Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001___________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd www.isol.is Áströlsk stjórnvöld sitja föst við sinn keip: Jens Stoltenberg Norski forsætisráöherrann sækir í sig veðriö og nýtur vaxandi hylli meö- al landsmanna sinna. Stoltenberg sax- ar á vinsældafor- skot Bondeviks Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, hefur á undanfórnum tveimur mánuðum saxað mjög á það forskot sem Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra, hefur haft í persónulegum vinsæld- um meðal kjósenda. Þrjátíu og tvö prósent norskra kjósenda vilja að Stoltenberg gegni forsætisráðherraembættinu áfram, eða sex prósentustigum fleiri en um mánaðamótin júní/júlí, að því er fram kemur í Gallupkönnun fyrir norska blaðið VG. Verkamannaflokkur Stoltenbergs á hins vegar undir högg að sækja og er ekki lengur stærsti flokkur lands- ins. Norðmenn ganga að kjörborðinu eftir hálfa aðra viku. Tugir meiddust í sprengingu í Alsír Lítil sprengja sprakk í fjölfarinni götu í Algeirsborg, höfuðborg Al- sírs, og særðust að minnsta kosti 34 menn. Þetta var fyrsta sprengju- árásin í borginni í tvö ár. Sprengjan var falin í platpoka og sprakk hún nærri sölubás í mið- borginni. Að sögn lækna voru nokkur börn meðal hinna særðu. Taka þurfti fót- legg af tveimur fórnarlömbum til- ræðisins. íslamskir harðlínumenn eru grunaðir um að hafa staðið fyr- ir sprengingunni. Trúarathöfn úti á götu Féiagar í Abakua-bræðralaginu á Kúbu komu saman skammt frá Havana í gær til aö iöka töfratrú sína. Félagsskapur þessi er mjög lokaður en engu aö síður voru tíu nýir félagar teknir inn viö athöfnina í gær og þrír félagar voru hækk- aöir í tign. Abakua er í hóþi þriggja afró-karabískra trúarbragöa sem iökuö eru á Kúbu. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á Austur-Tímor: Langar biðraðir mynduðust við kjörstaðina fyrir dagrenningu íbúar á Austur-Timor áttu í dag það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla stefnumót viö lýðræðið þegar þeir greiddu atkvæði í fyrstu lýðræðis- legu kosningunum í stormasamri og blóðugri sögu landsins. Þúsundir manna flykktust á kjör- staðina snemma í morgun til að kjósa nýtt þing, prúðbúnir í tilefni dagsins, og höfðu margir ekki látið sig muna um að ganga allt að 25 kílómetra í niðamyrkri ofan úr fjöll- unum. Sumir studdust við hækjur, enn aðrir voru í hjólastólum eða gengu við staf. Langar biðraðir mynduðust við kjörstaðina og náðu víða út á nær- liggjandi akra. „Við erum mjög hamingjusöm," sagði kjósandinn Mateus Amaro Braz í samtali við fréttamann Reuters. „Við fáum loks, eftir tutt- Gusmao greiðir atkvæði Xanana Gusmao, sjálfstæöishetja Austur-Tímora, greiöir atkvæði í fyrstu lýðræöislegu kosningunum í landinu sem fara fram í dag. ugu og fjögur ár, að kjósa okkur eig- in framtíð. Við erum ekki lengur hrædd við ofbeldisverk.