Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 30
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára________________________________ Alda Stefánsdóttir, Amarhvoli, Dalvík. Guömundur Þ. Jónsson, Laugalæk 1, Reykjavík. Jón Ingvarsson, Þorbergsstööunn, Búöardal. 75 ára________________________________ Magnús Guömundsson, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Ólöf Pétursdóttir, Bugöulæk 12, Reykjavík. 70 ára________________________________ Bragi Jónsson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. Elsa Þorvaldsdóttir, Brekkustíg 8, Sandgeröi. Elsa veröur aö heiman á afmælisdaginn. Guörún Halldórsdóttir, Ægissiðu 3, Hellu. Jóhann Ólafsson, Hraunbæ 182, Reykjavík. Jón Guöjónsson, Fellsenda dvalarh, Búðardal. María Eiríksdóttir, Merkilandi 2c, Selfossi. 60 ára________________________________ Bára Hannesdóttir, Reynihvammi 5, Kópavogi. Bjarni Sigurgrímsson, Mímisvegi 6, Reykjavík. Rósa Björnsdóttir, Hvíteyrum, Varmahlíð. Rósa tekur á móti gestum í Árgaröi í Skagafirði, laugardaginn 1. september kl. 20.30. Siguröur Guömundsson, Miövangi 125, Hafnarfirði. 50 ára________________________________ Erling Kristinsson, Garöavegi 2, Keflavík. Guöbjörg Guðjónsdóttir, Kambahrauni 19, Hverageröi. Hildur Hermannsdóttir, Blesastööum 3, Selfossi. Ingibjörg Snorradóttir, Laugarásvegi 22, Reykjavík. Jóhannes Axelsson, Borgarhlíð 2d, Akureyri. Kristín S. Árnadóttir, Dalsgeröi 4a, Akureyri. Nanna Sigríður Guðmannsdóttir, Holti, Blönduósi. Sigrún Brynja Hannesdóttir, Tungusíöu 11, Akureyri. Valgeir Daðason, Bakkastöðum 15, Reykjavík. Svala Jóhannsdóttir, Efstasundi 44, Reykjavík og Örn Jó- hannsson, Skipasundi 72, Reykjavík, fagna fimmtugsafmæli sínu i dag. 40 ára______________________________ Albert Guömundur Haraldsson, Skólastíg 13, Bolungarvík. Anna Siguröardóttir, Álfatúni 7, Kópavogi. Christopher David Parker, Noröurgaröi 5, Hvolsvelli. Guöríður Arna Ingólfsdóttir, Gullengi 29, Reykjavík. Inglbjörn G Hafsteinsson, Brekkustíg 17, Njarövík. Ingunn Stefanía Einarsdóttir, Eskiholti 6, Garðabæ. Leó Svanur Reynisson, Aðalgötu 2, Keflavík. Þorsteinn Hilmarsson, Bakkasmára 19, Kópavogi. James Edward Cahill III, Pensacola, Flórída í Bandarikjunum, lést 26.8. Guörún Árnadóttir, Árskógum 2 í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27.8. Ásgeir Ragnar Torfason, frá Halldórsstööum í Laxárdal, lést 26.8. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, 4.9. kl. 13.30. Soffía Schiöth Lárusdóttir, vistheimilinu Víðinesi, lést 28.8. Gunnþórunn Markúsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, lést 27.8. Hermann Sveinsson, frá Kotvelli, lést á Heilbrigðisstofnuninni Selfossi 27.8. Sigrún Magnússon, elliheimilinu Grund, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey. Einar Karlsson, Daltúni 33 í Kópavogi, veröur jarösunginn frá Hjallakirkju 30.8. kl. 13.30. Sjötugur Jón Árnason Jón Árnason bifreiöarstjóri, Baröastööum 7 í Grafarvogi, verður sjötugur, mánudaginn 3.9. Starfsferill Jón fæddist aö Laugavegi 71 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði vélvirkjun hjá fóður sínum og starfaði viö þá iðn í fjögur ár. Hann hóf síðan störf við