Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Fréttir ÐV Örlygur Jónsson, pitsusendill Pizzahússins, sætir aöför sýslumanns: I klóm kennitölubraskara - rukkaður um sama virðisaukann þrisvar. Rekstraraðili kærður til lögreglu Hundeltur Örlygur Jónsson sýpur nú seyöiO af starfi sínu undir hinum ýmsu kennitölum Pizzahússins. Sýslumaður krefur hann um virOisaukaskatt sem hefur veriö dreginn af honum i tvígang. „Ég er í klóm kennitölubraskara og þarf aö vinna dag og nótt til að greiða skuldir sem eru tilkomnar vegna svika vinnuveitenda rninna," segir Örlygur Jónsson, fyrrverandi pitsu- sendill hjá Pizzahúsinu, sem er hund- eltur af Sýslumanninum í Kópavogi vegna virðisaukaskattsskuldar sem hann hefur greitt í tvígang til vinnu- veitenda sinna. Umræddur viröis- aukaskattur er í vanskilum síðan árið 1999 og hljóðar krafan upp á 220 þús- und krónur. Örlygur segir að um það hafi verið samið að vinnuveitandinn, Ólafur Þór Jónsson, þáverandi rekstr- araðili Pizzahússins, greiddi virðis- aukaskatt af verktakalaunum Örlygs. Vinnuveitandinn stóð ekki við þetta þrátt fyrir ítrekuð loforð. „Ég hef unn- ið hjá Pizzahúsinu með hléum síðast- liðin sex ár. Árið 1999 var í gildi munnlegur samningur um að þáver- andi rekstraraðili greiddi virðisauka- skattinn. Þrátt fyrir mikla eftirgangs- muni af minni hálfu borgaði hann ekki og sýslumaður krafði mig um greiðslu," segir Örlygur. Hann segir að á meðan hann stóð í stappi við Ólaf Þór um greiðsluna hafi ný kennitala dúkkaö upp á rekstrin- um. Þá hafi hann komist að þeirri nið- urstöðu að ekki væri um annað að ræða en greiða skuldina sjálfur. Hann gekk því á fund Sigurðar Ómarssonar rekstrarstjóra og samdi við hann. „Sigurður kynnti sig meðal starfs- fólks sem eiganda fyrirtækisins. Ég samdi viö hann um að draga af mér ákveðna upphæð mánaðarlega og greiða sýslumanni. Ég vildi umfram allt losna úr snörunni. Næstu mánuði voru dregnar af mér 160 þúsund krón- ur. En þá kom áfalliö því ekki ein króna af þessu skilaði sér til sýslu- manns og nú stefnir í að ég þurfi að greiða sama virðisaukaskattinn í þriðja sinn því hótanir sýslumanns dynja stöðugt á mér,“ segir Örlygur. 82 ára stjórnarformaður Eins og DV greindi frá í vikunni er Pizzahúsið nú rekið undir fjórðu kennitölunni á aðeins hálfu ári. Blað- ið ræddi þá við Sigurð Ómarsson sem að mati Örlygs er eigandi fyrirtækis- ins. Sigurður þrætti þá fyrir að eiga hlut í kennitölufyrirtækjunum en neitaði að upplýsa hver væri hinn raunverulegi eig- andi. 1 fyrirtækja- skrá er Jón P. Andrésson, 82 ára vesturbæingur, skráður forráða- maður Pizzahúss- ins ehf. og Pizza- hússins heimsend- ingarþjónustu ehf. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir hefur DV ekki náð tali af þeim manni. Ör- lygur hætti störf- um hjá Pizzahús- inu í júlí sl. og sýpur nú seyðið af starfi sínu undir hinum ýmsu kenni- tölum Pizzahússins. Sigurður Ómars- son, forsvarsmaður Pizzahússins, ságði við DV á þriðjudag að hann væri á leið í bankann til að greiða virðisaukaskattsskuld Örlygs. Hann hefur eitthvað villst af leið því í gær hafði engin greiðsla borist. „Þessir menn skipta um kennitölur oftar en sokka og þama era einhverj- ir huldumenn á ferðinni. Samskiptin eru ótrúleg því stöðugt er lofað að borga en ekki staöið við neitt. Ekki er nóg með að ég þurfi að greiða virðis- aukaskattinn í þriðja sinn því ég hef engin laun séð fyrir júnímánuö," seg- ir Örlygur. Hann hefur kært Sigurð Ómarsson til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar fyrir að hafa dregið sér fé. Þá hefur hann einnig leitað á náðir Verkalýðs- félagsins Eflingar til að ná fram leið- réttingu sinna mála. Hann er búinn að selja bifreið sína og baráttan vegna skuldanna stendur sem hæst. „Mér skilst að það taki tvö til þrjú ár að ná fram rétti sínum í gegnum verkalýðsfélagiö og ég verð að þrauka. Ég hef reynt að skýra stöðu mína fyr- ir Sýslumanninum í Kópavogi en það hefur ekkert að segja og hótanirnar dynja á mér,“ segir örlygur Jónsson. -rt Óheppnlr Siguröur Ómarsson svarar fyrir eigendur Pizzahússins en kveöst ekkert eiga í fyrirtækinu sjálfur. Hann segir eig- endurna hafa veriö óheppna meö leigjendur aö rekstrin- um, því sé svo komiö sem raun ber vitni. Tómur salur Sú orrahríö sem staöiö hefur um Pizzahúsiö hefur oröiö til þess aö viöskipta- vinir láta ekki sjá sig. Hér er rekstrarstjórinn, Constance Ménsah. Umræðan um Pizzahúsið: Fólk hætt að koma - segir rekstraraðili „Umfjöllun