Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 X>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Berjatíminn er genginn í garð... - og margir farnir að huga að því hvernig nýta má uppskeruna Nú er berjatíð og án efa hyggjast margir nýta sér það á einhvern hátt. Sumir fara í berjamó og tína marga lítra af bláberjum eða kræki- berjum. Aðrir fara út í garð og nota rifsberin og sólberin, enn aðrir nýta reyniberin. Einhverjir eru svo heppnir að komast í jarðarber og ef til er nóg af þeim má búa til sultu, þó þau séu alltaf best ný og fersk. Margir hafa stundað sultugerð í áraraðir, síðan eru aðrir sem hafa áhugann en vantar þekkinguna á notagildi berj- anna. Leiðbeiningastöð heimilanna fær margar fyrirspurnir varðandi Krukkur sótthreinsaðar Þvoið og þurrkið krukkur og lok. Sjóðið þær síöan annaðhvort í potti eða í bökunarofni. í potti: Raðið lokunum í botninn á stórum potti. Látið krukkur standa á hvolfi ofan á, hellið köldu vatni yfir, svo fljóti yfir lokin. Sjóðið í minnst 10 mín. í bökunarofni: Raðið krukkum og lokum eins og í pottinum. Stillið ofninn á 150” C. og bakið í 10 mín. Krukkurnar þarf að hita með ofninum. Látið krukkurnar standa á hreinu viskastykki og breiðið annað yfir þar til sultan fer í þær. ber og sultugerð og situr Hjördís Edda Broddadóttir framkvæmda- stjóri fyrir svörum. Leiðbeininga- stöðin er rekin af Kvenfélagasam- bandi íslands og hefur starfað allar götur síðan 1963. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur heimilisstörfum, svo sem matreiðslu, bakstur, mataræði, þrif, þvotta, hreinsun efna og fleira. Jafnframt eru veittar upplýsingar um erlendar gæðakannanir á heimilistækjum. „Ýmsar aðferðir eru til við sultu- gerð, flóknar sem og einfaldar," seg- ir Hjördis. „Það sem flestir ættu að geta gert er að snöggsjóða sultu. Snöggsoðin sulta verður reyndar aldrei þykk en ef þið viljið fá hana þykka þá er gott ráð að nota annað- hvort súra vökva eða sultuhleypi og þá skiptir miklu að fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja. Annað sem skiptir ekki minna máli við sultugerð er að byrja á því að sótt- hreinsa allar krukkur vel og rétt.“ Sótthreinsun á krukkum „Mjög mikflvægt er að sótthreinsa krukkur vel. Sé það ekki gert geta alls kyns bakteríur tekið sér bólfestu í sultunni, auk þess sem geymsluþol hennar minnkar. Margir hafa t.d. lent í því að opna krukku af heima- lagaðri sultu og fmna þar myglu. Sé sótthreinsunin í lagi minnka líkur á svoleiðis uppákomum mikið. Hjördis nefnir annað sem skiptir máli. „Mikill sykur í sultu dregur einnig úr möguleikum myglusveppanna til að mynda eiturefni. Eiturefnin sem myndast eru ekki stórhættuleg en þau geta valdið óþægindum í maga og þörmum." Góð ráð Hjördís Edda féllst á að gefa les- endum DV svör við nokkrum al- gengum spurningum i sambandi við sultugerð. Er mismunandi mikið af hleypiefnum í berjum? Það er mikið Eif hleypiefni í rifs- berjum en lítið í bláberjum og enn minna í krækiberjum. Það er því gott að bæta einhverju súru saman við, eins og sítrónusafa, rabarbara- safa eða jafnvel vínsýru til þess að berjasafmn hlaupi. í 1/2 kg af berj- um hentar vel að nota 1 msk. af hreinum sítrónusafa. Margir hafa einnig góða reynslu af hleypiefnum. Er nauðsynlegt að nota rotvarnarefni í sultuna? „Alls ekki og sérstaklega ekki ef gætt er ýtrasta hreinlætis við sultu- gerðina