bifreiðaakstur hjá Reykjavíkurborg 1957. Jón keyrði fyrir skrifstofu borgarstjóra frá 1963 til ársins 1991 þegar hann fluttist í forsætisráðuneytið þar sem hann starfar enn. Hann er einkabíl- stjóri Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Jón hefur verið virkur félagi í Oddfellow-reglunni frá 1963. Fjölskylda Kona Jóns er Margrét Einarsdótt- ir. Hún er dóttir Einars Einarsson- ar, verkstjóra í Reykjavík, og konu hans, Ástu Guðjónsdóttur húsmóð- ur, en þau eru bæði látin. Jón á tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi, báðar giftar og búsettar í Ástralíu. Þær eru Margrét Arndís, f. 1955, en hún á þrjár dætur, og Fann- ey Erla, f. 1958, sem á tvo syni. Margrét, kona Jóns, á fimm börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru Ásta, f. 1955, búsett í Hafnarfirði og á hún einn son; Jóna, f. 1956, búsett í Reykjavík og á hún tvo syni; Valdís, f. 1958, búsett í Garðabæ og á hún tvö böm; Eyrún, f. 1960, búsett í Garðabæ, og á hún tvo syni; Trausti, f. 1967, nemi í Malmö í Sví- þjóð. Jón á tvær systur. Þær eru Björg Árnadóttir, f. 1930, húsmóðir á Siglufirði, og Guðrún Ámadóttir, f. 1940, gift og búsett á Siglufirði. Foreldrar Jóns voru Árni Gunn- laugsson, f. 4.7. 1892, d. 3.5. 1963, járnsmíðameistari í Reykjavík, og kona hans, Margrét Amdís Jóns- dóttir, f. 20.1. 1899, d. 1967, húsmóð- ir. Ætt Árni var sonur Gunnlaugs, b. á Syðri-Völlum í Húnavatnssýslu, bróður Björns, gullsmiðs í Gröf. Gunnlaugur var sonur Gunnlaugs, hreppstjóra á Efra-Núpi, Gunn- laugssonar, prests á Stað í Hrúta- firði, Gunnlaugssonar. Móðir Gunn- laugs hreppstjóra var Þórdís Gísla- dóttir frá Kirkjuhvammi. Móðir Áma var Björg Árnadóttir. Margrét Amdís var dóttir Jóns Árnasonar (skírnarnafn), verslun- armanns í Hafnarfirði, Þorsteins- sonar, guðfræðings og kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Benedikts Grön- dal yngra skálds og Sigríðar, langömmu Sveinbjargar, ömmu Birgis Ármannssonar, formanns Heimdallar. Þorsteinn var sonur Sveinbjörns, skálds og rektors Eg- ilssonar, b. í Innri-Njarðvík, Svein- björnssonar, og konu hans, Helgu Benediktssonar Gröndal eldra, skálds og yfirdómara. Móðir Jóns Ámasonar var Amdís, systir Krist- ínar, móöur Lárusar Blöndal, al- þingismanns og hæstaréttardómara og Haraldar Blöndal, afa Benedikts hæstaréttardómara, Halldórs land- búnaðarráðherra og Haraldar hrl., en Kristín var einnig langamma Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Amdís var dóttir Ásgeirs, bókbindara og dbrm. á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi, bróöur Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Ásgeir var sonur Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík, Bjömssonar og Amdísar Teitsdótt- Sextugur Atli Viðar Jóhannesson atvinnurekandi Atli Viðar Jóhannesson atvinnu- rekandi, til heimilis að Fögruhlíð 17 á Eskiflröi, er sextugur í dag. Starfsferill Atli Viðar fæddist á Akureyri. Á unglingsárunum stundaði Atli Við- ar sjóinn frá Akureyri. Hann var háseti á Svalbak og Harðbak frá Akureyri og Björgúlfi frá Dalvík. Árið 1947 flutti Atli Viðar ásamt fjölskyldu sinni til Eskifjarðar þar sem hann býr enn. Atli Viðar var háseti í átta