Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Fréttir ÐV Einar Már Siguröarson þingmaður skoðar stöðu sína í þingflokki Samfylkingar: Ætla mér ekki að elta VG út í feniö - verðum að vera trúir sannfæringunni og geta lifað með ágreiningi, segir Össur Skarphéðinsson „Ef menn ætla sér í einhverja samkeppni við Vinstri-græna og elta þá út í fenið þá verð ég ekki með í þeirri ferö. Það er gífurleg óá- nægja með forustuna í þessu máli bæði hjá mér og öðrum,“ segir Ein- ar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar á Austfjörðum, um afstöðu forustu Samfylkingar- innar í Kárahnjúkamálinu. Einar segir raunar að hann finni að and- staðan sé ekki bundin viö Austflrði heldur sé hún mikil víða um land. „Ég held ég megi segja að þetta sé einhver almesta óánægja með þessa forustu sem ég hef orðið var við til þessa. Enda er það kannski ekki skrýtið, ef menn skoða könnun DV þá kemur í ljós að forustan er að ganga gegn meirihluta stuðnings- manna flokksins og því er það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að menn láti eitthvað í sér heyra,“ segir Einar Már. Einar Már, sem nú er í 10 daga fríi erlendis, segist ekki enn hafa gert upp við sig hvernig hann bregðist viö þessu, en DV greindi frá því í gær að þrýst væri á hann að segja sig úr þingflokknum. „Ég hafði nú hugsað mér að nota þetta frí hér úti til að íhuga málið og nota friðinn til að taka kalda og yfirvegaða ákvörðun," sagði Einar f gær. Friðurinn hefur hins vegar ekki verið mikill og segir hann að þrýstingurinn á hann sé af öllu tagi; Einar Már Sig- uröarson. „allt frá því að ég geri uppreisn í flokknum, taki hann yfir fyrir aust- an, fari úr flokkn- um og fleira og fleira. En það þarf bara að skoða allar hliðar þessa máls,“ Össur Skarp- segir Einar Már. héöinsson. Hins vegar segir Einar að ef þær fréttir sem hann heyri um að forust- an sé heldur að bæta í andstöðu sína við virkjanir en hitt þá „virðist það stefnumið einhverra í forstunni aö hreinsa til í flokknum". Einar segist ekki telja sig einangraðan í þingflokki Samfylkingarinnar, en svarar spumingum um hvort ekki hafi veri haft samráð við hann um stefnuna í þessu máli þannig að framkvæmdastjórn og þingflokkur viti af hans afstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kveðst ekki vilja segja mikið um ummæli Ein- ars og þann þrýsting sem hann hef- ur oröið fyrir. „Ég held að menn eigi að anda rólega og draga andann djúpt, þessu máli er hvergi lokið. Það sem mestu skiptir fyrir alla er að menn séu trúir sannfæringu sinni, bæði ég minni sannfæringu og Einar Már sinni. Við höfum átt hið besta samstarf í þingflokknum og ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að það verður gott áfram. í alvöruflokki verða menn að geta lif- að með ágreiningi sem upp kemur, jafnvel í djúpstæðum málum," segir Össur. -BG Loftbyssuárás í Engjaskóla: Sjö börn með áverka - skelfileg þróun, segir skólastjóri Fimmtán ára piltur ásamt tveimur öðrum gerði sér leik að skjóta úr loftbyssu á skólafélaga sína í Engjaskóla í gær. Atvikið átti sér stað á leikvelli skólans skömmu fyrir hádegi. Sjö börn hlutu áverka eftir skothríðina en að sögn lögreglu voru þau ekki al- varlega slösuð. Hildur Hafstað, skólastjóri Engjaskóla, sagði í samtali við DV að hún væri slegin yfir þessum at- burði og