og hráefnið er gott. Jafn- framt skiptir miklu að geyma sult- una á dimmum og köldum stað. Sykurinn í sultunni hefur áhrif sem rotvöm, eftir þvi sem sykurmagnið er meira þá eykst geymsluþolið." Er hægt að minnka sykurinn? „Ef fólk vill draga úr sykurmagn- inu, búa til aðeins „hollari" suitu, þá getur verið gott að nota rotvam- arefni og algengast er bensósúrt natron. Sumir nota það til þess aö skola krukkurnar að innan. Ef bensósúrt natron er sett í sultuna þá er hæfilegt magn 1/2-1 msk. í 1 kg af sultu. Alls ekki má sjóða sult- una eftir að rotvarnarefnið er kom- ið út í, það skemmir eiginleika þess. Best er þó að sleppa því alveg!“ Er hægt að búa til sultu úr berjum sem búið er að frysta? „Já, svo sannarlega. Það hentar mjög vel fyrir þá sem vilja nota lit- inn sem engan sykur og engin rot- varnarefni. Þá er gott að búa til lít- ið af sultu í einu því sulta sem þessi hefur stutt geymsluþol. Sumir nota hunang og/eða hlynsíróp í stað syk- urs.“ Er hægt að nota gervisætuefni í sultugerð? „Já, og það hentar mjög vel fyrir þá sem eru með sykursýki eða vilja Sykurmagn í snöggsoðna sultu í 1 kg af bláberjum eru notuð 250-300 g af sykri. í bláberja-rifsberjasultu eru not- uð 750 g af bláberjum og 250 g af rifsberjum á móti 300-500 g af sykri. í 1 kg af rifsberjum eru notuð 500-600 g af sykri. I sólberjasultu eru hlutfóllin 1 kg af sólberjum, 500-600 g af sykri og þarna bætast við 1-2 dl vatn. í 1 kg af jarðarberjum eru notuð 300-600 g af sykri. Einnig er hægt að blanda saman jarðarberjum og rabarbara (1/2 kg á móti 1/2 kg) og við það bætast 600-800 g af sykri. Eins og þama kemur fram þá er sykurmagnið mjög mismunandi, berin eru ólík á bragðið, sum súr- ari en önnur og svo er þetta einnig smekksatriði. draga úr sykurneyslu af öðrum ástæðum. Mörg gervisætuefni eru á markaðnum og sum þola suðu betur en önnur. Það skiptir því miklu að þekkja Snöggsoðin sulta 1. Krukkumar eru tflbúnar, sem og önnur áhöld sem þarf að nota. Þá hefst sultugerðin. Hreinsið ber- in og látið þau í pott. Ekki sjóða stærri skammt en 2 kg í einu. Lát- ið sjóða vel i pottinum. 2. Dragið pottinn af hitanum og bætið sykrinum út í. Hrærið varlega í svo að ber og sykur biandist vel. 3. Potturinn er settur aftur á helluna og látið sjóða snöggt upp á ný. Ef mikil froða myndast er betra að fjarlægja hana. 4. Krukkumar eru tilbúnar og sjóðandi heitri sultunni er hellt í krukkumar; fleytifyllið þær. Lokið krukkunum strax en heröið ekki fyrr en sultan er orðin köld. Best er að snöggkæla. það gervisætuefni sem verið er að nota hverju sinni. Gervisætuefni hafa ekki þá rotvarnareiginleika sem sykurinn hefur og geymsluþol sultunnar er því mjög takmarkað. Þá er annaðhvort hægt að nota rotvarn- arefni eða þá að nota frosin ber og búa til lítið i einu.“ Er hægt aö búa til rifsberja- hlaup úr frystum rifsberjum? „Já, fryst rifsber henta vel í hlaup. Ef til vill hafa einhverjir lent í því að hafa ekki tíma til þess að gera rifsberjahlaupið þegar þau eru tilbúin! Hvaö er þá til ráða? Þá er um að gera að frysta rifsberin. Hleypiefniö minnkar ekki til muna og hægt er að geyma rifsberin í frosti í nokkra mánuði." Er hægt aö nota reyniber? „Svo sannarlega, en alltof fáir vita það. Ég hvet fólk til þess að nota þessi fallegu ber i hlaup því það eru svo margir með stór og voldug reynitré í görðunum. Reyni- ber eru mjög beisk og römm á bragðið og til þess að minnka remmubragðið er nauðsynlegt að frysta berin áður en hlaup er búið tfl. Reyniber innihalda náttúrlegt hleypiefni og er því óþarfi að nota sérstakt hleypiefni. Þeim sem hafa búið á Norðurlöndunum finnst reyniberjahlaup ómissandi með villibráðarsteikinni.