Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Tilvera I>V 1 1 f 1 Taizé-messur í Háteigskirkju í Háteigskirkju hafa verið sungnar Taizé-messur hvern flmmtudag í nærri áratug. Svo er enn en nú hefjast þær kl. 20.00. Taizé-messur eru svo nefndar vegna tónlistarinnar sem hæflr sérstaklega til bæna og íhugunar. Lögin eru fljótlærð og léttsungin, textamir stuttir og kjarnyrtir og fjalla um veruleika trúarinnar. Djass GITARDUETT KEVINS DRUMM OG HILMARS JENSSONAR [ TJARNARBIOIFramúrstef'nu- gítarleikarinn Kevin Drumm og Hilmar Jensson spinna saman í Tjarnarbíól í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. TRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR Á KAFFI REYKJAVIK Sigurður Flosason, saxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, og Lennart Ginman, bassi, kynna nýja diskinn sinn, Djúpiö, á tónleikum á Kaffi Reykjavík í kvöld, kl. 20.30. Tónleikar BREAKBEAT.IS TONLEIKAR A CAFE 22 Þykkustu jungle, drum & bass og experimental breakbeat-tónarnir halda áfram aö hljóma á hinum mánaöarlegu Breakbeat.is-kvöldum á Café 22. Tjúttiö hefst kl. 21. Fýrirlestrar SAMSPIL ORKUNOTKUNAR OG UMHVERFIS Dr. Philip S.M.Chin, prófessor viö Tækniháskólann í Queensland í Ástralíu, flytur fyrirlestur um samspil orkunotkunar og umhverfis í sal 101 í Lögbergi í dag, kl. 16.10. Fyrirlesturinn er á vegum Verkfræöideildar og Umhverfisstofnunar HÍ og verður fluttur á ensku. Hann nefnist: SUSTAINABLE DEVELOPMENT GREEN CITIES AND GREEN ISLANDS. Dr. Chin mun fjalla m.a. um þaö nýjasta í þróun rafbíla og annarra farartækja sem nota sjálfbæra orkugjafa. HEITIR VÖLSUNGA SAGA VOLSUNGA SAGA? Dr. Hubert Seelow, prófessor í norrænum fræðum viö háskólann í Erlangen, heldur fyrjrlestur í boöi heimspekideildar HÍ í stofu 201 í Árnagarði kl. 17.15 I dag. Fyrirlesturinn nefnist Habent sua fata libelli. Heitir Völsunga saga Völsunga saga? Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn. MÁLÞING UM HEIMILIÐ Á GRAND HOTELI I tengslum við stórsýninguna Heimiliö og Islandica í Laugardalnum 6.-10. september er blásiö til málþings um heimilið á Grand Hóteli frá kl. 15-17 í dag. Þar er fjallaö um hvernig jafnvægi í einkalífi og vinnu hefur áhrif á lífsánægju fólks. M.a. flallar Ingólfur V. Gíslason félagsfræöingur um hina sígildu spurningu: Hver ræður á heimilinu? Aögangur er ókeypis. Ganga GENGIÐ MEÐ FRAM HVITA I kvöld veröur gengið upp og niður með Hvítá meö Þorkeli Fjeldsted, bónda í Ferjukoti. Fræðst veröur um sögu árinnar og Hvítárbrúar. Skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Tekur um 2 tíma. Bíó CHASING SLEEP I HASKOLABIOi Filmundur frumsýnir spennumyndina Chasing Sleep í kvöld í Háskólabíói kl. 10.30. Hausttónleikar Harðar Torfasonar í 25. skipti: Semur, syngur og hannar sviðsmyndina „Ástæðurnar fyrir því að ég hóf að halda tónleika á hverju hausti eru margar,“ segir Hörður Torfason sem heldur sína árlegu hausttón- leika 1 25. skipti í kvöld og annað kvöld klukkan 21 í íslensku óper- unni. Hörður segir að upphafið megi tengja því þegar hann fór að berjast fyrir réttindum samkyn- hneigðra. „Þetta þýddi það að ég glataði öllu og það var lokað á mig alls staðar. Ég tók þá upp á því að fara að ferðast um landið og halda tónleika til að vekja athygli á mál- staðnum," segir Hörður og bætir því við að hausttónleikarnir hafi líka orðið til í kringum það að öll- um afmælisgjöfunum sem hann fékk í tilefni af þrítugsafmæli sinu var stolið. „Ég hét því þá að halda aldrei upp á afmælið nema með því að halda tónleika og selja inn og fá þannig gjafirnar borgaðar til baka.“ Koma víöa aö Að sögn Harðar kom fátt fólk á tónleikana fyrstu árin en gestunum hefur fjölgað með hverju árinu og nú er yfirfullt bæði kvöldin. Fólk komi víðs vegar að og jafnvel alla leið frá útlöndum. „Margir hringja í mig erlendis frá til að vita hvar og hvenær tónleikamir verða til að þeir geti skipulagt íslandsferðina þannig að þeir verði hér á landi þeg- ar ég er að spila,“ segir Hörður. Á milli þess sem Hörður spilar lög sín í íslensku óperunni spjallar hann við gesti um líflð og tilveruna og bendir þeim á margbreytileik- ann. Hörður segist nota sumarið til að skrifa og semja og alltaf megi því heyra ný lög á tónleikunum. Það má segja aö efnisskráin skiptist í þrennt: óskalög, gömul lög og svo nýju lögin. Bíógagnrýni DfflYND HARI Hausttónleikar í 25. sinn Á milli þess sem Höröur sþilar lög sín í íslensku óperunni spjallar hann viö gesti um lífiö og tilveruna og bendir þeim á margbreytileikann. 