Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Nýtt brunabótamat hrellir ellilífeyrisþega í Grindavík: Hrörleg útihús metin á 20 milljónir - gamalt mjólkurhús hækkaði á þriðju milljón í matinu Vaxtalækkun tímabær Skýr samdráttar- einkenni eru í samfé- laginu að mati Dav- íðs Oddssonar forsæt- isráðherra. Hann tel- ur að Seðlabankinn eigi fremur að horfa fram á við en aftur á bak í mati á stöðu efnahagsmála. Davíð segir tímabært að lækka vexti en segist verða að halda sig til hlés í umræðunni þar sem Seðla- bankinn heyri undir hans ráðuneyti. - Fréttablaðið greindi frá. Karl Júlíusson, ellilífeyrisþegi I Grindavík, trúði ekki sínum eig- in augum þegar hann fékk yfirlit yfir endurskoðað fasteignamat og brunabótamat á húseignum sín- um frá Fasteignamati ríkisins. Brunabótamat á gömlu útihúsi sem hann á, hafði hækkað úr rúmum 7,6 milljónum í ríflega 20,3 milljónir. Gömul geymsla við útihúsin, sem upphaflega var mjólkurhús, hækkaði úr 2,2 millj- ónum króna í 4,8 milljónir í mati. Fasteignamat útihúsanna hækk- aði einnig, en þó ekki nærri eins mikið og brunabótamatið. Útihúsin voru upphaflega fjós og hlaða. Síðar var rekin þar salt- fiskverkun og rækjuverksmiðja. Húsin hafa staðið ónotuð síðan 1987. Karl hefur hýst þar nokkrar rollur og geymt hey, auk þess sem hann hefur skotið þaki yfir fáeina tjaldvagna. Byggingin er skráö sem iðnaðarhúsnæði hjá Fasteignamatinu. Heildarbruna- bótamat á eignum Karls hefur nú hækkað um 17 milljónir og fast- eignamatið um nær 10 milljónir króna við endurmat FR. „Ég var nýbúinn að láta lækka fasteignamatið á eignunum, þeg- ar endurmatið kom til sögunnar," sagði Karl.“ Þá rauk það upp aft- ur og er nú hærra en nokkru sinni fyrr. Ég er alveg rasandi á þessum vinnubrögðum, en hef engar skýringar fengið. Brunabótamatið: Engar breytingar fyrirhugaðar - segir ráöherra Valgerður Sverr- isdóttir viðskipta- ráðherra segir að endurskoðað bruna- bótamat lýsi betur efnislegum verð- mætum sem geti glatast í eldi. Um það eigi málið að snúast. Kærur frá fast- eignaeigendum hafa streymt inn til Fasteignamats ríkis- ins vegna endurskoðunar á fast- eignamati og brunabótamati. Kæru- frestur rennur út 15. þessa mánaðar. „Það er aldrei þannig að maður telji að einhver löggjöf sé svo full- komin að ekki megi athuga hvort eitthvert atriði þurfi leiðréttingar við,“ sagði hún, aðspurð hvort til greina kæmi að fresta gildistöku nýja brunabótamatsins eða hrein- lega undirbúa frumvarp til breyting- ar á lögum frá 1999, þar sem kveðið er á um afskriftir. „En miðað við það sem okkur sýnist höfum við enn ekki séð ástæðu til að fara í vinnu við breytingar á lögunum.