Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Tilvera X>V Föstudagur 31. ágúst: Sunnudagur 2. september: Meistaramót 847 og Netheima fer fram um helgina: Skemmtilegasta mót sumarsins Um næstu helgi fer fram á Kjóavöllum, keppnissvæði Hesta- mannafélagsins Andvara í Garða- bæ, meistaramót 847 og Netheima. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið og er það ávallt fyrstu helg- ina í september. Mótið er þekkt fyr- ir léttleika og er talið eitt skemmti- legasta mótið á keppnisárinu. Odd- ur Hafsteinsson og Siguröur Svav- arsson eru meðal nefndarmanna í mótsnefnd og segja þeir að það sem dragi fólk á meistaramótið sé létt- leiki, nýjungar, gott skipulag, góð verðlaun og skemmtilegt andrúms- .* loft. Að sögn Sigurö- ar voru það ein- o nrr staklingar sem Q tJ settu mótið á lagg- irnar en fyrir fjór- um árum hafi Andvari tekið við því. 1 ár er mótið haldið í samstarfi við Hestar847 og Netheima. „Síðan And- vari tók við mótinu höfum viö lagt áherslu á að vera með nýjungar á hverju ári og gera mótið alltaf glæsilegra," segir Sigurður. Keppn- isfyrirkomulagið á mótinu er annað ~~ en gengur og gerist í hestamótum og má nefna sem dæmi að bæði stökki og feti er sleppt. Það sem hefur heillað hestamenn einna helst við mótið er að í stað þess að menn fari heilan hring í keppni er keppt á beinni braut. „Það gefur mönnum allt önnur tækifæri í keppni og þeir verða frjálsari," segir Sigurður. Síð- ustu ár hafa skráningar í A- og B- flokk verið um 40 til 50 sem gerir þaö að verkum að mótið er á stærð við landsmót. Þar má því sjá allt besta hestafólk landsins og að sjálf- sögðu bestu hestana. Fljúgandi skeiö í rljoðljósum Oddur segir að eftir aö Andvari tók við mótinu hafi félagið fengið til liðs viö sig styrktaraðila til að styrkja mótið sem gerði það að verkum að hægt var að hafa vegleg peningaverðlaun. Hann segir að í ár verði til að mynda bæði peninga- verðlaun og ferðavinningar. „Mörg verðlaunin munu eflaust koma á óvart,“ segir Oddur. Eins og áður sagði er boðið upp á nýjungar á hverju ári og nefnir Sig- urður að fyrir þremur árum hafl verið byrjað að keppa í fljúgandi skeiði í ljósum. „Sú grein tókst mjög vel og við höfum því verið að þróa hana áfram síðan. Að þessu sinni verður keppni i þeirri grein á laug- ardagskvöldið og er 100 metra braut lýst upp með flóðljósum og hestarn- ir koma því á fullri ferð inn í ljós- geislann," segir Sigurður og bætir við að þá fái þeir á sig tíma sem strax eru gefnir upp til áhorfenda sem skapar gríðarlega spennu og stemningu. í ár verður breytt út frá fyrri venju og aðeins þeir sem ná ákveðnum lágmörkum komast í keppnina á laugardagskvöld. Ef menn hafa ekki þegar náð lágmörk- unum geta þeir tekið þátt í for- keppni á föstudagskvöldinu þar sem ^bestu hestarnir komast áfram. Heimsmetið í fljúgandi skeiði er 7,4 sekúndur og var sett í apríl síðast- liðnum af Magnusi Lindquist á Thor frá Kalsvik. Ef metið verður bætt á mótinu fær það par sem bæt- ir heimsmetið mest Toyotabifreið í verölaun Sigurður segir að startbásarnir . sem notaðir verða í kappreiðunum ^komi frá félögum þeirra í Geysi og keppt verður í þeim greinum báða dagana. „Hér verður vel hlúð að DV-MYND HARI Oddur Hafsteinsson og Sigurður Svavarsson Þeir félagar segja aö meðal þess sem dragi fólk á meistaramótið sé léttleiki, nýjungar, gott skipulag, góð verðlaun og skemmtilegt andrúmsloft. Lagt er áherslu á að gera mótið stærra og skemmtilegar með hveiju ári og keppnisfyrirkomulagið er öðruvísi en á hefðbundum mótum. skeiðgreinunum og segja má að þetta sé einn besti kappreiðavöllur lands- ins,“ segir Sigurður. Mjög góður tími hafi náðst á vellinum og ef veðrið leiki við mótsgesti um helgina sé möguleiki á að sjá íslandsmet fjúka. Að sögn Odds verður hluti af keppnis- greinum mótsins þáttur í World Rank-móti og teljast þvi til stiga í heimspunktalista hestamanna. Hægt að kaupa sæti í úrslitum Sigurður segir að meðal annarra nýjunga sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár séu til að mynda að á keppnissvæðinu sé risastórt veit- ingatjald þar sem haldnar verða ýmsar uppákomur. Á laugardags- kvöldið verður kvöldvaka og Guðni B. Einarsson mun spila tónlist til að halda uppi fjörinu. í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á hljómsveit á kvöldvökunni og fyrir tveimur árum var farið að bjóða upp auka- sæti í úrslitum. Menn geta þá boðið í sæti til að komast inn í úrslitin. Þá hafa mótshaldarar verið í farar- broddi i gerð mótaskrár sem er í sömu stærð og geisladiskahulstur I staö hinnar hefðbundnu stærðar. Þeir félagar, Sigurður og Oddur, segjast vonast til að sjá sem flesta áhorfendur á mótinu og það kostar ekkert inn. „Félag krabbameins- sjúkra barna verður hins vegar á staðnum og tekur á móti frjálsum framlögum í formi aðgangseyris sem renna óskipt til félagsins," seg- ir Oddur að lokum. -MA Dagskrá 16.00 B-flokkur gæðinga 22.30 Fljúgandi skeiö 100 m (P2) - tímataka (lágm. í úrSHt 8,5 sek.)* 09.30 A-flokkur gæðinga 13.00 Tölt - World Rank 14.30 150 m og 250 m skelð World Rank 16.30- 19.30 Hlé 19.30 Tölt - B-úrslit 20.30 Tölt A-úrslit 22.30 Hjúgandi skeið 100 m (P2) - úrslit Bíll í verölaun** 23.30- 03.00 Verðlaunaafhending Tölt + fljúgandi skeið Kvöldvaka 13.00 A-flokkur - Úrslit Verðlaunaafhending 13.45 B-flokkur - úrslit Verðiaunaafhending 14.30 150 m og 250 m skeið 16.30 Verölaunaafhending, 150 m og 250 m skeið 17.00 Mótslit. *Þeir hestar sem eiga eftirfarandi tíma sieppa tímatöku og fara beint í úrslit: 250 m á 23,0 sek., 150 m á 15,0 sek., 100 m á 8,5 sek. * *Þaö par sem bætir heimsmetib mest. Helmsmetib er 7,4 sek., sett í apríl 2001 af Magnusi Lindqulst á Thor frá Kalsvlk. NETHEIMURenf ): i4>re • j ll í i) t x-uí >i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.