ár á Hólmanesinu SUl og einnig á Hólmatindi og Haföldunni. Árið 1984 lauk sjósókn Atla Viðars. Hann sótti námskeið hjá Fisk- vinnsluskólanum og matsmanns- réttindi á síld, saltfisk, skreið og ferskfisk. Við matsstörf starfaði Atli Viðar í tíu ár. Þá hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur þegar hann stofnaði ásamt Jóhanni Þór- arinssyni fiskvinnslufyrirtækið Skeleyri og var það starfrækt um nokkurra ára skeið. Árið 1991 tók Atli Viðar við allri löndun á Eski- firöi og rekur fyrirtækið Atlavík. Auk þess rekur Atli Viðar verð- launagripaverslunina Atlavík- Sport ásamt konu sinni. Þau flytja inn verðlaunagripi, grafa áletranir 1 þá og selja. Atli Viðar er mikill íþróttaá- hugamaður. Hann hefur alla tíð veriö harður Þórsari og styður sína menn af miklum móð. Á yngri árum var hann markvörður hjá Þór og æfði einnig sund. Hann stundar fluguveiði og er með fremstu bridgespilurum Austur- lands. Atli Viðar var varaformaður Lionsklúbbs Eskifjarðar árið 1999 og formaður hans árið 2000. F]ölskylda Atli Viðar kvæntist 26.5. 1969, Bennu Stefaníu Rósantsdóttur, f. 1947. Hún er dóttir hjónanna Sig- rúnar Jensdóttur og Rósants Book. Atli og Benna eiga fjórar dætur. Þær eru Dagmar Ósk, f. 1969, sambýlismaður hennar er Halldór W. Stefánsson og eiga þau tvö böm, Katrínu Mjöll og Hrann- ar Snæ. Inga Sigrún, f. 1971, henn- ar sambýlismaður er Eric DosSantos. Þau eiga soninn Guð- jón Armand en dóttir Ingu Sig- rúnar er Dagbjört Katrín. Krist- jana, f. 1975, eiginmaður hennar Pétur Marinó Fredricksson og börn þeirra Atli Dagur og Benna Sóley. Júlia Rós, f. 1976, hennar sambýlismaður er Ingvar Jónsson Lundberg. Atli Viðar er sonur Dagmar Jó- hannesdóttur, f. 1911, og Skarp- héðins Jónassonar frá Húsavík. Þau slitu samvistum. Atli Viðar ólst upp hjá móður sinni, afa og ömmu að Gránufélagsgötu 27 á Akureyri. Atli og Benna bjóða vinum og vandamönnum til veislu í Félags- heimilinu Valhöll á Eskifirði, á morgun, föstudaginn 31.8, til að fagna sextugsafmæli hans og gift- ingu næstelstu dóttur sinnar, Ingu Sigrúnar, er hún giftist Eric DosSantos. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 I>V Jón Arnason blfreiðastjóri Jón keyrði fyrir skrifstofu borgarstjóra frá 1963 til ársins 1991 þegar hann fluttist í forsætisráöuneytið þar sem hann starfar enn. ur, vefara í Reykjavík og ættfoður Vefaraættarinnar, Sveinssonar. Móðir Arndísar var Sigriður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Sigríður var dóttir Þor- valds, skálds og prests í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, presta- föður og prests á Breiðabólstað. Móðir Margrétar var Guörún Ragnheiður Blöndal, systir Magnús- ar Blöndal, sýslumanns og hrepp- stjóra í Stykkishólmi, afa Sigurðar, fyrrv. skógræktarstjóra. Guörún var dóttir Benedikts Gísla Blöndal, óðalsb. hreppstjóra og sýslumanns í Hvammi, Björnssonar Blöndal, sýslumanns í Hvammi og ættföður Blöndalsættarinnar, Auðunssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Ólöf Sigvaldadóttir, prests í Grímstungu, Snæbjörnssonar, prests þar, Hall- dórssonar, biskups á Hólum, Brynj- ólfssonar. Jón og Margrét taka á móti ætt- ingjum og vinum í