Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Tilvera EFTIR VINNU Vatnslitamyndir í Stöðlakoti Listakonan Hrefna Lárusdóttir opnar í dag sýningu á vatnslitamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. Hrefna er Reykvíkingur en hefur verið búsett erlendis í 29 ár. Sýning hennar nefnist „Heima og heima“. Hrefna hefur áður sýnt akrýl- og vatnslitamyndir í Reykjavík, Þýskalandi, Lúxemborg og Isafirði. Sýningin verður opin daglega frá 14 til 18 frá 1. til 16. september. Opnanir ySIAMAÐURINN Á HORNINU í MIÐBÆNUM I dag klukkan 16 mun önnur sýning útilistaverkefnisins Listamannsins á horninu verða formlega opnuö á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Bandaríski listamaöurinn Eileen Oliveri Torpey býður gestum og gangandi aö njóta vettvangsverksins Söfnunar meö sér. Söfnun stendur í tvær vikur og er fólki bent á aö bregöa undir sig betri fætinum og litastu um. LETTI í HAFNARBORG í kaffistofu Hafnarborgar veröur Andri Egilitls frá Lettlandi meö Ijósmyndir til sýnis frá og meö deginum í dag til 24. september. Viöfangsefni hans er landslagiö og í myndum hans eru sjónræn tilþrif notuö til hins ýtrasta án þess aö farið sé yfir strikiö. Hafnaröorg er oþin alla dag frá klukkan 11 til 17. SPEGLAR í LISTASAFNI SIGURJONS Speglar nefnist sýning á verkum eftir Helga Gíslason ' myndhöggvara sem verður opnuö í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar laugardaginn 1. september kl. 16. Sýningin er liður í þeirri stefnu safnsins að þjóða myndhöggvara aö sýna í húsakynnum þess. sem auk þess aö vera rammi um verk Sigurjóns Ólafssonar, hafa reynst sérstaklega hentug fyrir þrivíöa list. Sýningin veröur opin alla daga nema mánudaga milli 14 og 17 í septemþer og um helgar á sama tíma í október. ARNGUNNUR ÝR í GALLERÍI SÆVARS KARLS Sýning á verkum Arngunnar Yrar veröur opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag klukkan 14. Arngunnur Ýr vekur spurningar um mikilvægi og varanleika listaverksins. Viö fyrstu sýn viröast myndir vera að flosna upp. Innri lögin undir greinanlegu myndinni eru gömul veöruö lög sem laða augaö aö. Klassík KVEÐSKAPUR OG FORNAR STEMMUR I ARBÆJARSAFNI Á morgun veröur sérstök dagskrá í Árbæjarsafni klukkan 14 I tilefni síöustu sýningarhelgar sumarsins. Kvæðamennirnir Siguröur Slguröarson, Steindór Andersen og Magnea Halldórsdóttir kveöa fornar stemmur og veita gestum leiösögn í stemmuflutningi. Kvintbræöur, Orn og Sigursteinn Magnússynlr, flytja síðan fimmundarsöngva. Kaffisala veröur á staönum, harmoníkuleikur og hægt aö fylgjast meö roðskógerð. Sjá náriar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.ls I>V Tíu ár í útvarpinu - ætla að halda upp á daginn með hlustendum mínum, segir Anna Kristine útvarpsmaður. Útvarpskonan góökunna, Anna Kristine, ætlar á sunnudaginn að setjast aftur viö hljóönemann og taka upp þráðinn að nýju með þátt sinn, Milli mjalta og messu. Þátt- urinn, sem er aö fara í loftið sjötta árið í röð, hefur notið mikilla vin- sælda og var í mars síðastliðnum kosinn vinsælasti útvarpsþáttur- inn á frjálsu stöðvunum í skoðana- könnun Gallups. Breytingar í vændum Anna segir að þátturinn sé í loft- inu milli níu og ellefu á sunnu- dagsmorgnum. „Þátturinn hefur fram að þessu einkennst af tónlist og viðtali við eina manneskju í klukkutima. En að þessu sinni ætla ég að nota fyrri hlutann til að bjóða upp á getraunir og ýmislegt fleira skemmtilegt. Ég ætla að fara yfir feril ungra söngvara og reyna að fá þá í heimsókn. Við heyrum oft í þessu fólki en vitum í raun ekkert um það.“ Aðspurð segir Anna að sig langi til að tala við Margréti Eir Hjart- ardóttur, Stefán Hilmarsson og írisi í Buttercup, svo einhverjir séu nefndir. „Þau vita það bara ekki enn þá.“ Þemaþættir „Auk heföbundinna viðtala ætla ég líka að vera með þemaþætti þar sem ákveðin málefni verða tekin fyrir. Ég ætla til dæmis að fjalla um mannasiði, siðblindu, sértrú- arhópa og ýmiss konar hlutverk sem fólk hefur í lifinu. Mig langar líka að taka fyrir framhjáhald og fá til mín fólk sem kann eitthvað fyrir sér í slíkum málum. Hlust- endur geta þá líka hringt inn og sagt sína skoðun eða spurt við- mælanda spuminga. Ég er viss um Milli mjalta og messu Mig langar líka aö taka fyrir framhjáhald og fá til mín fólk sem kann eitt- hvaö fyrir sér í slíkum málum. Hlustendur geta þá líka hrlngt inn og sagt sína skoðun eöa spurt viömælanda spurninga. að það er fullt af fólki sem langar til að vita hvernig er að lifa tvö- foldu lífi, án þess þó að prófa það.