“ -JSS Ferðalögum að ljúka: Síðasta ferð sumarsins Valgerður Sverrisdóttir. DV, SEYDISFIRÐI: Norræna kemur til Seyðisíjarðar í síðustu ferð sumarsins í dag. Með skipinu koma 155 farþegar og 55 far- artæki. Utan fer skipið með 600 far- þega og 250 farartæki. Næsta vor hefur Norræna siglingar á ný en það verður síðasta sumar þessa skips. Von er á stærri og glæsilegri farkosti sumarið 2003. -KÞ Dýrt spaug Þaö getur veríö dýrt spaug að eiga fasteignir, þótt gamiar séu. Hér er Karl viö gömlu útihúsin sem ruku upp um nær 13 milljónir króna í endurskoöuöu brunabótamati. Ástandið á útibyggingunni er afar bágborið. Timbrið í þakinu er svo fúið, að það heldur engum nöglum. Mér hefur þó tekist að skipta um hluta af járninu á því. Hluti af þakinu fauk fyrir nokkrum árum. Þá kom maður frá Fasteignamatinu. Hann sagði að húsið væri ónýtt og það myndi ekki borga sig að meta það. En það er ekki að sjá að það sé ónýtt í dag, með rúmar 20 milljónir í brunabótamat og rúmar 8 millj- ónir í fasteignamat." Karl greiddi innan við 25 þús- und í brunabótagjöld, en sam- kvæmt nýja matinu þarf hann að borga um 63 þúsund. Fasteigna- gjöldin eru á 3. hundrað þúsund, en voru um 200 þúsund fyrir end- urmatið. „Ég ætla að brjóta niður mjólk- urhúsið og útihúsin gömlu og láta fjarlægja þau,“ sagði Karl. „Það er ekki um neitt annað að gera. En ég skii ekki hvernig Fasteignamatið hefur fengið út að þessar byggingar væru allt í einu orðnar svona verðmætar, því það- an hefur enginn maður komið til þess að meta þær. Það er eitthvað loðið við þetta allt saman.“ Karl hefur auglýst húseignir sínar til sölu en ekkert tilboð fengið. Þau hjónin hafa 150 þús- und krónur í mánaðartekjur, en þurfa að greiða rúm 90 þúsund á mánuði í afborganir af lánum af byggingunum. Vegna þessa háa fasteignamats fá þau engar vaxta- bætur. „Þessar rollur og kartöflur í garði á haustin bjarga okkur,“ sagði Karl. „Ella væri litið til að lifa af.“ -JSS Framsókn bjartsýn á að sátt náist um R-listann: Þarf að rýmka til fyrir Vinstri-græna Sjúkraliöar í hart? Fjöldi sjúkraliða hefur sagt upp störfum en allflestir sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu vilja grípa til verk- fallsaðgeröa til að fylgja eftir kröfum sínum. - RÚV greindi frá. Engin efnahagsleg áhrif Geir Haarde fjár- P málaráðherra sagði i fréttum á Stöð tvö í I gærkvöldi að rúm- ||7 * láfnl le8a 4 milijarða m króna halli á ríkis- M sjóði sé bókhaidsleg- ■k Jm ur °S hafi ekki efna- H.______hagsleg áhrif. Við af- greiðslu fjárlaga var gert ráð fyrir rúm- lega 16 milljarða rekstrarafgangi. Gagnrýnir hallarekstur Gyifi Arnbjömsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að illa hafl verið hald- ið á fjármálum ríkisins í góðærinu. Þetta sé augljóst af ríkisreikningi fyrir síðasta ár en samkvæmt honum varð 4 milljarða króna halli á rekstri ríkis- sjóðs. Gylfi lýsti yflr áhyggjum af út- gjaldaaukningu og tekjusamdrætti sem verði mætt með auknum álögum. Forseti fram úr áætlun Embætti forseta íslands fór sjö millj- ónir króna fram úr áætlun á árinu 2000. Útgjöldin námu þá 131 milljón króna en til embættisins höfðu verið ætlaðar 124 miHjónir. Minna i ríkiskassann Fyrstu sjö mánuði þessa árs em tekj- ur ríkissjóðs af veltusköttum þremur til flórum milljörðum króna lægri en væntingar vom um. Heildartekjumar eru hins vegar ámóta miklar og gert var ráð fyrir - þar sem tekjuskattar eru því hærri. Þar munar talsvert um flár- magnstekjuskatt. Langt fram úr áætlun Ríkislögi-eglustjóri eyddi í fyrra 