Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Hagsýni r>v Endurmat á brunabótamati: Hefur vídtækar afleiðingar - bæði góðar og slæmar Siguröur H. Guöjónsson, formaöur Húseigendafélagsins „Ég tel að endurskoða þurfi fyrningarreglurnar því þeir hagsmunir sem fólk þarf að hafa á hreinu við bruna eru fyrir borð bornir núna. “ Á vef Fasteignamats ríkisins www.fmr.is er að finna svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma varðandi kærur og kæru- frest. Þar segir meðal annars: „Frestur til að skila inn athuga- semdum við endurmat brunabóta- og fasteignamats er til 15. septem- ber nk. Þar til gerð eyðublöð fást í Borgartúni 21, en þau eru ekki nauðsynleg. Athugasemdir eru fullnægjandi, þótt þær séu sendar með tölvupósti eða faxi, komi eftir- farandi upplýsingar fram: Heiti eignar og sveitarfélag, svo og fastanúmer eignar, nafn, kennitala og heimilisfang eiganda. Hvað ver- ið sé að kæra, fasteigna- mat/brunabótamat eða hvoru- tveggja, kært til hækkunar/lækk- unar. Nauðsynlegt er að rökstuðn- ingur fylgi. Öll gögn málinu til stuðnings eru vel þegin, t.d. ljósmyndir, lúti athugasemd að hækkun bruna- bótamats vegna endurbóta. Öllum skriflegum athugasemd- um veröur svarað. Athygli er vak- in á því að liggi niðurstaða ekki fyrir þann 15. september gildir nú- verandi mat þar til úrskurðað hef- ur verið í málinu.“ Undanfarið hefur mikil umræða farið fram um endurmat á bruna- bótamati húseigna hér á landi og sýnist sitt hverjum. Umræðan hef- ur hingað til að mestu leyti snúist um þá sem eru að kaupa og selja húseignir og hafa fasteignasalar verið þar fremstir í flokki. Einnig hefur heyrst frá einstaklingum sem telja matið ekki rétt og greini- lega eru margir á þeirri skoðun því yfir 1500 kærur hafa þegar borist til Fasteignamatsins. En þessar breytingar koma ekki ein- ungis við kaupendur og seljendur fasteigna, heldur öllum þeim er 4- eiga húsnæði. Hagsýni fór á stúf- ana og tók nokkra aðila sem að málinu koma með einum eða öðr- um hætti tali í þeim tilgangi að leita svara við því hvernig endur- matið kemur við hinn almenna borgara. Sigurður G. Guðjónsson er for- maður Húseigendafélagsins og seg- ir hann brunabótamatið ekki vera neitt annað en verðmiða á fast- eign, eða það verð sem á að greiða ef hún brennur. „Þær formúlur sem upp voru settar til að reikna dæmið voru lögfræði- og vátrygg- ingafræðilega réttar en eitthvað fór úrskeiðis. Það má líkja þessari framkvæmd við uppskurð, þarna þurfti að gera eitthvað og aðgerðin heppnaðist en sjúklingurinn dó. Því út úr þessu endurmati, sem átti að vera réttlætismál, hefur komiö ýmis vitleysa og ósamræmi. Búast mátti við að sumir hækk- uðu á meðan aðrir lækkuöu en inn á milli koma upp óskiljanleg tilvik sem þarf að kæra og lagfæra." Byggja hálft hús? „Ég geri helst athugasemdir við þær fyrningar sem lækka bruna- bótamatið ár frá ári, mér finnst þær ekki ganga upp varðandi íbúðarhúsnæði. Þær eru að vísu réttar samkvæmt lögfræðinni og skólabókarforskriftum í vátrygg- ingafræði og maður skilur þær svo sem ef um bOa er að ræða. Ef tíu ára gamall tryggður bíll eyðileggst fær maöur ekki nýjan í staðinn. Þegar um hús er að ræða kemur eitthvað annað til sem er erfitt að festa hendur á sem tryggingarleg verömæti. Ef hús fjölskyldu brenn- ur missir hún heimili sitt og stendur á götunni og þarf að koma sér upp nýju heimili þrátt fyrir all- ar fyrningar. Spurningin er hvort fjölskyldan eigi að byggja sér hálft hús eða bara einhvern skúr. Fólk vill að tryggingin sé þannig að það sé statt í sömu sporum og fyrir brunann. En það verður þaö ekki nema það geti fengið sér sambæri- legt hús. Sem dæmi má nefna að fólk sem býr í húsum sem eru jafn- vel svo gömul að þau eru friðuð, fær afskaplega lítið út úr bruna- tryggingunni þrátt fyrir að húsinu hafi verið listilega vel við haldið og sé feiki verðmætt. Ég tel að end- urskoða þurfi fyrningarreglurnar því þeir hagsmunir sem fólk þarf að hafa á hreinu við bruna eru fyr- ir borð bornir núna.