“ Heldur upp á daginn í útvarpinu Á sunnudaginn eru liðin tíu ár frá því Anna Kristine settist fyrst við hljóðnemann og á þeim árum hefur hún stjómað fjölda vinsælla útvarpsþátta, eins og til dæmis Þjóðarsálinni. Milli mjalta og messu er þó án efa vinsælasti þátt- ur hennar til þessa. Þegar Anna er spurð hvort hún ætli að halda sér- staklega upp á daginn svarar hún því neitandi: „Ég ætla bara að vera í útvarpinu og tala við hlust- endur mína.“ Litróf lífsins Anna Kristine er með mörg jám í eldinum og um næstu jól kemur út bók sem hún hefur nýlokið við. „Ég veit ekki hvað bókin kemur endanlega tO með að heita en ég kalla hana Litróf lifsins. Þetta er viðtalsbók þar sem ég tala við flmm konur sem búa yfir mikilli lífreynslu og vilja miðla af henni. í bókinni er að finna bæði sorg og gleði, sigra og ósigra og allt þar á milli. Ég er búin að starfa við fjölmiðl- un í tuttugu og fimm skemmtileg ár og mig langar að nota tækifær- ið og þakka lærimeistara mínum fyrir. Ég man vel eftir því þegar hann Sigurjón Jóhannsson, blaða- maður og kennari i fjölmiðlafræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, tók við mér fyrsta daginn minn á Vikunni. Ég var alger nýgræðing- ur og hann leiddi mig yfir fyrstu hindranirnar af einstakri ljúf- mennsku og kenndi mér allt sem ég kann.“ -Kip Jóna Rúna Kvaran hefur opnað vef: Vill efla trú á gildi góðleikans „Mér finnst Netið heillandi birt- ingarform fyrir uppbyggilegt og að- gengilegt efni,“ segir Jóna Rúna Kvaran, rithöfundur og sjáandi, sem nýlega opnaði vefinn www.jonaruna.com. Þar inni eru meðal annars kærleikshvetjandi hugleiðingar, frásagnir af dulrænni reynslu, gamanmál, jákvæðir lífs- leiknipistlar og hvers kyns heil- ræði. „Vefurinn er fyrir fólk á öll- um aldri. Auk þess að lesa það sem þar er getur það sent mér skilaboð og frásagnir. Markmiðið með vefn- um er að efla trú á gildi góðleikans í mannssálinni. Viö þurfum að hlúa að jálægum lifsvilja fólks í hverful- um heimi.“ Ekki ein í ráðum Hún kveðst ekki vera ein í ráð- um. Unga fólkið í kringum hana eigi ekki síður heiöurinn af þessu framtaki. „í byrjun gaf Hulda Rós Ingibergsdóttir hugmyndum mínum að heimasíöu líf og hvatti mig til dáða. í kjölfarið tóku þrjú ung- menni við siðunni. Dóttir mín, Nína Rúna Kvaran, sópransöngkona og þýðandi, Jón Þorsteinn Sigurðsson, sem er vefsíðustjóri, og Ásgeir Sig- urðsson, kerfisfræðingur og kerfis- stjóri. Þau hafa unnið frábært starf af smekkvísi og velvilja." Jóna Rúna hefur fengið viðbrögð vegna vefsins víða að úr veröldinni, m.a. frá Namibíu, Ástralíu, Kanada, Svíþjóð og Bandarikjunum, enda er vefurinn uppfærður bæði á ensku og íslensku. Þótt hann sé tiltölulega nýr hafa þegar tæplega fjögur þús- und manns heimsótt hann. Skrifaöi pistla fyrir sjálfa sig Jóna Rúna er löngu landsþekkt fyrir dulargáfur sínar. Hún skrifaði árum saman pistla í Vikuna og svaraði lesendabréfum. Hún kveðst hafa myndað í gegnum það starf mjög sérstakt trúnaðarsamband við lesendur. En hver er undirrótin aö þessu starfi? „Þegar ég var yngri fór ég að skrifa jákvæða pistla til upp- byggingar fyrir sjálfa mig, pistla um gleði og sorg, sigra og ósigra, og hef síðan deilt þeim smám saman með samferðafólki mínu,“ svarar hún. Hlúir að jálægum lífsvilja fólks Jóna Rúna Kvaran, rithöfundur og sjáandi. Enginn fjárhagslegur ábati Hvað skyldi þaö vera sem knýr Jónu Rúnu áfram í baráttu sinni fyrir bættum heimi? „Þessi vefur er allur unninn í sjálfboðavinnu og enginn fjárhags- legnr ábati er aö framtakinu. Drif- krafturinn á bak við þessa vinnu er trúin á mikilvægi kærleikshvetj- andi sjónarmiða og vissan um að það sé áríðandi að ýta undir tiltrú fólk á gildi góðleikans í mannlegum samskiptum." -Gun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.