Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 DV 15 Fréttir . Tölvuteikning af Vetrargaröinum Þarna er þegar búiö aö skipuleggja sýningar afýmsum toga. Uppi á svölunum eru inngangar inn í fimm kvikmyndasali Smárabíós. Einnig veröur hægt að samtengja meö sýningarbúnaði fýrir ríflega 1000 manna ráöstefnu. Trúlega bíöa þó margir spenntir eftir aö skoöa salinn meö hægindastölunum. Smáralind, ný tegund af framleiðslutæki: Vetrargarðurinn mikilvægur þáttur - þegar búið að skipuleggja fyrstu sýningarnar Aö sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra er Smáralind í raun ný tegund af framleiðslutæki í þessari atvinnugrein. Þar er um að ræða gríðarlega afkastamikla versl- unar- og þjónustumiðstöð. Pálmi segir að spurningin snúist um hvernig markaðurinn þróist. „Við væntum þess að hluti af versl- uninni færist í auknum mæli inn í landið. Hér verða opnaðar verslanir sem ekki hafa verið á íslandi áður en við vitum aö islendingar hafa verslað mikið við erlendis. Þær verða með vörur á sambærilegu verði og í ná- grannalöndunum. Þá vonumst við til að ferðamannaverslun aukist hér, en hún er nú lítil sem engin. Þar eru gríðarlega mikil tækifæri. Það mun síðan lika gerast að verslun færist til á höfuðborgarsvæðinu. Ef málið hefði eingöngu snúist um að byggja verslunarmiðstöð þá hefðum við trúlega ekki gert þetta. Smáralind er ýmislegt meira en verslunarmiðstöð. Þarna munum við tengja saman verslun, afþrey- ingu, skemmtun og upplýsingamál og fleiri þætti sem snúa að almenn- ingi. Þar spilar Vetrargarðurinn í austurhluta hússins gríðarlega mik- ið hlutverk. Hann er að mörgu leyti nýjung. Eftir miklar vangaveltur varð niðurstaðan sú að byggja Vetr- argarðinn sem er eins konar yfir- byggt útitorg. Þar er hægt að koma upp ýmiss konar sýningum, skemmtanahaldi, tónleikum og fleiru. Það tengist síðan bíóinu og ráðstefnuaðstöðunni sem þar er.“ Hægt er að koma fyrir um 2000 manns á tónleikum í Vetrargarðin- um og um 1000 manns í bíósölum á hæðinni þar fyrir ofan. Allur þessi fjöldi getur séð og heyrt sömu at- burði í gegnum sýningarkerfi húss- ins. Þarna verður því um fjölnota sýninga- og ráðstefnusvæði að ræða með beinu aðgengi að veitingastöð- um og verslunum. Þegar er búið að ákveða fyrstu sýninguna. Þar er um að ræða stór- sýningu á vegum Toyota í lok októ- ber sem búist er við að verði með talsvert öðrum hætti en fólk á að venjast hér á landi. Síðan tekur við hver sýningin af annarri. -HKr. Tíu milljarða verkefni: 13 lífeyrissjóðir taka þátt í fjármögnun - tekjur m.a. tryggðar með langtíma leigusamningum Smáralind er fjármögnuð að 30% með eigin fé og 70% með lánsfé. Þar er um að ræða eigið fé, innlend og erlend lán auk leigusamninga. Stærstu hluthafar í Smáralind eru Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. (BYGG), Olíufélagið hf„ BYKO hf. (Norvik hf.), Saxhóll ehf. (eignarhalds- félag Nóatúnsfjölskyldunnar), Vestur- garður ehf. (eignarhaldsfélag Valfells- fjölskyldunnar og Fjárfestingarfélagiö Gaumur ehf. (eignarhaldsfélag Bónus- fjölskyldunnar). Kostnaður við byggingu Smáralind- ar er áætlaður rúmlega 8 milljarðar króna. Þegar einnig er tekið tiOit til kostnaðar verslana vegna innrétting- ar og fleira mun heildarkostnaðurinn nema um 10 milljörðum króna. Eigiö fé rúmir 2 milljarðar Eigið fé Smáralindar er um 2 til 2,5 milljarðar króna. Lánsfé nemur ’. / . I f i ! i : i ' . um 5,5 til 6 milljörðum króna. Skipt- ist lánsfjármögnunin í tvennt. Þar er annars vegar um að ræða skulda- bréf til 25 ára sem gefm voru út á síðasta ári upp á rúma 2 milljarða króna og voru að mestu seld til líf- eyrissjóða. Þannig eru 13 af stærstu lífeyrissjóðum landsins þátttakend- ur í fjármögnun Smáralindar. Hins vegar er svokallaður sam- bankahluti upp á 3,5 til 4 milljarða í erlendri mynt sem lánað er til 15 ára. Að þeim lánum standa Lands- bankinn, Islandsbanki, sparisjóðir