liti þetta mál alvarlegum augum. Hún sagði að börnum á leikvellinum hefði eðlilega verið mjög brugðið. „Það er slæmt til þess að hugsa að foreldrar kaupi og leyfi börnum sínum að hand- leika slíkar byssur, eins og um leikföng væri að ræða,“ sagði Hild- ur. Hún segir loftbyssur auðfáan- legar f suðrænum löndum og þar sé jafnvel litið á þær sem barna- leikföng. „Við höfum ekki lent í þessu áður og vonum að þetta endurtaki sig ekki. Þetta er í raun skelfileg þróun enda kemst þetta næst raunverulegum vopnaburði. Ég vona að þetta veki foreldra til um- hugsunar og þau taki þessi vopn af bömum sínum,“ sagði Hildur. Hún sagði að skólayfirvöld í Engjaskóla hefðu tekið á málinu strax í gær og þegar hefur verið haft samband við foreldra piltanna sem hlut áttu að máli. Lögregla tók einnig skýrslu af piltunum og tók byssuna í sína vörslu. Loftbyssur eru með öllu bannaöar hér á landi og varðar við vopnalög að beita þeim. -aþ Aöstæöur skoðaöar í Reyöarfiröi Á myndinni eru taliö frá vinstri: Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjaröabyggöar, Bjarne Reinhold, framkvæmda- stjóri Reyöaráls, Truls Gautesen, stjórnarformaöur Norsk Hydro, Andrés Svanbergsson og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA. Á innfelldu myndinni bera þeir saman bækur sínar Þorvaldur Jóhannsson, Andrés Svanbergs- son yfirverkfræðingur, Björn Hafþór Guömundsson, bæjarstjóri á Egilsstööum, Truls Gautesen og Garöar Ingvarsson, forstjóri Fjárfestingarstofnunar. Álver í Reyðarfirði enn í myndinni: Enginn bilbugur á Norðmönnum - skoðuðu aðstæður í Reyðarfirði í gær og Kárahnjúka í dag Klukkan sjö í morgun lögðu full- trúar Norsk Hydro ásamt sveitar- stjórnarmönnum og fulltrúum Landsvirkjunar og fleiri aðila í skoðunarferð um fyrirhugað virkj- unarsvæði við Kárahnjúka. Síðdeg- is eru sfðan ráðgerðar viðræður í Reykjavík við íslenska fjárfesta og samstarfsaðila fyrirtækisins í Reyð- arálsverkefninu. Engan bilbug er að finna á Norðmönnum vegna fyrir- hugaðra álversframkvæmda í Reyð- arfirði. í gær skoðuðu nokkrir af yfir- mönnum Norsk Hydro aðstæður í Reyðarfirði vegna áforma um að reisa þar álver. í hópnum var m.a. Truls Gautesen, forstjóri Hydro Aluminium, álvinnslusviðs Norsk Hydro, og Leiv L. Nergaard, aðstoð- arforstjóri og aðalíjármálastjóri Norsk Hydro. Áttu Norðmennirnir viöræður við sveitarstjórnarmenn á Austurlandi og sátu fund síðdegis i gær um stöðu undirbúnings vegna álversframkvæmdanna. Þar voru einnig fulltrúar frá Landsvirkjun, Þjóðhagsstofnun og fleiri aðOum. -HKr. Hópur manna skoðar stofnun fjölmiðils: Undirbúa nýtt blað - Hólmsteinsútgáfan þegar skráð Engjaskóli >/ö börn hlutu áverka eftir aö skóla- IméHMfá skaut á þau úr.loft- .: byssu í gær. Hópur manna, með Sigurð G. Guðjónsson hrl. í broddi fylkingar, skoðar nú möguleikann á því að stofna nýtt blað, vikublað í dag- blaðsbroti. Stofnað hefor verið sér- stakt útgáfufélag til að halda utan um þetta mál og hefur útgáfan feng- ið nafnið „Hólmsteinsútgáfan". Að- spurður hvort hugmyndin væri að stofna blað í anda Helgarpóstsins sáluga sagöi Sigurður það að sumu leyti rétt, nema hvað hugmyndin væri að þetta yrði mun ábyrgara : blaö,, „Við; þrútú iöÚÞáí áö. :kanna rekstrargrundvöllinn fyrir þessu, hve mikið hlutafé við þurfum og hvað við viljum mikið hlutafé í upphafi