Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
I>V
Atímum Gamla testamentisins
var það nær daglegur viðburð-
ur að Guð talaði til mann-
anna. Síðustu aldir hefur dregið nokk-
uð úr beinum samtölum manna við
Guð; þeir sem viðurkenna samræður
af þvi tagi oft dæmdir sérlundaðir af
samferðamönnum sínum. Þó bar svo
við að á haustdögum 1999 töldu ein-
hverjir sig hafa heyrt rödd hans á tón-
leikum í Hallgrímskirkju. Og rödd
hans var djúp og kraftmikil en þó ljúf.
Hvort sem um yfirskilvitlega reynslu
var að ræða eða ekki þá munu marg-
ir vilja halda þvi fram að þar hafi
ekki verið brýnd raust Guðs heldur
barítónsaxófónn Sigurðar Flosasonar.
„Nú fæ ég saxófón"
Sjaldgæft verður að teljast að lista-
mönnum sé líkt við hinn almáttka. Al-
gengara er á þessum guðlausu tímum
að listamönnum sé líkt við þann í
neðra og bókmenntaleg dæmi eru fyr-
ir því að menn hafi selt djöflinum sálu
sína í skiptum fyrir listrænan inn-
blástur. Sigurður Flosason neitar öllu
samneyti við andskotann sjálfan. Upp-
hafið er heldur ekki að rekja til flók-
ins ritúals í öfugsnúnum kapellum
heldur til Barnamúsíkskólans sem nú
heitir Tónmenntaskóli Reykjavíkur.
Þangað gekk Sigurður fimm ára að
aldri til að læra á hljóðfæri; fyrst á
blokkflautu og síðar á þverflautu.
„Ég kynntist saxófóninum þegar ég
var tólf ára,“ segir Sigurður þar sem
hann situr, rólegur og yfirvegaður og
sýpur kaífi. „Saxófónninn í glerkass-
anum hjá Poul Bernburg á Vitastígn-
um „lúkkaði" betur en þverflautan
auk þess sem ég hafði lítiUega kynnst
tónlistarheiminum sem tengdist þessu
glæsilega hljóðfæri. Hann var spenn-
andi.“ Eftir að hafa gengið óvenju vel
í tónlistarskólanum og hlotið sérstaka
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
árangur lagði Siguröur spilin á borðið
fyrir foreldra sína: „Nú fæ ég saxó-
fón.“ Og það var úr.
Unglingur með svæsinn djassáhuga
er tiltölulega afbrigðilegt ungmenni;
Sigurður neitar því ekki. „Ég hljóp úr
fótboltanum til að hlusta á djassþátt
Jóns Múla,“ segir Siguröur. Ég spyr:
Rímar þetta einstaklings frumkvæði
ekki við sólóeiginleika djassins? og
Sigurður kinkar kolli en vili þó ekki
að notaður sé sá stimpill á djasstónlist:
„í djassinum kristallast hið happa-
drjúga hjónaband kapítalisma og
kommúnisma, einstaklingshyggjan og
samvinnuhugsjónin fallast í faðma.
Einleikurinn og samspilið vega jafnt.“
„Er ekki uppsveifla núna?“
Þegar spurt er út í upphaf tónleika-
ferilsins kemur í ljós að Sigurður á
tuttugu ára starfsafmæli i ár því
fyrsta nafntogaða hljómsveitin sem
hann lék með, Nýja kompaníið, hasl-
aði sér völl árið 1981. Hann var
sautján ára og „grúppíurnar" kannski
flestar karlmenn yfir miðjum aldri.
Samt saknaði hann ekki rokkgrúppi-
anna, hugsaði aldrei, fjandans, af
hverju hætti ég þessu ekki. „Djass-
bylgjur riða yfir með reglulegu milli-
bili,“ segir Sigurður og bendir á að
næstalgengasta spurningin sem lögð
sé fyrir hann sé hvort ekki sé upp-
sveifla í djassinum einmitt núna. „Sú
algengasta er hvort ég sé sonur Flosa
Ólafssonar," hvíslar Sigurður og glott-
ir. „Um og eftir 1980,“ heldur Sigurð-
ur áfram, „var slík bylgja í Reykjavík.
Þá voru ekki bara eldri herrar í
áheyrendahópnum; ungt fólk hafði
mikinn áhuga, reyndar fólk á öllum
aldri.“ Hann segir að ungt fólk sé
mjög áhugasamt núna en hápunktur-
inum frá 1980 sé þó ekki náð. „En
þetta er ekkert stórmál. Þetta gengur
í hringi eins og annað; það þýðir ekk-
ert að missa sig yfir þvi. Það er gam-
an að spila fyrir alla aldurshópa."
Færeyskir dansar í Ástralíu?
Á árunum 1983-1989 stundaði Sig-
urður nám í Bandaríkjunum en var
oftast heima á sumrin og spilaði. Það
er tiltölulega stutt síðan íslenskir
djassleikarar voru lítt menntaðir í
skólagengnum skilningi, þó margir
væru mjög góðir. „Þeir lærðu hvor af
öðrum í skóla lífsins og reynslunnar,"
segir Sigurður. Upp úr 1980 hafði það
færst í vöxt að djassleikarar leituðu
menntunar utan lands og fóru þá
margir til Bandaríkjanna. Þeim hefur
í seinni tíð fækkað mjög sem fara
vestur til náms, námslánakerfið hefur
stýrt því svo að ungum djassleikurum
DV-MYND BRINK
Seiöandi línur saxófónsins
„Ég kynntist saxófóninum þegar ég var tólf ára, “ segir Siguröur Flosason saxófónteikari. „Saxófónninn í gler-
kassanum hjá Poul Bernburg á Vitastígnum „lúkkaöi“ betur en þverflautan auk þess sem ég haföi lítillega
kynnst tónlistarheiminum sem tengdist þessu glæsilega hljóöfæri. Hann var spennandi. “
Tónar
úr djúpinu
Eftir helgi er væntanlegur frá Sigurði Flosasyni
saxófónleikara geisladiskurinn Djúpið.
