Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Helgarblað J>V Ráöstefna Sameinuðu þjóðanna um kynþáttahatur hafin í Suður-Afríku: Tökum framtíöina í okkar eigin hendur Fyrrum írlandsforseti og núver- andi mannréttindafulltrúi Samein- uðu þjóðanna, Mary Robinson, er ekki í nokkrum vafa um mikilvægi ráðstefnu SÞ um kynþáttamisrétti og útlendingahatur sem hófst í Durban í Suður-Afríku i gær. „Ég hef beðið fulltrúana um að setja til hliðar gagnkvæmar ásakan- ir og þrætur og grípa þess í stað þetta einstæða tækifæri sem ráð- stefnan er. Þetta er sjaldséð tæki- færi fyrir mannkynið til að taka framtiðina í sínar eigin hendur og ákveöa í hvers konar heimi börn okkar og við sjálf ætlum að lifa," segir Robinson í viðtali við franska dagblaðið Le Monde. Hún segir enn fremur að ef sá pólitíski vilji sem til þarf sé ekki til staðar geti ráðstefnan allt eins farið út um þúfur. Þjáningar vlðurkenndar „Hér er um að ræða mjög mikil- væga ráðstefnu, ekki aðeins vegna þess að á dagskrá hennar er breið umfjöllun um kynþáttahatur og mismunun, heldur einnig vegna þess að hún gefur fórnarlömbunum tækifæri til að tjá sig og gefur þeim von, von um að þjáningar þeirra verði viðurkenndar og teknar til greina," segir Robinson enn fremur. Því má slá fóstu að umræður á ráðstefnunni verði fjörugar og harð- ar þegar þeir sem telja á sig hallað fá tækifæri til segja það sem þeim í brjósti býr. Síðustu daga hefur at- hygli umheimsins einkum beinst að afstöðu bandarískra stjómvalda til ráðstefnunnar. Ráðamenn i Washington hafa ákveðið að senda Colin Powell utan- ríkisráðherra ekki til Durban. I hans stað fer tiltölulega lágt settur embættismaður. Með þessu vilja stjórnvöld í Bandaríkjunum lýsa andstöðu sinni við tilraunir arabaríkja til að fá ráðstefnuna til að setja samasemmerki milli sion- isma og kynþáttahaturs. Slíkt orða- lag er þó ekki að finna í uppkasti að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Móðgandl fyrir ísrael Bandarísk stjórnvöld segja að uppkastið að lokayfirlýsingunni feli í sér „móðgandi ummæli" í garð ísraelsríkis þar sem framkoma þess í garð Palestínumanna og hernám lands þeirra eru talin til kynþátta- haturs. Meðal þeirra sem lögðust gegn því að Powell færi til Durban er Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- málaráðgjafi Georges W. Bush Bandaríkjaforseta. Hún á ættir sín- ar að rekja til Afríku, rétt eins og Powell. Fjölmargir leiðtogar bandarískra blökkumanna segja að með því að Kyndill umburðarlyndisins tendraöur í Suöur-Afríku Hundruð Suöur-Afríkumanna, þar á meðal mikill fjðldi skólabarna, halda kertum á lofti á meðan kveikt er á kyndli umburðarlyndisins á Kirkjutorgi í Pretoríu. At- höfnin var liður í herferð um allt land þar sem lögð er áhersla á andstöðu Suður-Afríkumanna við kynþáttahatri. Vel við hæfi þar sem nú stenduryfir í hafnar- borginni Durban ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um kynþáttahatur, mismunun og andúö ígarð útlendinga. láta Colin Powell sitja heima missi stjóm Bush af kjörnu tækifæri til að láta til sín heyra í umræðunum um kynþáttamismunun og sam- skipti hvítra og svartra. I fararbroddi „Ef litið er á þann árangur sem við höfum náð og á það hversu mjög við höfum sinnt stefnumótun um samskipti kynþáttanna, höfum við sögu að segja og okkur ber skylda til að vera í fararbroddi," segir blökkumannaleiðtoginn og klerkur- inn Jesse Jackson í viðtali við bandariska dagblaðið The Wash- ington Post. Jackson, sem er kominn til Durban til að sitja ráðstefnuna, seg- Stuðningi við Israel mótmælt Þúsundir Suður-Afríkumanna mótmæltu stuðningi bandarískra stjórnvalda við ísraelsríki fyrir utan