Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Formúla 1 1. Michael Schumacher Ferrari 94 2. David Coulthard McLaren 51 3. Rubens Barrichello Ferrari 46 4. Ralf Schumacher Williams 44 5. Mika Hákkinen McLaren 21 6. Juan Pablo Montoya Williams 15 7. Jaques Villeneuve BAR 11 8. Nick Heidfeld Sauber 11 9. Kimi Ráikkonen Sauber 9 10. Jarno Trulli Jordan 9 11. Heinz-Harald Frentzen Jordan 6 12. Olivier Panis BAR 5 13. Jean Alesi Prost 4 14. Eddie Irvine Jaguar 4 15. Giancarlo Fisichella Benetton 4 16. Jenson Button Benetton 2 17. Pedro de la Rosa Jaguar 1 Það hefur verið mikið um aö vera í kringum hinn nýkrýnda og fjór- falda heimsmeist- ara, Michael Schumacher, er hann í síðustu keppni varði tign frá síöasta ári og jafnaði á sama tíma met Alains Prost með fimmtugasta og fyrsta sigri sínum er hann kom fyrstur í mark í Ungverjalandi fyrir hálfum mánuði. Minna hefur borið á fé- laga hans sem hefur þó í sumar skilað bíl sínum 9 sinnum á verð- launapall og á stóran þátt I því að Ferrari innsiglaöi liðatitilinn í þrettándu keppni ársins af sautján. Frábær árangur það. En þau tvö ár sem Rubens Barrichello hefur ekið fyrir ítalska liðið og við hlið Michaels Schumachers hefur hann leikið á „aðra fiðu“ í Ferrari-sveit- inni, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um annað. í austurríska kappakstrinum var hann beðinn að „gefa“ annað sætið til félaga sins og þar með tvö stig á silfur- fati. Þrátt fyrir þetta virðist sem Barrichello sé meira en ánægður með lífið hjá Ferrari og horfir björtum augum á framtíðina. Fyrsta markmiö hans er að taka annað sætið í stigakeppninni eftir að ver a orðinn laus úr viðjum hjálparmannsins þar sem báðir titlamir eru í höfn, og nú snúast hlutirnir ekki um Michael Schumacher heldur Rubens Barrichello. hreykinn í síðustu keppni var Rubens Barrichello í hörkukeppni viö að- alkeppinaut Schumachers í sumar, David Coulthard, og hafði betur eftir harða rimmu þar sem þeir skiptust á sætum í gegnum keppn- ina. Að lokum kláraði Brasilinn annar á undan Skotanum. „Ung- verski kappaksturinn var góð keppni og ég held að þetta hafi ver- ið ein af mínum bestu keppnum þegar tekið er til greina hversu hart ég þurfti að leggja að mér. Ég Barrichello ánægður með hlutskipti sitt hjá ítalska liðinu þurfti einnig að rífa mig upp á ný eftir að ég missti annað sætið í hendur Coulthards en það getur verið erfitt þegar þú sérð gaurinn fyrir framan þig vera snöggan yfir- ferðar. Ég lagði mig allan fram og var fær um að berjast. Þess vegna tel ég að þetta sé ein af mínum bestu keppnum sé litið á hraða og takt og líkamlega fannst mér ég vera jafn góður eftir keppnina. Ég var hreykinn af sjálfum mér í lok hennar." Við hlið þess besta Þegar Rubens réð sig til Ferrari var það ekki bara vegna þeirrar til- hugsunar aö aka hinum goðsagna- kenndu rauðu bílum. „Þá get ég borið mig saman við þann besta,“ sagði hann og átti við Schumacher. Rubens hafði á ferli sinum nær alltaf haft betur en liðsfélagar hans í gegnum tíðina sem hafa verið ófá- ir. Nú snýr blaðið á annan veg. í þeim 30 keppnum sem hann hefur haft tækifæri til aö bera sig saman við Michael hefur hann aðeins í tvö skipti gert betur i tímatökum. En þrátt fyrir það er hann ánægð- ur. Hann telur engan af fyrrum fé- lögum Schumachers hafa staðið sig jafn vel. „Ég er stoltur af því að aka við hlið hans. Ég held að Micheal sé súper-súper ökumaður og sem stendur er hann á hátindi ferils síns. Þar sem við erum liðs- félagar er auðvelt að bera árangur okkar saman og í öllu sem ég geri finnst mér ég koma vel út úr hon- um. Ég held að við höfum mótað gott keppnislið og vinnum saman að því að þróa bílinn. Og í ofanálag við það, þá held ég að ég hjálpi honum. Eins og ég sagði eftir