Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
51
DV
Tilvera
Sigling um grísku eyjarnar:
Margir telja siglingu á skemmti-
ferðaskipi tind ferðamennskunnar.
Þar fara saman þægindi, skemmt-
un og mikill fróðleikur þar sem
viöa er ferðast og íjölmargt ber fyr-
ir augu. Úr ýmsu er að velja en al-
gengast mun að fólk velji annað-
hvort siglingu um Karíbahaf eða
Miðjarðarhafið. Tilvalið er fyrir
fólk að blanda saman hefðbund-
inni ferð og siglingu, nýta nokkra
daga ferðarinnar til ærlegrar
afslöppunar en um leið frábærrar
skemmtunar. Sigling um grísku
eyjarnar er, svo dæmi sé tekið, til-
valinn kostur fyrir þá sem dvelja á
Kýpur. Undirritaður reyndi slíkt
fyrr í sumar og getur óhikað mælt
með því.
Ferðin var frá mánudegi til
íostudags. Siglt var frá Limassol á
Kýpur og komið næsta dag til
Ródos. Séð er fyrir öllum þörfum
fólks um borð, hvort sem menn
vilja fá sér í gogginn, skreppa á
barinn, dansa eða njóta fjöl-
breyttra skemmtiatriða. Allur mat-
ur, morgunverður, hádegisverður
og kvöldverður, er innifalinn í
verði ferðarinnar en drykki kaupir
fólk sjálft. Gott er að láta ljúfar öld-
ur Miðjarðarhafsins vagga sér i
svefn. Lítil hætta er á sjóveiki á
veitti ekki af. Næsta dag var siglt til
fjalllendrar smáeyjar, Tinos. Þar
búa um átta þúsund manns. Þar er
meðal annars að finna minjar um
guðinn Póseidon sem tilbeðinn var
af eyjarskeggjum. Náttúrufegurð
Tinos er mikil eins og raunar á
mögum grísku eyjanna, hvít hús og
tær sjór.
Patmos var þriðja eyjan sem siglt
var til. Hún á sér langa sögu og hef-
ur verið undir yfirráðum ýmissa
þjóða. Fyrr á þessari öld réðu ítalir
eyjunni en hún hefur tilheyrt
Grikklandi frá árinu 1948. Hringn-
um lauk með heimsókn á smáeyj-
una Kastellorizo. Hún er aðeins 9
ferkílómetrar að stærð og íbúar
litlu fleiri en 200. Mannlíf er því ró-
legt en eyjan er afar falleg sem og
allt umhverfi hennar. Hún er aðeins
nokkur hundruö metra undan
ströndum Tyrklands. Blái hellirinn
er náttúrufyrirbrigði sem sjálfsagt
er að skoða, sjávarhellir með ein-
stakri blárri birtu.
Þegar stigið er á land í Limassol
á Kýpur eftir slíka ævintýraferð er
maginn mettur, hugurinn afslapp-
aður og minningarnar geymdar
jafnt í kollinum sem á mörgum film-
um. Sigling sem þessi er upplifun
fyrir öll skynfærin. -JH
Náttúrufegurö
Gríska eyjan Kastellorizo, rétt undan Tyrklandsströndum, er ekki stór og íbúar fáir. Náttúrufegurö er hins vegar ómæld.
slíkum glæsiskipum en þeir sem
eru veikir fyrir ættu ekki að hika
við að gleypa hálfa eða eina sjó-
veikipillu, svona rétt til öryggis.
Þeir fá þá notið ferðarinnar.
Ródos þekkja margir íslendingar,
fógur eyja og á sér merka sögu.
Gamli bærinn þar er einstakur frá
tímum riddaranna. Mannlífið er
íjölbreytt, götulíf mikið og verslanir
og veitingahús á hverju götuhomi.
Þar var dvalið lungann úr degi og
Upplifun fyrir öll skynfæri
Rauöu örvarnar
Rúsínan í pylsuendanum veröur svo sýningaratriði Rauðu örvanna, listflugssveitar breska fiughersins og Rauöu djöfl-
anna, listfallhlífasveitar breska landhersins
Fyrsta flugs félagið:
Rauðar örvar og
rauðir djöflar heilla
QlO
Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga ogfullorðna.
Standard - Latin - Gömlu dansarnir
Byrjendur og framhald.
Opið hús á
laugardagskvöldum
DANSSKÓLI
Sigurðar Hákonarsonar
Dansíþróttafélag Kópavogs - DlK
Auðbrekku 17 - Kópavogi
Kántry línudans-Brúðarpör
Keppnispör, æfingar 2-3svar í viku
Einkatímar - Frábærir kennarar
og skemmtilegt andrúmsloft
„Það hefur ekki verið haldinn
rækilegur flugdagur á íslandi í
háa herrans tíð,“ segir Gunnar
Þorsteinsson, formaður Fyrsta
flugs félagsins, sem er áhuga-
mannafélag um flugmál. Félagið
hefur skipulagt helgarferð til
London dagana 7. - 9. september
þar sem farið verður á risaflugdag
á Duxford-flugminjasafninu.
Stærsta flugminjasafn
Evrópu
Duxford er stærsta flugminja-
safn í Evrópu en þar eru um 180
sögufrægar flugvélar, fallbyssur,
skotvopn og fleira af því taginu.
Flugsýningarnar í Duxford eru
frægar um allan heim og Fyrsts
flugs félagið hefur farið með hópa
á nokkrar þeirra á undanförnum
árum „í ár ætlum við að bjóða
flugáhugamönnum upp á þríþætta
flugsýningu þar sem menn geta
séð gamlar tvíþekjur, stríðsjálka
og síðast en ekki síst allra nýjustu
herþoturnar. Rúsínan í pylsuend-
anum verður svo sýningaratriði
Red Arrows, listflugssveitar
breska flughersins, og Red Devils,
listfallhlífasveitar breska land-
hersins.
Heiðursgestir ferðarinnar verða
gamlar kempur úr íslenskum flug-
málum, þeir Þorsteinn E. Jónsson,
fyrrverandi flugstjóri, og Úlfar
Þórðarson, fyrrverandi augnlækn-
ir.“
Fjölbreytt dagskrá
Að sögn Gunnars er dagskráin í
grófum dráttum á þá leið að farið
verður frá Keflavík síðdegis á
föstudegi og komið til baka seint
að kvöldi sunnudagsins. „Laugar-
deginum verður varið í að skoða
flugsýninguna í Duxford og kvöld-
inu í kastala í nágrenninu. Á
sunnudeginum gefst síðan tími til
þess að skreppa í búðir, fara í
skoðunarferð um London eða rölta
um söfn með íslenskum farar-
stjóra.
Nánari upplýsingar og dagskrá
er unnt að fá hjá Fyrsta flugs félag-
inu.
ítrOjj^Jiijjjáiifiskeií)
verfte hcsldin 17, s©pf til 14, dm 2001.
Imrífyim frá S.sepL
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna,
námskeið fyrir börn og eldri borgara,
taltímar, einkakennsla.
Kennum í fyrirtækjum.
Upplýsingar í síma 552 3870
Alliance Francaise
Hringbraut 121/JL-húsiS • Sími 552-3870 • Fax 562-3820
netfang af@ismennt.is • veffang http://af.ismennt.is