Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
57
DV
Tilvera
Afmælisbörn
Gloria Estefan 44 ára í dag
Söngkonan Gloria Estefan er 44 ára í dag.
Hún fæddist í Havana á Kúbu og var skírð
Gloria Maria Milagrosa Fajardo. Þegar
Gloria var aðeins 16 mánaða gömul flutti
hún til Miami í Bandaríkjunum og hefur
búið í því landi síðan. Gloria hefur slegið í
gegn með tónlist sinni um allan heim og hef-
ur gert það gott í tónlistarbransanum. Árið
1990 hryggbrotnaði hún í umferðarslysi en
var komin aftur á sviðið aðeins ári eftir slys-
ið. Nýlega kom út hennar önnur Greatest
Hits-plata sem inniheldur íjögur ný lög.
Salma Hayek á afmæli á morgun
Mexíkóska ieikkonan Salma Hayek fædd-
ist 2. september 1969 í Coatzacoalcos,
Mexíkó og verður því 33 ára á morgun. Hún
er í dag ein vinsælasta leikkonan 1 kvik-
myndaheiminum og hefur fengið íjölda
góðra hlutverka. Uppeldi hennar í Mexíkó
var nokkuð ólíkt þvl sem gengur og gerist í
því landi þar sem faöir hennar var einn af
forstjórum ríkisolíufélagsins og móðir
hennar óperusöngkona. Meðal mynda sem
hún hefur leikið i eru Wild Wild West,
Desperado og Fools Rush In.
Stjörnuspá
Gildir fyrir sunriudaginn 2. september og mánudaginn 3. september
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t:
I dag er eitthvað öðru-
vísi en það er vanalega
og það angrar þig og
vini þína. Það er í þínu valdi að
koma málunum í lag.
Þér verður sýnd einhver óvirðing
í dag og upp kemur misskilningur
sem brýnt er að þú leiðréttir.
Vertu varkár í fjármálum.
Hrúturinn (21. mars-19. anriH:
(\BSil
Einhver hefur mikinn
áliuga á því sem sem
m þú ert að að gera og
þú ættir að nýta þér það.
Happatölur þínar eru 9, 16 og 36.
Dagurinn hefst á einhverju
óvenjulegu sem á eftir að vera þér
ofarlega i hug framan af degi.
Vinur þinn sýnir á sér nýja hlið.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
/f*r Þú ert innan um tilfinn-
mm£/ ingasamar manneskjur í
dag og þarft að haga þér
í samræmi við það. Vertu sérstak-
lega tillitssamur við þina nánustu.
Einhver hefur í hyggju að nýta
sér stöðu þína til að koma sér
áfram. Þú verður að fara varlega
með upplýsingar sem þú geymir.
Liónið 123. iúli- 22. áaústi:
Spá sunnudagsins
' Dagurinn hefst á ró-
legu nótunum, en er
líður á hann hefur þú
meira að gera og þarft á hjálp að
halda til að komast yfir allt.
Það hentar þér vel í dag að ræða
málin við fólk sem þekkir þig
ekki vel þvi þar færð þú góð ráð
frá hlutlausum aðila.
Vogin (23. sept.-23. .Qkíál
Þú ættir að hafa hægt
um þig innan um fólk
' f sem þú veist að er á
annarri skoðun en þú. Ekki
skipta þér af málum annarra.
Vinir og ættingjar koma við sögu
í dag og það verður mikið um að
vera einhvers staðar í fjölskyld-
unni.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.t
Spa sunnudagsins
’Þínir nánustu eru upp-
teknir af einhverju öðru
HBSpK en þér í dag og það gæti
angrað þig að fá ekki næga athygli.
Happatölur þínar eru 4, 6 og 32.
Spá mánudagsins
Kvöldið verður skemmtilegt og ef
til vill skipuleggur þú ferðalag
sem fyrirhugað er í framtíðinni.
Farðu varlega í fjárfestingar.
Fiskarnif (1 9. febr.-20. marsl:
Spá sunnudagsins
0* Fólki í kringum þig
hættir til að vera kæru-
laust í dag og það bitn-
ar óþyrmilega á þér. Vertu þohn-
móður við þá sem yngri eru í dag.
Dagurinn verður fremur viðburð-
arlitill og þú ættir að nota frítíma
þinn til að slaka á og hitta fólk
sem þú hefur ekki hitt lengi.
Nautið (20. april-20. mai.l:
/ EíæiiijEiffia
Heppnin er með þér í
/ dag á vissum vett-
Vr vangi. Ef þú nýtir þér
aðstæður gæti dagurinn orðið ein-
staklega ábatasamur.
Þú mætir skilningi í dag í sam-
bandi við ákveðið atriði, en þú
verður að leggja þig allan fram til
að fólk hafi trú á þér.
Krabbinn (22. iúní-22. íúiíi:
TK’g-nTiTiTrftg'^riTH
«aHaalMnÉÉMMaw
| Þú skalt fara varlega í
fjármálum í dag og
vera viss um að þeir
sem þú semur við séu heiðarlegir.