keppnina í Ungverjalandi, þá er ég viss á því að það er engin tilviljun að síðan ég kom til liðs við Ferrari hefur Michael unnið tvo titla og við tvo liðatitla. Sumir gætu haft eitthvað til málanna að leggja og gagnrýnt, en það eru aðeins við tveir sem vitum upp á hár hvað við göngum i gegnum. Þó sérstak- lega ég, það sem ég er stanslaust borinn saman við hann, sem er alltaf erfitt. En hefði ég klárað þriðji í Búdapest hefðum við ekki unnið liðatitilinn og það hefði spillt gleðinni um kvöldið." Gleði í búðum Ferrari í fögnuðinum eftir síðustu keppni gerði Michael Schumacher sér lítið fyrir og gaf Rubens Barrichello verðlaunagripinn sem honum var afhentur fyrir sigur sinn í Ungverjalandi og var Rubens í vafa um að hann ætti hann skilið og gæti tekiö við hon- um. „Þetta var frábært augnablik þegar hann gaf mér gripinn, ég gat ekki trúað því. Ég hreinlega spurði Jean Todt (liðsstjóra Ferrari) hvort ég gæti þegið hann. Ætti ég að eig’ann, á ég hann skilið? Og Todt sagði „hann er þinn“. Á sunnu- dagskvöldið héldum við meiri hátt- ar sigurveislu. Við vorum ekki með timburmenn á mánudags- morgun því við vorum enn aö skemmta okkur. Ég held að ég hafi farið í rúmið um fjögur um morg- uninn. Viö áttum.góðan tíma með öllu keppnisliðinu. Allir dönsuðu og sungu.“ Næsta markmið: annað sætið Nú hefur Schumacher sagt aö næsta takmark Ferrari sé að koma Rubens Barrichello upp fyrir Dav- id Coulthard í stigakeppninni en Jean Alesi, Jordan, 4 stig. „Allir vita að Spa er ein af uppáhaldsbraut- unum mínum, það er svo spennandi að | aka þar. Veðráttan getur verið mjög breyti- I leg en það getur iíka gefið keppninni ofur- j lítið krydd. Ég átti frábœra keppni á Spa þegar ég ók fyrir Sauber 1998 og ég var j með Jordan-ökumönnunum á verðlauna- pallinum." (D. Hill, R. Schumacher) Jarno Trulli, Jordan, 9 stig. „Spa er mikil ökumannsbraut og keppnin þar er yfirleitt mjög spennandi. Maður þarf að hafa mjög góðan og jafnan bíl þar sem þessi braut er bœði löng og tœknileg. 1998 var ein af betri keppnum mínum á Spa er j ég hóf keppnina á þrettánda rásstað og j endaði í stigum." Ralf Schumacher, BMW Williams Fl,44 stig. „Blllinn œtti að verða betri á Spa en í síðustu keppni í Ung- verjalandi, en það er alltaf spurning um veðrið þar sem oft rignir, og það getur skapað vandamál. Spa er, eins og Monaco, ein af gömlu brautunum þar sem nýjustu öryggisstöðlum hefur þvl miður ekki verið fylgt. Ég kem til með að nota nýjan og örlítið breyttan bílskrokk sem ég vona j að fceri mér góð úrslit," Enrique Bernoldi, Arrows, 0 stig. „Spa er sú besta, hún er uppáhaldsbrautin mín. Hún hefur allt af öllu. Hraðar og hœg- ar beygjur, beina kafla og hina frœgu Eau Rouge. Spa er gamaldags braut og ein af fáum sem ekki hefur verið breytt til muna. Það verður áhugaverð reynsla að keppa 1 Formúlu 1 þarna og ég hlakka mikið til helgarinnar." Kimi Raikkonen, Sauber Petronas, 9 stig. Síðasta Formula Renault-keppnin sem ég keppti í fyrra var á Spa svo ég þekki þraut- ina. Á litlu Formúlu-bílunum verður leiðin- legt á löngu beinu köflunum því mann skortir afl. Ég hlakka verulega til að aka Formúlu 1 bíl á Spa sem er frábœr braut og œtti að henta okkur vel." Mika Hakkinen, McLaren, 21 stig „Ég nýt þess alltaf að aka á Spa, hún er bœði mikil áskorun og mikil skemmtun, sér- staklega bunan upp Eau Rouge. Uppsetn- ingin er mikllvœg og þarf oft að fara milli- j veg því það getur oft verið þurrt á einum hluta brautarinnar þegar rignir á öðrum hluta hennar. Ég á mjög góðar minningar j frá keppninni í fyrra, sem ég naut til hins ýtrasta, og þaö vœri ekki úr vegi að sigra aftur." -ÓSG Rubens Bamchello stefnir a annað sætið i s UR SKUGGA ME i<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.