Sigurður ræðir um tónlistina, Djúpið og dauðann.
er ekki lengur kleift fara til Banda-
ríkjanna. Þeir fara frekar til Evrópu
þar sem skólagjöldin eru engin eða
lág. „Fara menn til Ástralíu til að
læra færeyska þjóðdansa?" spyr Sig-
urður og bendir á að Bandaríkin séu
móðurkartafla djasstónlistarinnar.
„Eftir að grunntökum er náð á tónlist-
inni skiptir þó mestu að móta eigin
rödd og beita henni heiðarlega -
landafræðin lætur í minni pokann."
Sumir halda því fram að það sé
voðalega vont að vera menntaður
djasstónlistarmaður. „Menn missa fíl-
inginn, segja þeir. Gamla klisjan,“
segir Sigurður. „Þetta er hörmulegt
viðhorf. Upplagið er ekki sterkt ef
námið eyðileggur menn. Aukin þekk-
ing hlýtur að vera öllum til góðs, í
þessu fagi eins og öðrum.“ Sigurður
telur að menn verði að vera klárir á
hvert þeir eru að fara og hvað þeir
hafa að segja. „Þetta snýst um per-
sónulega tjáningu, eigin sannfæringu.
Samspilið vegur líka þungt: maður er
manns gaman. Lítið gaman að beita
rödd sinni einn,“ segir Sigurður.
„Þegar allt kemur til alls þá skiptir
hljóðfærið og lagið ekki mestu máli.
Tónlistin hefur sig upp yfir það. Það
sem skiptir máli er hverjir tala og
hvernig þeir tala saman; hvort þeir
eru ærlegir - hvort þeir segja satt.
Þetta er ekki ósvipað og gömlu gildin
í hinni fornu trú okkar íslendinga."
Að segja „sinn“ sannleika
Sagt er að saxófónninn sé það hljóð-
færi sem nálgast helst mannsröddina.
„Saxófónninn býr yfir svo miklum
sveigjanleika," segir Sigurður. „Ef
teknir eru helstu djasssaxófónleikarar
sögunnar og þeir bornir saman kemur
í ljós að þeir eru ótrúlega ólíkir - ólík-
ari innbyrðis en hljóðfæraleikarar á
flest önnur hljóðfæri. Þeir eiga eigin
rödd. Það er kjarni listarinnar eins og
ég sé hana, að eiga sjálfstæða rödd og
beita henni á einlægan hátt; segja
„sinn“ sannleika. Þegar því markmiði
er náð hættir allt annað að skipta
máli; hvort það er gömul tónlist eða
ný, þessi stíllinn eða hinn.“
Stundum verða orð Sigurðar um
tónlistina næstum trúarleg. Tónlist
hans hefur líka farið nærri trúnni en
aldrei nær en á Sálmum lífsins þar
sem hann spann út frá sálmum með
organistanum Gunnari Gunnarssvni.
í framhaldi af gríðarlegum vinsælda
Sálmanna hafa þeir haldið fjölmarga
tónleika í kirkjum landsins, auk þess
að vera í vaxandi mæli beðnir að
leika tónlist sína við jarðarfarir; það
er fullkomlega nýr vettvangur fyrir
saxófónleikarann Sigurð. „Þegar mað-
ur er beöinn um að leika við jarðarfór
er manni sýnt gríðarlegt traust," seg-
ir Sigurður. „Það er sterk upplifun og
stundum ansi erfið en ég er stoltur af
því að vera af og til beðinn um að
leika við útfarir. Það er sjaldan mikil-
vægara að gera vel; fáar feilnótur eru
verri en þær sem koma við þessar að-
stæður. Ástæða þess að tónlist er flutt
við slíkar athafnir er að hún hjálpar
fólki; hjálpar því að glíma við erfiðar
aðstæður sem stundum virðast
hörmulega óréttlátar."
Rætur í Hafnarstrætinu
Árið 1998 gaf Sigurður út geisla-
diskinn Himnastigann með Eyþóri
Gunnarssyni píanóleikara og danska
kontrabassaleikaranum Lennart Gin-
man. Eftir helgina er von á nýjum
diski í verslanir frá sama tríói, eins
konar framhaldi af Himnastiganum.
Sá nefnist Djúpið. „Diskurinn er að
sumu leyti frekar hefðbundinn, en
vonandi perónulegur. Efnisskráin
samanstendur af djassstandördum,
ballöðum og brasilískri tónlist. Ég er
að minnsta kosti mjög ánægður með
útkomuna," segir Sigurður.
Margir muna eftir Djúpinu í Hafn-
arstræti, undir veitingastaðnum
Horninu. „Einn lítill angi af djúps-
nafni disksins teygir sig þangað," seg-
ir Sigurður, „ég spilaði mikið þar;
steig mörg spor. Á Djúpinu hugsa ég
líka samspil tríósins á dýptina.“ Meg-
inatriðið varðandi nafn disksins er þó
það að meirihluta efnisskrárinnar
leikur Sigurður á barítónsaxófón,
dýpsta meðlim saxófóníjölskyldunnar.
„Ég er altsaxófónleikari, en hef lengi
duflað við barítónsaxófóninn í hjá-
verkum. Mér fannst kominn tími til
að beita þessu vopni svolítið meira.“
Og hljómur barítónsaxófónsins er
djúpur, kraftmikill og þó ljúfur - svo-
lítið eins og rödd Guðs. -sm