Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Tilvera 3>V 1 í f í Ö Línudans í kvöld Jóhann Öm danskennari og línudansari verður með danstíma fyrir alla sem vilja læra línudans í kvöld, 30. ágúst, í Akogessalnum, Sóltúni 3 í Reykjavík. Tími fyrir lengra komna er kl. 19.00 og tími fyrir byrjendur kl. 20.00. Frá kl. 21.00 er svo almennur línudansleikur. Innritun á haustnámskeið á staðnum. Allir eru velkomnir. Myndlist GIIÐNI HARÐARSON í GALLERÍ FOLD Um helgina opnaði Guðni Haröarson málverkasýningu í baksalnum í Gallerí Fold, Rauöarár- stíg 14-16. Sýninguna nefnir lista- maöurinn íhugun en á henni eru um 20 verk, unnin meö akrýllitum á striga. Opiö er daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17 en sýningin stendur til 9. september. BJÖRG ÖRVAR í ÁLAFOSSKVOS Listakonan Björg Orvar sýnir ný mál- verk í sýningarsal Álafossverslunar- Innar í Alafosskvos í Mosfellsbæ. Sýningin er opin 9 til 18 virka daga og 9 til 16 laugardaga til 27. októ- ber. JAKOB SMÁRI ERLINGSSON OPNAR SYNINGU I EDEN Um síöustu helgi var opnuö í Eden í Hverageröi myndlistarsýning á verkum Jakobs Smára Erlingssonar. Um er að ræöa 40 akrýl- og vatnslitamyndir sem Jakob hefur málað á síöustu þremur árum. Flestar myndirnar eru af fuglum en einnig eru landslagsmyndir á sýningunni. Þetta er tíunda einkasýnings Jakobs Smára sem búsettur er í Vestmannaeyjum og fýrsta sýningin uppi á landi. Sýningin er opin á sama tíma og Eden og stendur yfir til 10. september næstkomandi. SÝNINGU HREINS AD UÚKA Sýningu Hreins Friðfinnssonar í Ljósaklifi í Hafnarfiröi, Eitthvaö hvítt, eitthvað svart og eitthvað hvorki hvítt né svart, lýkur nú um helgina. Hún er opin frá föstudegi til sunnudags kl. 14.-18. Sýningin er bæöi í sýningarrýminu og í braggagrunni í grenndinni. Aðgangur er ókeypis. Klassík TONLEIKAR I SALNUM Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi I kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni, sem er afar fjölbreytt, eru lög eftir Schubert, Sibelius og aríur eftir Verdi, auk margra alþekktra laga eftir íslensk tónskáld. Meö Kristni nú eins og jafnan áöur er píanóleikarinn Jónas Ingimundarson. TÓNLEIKAR í LISTASAFNINU Þau Hlín Pétursdóttir, sópran- söngkona, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari og Sandra de Bruin píanóleikari ,koma fram á tónleikum í Listasafni íslands, Fríkirkjuvegi 7,1 kvöld. Efnisskráin er fjölbreytt. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Fyrirlestrar ATFERLISMEÐFERD FYRIR EINHVERFA Ivar Lovaas, sálfræðingur sem í 40 ár hefur þróaö atferlismeöferð fyrir fólk með einhverfu, heldur erindi í Odda, stofu 101, í kvöld, fimmtudaginn 30. ágúst kl. 18. Erindið er haldiö á vegum sálfræöiskorar Háskóla íslands og eru allir velkomnir. SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is - Athafnasamir krakkar á Rauðasandi: Ráku þjónustu fyrir ferðamenn Ferðaþjónusta er slvaxandi at- vinnuvegur og margir hafa af henni lifibrauð. Aðrir koma að henni í hjáverkum og þeirra á meðal eru þrír krakkar sem í sum- ar ráku Ferðaþjónustuna á bænum Lambavatni á Rauðasandi, annað árið í röð. Rauðisandur er í Vest- ur-Barðastrandarsýslu og er Lambavatn við enda þjóðvegarins. Því stoppa margir ferðamenn þar til að njóta náttúrunnar. Gunnar Guðmundsson, 13 ára, Erla Hezal Duran, 11 ára, og Hafrún Helga Haraldsdóttir, 10 ára, tóku sig til og ákváðu að veita hinum íjölmörgu ferðamönn- um sem eiga leið um sand- * inn ýmsa þjónustu sem þau töldu vanta á staðinn. Tilveran tók krakkana tali fyrir skömmu. 30-40 bílar á dag „Ferðaþjónustan gekk rosalega vel,“ segir Gunnar. „Við fengum að hafa hana í gömlu brunnhúsi sem enn er i notkun. Þjónustan var opin þegar ferðamenn voru á stað- inum og hingað kom alls konar fólk, m.a. mikið af útlendingum. Mest var þó að gera þegar veðrið var gott og stundum komu 30-40 bílar á dag.