Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 11 pv Hagsýni Báröur Tryggvason, sölustjóri hjá Valhöll Ufeyrissjóðirnir Einn af þeim láinamöguleikum sem býðst við fjármögnun íbúðar- húsnæðis er að taka lífeyrissjóðs- lán. Sjóðirnir hafa mismunandi út- lánareglur og oft kemur brunabóta- matið við sögu þegar veðhæfni eignar er metin. Tveir stærstu líf- eyrissjóðirnir á landinu eru Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins og Lifeyrissjóður verslunarmanna. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er miðað við reglur sem hafa verið í gildi lengi en að sögn Gísla Sigurkarlssonar, lögfræðings í lánadeild, breytast þær 15. septem- ber nk. „Reglurnar voru þannig að miðað var við 65% af fasteignamati en þó aldrei yfir 65% af brunabóta- mati. En eftir að breytingarnar ganga í garð hættum við að miða við brunabótamatið. Það var í raun þannig að menn gátu verið með 65% af fasteigna- mati eða 60% af verðmæti löggilts fasteignasala, en í hvorugu tilfell- inu mátti það vera yfir 65% af brunabótamati. Nú er brunabóta- matinu alveg sleppt en mat löggilts fasteignasala fer niður í 55%. Guðmundur Þór Þórhallsson, for- stöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, segir að hjá sjóðnum hafi fyrst og fremst verið horft á markaðsverð eigna við veðsetningu. Miðað hafi verið við 55% af markaðsverði eignar, eins og hún er metin af löggiltum fast- eignasala og svo verður áfram. „Þær viðmiðanir hafa ekkert breyst þótt nú liggi fyrir endurmat á brunabótamati. En þó verða þær breytingar hjá okkur að eftir miðj- an mánuðinn komum við til með að miða við allt að 85% af endurmetnu brunabótamati í þeim tilfellum sem dæmið liggur svo. En eins og ég segi er markaðsverðið aðalatriðið." Fasteigna- salinn Bárður Tryggvason, sölustjóri hjá fasteignasölunni Valhöll, segir að ákvörðun stjómvalda um að hækka lánshlutfall í 85% af bruna- bótamati hafi lagað töluvert stöð- una sem upp var komin. „En nýja brunabótamatið kemur enn illa við suma húseigendur og verst við þá sem eiga eldri eignir í gamla bænum og grónari hverfum. Þar er matið of lágt. Annars staðar snýst dæmið við og má þar nefna að i hverfum eins og Árbæ og Seljahverfi er brunabótamatið oft á tíðum mun hærra en söluverð eignanna. Einhverjir húseigendur gætu líka lent í vandræðum með lífeyr- issjóðslán eftir breytinguna. Ég held að lífeyrissjóðirnir þyrftu að taka til hjá sér og hætta við þess- ar fáránlegu viðmiðanir við brunabótamatið, þær eru alger firra. Stóru lífeyrissjóðirnir og op- inberu stofnanirnar standa aftar- lega á merinni í þessum efnum og styðja sig við gamlar úreltar regl- ur sem ekki eiga við í dag. Menn verða að laga sig að nútímanum og taka mið af því markaðsverði sem er í gangi. Flestir bankar hafa t.d. breytt um stefnu og horfa fyrst og fremst á verðmat í dag. Eigendur eigna í hverfum þar sem brunabótamatið hefur kannski lækkað um 30% sitja uppi með tregseljanlegri eignir en fyrr. En ekki skal gleyma því að alltaf hefur verið töluverð eftirspurn eftir góðum eignum með lágt brunabótamat í Vesturbænum og góðar eignir vestur í bæ koma alltaf til með að seljast. En sömu sögu er kannski ekki að segja um blokkaríbúðir sem nægilegt fram- boð er af. Eigendur þeirra eru í verri málum. Maður veltir þvi fyrir sér hvað gerist úti á landi þar sem fólk sit- ur uppi með verðlausar eignir en brunabótamat upp á 10-12 milljón- ir. Ríkið hefur of mikil afskipti af markaðnum og er að reyna að stýra einhverju sem ætti að ráðast af markaðnum. Afskipti þess eru líka stundum ekki nægilega vel hugsuð. Það er bagalegt að ekki sé hægt að fara rétt af stað svo ekki þurfi að bæta og breyta hlutum eftir á. Betra væri að þessar að- gerðir rikisins væru betur hugs- aðar og ákveðnar í samráði við þá sem vinna á markaðnum og þekkja ef til vill best þær afleið- ingar sem breytingarnar koma til með að hafa.