um Pizzahúsið í fjöl- miðlum hefur stórskaðað okkur. Hingað kemur varla neinn leng- ur,“ segir Constance Ménsah sem rekur veitingastaðinn Pizzahúsið undir félaginu Constance ehf. Þar er um að ræða eina af fjór- um kennitölum sem Pizzahúsið hefur verið rekið undir síöan á áramótum. Constance leigir rekst- ur veitingastaðarins af eigendum Pizzahússins ehf. en annað fyrir- tæki, Pizzahornið ehf., leigir rekstur heimsendingarþjónustu Pizzahússins. Constance segir sárt að þurfa að gjalda gjörða ann- arra með því að fólk snúi baki við veitingahúsinu og tómur salur sé regla fremur en undantekning. „Ég skulda engum neitt og borga alla reikninga með skilum. Ég skil ekki af hverju mitt fyrir- tæki verður fyrir þessu,“ segir Constance. -rt Slys á Hverfisgötu Kona slasaöist þegar hún varö undir strætisvagni. Hverfisgata: Varð undir strætisvagni Kona á níræðisaldri varð undir strætisvagni við Hverfisgötu síðdeg- is í gær. Tildrög slyssins munu vera þau að konan sté niður af palli í bið- skýli og datt fram fyrir sig með þeim afleiðingum að höfuð hennar skall í neðstu tröppu vagnsins. Að- stoð tækjabíls slökkviliðs þurfti til að ná konunni undan vagninum. Hún var flutt á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi. Þær upplýsing- ar fengust á slysadeild í morgun að líðan konunnar væri eftir atvikum en hún beinbrotnaði auk þess að hljóta höfuðáverka. -aþ Óvíst hvert Keikó fer „Þaö er verið að skoða málin í heild sinni og skoðaðir sérstaklega möguleikar á því að Keikó fari til Keflavíkur eða Húsavíkur en við höfum átt mjög góðar viðræður við aðila á þessum stöðum," segir Hall- ur Hallsson, talsmaður þeirra sem standa að hvalnum Keikó og til- raunum við að sleppa honum laus- um út í náttúruna að nýju. Þær tilraunir hafa ekki borið ár- angur og nú er leitað að framtíðar- heimili fyrir Keikó sem verður að yfirgefa Klettsvíkina í Vestmanna- eyjum. Hallur segir að ákvörðun um það hvert farið verður með Keikó muni ligja fyrir eftir nokkrar vikur en segir að ekki sé útilokað að farið verði með hann utan. -gk VfeSNiiið) li Krt/öáldl y<3 '<i\ íof7 (10 < Íp9° 3tO V Hlýjast sunnan til NV 10-15 m/s noröaustantil, 8-13 suöaustanlands, en hægari vestantil. Dálítil rigning eöa súld með köflum um norö- austanvert landiö, en víöa bjart veður á Suöur- og Vesturlandi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnantil. RÉYKJAVIK AKUREYRl Sólariag í kvöld 20.26 20.20 Sólarupprás á morgun 06.27 06.06 Síódeglsflóó 20.28 12.47 Árdegisflóð á morgun 08.45 01.01 Skýríngar á veðurtáknum ) *~^VINDATT 10%—HITI “k -10° >.VINDSTYRKUR Vrnncr í nwtnan i sekúmlu ’vkus i & HEIÐSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ C!> HÁLF- SKÝJAÐ 5KÝJAÐ o ALSKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA w ÉUAGANGUR PgslS SKAF- RENNINGUR ÞOKA — Astand fjallvega Vegabætur víða Unnið er aö vegabótum víöa á landinu, meöal annars milli Hestgeröis og Smyrlabjarga í Suöursveit. Þar veröur þvía aö fara rólega um sinn. OmðöMÍ www.vegag.is/faerd 71V!A,V-=--. Bjart sunnan- og vestanlands Norölæg átt 6 -11 m/s Dálítil súld með köflum um noröaustanvert landiö, en bjart veöur á Suöur- og Vesturlandi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnantil. Vindun 6—9 »«A í Hiti 6“ til 12° Norólæg eóa breytileg átt, 5-8 m/s, en hvassara austantll. Súld vlö noröausturströndina, en annars þurrt og viöa bjart.. Hltl 6 tll 12 stig. Vindun 5—8 «vs Hiti 8“ tii 13” Fremur hæg suölæg átt. Skýjaö aö mestu og stöku skúrlr um vestanvert landlð, en viöa léttskýjað austantll. Heldur hlýnandl. j Hiti 8° til 14' 1 Suölæg átt. Skýjaö meö köflum austantil, en dálítil súld eöa rigning vestantil. Fremur mllt veöur. AKUREYRI súld 5 BERGSSTAÐIR rign. á síö. kls. 5 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR skýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 5 KEFLAVÍK léttskýjað 6 RAUFARHÖFN rigning 5 REYKJAVÍK léttskýjaö 5 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 7 BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HAUFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö 9 léttskýjaö 13 skýjaö 13 12 10 þoka á síö. kls. 9 skúr 10 þokumóöa 20 þokumóöa 14 skýjaö 18 alskýjað 14 léttskýjaö 17 skýjaö 9 léttskýjað 10 skýjað 10 skýjað 12 rigning 5 alskýjað 15 rigning 9 léttskýjaö 18 heiöskírt 13 súld 6 heiöskírt 13 hálfskýjað 25 rigning 14 rigning 12 heiöskírt 14 heiöskírt 26 MJjZilákýMWSœXiqi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.