Varastu mikla eyðslu.
Spá mánudagsins
Þó þú mæth’ mótlæti verður þú að
trúa á sjálfan þig og gera það sem
þú ætlar þér. Það verður hklega á
brattann að sækja í vinnunni í dag.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
Það er kominn tími til
^^^kað leita á önnur mið og
' vikka sjóndeildarhring-
inn. Taktu engar skyndiákvaröan-
ir, heldin- hugsaðu þig vel um.
Margir sýna þér og hugmyndum þin-
mn athygli fyrri hluta dagsins en þú
gætir þurft að að sætta þig við að
einhver annar tekur við af þér.
Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.):
Þú mætir metnaðar-
j»gjörnu fólki í dag og
í átt í vök að verjast í
vinnunni. Leggðu þig fram og þú
munt fá það sem þér ber.
Spá mánudagsins
Þú ættir að sækja í margmenni í
dag þar sem þú átt eftir að njóta
þin vel. Þú heyrir eitthvað sem
vekur forvitni þína.
Steingeltln (22. des.-19. ian.):
3
Vinur þinn hjálpar þér
við erfitt verkefm en
þú verður að launa
honum greiðann. Ekki gera neitt
sem er þér þvert um geð.
Þó þú viljir ákveðnum aðila vel
getur farið svo að hann taki þér
ekki vel og þú ættir aö sýna hon-
um skilning í stað þess að reiðast.
Skákþing íslands:
Landsliðsflokkur
Landsliðsflokkurinn er að þessu
sinni í Hafnarfirði og mótið byrjaði
i gærkvöld. Ekki liggja úrslit fyrir
þegar þetta er skrifað. Skákirnar
hefjast kl. 17 alla daga, nema síðasta
umferð sem hefst kl. 13. Keppt er í
kvenna- og „karlafiokki". Karla-
flokkurinn er það reyndar ekki
lengur því ein kona vann sér rétt til
að tefla í landsliðsflokknum, Lenka
Ptacnikova, og verður fróðlegt að
fyigjast með frammistöðu hennar.
Eins gott að greinarhöfundur er
ekki með! Og eins og siðaðra manna
er háttur þá ætla ég að fjalla um
kvennaflokkinn fyrst. Keppendur
þar eru: Guðfríður L. Grétarsdóttir,
Harpa Ingólfsdóttir, Aldís Lárus-
dóttir, Anna Björg Þorgrímsdóttir,
Elsa María Þorfinnsdóttir og Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir. Tveir
íslandsmeistarar eru með, Harpa
Ingólfsdóttir, núverandi Islands-
meistari, og Guðfríður L. Grétars-
dóttir, margfaldur íslandsmeistari.
En það er aldrei að vita nema nýr
íslandsmeistari líti dagsins ljós.
Þetta eru allt ungar stúlkur og það
er bara að vona að fleiri stúlkur og
konur sjái ijósið og fari að tefla.
Skákheimurinn er ákaflega
skemmtilegur þegar fólk fer að
kynnast honum almennilega, skák-
fólk er ákaflega skemmtilegt - það
hafa fleiri en einn „ekki skákarar"
tjáð mér, bæði íslenskir og erlendir,
og ég vona að við stöndum undir
því. Það gerum við reyndar!
Keppnin í landsliðsflokki verður
vafalaust spennandi og hörð og ekki
vfst að stórmeistararnir sigri þó að
Hannes Hlífar sé óneitanlega sigur-
stranglegur, langefstur að stigum.
En núverandi íslandsmeistari er
Jón Viktor Gunnarsson. Keppnin
verður á veraldarvefnum (Internet-
inu!) og skákirnar sýndar beint. Nú
þegar hefur orðið vart við mikinn
áhuga erlendis frá og hefur verið
ákveðið að hafa umfjöllunina á
ensku að mestu leyti á vefnum.
Þarna fær hinn hýri Hafnarfjörður
góða auglýsingu og maður á eflaust
eftir á komandi misserum að heyra
margbreytilegan ft-amburð á orðinu
Hafnarfjörður. Keppendur eru eftir-
farandi: Hannes Hlífar Stefánsson,
Þröstur Þórhallsson, Jón Viktor
Gunnarsson, Stefán Kristjánsson,
Bragi Þorfinnsson, Jón Garðar Við-
arsson, Sigurbjörn Björnsson,
Lenka Ptacnikova, Arnar Gunnars-
son og Björn Þorfinnsson. Allt er
þetta ungt fólk og nafnið á aldurs-
forsetanum er ekki gefið upp, en
hann mun vera frá Akureyri og er
ekki mjög gamall. Nú, á nýju árþús-
undi, eru að byrja ný kynslóða-
skipti, eina ferðina enn (!), i skák-
inni og ætla ég að lýsa fyrir lesend-
um hvernig líf ungs skákmanns í
dag er, sérstaklega hjá þeim sem
eru í fremstu röð eins og strákarnir
í Firðinum. Veraldarvefurinn er
einn mikilvægasti þátturinn. Þar er
bæði hægt að tefla, skoða skákir og
spjalla saman á skákspjallsrásum
og kemur það í góðar þarfir, sér-
staklega þegar menn eru erlendis.