190 milijónum króna umfram áætlun. Al- þingi gerði ráð fyrir 624 milljóna króna útgjöldum en þau urðu hins vegar 814 milljónir þegar upp var staðiö. Útgjöld- in árið 1999 voru 344 milljónir og nam hækkunin milli ára þvi 470 milljónum eða 137%. - viðræðuhlé vegna Orkuveitunnar og ekki búið að boða næsta fund Guöjón Olafur Jónsson. Engir fundir hafa farið fram um skeið vegna þreif- inga Vinstri- grænna, Samfylk- ingar og Framsókn- arflokksins um samstarf í Reykja- víkurlistanum. Að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar, sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd Framsóknar, er ástæðan aö hluta til tengd málum Orkuveitu Reykjavikur. Eins og fram kom í DV fyrir skömmu sagði Sigríður Stefáns- dóttir hjá Vinstri-grænum að hlé hefði orðið á viðræöunum vegna þess að beðið væri upplýsinga. Hún vildi ekki tjá sig um hvers konar gögn væri að ræða en Guðjón Ólaf- ur segir að þau tengist Orkuveit- unni að hluta. Skiptar skoðanir eru meðal Vinstri-grænna og hinna fylkinganna um rekstrarform Orku- veitunnar en Guð- jón Ólafur hyggur að sá þröskuldur verði yfirstíganleg- ur og hann er bjart- sýnn á niðurstöð- una. „Menn eru nánast sammála um alla hluti.“ Sandurinn renn- ur hins vegar í tímaglasinu, ekki síst þar sem Vinstri-grænir hafa sagt að þeir þyrftu að skila niður- stöðum úr könnunarviðræðunum til sinna félagsmanna eftir rúma viku. Þótt næsti fundur hafi ekki verið boðaður telur Guðjón Ólafur að fundað verði innan skamms og hann hyggur að eitthvað óvænt verði að koma upp á til að viðræð- urnar sigli í strand. Vinstri-grænir horfa til beggja átta en vilji Framsóknar og Sam- Sigríður Stefánsdóttir. fylkingarinnar liggur fyrir um áframhald R-list- ans. Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, sem fer fyrir Sam- fylkingarfólki í við- ræðunum, sagði í DV fyrir skemmstu að uppstillingar- málin væru enn órædd og þau yrðu flóknasta úrlausnarefnið. Guðjón Ólafur segir að það mál sé snúið hjá Samfylkingunni þar sem 6 af 8 borgarfulltrúum R-listans komi þaðan. „Það þarf að rýmka ein- hvers staðar til fyrir Vinstri- græna.“ Hins vegar verði varla vandamál fyrir Framsókn að ráða sínum uppstillingarmálum en Guð- jón telur rétt að bíða með frekari hugmyndir í því efni. „Það er nógur tími. Þetta er allt i sómanum," segir Guðjón. -BÞ Reglur brotnar? í kæru Landsvirkj- unar segir að úr- skurður Skipulags- stofnunar vegna Kárahnjúkavirkjunar sé efnislega rangur, málsmeðferð sé ábótavant og megin- reglur stjómsýslu- réttar hafl verið brotnar. Rökstuðning skorti og leiðbeiningarskyldu ekki gætt. Eldur á Hótel Loftleiöum Slökkvilið var kallað að Hótel Loft- leiðum skömmu fyrir hádegi i gær. Eld- ur hafði komið upp í rafmagnstöflu í kjallara. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og ekki urðu meiðsl á fólki. Vatnsflóö í Hlíðaskóla Heitt vatn flæddi um gólf í Hlíða- skóla í gær og var vatnsborðið 2 sm hátt þegar slökkvilið bar að garði. Hús- vörður mun hafa verið að bora í vegg þegar gat kom á vatnspípu. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.