og hvort við fáum það,“ sagði Sigurður í samtali við DV. Hann segir ákveðna hug- myndafræði í gangi varðandi Siguröur G. Guö- Jónsson lögmaöur ritstjórn á blaðinu en vill ekki upp- lýsa það á Mssu.3tigi, andú sé;húúi í að hluta til í mótun og verði það samhliða því að fleiri koma að mál- inu. Aðspurður telur hann hins veg- ar alls ekki fullreynt um blaðaút- gáfu af þessu tagi og telur að þörf sé fyrir svona blað en það verði að koma í ljós. Sigurður segir að menn hafi gefið sér tima til áramóta til komast að niðurstöðu um hvort af þessu verður eða ekki. Aðspurður um nafn útgáfunnar sagði Sigurður að nafnið mætti skoða sem vísbend- ingu um að undirbúningsfélagið vildi vera trúverðugt og vísindalegt eins og það ^emjkæpji fíd : Hólmsteini prófessor. -BG Stuttar fréttir Skora á félagsmálaráðherra Félag fasteigha- sala hefur skorað á félagsmálaráðherra að endurskoða strax nýja reglu- gerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti. Félagið segir í áskoruninni að ef haldið verður áfram að miða veit- ingu lána við brunabótamat skekki það eðlilega verðmyndun á fasteign- um og þvingi kaupendur til að leita dýrari og óhagstæðari leiða til lán- töku. - RÚV greindi frá. Viljayfirlýsing í gær var undirrituð viljayfirlýs- ing þar sem Bæjarveitur Vest- mannaeyja, Hitaveita Suðumesja hf. og Selfossveitur lýsa yfir ein- dregnum vilja sínum til þess að vinna að sameiningu fyrirtækjanna. Stefnt er að endanlegri undirrit- un fyrir 31. desember og sameining taki þá gildi frá og með 1. janúar 2002. Kært í Skerjafirðí Enn ein krafan um stöðvun fram- kvæmda við ný íbúðarhús í Skerja- firði er nú til afgreiðslu hjá úr- skurðamefnd skipulags- og bygging- armála. Að þessu sinni er um að ræða framkvæmdir við 257 fer- metra, tveggja íbúða hús að Skild- inganesi 43. Áður hafa framkvæmd- ir sama verktaka við tvö hús verið stöðvaðar tímabundið. - Fréttablað- ið greindi frá. LÍÚ mótmælir Landssámband íslenskra útvegs- manna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að heimila skipum, sem hafa leyfí grænlenskra stjórn- valda til veiða á karfa og grálúðu við A-Grænland, að landa afla sín- um í íslenskum höfnum. Minni þorskafli Á síðasta áratug jókst útflutning- ur frá íslandi að magni um 24% á meðan meðalaukning í OECD-ríkj- unum var um 90%. Það er mat Þjóð- hagsstofnunar að meginástæða lítils vaxtar sé 100.000 tonna minnkun á þorskafla frá 1990. Fleiri nota e-pilluna Mikil aukning hefor orðið á notk- un e-pillunnar á fyrri helmingi árs- ins, að því er fram kemur á heimasíðu SÁÁ. Að sögn Þór- arins Tyrfingsson- _ ar, yfirlæknis á sjúkrahúsinu Vogi, er aukningin umtalsverð og íjöldi þeirra sem not- að hafa e-pillu reglulega á fyrri hluta ársins var 88 og 284 höfðu prófað efnið. Yfir 200 heimilislausir Samkvæmt skráningu Byrgisins voru heimilislausir 226 að tölu 1. ágúst síðastliðinn en 95% þeirra eru fólk af höfuðborgarsvæðinu. For- stöðumenn Byrgisins segja ljóst að vandi heimilislausra fari hrað- versnandi. Björk í efsta sæti Vespertine, ný plata Bjarkar Guð- mundsdóttur, selst vel í Evrópu. Platan, sem kom út mánudaginn 27. ágúst sl., fór strax í efsta sæti plötu- listans í Frakklandi, en Björk á dyggan aðdáendahóp í Frakklandi. tliíiili’iJiliíiíiiitiUí rWtt4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.