“ Hefur ekki mikla þýðingu „Hér á landi eru brunar mjög fá- tíðir, kannski verða örfáir slíkir á ári. Því hefur brunabótamatið ekki ýkja mikla þýðingu per se, fyrir það sem þvi var upphaflega ætlað. Hins vegar hefur það geypimikla þýðingu í allskyns aukahlutverkum sem eru hengd á það, eins og t.d. veðhæfni gagnvart opinberum sjóðum og líf- eyrissjóðum. Svo eru alls kyns gjöld og skattar sem miðast við bruna- bótamat. Þau koma væntanlega til með að lækka með endurmatinu. Menn hafa svo sem ekki talað hátt um það undanfarið. En með því að lækka brunabótamatið hefur Fast- eignamat ríkisins í raun lækkað tekjur til sjálfs síns.“ Þau gjöld sem Siguróur talar hér um eru lögó á eigendur fasteigna og miðast vió brunabótamat eignanna. Þau eru ákveöin krónutala á hverja milljón sem fasteign er metin á í brunabótamati. Þannig fœr Bruna- málastofnun 45 kr. af hverri milljón, Fasteignamat rikisins 100 kr., for- varnargjald er 300 kr. og viðlaga- tryggingin er 250 kr. á hverja millj- ón. Var hálfgert plat „Þessar fyrningar sem nú lækka brunabótamatið eru ekkert nýjar. Þær hafa alltaf verið til staðar með einum eða öðrum hætti. Þær komu hins vegar ekki í ljós fyrr en húsið brann og fólk fékk trygging- arnar sínar. Kannski var húsið tryggt fyrir 10 milljónir en eigand- inn fékk einungis 5 milljónir i hendur eftir að búið var aö reikna fyrninguna inn í. Þannig að fjár- hæðin sem stóð á seðlunum sem fólk fékk var hálfgert plat. Núna eru fyrningarnar birtar frá mán- uði til mánaðar þannig að fólk veit á hverju það á von ef brennur hjá þeim.“ Hækkun mats eykur gjöldin „Hér á landi er skyldutrygging húseigna sem er andstætt því sem gerist víðast hvar annars staðar. Við íslendingar erum svo sinnu- lausir um eigin hagsmuni að við myndum ekki tryggja húsin því það brennur svo sjaldan og þá alltaf hjá hinum. Ég held því að það væri algert glapræði að fella niður skyldutrygginguna þrátt fyr- ir að hér gildi almennt samnings- frelsi. Best væri auðvitað ef skyldutryggingin stæði og fólk hefði síðan val um að tryggja sig betur hjá sínu tryggingafélagi, kannski fyrir mismuninum milli brunabótamatsins og markaðsvirð- is eignarinnar. En tryggingafélög- in hafa ekki boðið upp á þetta og finnst mér það skrítið. Kannski er það vegna þess að tryggingarið- gjöldin eru svo lág. En Húseigenda- félagið er með það á döfinni að vinna í þessum málum. Nú eru margir búnir að kæra endurmatið og finnst mér það sjálf- sagt ef tilefni er til. Fasteignamat- ið á að segja til um hvað eignin kostar í staðgreiðslu og hefur fyrir flesta ekki aðra þýðingu en að vera skattstofn. Þannig að þeir sem kæra til hækkunar auka hjá sér gjöldin. Fyrir flesta kemur sér best að hafa hátt brunabótamat og lágt fasteignamat þvi fleiri gjöld eru hengd á fasteignamatið en bruna- bótamatið þótt þau séu nú nokkur á því líka.“ -ÓSB íbúöarhús brennur Brunar á íbúðarhúsnæði eru fremur fátíðir hér á landi en gerist slíkt er gott að brunabótamatið sé sem réttast og inn- búið vet tryggt, annars getur Ijárhagslegt hrun blasað við íbúunum. Smáauglýsingar Allt til alls Tilboð verslana Uppgrip verslanir Olís September tilboö.1 0 Gatorade Tropical 500 ml 160 kr. Q Gatorade Orange 500 ml 160 kr. Q Gatorade lemon 500 ml 160 kr. 0 Sóma pastabakki 229 kr. Q Freyju Rís stórt 85 kr. Q Kit Kat Chynky Kingsize 109 kr. Q Yankie Bar 30 kr. Q Bouchee konfektmolar 40 kr. Q Simoniz Back to Black 555 kr. Q Simoniz Cockpit Shine 519 kr. Þín verslun Tilboöin gilda til 12. september. 1 Í Q 4 hamborgarar m/brauöi 295 kr. \ | Q 1944 kjúklingabringur í sósu 415 kr. j Q Pagens heilhveitibruöur 169 kr. Q Honey Cheerios 299 kr. Q BKI extra, 400 g 249 kr. Q Mjólkurkex 159 kr. Q Kókómjólk og nestistaska 499 kr. j Q Frissi Fríski appelsínusafi, 21189 kr. j 0 Fis eldhúsrúllur, 2 stk. © 99 kr. Fiaröarkaup Tilboöin gilda til 8. september. j 0 Svínaskinka 598 kr. kg Q Kindabjúgu 299 kr. kg j Q Reykt & saltaö folaldakjöt389 kr. kg j j Q Sv/na lærissneiöar 419 kr. kg j i Q Chicago Town örbylgjupizzur 359 kr. j o o o o © Select Tilboöin gilda til 29. september. Q Júmbó saml. & 1/2 I Pepsi 279 kr. Q Júmbó saml. & 1/2 I d Pepsi279 kr. Q Júmbó saml. & 1/2 I appeis. 279 kr. Q Freyju Villiköttur 69 kr. Q Nóa Púkar 50 g allar teg. 59 kr. Q 102 Dalmations pennapokar 499 kr. Q Vekjaraklukka 589 kr. Q Turtle wax original bón 399 kr. Q Turtle wax teflon bón 399 kr. Q Turtle back in a flash 285 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.