Þá eru leitaðar uppi svokallaðar
„netkaffistofur", eins og við strák-
arnir köllum þær. Þar er hægt að
slá andstæðingnum upp - tökum
mig sem dæmi. Ef strákarnir eiga
að tefla við mig þá fara þeir inn á
sérstakar heimasiður og slá inn
nafnið mitt á erlenda vísu, Bjarna-
son Saevar. Þá fá þeir upp nokkur
hundruð skákir með mér, allt frá
1973, og þeir renna yfir nokkrar til
að fá á tilfinninguna hvernig ég
tefli. Síðan ákveða þeir hvaða byrj-
un þeir ætla að beita gegn mér og
slá síðan nafnið á byrjuninni á
ensku inn á heimasíðuna og guð má
vita hversu mörg þúsund skákir
birtast á skjánum. Venjulegast eru
skoðaðar nokkrar skákir með sterk-
um stórmeisturum. Síðan er teflt
eða spjallað við vinina á alþjóða-
veraldarvefs-taflfélaginu. Ef menn
eru erlendis er fariö inn á visir.is og
fréttir að heiman skoðaðar þannig
að skákmenn eru alltaf með á nót-
unum um gang mála. Svo halda
ungu skákmennirnir hópinn. Hér
heima hafa þeir stofnað nokkur fé-
lög með undarlegum nöfnum og
keppa í íþróttum, likamlegum
íþróttum, og svo skemmta menn sér
saman. Sérlega góður félagsskapur
enda fáheyrt að skákmenn leiðist út
í einhverja vitleysu, eins og afbrot
eða eiturlyfjaneyslu. Nei, engin
della þarna á ferðinni, nema auðvit-
að skákin! í dag verður engin skák
birt og ef menn vilja komast í tæri
við skák verða þeir að bregða sér i
gamla og góða íþróttahúsið við
Standgötuna í Hafnarfirði, eða, eins
og ég, fara inn á síðurnar:
http://www.skak.is/si/sthi2001/kve
nna/sthi2001.htm fyrir stúlkurnar
eða fyrir landliðsflokkinn:
http://www.skak.is/si/sthi2001.htm
Góða skemmtun!
Hátíð í bæ
/ tilefni af Ijósanótt í Reykjanesbæ veröur mikið um aö vera í bænum i dag og í kvöld.
Ljósanótt í Reykjanesbæ 2001:
Mikið um dýrðir
íbúar í Reykjanesbæ og nærsveit-
um ætla að halda daginn í dag há-
tíðlegan og í kvöld er árleg ljósanótt
í bænum. Af þessu tilefni verður
mikið um að vera. Bæjarbúar munu
draga fána að húni og verslanir og
veitingastaðir verða með ljósanæt-
urtilboð allan daginn.
Ópera og bryggjusöngur
Einn af hápunktum hátíðarinnar
er án efa frumsýning óperunnar Z
ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson
sem fram fer i Dráttarbrautinni og
hefst kl. 19. Duus/Víkin verður líka
vettvangur hátíðahaldanna frá kl.
13-24. Þar veröur m.a. sýning á
bátalíkönum í Byggðasafninu, hopp-
kastali og andlitsmálun fyrir börnin
og sæþotukappar sýna listir sínar
fyrir utan smábátabryggjuna. Ellert
Eiríksson ávarpar bæjarbúa kl.
20.30 og að því loknu hefst bryggju-
söngur. Karlakórinn og Kvennakór-
inn taka þar lagið ásamt Rúna Júl.,
meðal annarra. Kl. 22 verður flug-
eldasýning og að henni lokinni hefst
bryggjuball þar sem Mummi Her-
manns leikur fyrir dansi.
Af öðrum atriðum má nefna að
nokkrir nikkukarlar munu spila
fyrir bæjarbúa og götuleikarar
verða á göngugötunni frá kl. 12-24.
Sambíóin bjóða börnum Reykjanes-
bæjar frítt í bíó á meðan húsrúm
leyfir á Disneymyndina Nýi stíllinn
keisarans og á tímabilinu 13-15.15
verða Stuttmyndir - Glefsur frá bæj-
arlífinu fyrr á tímum, á sama stað.
Veltubíllinn verður í Hafnargötu
12 og í Skrúðgarðinum verða knatt-
spyrnuþrautir. Skátar kynna starf
sitt á Keflavíkurtúni og frítt er í
sund. Að auki má nefna körfubolta-
leik, körtuakstur, púttmót, hest-
vagnaferðir og listsýningar úti um
allan bæ. Gleðistund verður í Kefla-
víkurkirkju kl. 14, sýningar og rat-
leikur í bókasafninu og kveikt verð-
ur á lýsingu á minnismerki um
drukknaða og horfna sjómenn.
Moby Dick býður fjölskyldutilboð
á siglingum og listaverk Erlings
Jónssonar verður vígt.