“ Meðal ferðamanna í sumar voru danskir fuglaskoðarar sem hrifust mikið af Ferðaþjón- ustu krakkanna og hafa sent þeim bæði bréf og myndir sem þeir tóku á ferð sinni um Rauðasand. Starf- semin vakti einnig athygli inn- lendra, m.a. komu aðilar frá ferða- málaráði Vestfjarða, sem voru á ferð um svæðið, við hjá krökkun- um og skoðuðu starfsemina og leist þeim vel á framtakið. Ilmreyr og rauður sand- ur Meðal þess sem boðið var upp á var hjálma- leiga fyr- ir þá Ungt athafnafólk Gunnar Guðmundsson og Hafrún Hetga Haraldsdóttir í brunnhúsinu þar sem feröaþjónustan var til staöar. Á myndina vantar Erlu Hezal Duran. Fallegir minjagripir Rauöur sandur og ilmreyr í línþoka var meöal þess sem feröamönnum var boöiö upp á. Bíógagnrýni ferðamenn er hugðust fara niður á sandinn en til að komast þangað þarf að fara í gegnum kríuvarp. Einnig var á staðnum mjólkursopi fyrir þyrsta ferðamenn, leiðsögn um nánasta umhverfi þar sem meðal annars voru skoðuð fjárhús sem eru meðal þeirra elstu sem í notkun eru á landinu auk sölu heimatilbúinna minjagripa. Minja- gripimir voru búnir til af móður Gunnars og var um að ræða litla línpoka sem innihéldu ilmreyr sem tíndur var í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Ilmreyr hefur lengi verið notaður sem ilmgjafi, fyrst i kistla ýmiss konar og síðar í línskápa. ; L* ■ ; .{ Sambíóin/Háskólabíó - The Fast and the Furiotis: Einnig seldu krakkarnir fallegar litlar flöskur með rauðum sandi sem er einkennandi fyrir staðinn og því einkar skemmtilegur minja- gripur. Flöskurnar voru síðan skreyttar með skeljum sem tíndar voru á sandinum. Verðinu á minja- gripunum var stillt í hóf, eða frá 50-500 kr. „Salan gekk vel og við fengum nokkur þúsund krónur hvert þegar búið var að greiða kostnað," segir Gunnar og er bara nokkuð ánægður með afrakstur- inn. í bígerð er að starfrækja ferða- þjónustuna aftur næsta sumar. -ÓSB Engir venjulegir bílatöffarar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Heimur hestaflanna Sá sem keyrir hraöast og er kaldastur er sá sem nýtur mestrar viröingar innan hóþsins. Að lifa og hrærast í veröld þar sem hestöflin skipta öllu máli er lífsstíll sem þeir einir skilja sem áhuga hafa á aflmiklum bílum og fá mikið út úr lífinu meö því að keyra slíka bíla. Fyrir okkur hin sem ökum um á fjölskyldubílum og erum ánægð með slíka bíla er þetta framandi heimur. Það er því engin spurning að þeir sem lifa í heimi hestaflanna fá mikið út úr The Fast and the Furious. Það hafa ekki margar kvikmynd- ir verið gerðar um kappakstur og bílaeltingaleik sem eru jafn glæsi- legar í útliti og geta um leið státað af keyrslu á kvikmyndinni sjálfri sem er í samræmi við hraðann sem bílarnir eru eknir á. The Fast and the Furious býður auk þess upp á sjálfsagða fylgihluti, smáskammt af rómantík, sakamálasögu þar sem kannski enginn er alvondur en menn misjafnlega heiðarlegir. Sem sagt, hraðinn er mikill, töffarar margir og bílaflotinn einstaklega glæsilegur. Og sá sem keyrir hrað- ast og er kaldastur er sá sem nýtur mestrar virðingar innan hópsins. í kringum bílana, sem segja má með sanni að séu í aðalhlutverki, er boðið upp á sögu sem ekki er ýkja merkileg og því siður nýstárleg. Ungur lögreglumaður er klæddur í dulargervi bílatöffara og er ætlunin aö hann komist til metorða hjá bíla- gengi sem lögreglan grunar um að standa fyrir fífldjörfum ránum á þjóðvegum landsins.Töffarinn okk- ar, Brian Spilner (Paul Walker), sem að sjálfsögðu er hinn myndar- legasti, staðreynd sem ekki fer fram hjá Miu (Jordana Brewster), systur aðaltöffarans, Toretto (Vin Diesel), er fljótur að komast til metorða inn- an hópsins þó allir séu ekki hrifnir af því þegar Toretto tekur hann inn í sinn innsta hring. Það er aftur á móti erfitt fyrir Spilner að leika tveimur skjöldum og er ekki laust við að streitan hafi áhrif á dóm- greind hans. Aðal The Fast and the Furious er út- lit og hraði og sem slík stendur hún undir heiti. KvikmyndatÖkumenn og klipparar hafa unnið heimavinnu sina vel. Hvergi er að finna dauðan punkt í myndinni og þó efnið sé ekki allra þá er ekki annað hægt en hrífast með í öllum hasamum. Það er helst að of mikið sé lagt í að keyra upp adrenalín- ið í áhorfendum með þungarokki og rappi tO skiptis. Þetta er algjör óþarfl, bílamir sjá um það, en þetta er þreyt- andi siður í bandarískum kvikmynd- um sem beint er til unga fólksins, sið- ur sem þjónar meira tónlistariðnaðin- um heldur en kvikmyndum. Ekki reynir mikið á leikhæfileika aðalleik- aranna og sjálfsagt era það aðrir sem keyra fyrir þá, en vert er að minnast á Vin Diesel, sem skilar vel hinum harðsoðna töffara. -HK Lelkstjóri: Rob Cohen. Handrlt: Gary Scott Thompson, Eric Bergquist og David Ayer. Kvikmyndataka: Ericson Core. A5- alieikarar: Paul Walker, Vin Diesel, Michelle Rodriguez og Jordana Brewster.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.