Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 36
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Seðlabankinn enn á sömu skoðun: Engin merki um samdrátt - vextir verða ekki lækkaðir í bráð Seðlabankinn heldur sig fast við fyrri skoðun um að ótímabært sé að lækka vexti þrátt fyrir að öll spjót standi á bankanum um hið öndverða. Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði á fundi Verslunarráðs i gær að launahækkanir hafi átt drýgstan þátt í verðbólgunni og óvissa sneri enn að endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Undanfarið hafi laun hækkað langt umfram framleiðniaukningu og viðun- andi verðbólgu. Þessu valdi miki eftir- spum vinnuafls sakir ofþenslu. Seðlabankastjóri sagði litil teikn á lofti um að spennan hefði hjaðnað og neíhdi sem dæmi raunveltuaukningu í greiðslukortum fyrstu sex mánuði árs- ins. „Engin merki er enn að fmna í þess- um tölum um samdrátt í efnahagslíf- inu,“ sagði Birgir ísleifur. í byrjun ágúst kynnti Seðlabankinn spá sem gerir ráð fyrir 8,1% verðbólgu á árinu 2001 og 2,9% næsta ár. Bankinn stefndi að því að verðbólgumarkmiðinu yrði náð á miðju ári 2003. Birgir Isleifur telur að ekki sé raunhæft að bera sam- an Bandaríkin og Island þegar rætt er um aðgerðir í efnahagslífmu en í Banda- ríkjunum hafa vextir lækkað undanfar- ið. Nýjustu tölur um verðbólgu í Banda- ríkjunum séu 3,6% en 7,9% á íslandi sem dæmi. Reynslan sýni að verðbólgan sé helsti óvinur fyrirtækja og heimila. Það sé alþjóðlega viðurkennt og af þeim sökum sé seðlabönkum um allan heim gert að halda verðbólgunni í skefjum. „Ég get vel fallist á að það eru ýmis teikn á lofti um að tekið sé að draga úr ofþenslunni hér á landi. Sú mynd er þó fjarri því að vera skýr og ótvíræð. Við skulum hafa í huga að það skiptir afar miklu máli hvenær slökunaraðgerðir eru tímasettar. Bráðlæti í þeim efnum getur gert illt verra. Þess vegna telur Seðlabankinn að ekki sé tilefni til að lækka vexti frekar í bráð. I þeirri grein- ingu var bæði litið um öxl og fram á veg. Sú greining stendur enn,“ sagði seðlabankastjóri. -BÞ Sjá leiðara bls. 18 DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJALMARSSON Ættingjar sáu athöfnina um gervihnött / gær voru gefin saman í Hálsanefshelli undir Reynisfjalli í fögru veöri þau Alison Matochak, 32 ára rithöfundur, og Timothy Masick, 32 ára tölvugrafíkari frá New York. Sýslumaðurinn, Siguröur Gunnarsson gaf hjónin saman. Ungu hjónin voru í Reykjavík um áramótin 2000 og hrifust svo af landi og þjóö aö þau ákváöu aö gifta sig hér. Þau komu ríöandi til athafnarinnar sem fór fram inni í hellinum. Fjölskylda, vinir og ættingjar eru dreifö víös vegar um heiminn og höföu ekki tækifæri til aö koma meö þeim til íslands. Var athöfnin því send í gegnum gervihnött, inn á Internetiö. Erótík, Ijóð og jólaplötur I Fókus á morgun er fjallað itar- lega um nýja plötu Bjarkar Guð- mundsdóttur sem datt i verslanir í vikunni, matgæðingar Fókuss ákveða hvaða smokkategund bragð- ast best og Tryggvi V. Líndal spjallar um ljóð, erótík og spásseringar með göngustaf utan skrifstofutíma. Við skoðum hvaða plötur koma út fyrir jólin og ræðum við Gísla Öm Garð- arsson sem leikur í stórum leikritum á milli þess sem hann rekur heitasta barinn í Reykjavík. Lífið eftir vinnu er svo nákvæmur upplýsingapakki um viðburði helgarinnar. Öryrkjabandalagið ósátt við framkvæmd hæstaréttardóms: Ný málshöfðun í undirbúningi - vegna eignaupptöku og skerðingarákvæða Öryrkjabandalag íslands hyggst stefna TVyggingastofnun ríkisins fyrir dóm á næstunni vegna vanefhda á úr- bótum sem fylgja áttu hæstaréttardóm- inum frá þvi í fyrra. Garðar Sverrisson, formaður bandalagsins, segir að þessa dagana sé verið að ganga frá nýrri máls- höfðun sem væntanlega yrði birt stjóm- völdum innan nokkurra vikna. Garðar segir þessar vanefndir margvíslegar og bandalaginu sé nú sá kostur nauðugur að fara dómstólaleiðina á ný. Þau atriði sem málshöfðunin snýr að era hvort túlkun Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl. á öryrkjadómnum og lagasetningin i framhaldi af því standist dómsorð Hæstaréttar. „Þar á ég ekki að- eins við túlkun dómsins, heldur einnig