv- arútvegsráðherra nema til komi hlið- arráðstafanir byggöalegs eðlis, en Kristinn situr einmitt í endurskoðun- arnefndinni fyrir Framsóknarflokk- inn. Áherslur af þessum toga munu einmitt hafa komið fram í fiskveiði- stjórnunarnefnd Framsóknarflokks- ins, sem er flokksnefnd og vinnur samhliða endurskoðunamefnd sjávar- útvegsráðherra að því að móta afstöðu flokksins til fiskveiðistjómunarinnar. Ný umræða í haust Svo virðist því sem Ámi Mathiesen hafi einungis sagt A i síðustu viku með málamiðlun sinni. Það muni svo koma í hlut endurskoðunarnefndar- innar að segja B þegar hún botnar versið með tillögum sínum um mán- aðamótin. Verði sá botn í formi sam- eiginlegrar tillögu nefndarinnar virð- ast flestir telja að óhætt sé að tala um merk pólitísk tímamót. Jafnframt verði viðbúið að sú niðurstaða verði ásættanleg meirihluta þingsins og þær umræður og deilur sem uppi era nú um samningsrof við smábátaeigendur muni aldrei ná sér almennilega á strik. Smábátar Umræðan um smábátaútgeröina er síð- ur en svo búin þótt flestir búist við því að hún muni taka nýja stefnu þegar endurskoðunarnefnd um fiskveiðistjórn- unina skilar áliti sínu. Sérferðir fyrir EUROCARD korthafa Vikuferðir, 21. og 28. sept Ferðaávísun EUROCARD gildir sem f / / / / 8.000 kr. innborgun í þessar ferðir ^ L"/ ’ Sól býður nú tvær vikuferðir í þessa paradís golfara þar sem velja má um 15 velli og enn fleiri þegar farið er yfir landamæri Spánar. Dvalið er í sannkallaðri lúxusgistíngu í Albufeira en golffararstjóri Sólar sér um bókanir rástíma og skemmtileg kvöld í góðum félagsskap. Hagstæð vallargjöld. Golffararstjóri er Haukur Þór Hannesson. kr. á mann í tvíbýli með sköttum ef notuð er EUROCARD ávísun. Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.