20 tíma vinnudagur Hörður lætur sér ekki bara nægja að semja lögin og syngja á tónleik- unum því hann hannar líka alla leikmyndina sem hann notar á þeim. Hann hefur mikla reynslu á þeim vettvangi og hafa sviðskreyt- ingarnar því vakið mikla athygli. Undirbúningur fyrir tónleikana tek- ur marga mánuði og segir Hörður að síðustu dagana sé vinnudagurinn oft allt upp í 20 tímar. „Ég er að vinna fram á síðustu stundu og rétt næ að hlaupa af sviðinu til að skipta um föt og síðan inn aftur,“ segir Hörður sem vonar að tónleikagestir eigi eftir að skemmta sér vel í kvöld og annað kvöld. -MA Stjörnubíó - Blow Dry: jj-jlri (Hár)blásið til orrustu Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is Astæðan fyrir því að maður fer beinlínis sjálf- viljugur að sjá kvikmynd um hárgreiðslu er sú að maður veit að handrits- höfundurinn, Simon Beaufoy, er sá hinn sami og gerði hina frábæru The Full Monty (1997), þar sem sex atvinnulausir strákar strippa til að vinna sér inn pening og svolitla sjálfsvirðingu í leiðinni. í Blow Dry byggir Beaufoy handritið upp á svipaðan hátt: raunsæisleg vanda- mál (atvinnuleysi / sjúk- dómar) í bland við húmor í söguþræði sem leiðir að mikilli sýningu (stripsjói / hárgreiðslukeppni). En vandamálin snerta mann ekki eins djúpt hér og húmorinn er ekki eins beittur. Munurinn á þess- um kvikmyndum er fyrst og fremst munurinn á sýningunum; sem sagt á berum karlmönnum að dansa og fullklæddum konum og körlum að greiða, blása og spreyja hár. Svo verður hver að eiga það við sig hvað þeim þykir mest spennandi. Blow Dry gerist í litlum bæ á Norður-Englandi, Keighley, þar sem breska hárgreiðslumeistara- keppnin er haldin árið 2000. Þangað koma allir færustu hárgreiðslu- meistarar landsins með síðhærðu módelin sín til að keppa um silfurskærin! Sá sem er vænlegastur til vinnings (eins og segir í auglýsingunni) er Ray (Bill Nighy) sem er ekki aðeins meist- aralega góður klippari heldur þrjótur í þokka- bót. Enginn virðist geta staðist honum snúning nema rakar- inn í Keighley, Phil (Alan Rickman), sem var óvinnandi með öllu þar til fyrir áratug þegar konan hans, Shelly (Natasha Ric- hardson), hljópst á brott með aðalmódel- inu, Söndru (Rachel Griffiths). Þessi svik höfðu þau áhrif á hann að hann lagði keppnis- skærin á hilluna og einbeitti sér að því að ala upp soninn og halda bæjarbúum Keighley hárprúðum og snyrtilegum. Virð- ingarvert í sjálfu sér - en eitt sinn hár- Keppnin um silfurskærin greiðslumeistari alltaf Blow Dry gerist i litlum bæ a Noröur-Englandi, Keighley, þar hárgreiðslumeistari sem breska hárgreiöslumeistarakeppnin er haldin áriö eins og máitækið segir 2000. Þangaö koma allir færustu hárgreiöslumeistarar er heinlínis ekk- landsins meö síöhæröu módelin sín til aö keppa um silfur- ert sem kemur á óvart skærin! í þessari mynd, nema kannski örfáar klippingar - og þá meina ég á hári en ekki filmu. En hún er nú stundum fyndin samt og leikararnir eru ekki af verri end- anum. Alan Rickman og Natasha Richardson leika fyrrverandi meistarann og fyrrverandi konuna hans og gefa myndinni ákveðinn klassa bara með því að vera á staðnum og blása lífi í frekar flat- an texta. Eins er með hana Rachel Griffiths, ekki er hún að gera neitt illa og hún fær þar að auki að vera með ótrúlegar hárgreiðslur, og þegar ég nefndi áðan að í þessari mynd væru allir alltaf fullklæddir þá var það nú ekki alveg sannleik- anum samkvæmt. Fyrir utan þessa ágætu þrenningu þá er líka munað eftir því að það eru aðallega ung- lingar sem fylla kvikmyndasali heimsins, þess vegna fá Josh Hart- nett (Virgin Suicides) og Rachel Leigh Cook (Antitust) líka svolít- inn tíma á tjaldinu til aö verða skotin. Þetta er alls ekki meingölluð mynd, t.d. verður hárgreiðslu- keppnin merkilega spennandi þeg- ar á líður, en eftirminnileg er hún ekki. Samt skora ég á klippara ís- lands að fjölmenna svo maður fari nú almennilega greiddur á næstu árshátíð. Aöalleikarar: Alan Rickman, Natasha Ric- hardson, Rachel Griffiths, Rachael Leigh Cook, Josh Hartnett, Rachel Leigh Cook ofl. Leikstjóri: Paddy Breathnach Hand- rit: Simon Beaufoy Kvikmyndataka: Cian De Buitléar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.