Rúgbrauðsgerð- inni, Borgartúni 6, á morgun, föstu- daginn 31.8. milli klukkan 18 og 21. Sjötugur Hörður Helgason blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri Hörður Helgason, blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri, Ljós- heimum 6 í Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hörður var í Gagn- fræðaskólanum í Reykja- vik á árunum 1945-1948 og í Iðnskólanum í Reykjavlk 1949-1951. Hann lærði blikksmíði hjá J.B. Pét- urssyni í Reykjavík 1949-1953. Hörður var á togara 1954-1955 en starfaði síðan hjá blikksmíðadeild Vélsmiðjunnar Héðins hf. fram til ársins 1957. Það ár stofnaði Hörður ásamt fööur sínum, Helga, blikk- smiðjuna Sörla. Blikksmiðjan var starfrækt í Reykjavík til ársins 1971 en þá var starfsemin flutt á Hvols- völl. Hörður hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum fyrir blikksmíðastéttina, setið í stjórn Fé- lags blikksmiðjueigenda frá 1967 og varð heiðursfélagi árið 1990. Hörður var varaborgarfulltrúi í Reykjavik á árunum 1958-1966, og átti sæti í Úgerðarráði Reykjavíkur og í almannavamanefnd Reykjavík 1966-1970. Hörður gegndi formennsku i Varðbergi, félagi áhugamanna um vestræna samvinnu, 1968-1969. Árið 1976 stofnaði Hörður ásamt fleirum Kiwanisklúbbinn Dímon á Hvolsvelli og gegndi margvíslegum störfum fyrir klúbbinn. Hörður var umdæmisstjóri fyrir ísland og Færeyjar í Kiwanis á ár- unum 1982-1983. Hann var formað- ur Ungmennafélagsins Baldurs á Hvolsvelli um árabil ásamt þátttöku f starfi Norræna félagsins. Hörður er félagi í Frímúrarareglunni. Frá árinu 1988 hefur Hörður ver- ið framkvæmdastjóri Listasmiðj- unnar Keramikhúss en María, kona hans, stofnaði fyrirtækið árið 1984. Fjölskylda Hörður kvæntist 7.7. 1951 Maríu Gröndal, f. 2.4. 1931, kaupmanni og ker- amikkennara. Hún er dóttir Eiríks Gröndal bif- vélavirkjameistara og Sig- rúnar Friðriksdóttur hús- móður. Hörður og María eiga fimm börn. Þau eru Sigrún, f. 12.11. 1951, bankastarfsmaöur, gift Stein- þóri Magnússyni fiskmatsmanni. Þau eru búsett í Ólafsvík. Gunnar, f. 8.12. 1952, skipstjóri í Namibíu, kvæntur Christofinu Harðarson. Þau eiga eina dóttur. Gunnar var áður kvæntur Eyrúnu Sæmundsdóttur og eignuðust þau einn son. Helgi, f. 18.3. 1956, blikksmíðameistari og bílasmíða- meistari, kvæntur Guðfmnu Stefáns- dóttur og eiga þau tvö börn. Eiríkur, f. 28.6. 1960, verslunarmaður, kvænt- ur Rósu Harðardóttur og eiga þau þrjú börn. Gísli, f. 29.1. 1964, húsa- smiður, kvæntur Sigrúnu Aðalsteins- dóttur og eiga þau eitt barn. Sigrún á eina dóttur frá þvi fyrir hjónaband. Systkini Harðar eru Auðbjörg, f. 25.4.1934, og Jón Hannes, f. 28.8.1942. Foreldrar Harðar eru Helgi S. Hannesson, f. 31.8. 1908, d. 3.2. 1960, blikksmiðm-, og Gíslína Þ. Jónsdóttir, f. 24.9. 1912. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Ætt Helgi var sonur Hannesar Jónsson- ar stýrimanns Helgasonar i Reykja- vík og Þorbjargar Guðlaugsdóttur í Reykjavík. Gíslína er dóttir Jóns Halldórs Gíslasonar múrarameistara og Auð- bjargar Pétursdóttur í ReyKjavík. Hörður og María taka á móti gest- um á heimili sínu í dag, á milli klukkan 17 og 20. iíiasifit-Mj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.