og ýmsar innlendar fjármálastofn- anir. Norræni fjárfestingabankinn er einnig stór lánveitandi sem og annar ítalskur banki. Gengistrygging Gengisfall krónunnar á þessu ári hefur því haft töluverð áhrif á skuldir Smáralindar. Þegar krónan var hvað veikust i lok júnímánaðar nam bókfært gengistap Smáralindar um 340 milljónum króna. Það var komið niður í 220 milljónir nú í ágúst. Á móti kemur að allar tekjur Smáralindar af leigusamningum eru verðtryggðar. Sama má í raun segja um vörusölu þar sem verð- hækkanir fara á endanum út í þjóð- félagið. Meðallengd leigusamninga er um 11 ár, en einstakir samningar að há- marki til 25 ára óuppsegjanlegir og verðtryggðir. Við einstaka minni leigutaka hefur verið samið til fimm ára. Þá munu leigutakar greiða rekstrarkostnað hússins með sér- stöku rekstrargjaldi. Búist er við að í Smáralind skap- ist 800 ársverk sem geti farið upp í 1200 þegar tekið er tillit til álags- tíma um jól. -HKr. Afþreyingar- miðstöðin Smáralind Afþreyingarmiðstöð Smáralindar er liður í því að veita ánægjulegar upplifanir í verslunarleiðangrinum eins og segir í kynningu fyrirtækis- ins. í Vetrargarðinum verða oft á tíðum skemmtilegar uppákomur, at- burðir og sýningar. í spennandi veitingastöðum umhverfis Vetrar- garðinn munu flestir finna eitthvað við sitt hæfi. í Smárabíói verða 5 fullkomnir kvikmynda- og ráð- stefnusalir og í Veröldinni okkar verður boðið upp á gæslu fyrir börn í spennandi umhverfi. Þannig ætla forráðamenn að ferð í Smáralind verði ávísun á öfluga menningar- og afþreyingarstarfsemi þar sem blandað verður saman verslun, menningu, listum ásamt gamni og alvöru. Sérstaða Smáralind er sögð marka tíma- mót í verslun á íslandi og sérstaða hennar er margþætt. Þar má m.a. nefna sterka samsetningu þekktra alþjóðlegra verslana sem margar hverjar eru nýjar á íslandi. Þá verða þar vinsælir og þekktir veitingastaðir. Þekktar og rótgrónar íslenskar verslanir. Fullkominn tæknibúnaður til að auka öryggi viðskiptavina og þjónustu viö þá. Hönnun byggingarinnar þykir upp- fylla nýjustu kröfur. Mikil lofthæð og mikið opið rými. Kvikmynda- og ráðstefnusalir með svölum fyrir ráðstefnugesti. Sýningarsvæði í Vetrar- og sumargarði. Afþreying Mikið er lagt upp úr afþreyingu í Smáralind þannig að viðskiptavinir geti notið verslunar og afþreyingar í senn. Smárabíó Smárabló með 5 bíósölum. Salur eitt rúmar 400 manns, salur tvö rúmar 256 manns, salur þrjú rúmar 72 manns, salur ijögur rúmar 166 manns og salur fimm rúmar svo 120 manns. Veitingastaðir Café Rue Royal, TGI Fridays, Pizza Hut, Subway, Le Vrai Gour- met Café, ísbúðin ís-inn. Leiktækja- og spilasalur Lukkusmárinn Barnaskemmtistaður og gæsla Veröldin okkar. Þjónustufyrirtæki Efnalaug, hárgreiðslu- og snyrti- stofa, Islandsbanki, Landsbankinn, Landssíminn, Lyfja, skósmiður, sól- baös- og nuddstofa, Tal. Verslanir Accessorize, ÁTVR, Benetton, Bi- anco, Body Shop, Bossanova, Byggt og búið, Carat - Haukur gullsmiður, Cosmo, Dea, Debenhams, DNA, Dressmann, G15, Gallerí Fold, Gull- smiðja Óla, Hagkaup, Hans Peter- sen, Hanz, Heimilistæki, Herragarö- urinn, Hygea, Intersport, ISIS, Jack & Jones, DEA, Leonidas, MANGO, Meba-Rhodium, Miss Selfridge, Nóatún, Only, Optical stúdíó, Opt- ical stúdíó sól, Ótrúlega búðin, Penninn, Sisley, Skífan verslun, Sock Shop, Steinar Waage, Stúdíó Skæði, Top Shop, Útilíf, Vero Moda, Verslunin Drangey, Zara. Nýjar verslanir Eftirtaldar verslanir og veitinga- staðir eru ný á íslandi: Benetton, Bi- anco, Café Rue Royale, Carat - Haukur gullsmiður, Dea, Deben- hams, DNA, G 15, ISIS, Le Vrai Go- urmet Café, Leonidas, MANGO, Miss Selfridge, Sisley, T.G.I. Fri- day’s, Zara. 140 metra langur þakgluggi Þessi gríöarstóri gluggaflötur mun sjá til þess aö gera ganga verslunarrýmis- ins bjarta og skemmtilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.