“ Dæmi frá fasteigna- sölunni Valhöll Fjölskylda nokkur í Garðabæ bað um að hús hennar yrði verð- metið og var niðurstaða matsins að markaðsvirði þess væri um 15 milljónir króna. Nýtt brunabóta- mat hússins hljóðaði hins vegar upp á 8 milljónir. Segjum sem svo að á húsinu hvíldu lán upp á 8 milljónir, þá mætti líta svo á að uppsöfnuð eign væri 7 milljónir. Ef húsiö hins vegar brynni á næstunni fengju eigendurnir 8 milljónir út úr brunatryggingunni sem væntan- lega yrðu notaðar til að greiða upp það sem áhvílandi var. Þá stæðu þeir uppi slyppir og snauðir, án heimilis og án nokkurra peninga til að fá sér nýtt húsnæði því upp- safnaða eignin væri farin veg allr- ar veraldar. Hvar fást sultukrukkur? Nú standa margir landsmenn yfir pottunum og sulta og sjóða niður bæði grænmeti og ber. Eitt af því sem getur verið vandamál eigi að sjóða niður eitthvert magn er skortur á hæfilegum ílátum. Staðreyndin er samt sú að ef fólk er fyrirhyggjusamt og safnar þeim glerkrukkum sem inn á heimilið koma yfir árið eiga flestir nóg fyr- ir sultuna og annað smálegt. En sú er ekki raunin hjá öllum. Aðrir vilja líka eiga fallegar, hæfllega stórar krukkur, sem allar eru eins. Það er nefnilega ekkert mjög smart að bjóða gestum upp á heit- ar vöfflur, eða osta og kex og skella gömlu hálfslítra krukkunni undan rauðbeöunum á borðið, merktri Ora í bak og fyrir. Hluti þeirra sem sulta í dag er nefnilega ekki að hugsa um að spara sér peninga á sultukaupum heldur hafa gaman af að geta boðið upp á góða heimalagaða sultu í fallegum umbúðum eða jafnvel fært vinum og vandamönnum að gjöf. Tæpar 200 kr. krukkan Hagsýni hefur undanfarið verið með augun opin fyrir góðum krukk- um en hvergi fundið hentugar krukkur á þokkalegu verði. Reyndar bjóða nokkrar verslan- ir upp á sultukrukkur í 2-3 stærðum, þeirra á meðal Byggt og búið í Kringlunni, Hagkaup og Húsasmiðjan. Þær eru svo sem góðra gjalda verðar en verð- ið er því miður ekki ásættanlegt. Dettur einhverjum í hug að kaupa sér tóma krukku á 199 kr.? Það er verðið á 540 ml krukku og 270 ml krukkan kost- ar 159 kr. Þetta er verðið í Hag- kaup en það er mjög svipað, ef ekki hið sama í hinum verslun- unum. Til gamans má geta þess að hægt er að kaupa 400 g af ágætis dönsku rifsberjahlaupi á 189 kr. í Hagkaupi og væntan- lega er það ódýrara í lágvöru- verðsverslununum. Nokkrar aðrar sultutegundir í fallegum krukkum kosta undir 200 krón- unum. Ef einhver veit um fallegar krukkur sem hægt er að nota undir sultuna og eru á þokka- legu verði væri gott ef þeim upp- lýsingum væri komið á fram- færi við DV. -ÓSB Dýrt að kaupa tómar krukkur Tómu krukkurnar kosta 199 kr. sú stærri og sú minni 159 kr. Krukkan með rifs- berjahlaupinu frá Den gamle fabrik kostar 189 kr. Það borgar sig ekki að sulta sjálfur nema maður eigi krukkurnar til. HJ0LAB0RÐ pocam MEB SKUFFUM McoM-Plastbakkar fyrir öll uerkfæri Öruggur staður fyrir FAC0M verkfærin, og allt á sínum stað! ..þao sem fagmaðurinn notar! c Armúll 17, WB Reykjavík Síml: 533 1234 fax: 55B 0493

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.