bandaríska sendiráðið í Pretoríu. ir að nærvera Colins Powells, fyrsta blökkumannsins i embætti utanrik- isráðherra Bandaríkjanna, myndi senda mikilvæg skilaboð til þeirra sem gagnrýna Bandaríkin. „Þegar hann stígur út úr flugvél í Afriku eða Evrópu segir það sína sögu um að Bandaríkin séu samfé- lag fjölda kynþátta og margbreyti- legrar menningar. Vonin sem hann hefur verið fulltrúi fyrir sem tákn- gervingur framþróunar í samskipt- um kynþáttanna dofnar vegna fjar- veru hans," segir Jesse Jackson. Séra Joseph Lowery, leiðtogi blökkumannasamtakanna Black Leadership Forum, er harðorður í garð stjómvalda í Washington þeg- ar hann segir það skammarlegt að þau skuli ekki ætla að vera með á ráðstemunni. „Með ákvörðun sinni gera Banda- ríkin sig sek um hrokafulla afstöðu og þau skjóta sér undan ábyrgð," segir séra Lowery. Vegið úr öllum áttum Orðaskakið vegna tilrauna arabaríkjanna til að fá Israelsríki stimplað sem rasistaríki hefur stað- ið í marga mánuði. Fulltrúar gyð- inga sem komnir voru til Durban sögðu í vikunni að þrýstihópar sem eru andvígir ísraelsriki níddust á þeim. Fulltrúar Palestínumanna sökuðu gyðingahópana hins vegar um að breiða út áróður til stuðnings Israel. „Mér fmnst vegið að mér úr öll- um áttum þar sem á heimsráöstefn- unni um kynþáttahatur eru rit með andgyðinglegum og hatursfullum áróðri," segir Anne Bayefsky, pró- fessor við lagadeild Columbia-há- skóla í New York. Hún bætir við að margir fulltrúar gyðinga hafi íhugað að fara aftur til síns heima. í bæklingum sem lágu frammi á fundi frjálsra félagasamtaka sem haldinn var á undan sjálfri aðalráð- stefhunni var skopast að gyðingum og á veggspjöldum hafði hakakross- inn verið settur yfir Davíðsstjöm- una, tákn ísraelsrikis. Þrælasala á dagskrá En það var ekki bara móðgandi orðalag um Israelsríki sem fékk hárin til að rísa á bandarískum embættismönnum. Fyrr í sumar lýstu ýmsir þeirra áhyggjum sínum yfir því að í lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar yrði að finna stuðning við skaðabætur fyrir þær Afríku- þjóðir sem fóru illa út úr þrælasölu fyrr á öldum. Á síðustu vikum hef- ur hins vegar verið horfið frá því að nefna skaðabætur á nafn en þess i stað er talað um alþjóðlega aðstoö, jafnframt því sem þrælasalan og af- leiðingar hennar eru harmaðar. Talið er að evrópskir þrælasalar hafi sent milli ellefu og tólf milljón- ir þræla frá Afríku vestur um haf. Allt að fimmtungur þeirra komst aldrei á leiðarenda. I mörgum löndum Afríku hafa lengi verið uppi kröfur um skaða- bætur vegna þrælasölunnar. Hins vegar gjgti reynst eríítt að skera úr um ehdanlega ábyrgð þar sem margir ættbálkar og mörg þorp í Afríku högnuðust einnig á henni. Hófleg bjartsýni Mary Robinson, mannréttinda- fulltrúi SÞ, er hóflega bjartsýn á að ráðstefhan í Durban, sem stendur i eina viku, verði til þess að þjóðir heims fari að hugsa um fortíðina á annan hátt en nú. „Þátttökulöndin hafa nálgast sjónarmið hver annarra í ýmsum málum, þar á meðal þeim viðkvæm- ustu sem tengjast þrælasölu og ný- lendustefnu, svo og skilgrein- ingungunni á því hverjir eru fórn- arlömb kynþáttahaturs. Ég hef einnig orðið vör við meiri sveigjan- leika í leitinni að orðalagi um mál- efni Mið-Austurlanda. Sem dæmi má nefna að það að jafna síonisma við rasisma á ekki heima í umræð- unum á ráðstefnunni," segir Robin- son. Byggt á Le Monde, Reuters og The Washington Post. Colin Powell Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fær ekki að fara til Suður-Afríku. W . -'"— íkhP ^^^M Mary Robinson Mannréttindafulltrúi SÞ er bjartsýnn á árangur ráðstefnu um rasisma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.