“ Hjördís Edda vonar að sem flestir hafi fengið ágæta innsýn í notkun berjanna og sultugerð en segir þess- ar upplýsingar þó engan veginn tæmandi. „Það eru ýmsar aðrar að- ferðir tfl og um leið fleiri berjateg- undir sem getur verið gaman að prófa, t.d. hrútaber, ylliber, stikkils- ber og fleiri. Ef einhver vill prófa þá er um að gera að hafa samband við Leiðbeiningastöð heimilanna og fá nánari upplýsingar. Einnig er hægt að finna margar skemmtilegar upp- skriftir í matreiöslubókum, ekki síst þeim gömlu. Sultur innihalda oftast nær mikið af sykri og margir vilja draga úr sykumeyslu. Ég vil því hvetja fólk til þess að frysta ber, það er bæði hollt og gott. Berin má Góö uppskrift aö rifsberjahiaupi Ætlar þú að búa til rifsberjahlaup? Mundu að nota bæði þroskuð og óþroskuð ber og einnig greinar með þvi þar er svo mikið af náttúrlegu hleypiefni. 3 dl vatn 2 kg sykur 2 kg rifsber 1. Vatn og sykur sett í pott, hitað við vægan hita. 2. Látið sjóða þar til bólur koma og allt er orðið glært. 3. Þá eru öll berin sett út í og hrært vel í, hitinn hækkaður. 4. Suðan er látin koma þrisvar upp, hrært vel á milli. 5. Aflt sett í gegnum sigti. 6. Hlaupið er tilbúið og sett á hreinar, sótthreinsaöar krukkur. frysta með og án sykurs. Best er að frysta þau í hæfilegum skömmtum sem hægt er að nota hverju sinni. Ber geymast vel í frysti í 10-12 mánuði við -18 C. Það hentar vel að frysta aðalbláber. krækiber, jarðar- ber, sólber og rifsber. Best er aö bjóða upp á þau hálf- þiðnuð, þau eru gómsæt með ís og ekki síðri út í súrmjólkina á dimm- um vetrarmorgnum. Einnig er snið- ugt að blanda þeim saman við morg- unkornið. Ekki láta berin þiðna of mikið því þá fafla þau saman og verða ólystug. Þeir sem ekki vflja nota ber í sultu hafa ýmsa aðra Uppskrift aö reyniberjahlaupi 1 kg reyniber 750 g græn epli (súr) 1 lítri vatn 1 kg sykur á móti 1 lítra af saft Hreinsið berin og eplin. Afhýðið eplin og brytjið smátt. Sjóðið ber og epli í vatninu í 20-30 mín. Síið saftina. Blandið sykrinum saman við saftina og sjóðið í nokkrar mín- útur. Takið prufur á undirskál, kælið og prófið hlaupið. Hellið hlaupinu á hreinar og sótthreins- aðar krukkur, lokið og herðið þeg- ar hlaupið hefur kólnað. möguleika. T.d. er gott að frysta ber- in og nota þau síðar sem skreytingu á kökur eða dýfa þeim í vax og nota í jólaskreytingar. Reyniberin henta sérstaklega vel í slíkar skreytingar. Þau eru einnig skemmtileg fyrir börn sem geta þrætt þau upp á band og búið til fallegar hálsfestar,“ segir Hjördís að lokum. Sól og öryggisfilma. Sandblástursfilmur • Stórminnkar sólarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri - Útilokar nánast útfjólubláa geisla og upplitun • Eykur öryggi í fárviðram og Jarðskjálftum • Eykur ötyggi gegn innbrotum • Brunavarnarstuðull erF 15 • Einangrargegn kulda, hita og hávaða • Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerflísum (andlit • Gerir bílinn/húsiö glæsilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi sími 544 5770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.