“ Tilvonandi forseti Austur- Tímors, frelsishetjan Xanana Gusmao, stóð í biðröð í þrjátíu stiga hita, ásamt eiginkonu sinni og bami, í heimaþorpinu Manatuto. „Ég er hamingjusamur þeirra vegna vegna þess að ég tel að þetta sé upphaf nýs lífs fyrir þá,“ sagði Gusmao, sem var skáld áður en hann gerðist skæruliði og hóf bar- áttu gegn yfirráðum Indónesa á Austur-Tímor. Næsta víst þykir að hann muni sigra í forsetakosning- unum sem verða á næsta ári. Óttast var að stuðningsmenn Indónesiustjómar myndu hafa í frammi ofbeldisverk en sú varð ekki raunin, í morgun að minnsta kosti. Flóttamannaskipið verð- ur rekið úr landhelginni Fjölskylduharm- leikur í Englandi Mikill harmleikur átti sér stað í Kent í Englandi í fyrradag þegar breskur 36 ára lögreglumaður, Kent Bluestone að nafni, varð konu sinni og tveimur af fjórum ungum börn- um þeirra að bana á heimili fjöl- skyldunnar. Þegar lögreglan kom á staðinn á þriðjudagskvöld fannst eiginkonan og þriggja ára sonur hjónanna látin á heimilinu en yngsta barnið, 18 mánaða drengur, lést síðan á spítala um nóttina. Hin tvö börnin sem eftir lifa, átta ára drengur og sjö ára stúlka, sluppu með minni meiðsli og hefur stúlkan þegar verið útskrifuð af sjúkrahús- inu. Heimilisfaðirinn fyrirfór sér eftir verknaðinn og fannst lík hans í bílskúrnum þar sem hann hafði hengt sig. Verknaðinn mun hann hafa framiö með klaufhamri og að sögn lögreglunnar kemur hann mjög á óvart. Áströlsk stjórnvöld sátu föst við sinn i keip í morgun og sögðu að norskt flutningaskip, yfirfullt af flóttamönnum, yrði rekið burt úr ástralskri lögsögu. Vaxandi áhyggjur eru af heilsu- fari flóttamannanna sem eru á fimmta hundraðið, þar á meðal fjöldi kvenna og bama. Dagblöö í Ástraliu beindu í morg- un spjótum sínum að John Howard forsætisráðherra vegna harkalegrar afstöðu hans í máli flóttafólksins. Blöðin sökuðu hann um að klúðra mannúðarmáli og gera það að milli- ríkjadeilu. Ástralskar sérsveitir, sem fóru um borð í norska flutningaskipið Tampa í gær, stóðu vörð á þilfarinu í morg- un til að koma í veg fyrir að flótta- mennirnir köstuðu sér útbyrðis ef skipið sigldi út úr ástralskri lögsögu nærri Jólaeyju í Indlandshafi. Hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa reynt að fá aðgang að skipinu þar sem þær hafa þungar áhyggjur af aðstöðunni um borð. Flóttamennirnir, sem flestir eru frá Afganistan, hafa verið úti á sjó í meira en viku. Fólkið fór þá frá Indónesíu í háskafleyi og freistaði þess að komast til Ástralíu. Leki kom hins vegar að ferjunni og var flóttamönnunum bjargað um borð í norska skipið á sunnudag. „Því lengur sem þetta ástand var- ir þeim mun verra verður það,“ sagði David Curtis, framkvæmda- stjóri mannúðarsamtakanna Lækna án landamæra í Ástralíu. Samtökin hafa sent lið til Jólaeyju til að reyna að komast um borð í fraktskipið. Stjómvöld í Indónesíu neita að taka við flóttamönnunum og stjóm Noregs hefur visað frá sér allri ábyrgð á flóttamönnunum um borð í skipinu. Útgerð skipsins sagði í gær að skipstjórinn væri enn við stjórnvöl- inn og að hann neitaði að hreyfa sig. HLEÐSLUf BORVEL FESTO Sérsveitir á ieið í land Ástralskar sérsveitir sigla gúmbát sínum frá norska fraktskipinu Tampa þar sem rúmlega fjögur hundruð afganskir flóttamenn dvelja innan ástralskrar lögsögu. Hart er deilt um hvaö gera skuli viö flóttamennina. sv'srawTöskur. ...fyrir öll verkfæri og þú kemur reglu á hlutina! Úruggur staður fyrir FESTO verkfaerin og alla fylgihluti ..það sem fagmaðurinn nntar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.