Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 29 DV Tilvera Ripp open Um síðustu helgi fór fram Flipp open-golfmót starfsmannafélags DV. Þetta er í tíunda sinn sem mótiö er haldiö og aö þessu sinni fór þaö fram á golfvellinum í Borgarnesi. í hópi keppenda meö forgjöf varö Teitur Jónasson i fyrsta sæti en Sigmundur Ernir Rúnarsson í ööru sæti. Hilmar Karlsson varö í fyrsta sæti keppenda án forgjafar. Klara Jónsdóttir sigraöi í kvennaflokki. Verölaun voru í boöi Sjónvarpsmiöstöövarinnar, Bræöranna Ormsson, Útilífs og Ölgeröar Egils Skallagrímssonar. Swordfish: Veröld Sverðfisksins félagi Gabriels, sannfærir hann um aö meö því geti hann endurheimt dóttur sína sem hann fær ekki aö hitta. Fljótlega veröur Stanley þó var viö aö ekki er allt sem sýnist við þetta verkefni og hann er aðeins peð í áætlun sem snýst um annað og meira en einfalt peningarán. Þaö er enginn annar en John Travolta sjálfur sem leikur Gabriel og hefur hann gert það gott síðan hann fékk hlutverk í Pulp Ficton, kvikmynd Quent- ins Tarantion’s. Meö hlut- verk Stanleys fer ástralski leikarinn Hugh Jackman sem hefur verið að hasla sér völl í Englaborginni. Næsta mynd hans er kvik- myndin Kate & Leopold þar sem mótleikkona hans er Meg Ryan. Golden Glo- be verðlaunahafinn Halle Berry leikur Ginger og hefur hún leikið i fjölda kvikmynda og sjón- varpsmynda. Einnig fer leikarinn Don Cheadle með stórt hlutverk í myndinni en hann mátti meðal annars sjá í stórmyndinni TrafFic. Framleiðendur Swordfish eru þeir Joel Silver og Jonathan D. Krane sem framleitt hafa margar hafa vinælustu myndum síðustu ára. Silver framleiddi til að mynda Matrix og Krane myndir á borð við Pink Panther, Face/Off og The General’s Daughter. Swordfish verður frumsýnd á morgun í Sam- bíóunum, Nýjabíó Keflavik og Nýjabíó Akureyri. -MA Meira en peningarán Gabriel Shear ætlar sér annaö og meira en einfalt peningarán. Innan okkar heims leynist annar heimur sem kallast heimur Nets- ins. Sá heimur stjórnast af lykil- orðum og öryggiskerfum. Þar er líka að finna dýpstu leyndamál okkar, skaðlegar upplýsingar og auðvitað fullt af peningum. Þetta er veröld Sverðfisksins og þangað inn vill Gabriel Shear, aðalpersóna kvikmyndarinnar Swordfish, kom- ast til að geta fjármagnað þjóðem- ishyggju sína. En tO að geta náð peningunum þarf hann tölvuhakkara sem hefur hæfileika til að brjóta niður full- komnustu öryggiskerfi heims eins og það sé bamaleikur. Þann hæfi- leika hefur Stanley Job- son sem er annar besti tölvuhakk- ari heimsins. Hann ákveð- ur að taka tilboð Gabriels þrátt fyrir að hann sé á skilorði og megi ekki yfir- gefa heima- bæ sinn. Það gerir Stanley eftir að fagra Gin- ger, Ginger og Stanley Hin fagra Ginger fær tölvuhakkar- ahn Stanley til að taka tilboði Gabriels. Heartbreakers: Margslungnar mæðgur Kvikmyndin Heartbreakers segir frá Max sem er falleg, kynþokkafull og sjarmerandi. Allir karlmenn falla fyrir henni og það nýtir hún sér til fulls. Hún giftist þeim nefni- lega og fær síðan væga summu við skilnaðinn eftir að þeir hafa verið gripnir með buxurnar á hælunum. Áætlun hennar gengi hins vegar ekki eins og sögu nema vegna þess að hún hefur snjalla og sæta aðstoð- arkonu sér við hlið sem er Page dóttir hennar. Mæðgurnar eru margslungar í brögðum sínum og hafa breytt blekkingum í stórskemmtilega list. Þegar þær eru að reyna að blekkja tóbaksrisann Tensy kynnist Page manni sem hún verður ástfangin af. Það leiðir til þess að fjótlega fara hlutir eins og siðferðiskennd og samviskubit að gera vart við sig. Mæðgumar lenda að lokum á flótta undan hefnigjörnum eiginmanni, með lík í skottinu og neyðast á end- anum til borga fyrir sig. Leikkonurnar Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt fara með aðalhlutverkin í myndinni. Sú fyrr- nefnda er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt í Alien-kvikmyndun- um. Hún hefur leikið í fjölda kvik- mynda auk þess sem hún hefur oft sést á leiksviði á Broadway og víð- ar. Jennifer Love Hewitt lék lengi í sjónvarpsþættinum Ein á báti sem sýndur er á Stöð 2. Hún hefur einnig leikið í myndum á borð við I Know What You Did Last Summer, Sister Act 2 og sjónvarpsmynd um ævi leikkonunnar Audrey Hepburn. Meðal annarra leikara má nefna óskarsverðlaunahafana Anne Bancroft og Gene Hackman. Heart- breakers verður frumsýnd á morg- un í Stjömubíói. -MA Hin sjarmerandi IVlax Max er falleg, kynþokkafull og sjarmerandi og nýtir sér þaö til fulls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.