hertari skerðingarákvæði, afturvirkni laganna og þá eignaupptöku sem ríkis- stjómin keyrði i gegn. Með eignaupp- töku á ég við að taka ófrjálsri hendi þá tekjutryggingu sem allir dómarar bæði í héraði og Hæsta- rétti dæmdu ör- yrkjum fyrir árin 1995 og 1996,“ segir Garðar. „Ráðamenn jafnt sem þjóðin verða að fá botn í það hvort Hæstiréttur var að fallast á dómkröfur okkar eða ekki. En svo hræddir eru þeir við að úrskurður Jóns Steinars um dóm Hæstaréttar standist ekki að þeir hafa ekki enn þorað að hreyfa við hinum hefðbundnu bótaflokkum, heldur fóra þeir þá leið í vor að flækja kerfið með nýjum bótaflokki sem skerðist af mun meiri þunga en tekjutryggingin, og er þá langt til jafhað," sagði Garðar. Eins og DV greindi frá í vikunni stefnir nú i verulega framúrkeyrslu hjá Tryggingastofnun á þessu ári og verði greiðslur stofnunarinnar tæpum þrem- ur milljörðum kr. hærri á ársgrandvelli en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þarna veg- ur öryrkjadómurinn þyngst. „Þegar við lesum ítrekaðar árásir þessara manna á Hæstarétt verðum við að hafa í huga að hér era ekki á ferð neinir venjulegir brotamenn, heldur fólk sem fengið hefur á sig alvarlega dóma á siðustu tveimur áram og bíður nú dóms eina ferðina enn. I því ljósi ber að skoða þessa miður geðfelldu gagn- rýni á Hæstarétt. Aldrei hefur þessum sömu mönnum dottið í hug að gagnrýna nýju fæðingarorlofslögin, þótt þar geti þeir tekjuhæstu fengið igildi 5 ára tekju- tryggingar úr sameiginlegum sjóðum okkar á 90 dögum," segir Garðar. -SBS Dómsmálaráðherra um ummæli vegna löggæslu í Reykjavík: Efast um dómgreind borgarstjóra „Svona ummæli vekja spurningu um fjármálalega dómgreind borgarstjóra," sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra um orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í DV i gær að ef lögreglan í Reykjavík væri í Qárhagslegu svelti gæti vart talist spennandi verkefni að borgin yfirtæki löggæslu. Ráðherra seg- ir að ummæli Ingibjargar veki furðu þar sem árlegur kostnaður rikisins af löggæslu I Reykjavík einni sé 1,6 millj- arðar króna. Ráðherra segir að þó svo að fyrir liggi að fækka muni um allt að 25 menn í lög- reglunni í Reykjavík i haust - þegar ekki verður ráðið i störf þeirra sem hætta og afleysingamenn halda til náms Sólveig Ingibjörg Sólrún Pétursdóttir. Gísladóttir. i Lögregluskólanum, í því skyni að halda embættinu innan ramma fjárlaga - þá muni þjónustan ekki minnka. „Ég mun leggja mikla áherslu á að íbúar borgarinnar verði ekki fyrir skertri þjónustu hvað þeirra öryggi snertir. Viðbótarmenn verða kallaðir út á álags- tímum, ef með þarf,“ sagði Sólveig. Fram hefur komið að gert er ráð fyr- ir að tveir tugir lögreglumanna muni koma í lið embættisins um áramótin þegar útskrifað verður úr Lögregluskóla ríkisins. En með hliðsjón af því að samt hefur ekki verið hægt að „anna eftir- spurn“ eftir menntuðum lögreglumönn- um, hvemig sér ráðherrann þá fyrir sér framtíðarlausn hvað mönnun varðar? „Við höfúm verið að stækka þá hópa sem teknir hafa verið inn i skólann. Og við verðum að halda því áfram. Á þetta hefur mikil áhersla verið lögð enda býð- ur skólinn upp á mjög góða menntun," Á strandstaö í morgun. Sfrandaði við innsiglinguna til Suðureyrar DV, SUÐUREYRl: Linubáturinn Asi SH-314 strandaði við innsiglinguna til Suðureyrar snemma í morgun. Báturinn var að koma úr róðri og talið er líklegt að maður við stýri hafi sofnað. Tveir menn voru á bátnum og sakaði hvor- ugan. Hringt var úr bátnum klukkan fimm í morgun og átti hann þá 11 minútur ófarnar til Suðureyrar. Þeg- ar hann kom ekki til hafnar kom í ljós að hann hafði strandað. Sjór komst i lúkar og vél. Björgunarsveit- armenn á Suðureyri björguðu mönn- unum i land. Um sjöleytið í morgun var von á björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni frá ísafirði og átti að huga að björgun bátsins þegar hann væri kominn á staðinn. Tæp þrjú tonn af fiski voru í bátnum þegar hann strandaði. Blíðskaparveður var þegar þetta gerðist. -VH Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 Heilsudýnur i sérflokkil Svefn&heilsa HeiLSUNNAR veG Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.