Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Miklu meíra úrval - betra verð THE AUTHENTIC WESTERN JEANS Tilvera ITOLTI HEIMflR THE AUTHENTIC WE8TERN JEANS TOLTI HEIMflR gallabuxur fyrír hestamenn Logi Laxdal og Þormóður rammi settu glæsilegt íslandsmet á dögunum í 150 metra skeiði á Meistaramóti 847 og Netheims og Andvara. Tíminn er 13,62 sek. en fyrra met áttu þeir félagar 13,64 sek. og var það sett i fyrra á veðreiðum Fáks 31. ágúst 2000. Ekki er hægt að kvarta yfir meðvindi því hægur andvari var á móti. Tíminn er handtekinn og meðaltal fimm klukkna. Logi var einnig með næstbesta tímann, 14,00 sek., á Neyslu frá Gili en Daníel Jónsson var þriðji á Áka frá Laugarvatni á 14,20 sek. Logi sigraði einnig í 100 metra hraöskeiði á Kalda frá Keldudal á 7,79 sek. en þar var annar Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal á 7,98 sek. og þriðji Hinrik Bragason á Frosta frá Fossi á 8,035 sek. í 250 metra skeiði sigraði Hinrik Bragason á Frosta frá Fossi á 22,3 sek., Daníel Jónsson var annar á Þoku frá Hörgslandi á 22,31 sek. og Logi Laxdal þriðji á Hnossi frá Ytra- Dalsgerði. Sigurður Sigurðarson kom mörgum hrossum í úrslit. Hann sigraði í tölti á Fifu frá Brún með 7,93 i einkunn, Sigurbjörn Bárðarson var annar á Oddi frá Blönduósi og Sævar Haraldsson þriðji á Glóð frá Hömluholtum. í A-flokki stóð efstur Kjarkur frá Ásmúla með 8,47 og var knapi Logi Laxdal. Bylur frá Skáney var annar með 8,57 og var knapi hans Sigurbjörn Bárðarson. Skafl frá Norður-Hvammi var þriðji með 8,55 og var knapi Sigurður Sigurðarson. Ekki var gefm einkunn í úrslitum heldur raðað í sæti. í B-flokki stóð efstur Óskar frá Litla-Dal með 8,80 og var knapi Sigurbjöm Bárðarson. Fífa frá Brún var önnur með 8,79 og var knapi í forkeppni Sigurður Sigurðarson og úrslitum Jakob Sigurðarson. í þriðja sæti var Skundi frá Kristhóli með 8,55. -EJ HESTAmolar Á uppskeruhátíð Skagfirðinga var hrossabú Páls B. Pálssonar og Önnu Sigurðardóttur á Flugumýri II valið ræktunarbú ársins. Frá þeim hjónum hafa komið mörg glæsileg kynbótahross á undanfömum árum og á þessu ári Sif frá Flugumýri með 8,40, Komma frá Flugumýri með 8,15 og Kolbrá frá Flugumýri með 8,03. Páll kom með hross undan Kormáki frá Flugumýri í dóm á Hellu. „Ég hreinsaði hagann,“ sagði Páll „til að ná 15 sýndum afkvæmum undan Kor- máki og hann er því kominn með 120 stig og 1. verðlaun fyrir afkvæmi." Á Meistaramóti 847, Netheims og Andvara komust 8 hestar í úrslit í A- og B-flokki en níunda úrslitasætið var hægt að kaupa. Styrktarfélag Friðdóru Friðriksdóttur keypti sæti fyrir hana og Trostan frá Sandhóla- feiju fyrir 131.000 krónur og Andrés P. Rúnarsson keypti B-flokks sæti fyrir Hinrik Bragason og Kólf frá Hofsstöðum á 80.000 krónur en Hin- rik mætti svo ekki. Blessuð sértu sveitin mín söng Vignir Jónasson, tvöfaldur heims- meistari í hestaíþróttum, fyrir eina af hryssunum sem hann var að sýna á Hellu. „Ég syng töluvert fyrir hrossin og mig,“ segir hann, „til að dreifa athygli hrossanna og mér til ánægju," sagði hann. Frítt var inn á Meistaramót 847, Netheims og Andvara i Garðabænum en krakkar gengu um svæöið og söfn- uðu peningum fyrir krabbameins- sjúk böm. Söfnuðust um 30.000 krón- ur og ætla forsvarsmenn mótsins að bæta við í söfnunarkassana. Þórður Þorgeirsson var að vanda með mörg hross á kynbótasýning- unni á Hellu og mörg þeirra stóðu í verðlaunasæti. Hann átti erfltt með aö manna verðlaunahryssumar í 5 vetra flokknum því þar var hann með fjórar efstu hryssurnar af flmm. „Strákamir sem ætluðu að sitja hrossin fyrir mig í verðlaunaafhend- ingunni era allir farnir i Garðabæ að keppa," sagði hann og mætti á Frigg frá Heiði einni. Vm nœstu helgi verður haldin mikil sýning sem tengist hestum í Laugardalshöllinni og Skautahöll- inni í Laugardal. Sýningin í Laugar- dalshöllinni snertir flesta þætti er varöa hesta og hestamenn en á sýningunni i Skautahöllinni verður íslenski hesturinn og knapinn í aðal- hlutverki. Á Meistaramóti 847, Netheims og Andvara vora peningaverðlaun fyrir skeiðgreinamar þrjár og töltið. Fyrsta sæti gaf 40.000 krónur, annað sætið 20.000 krónur og þriðja sætið 10.000 krónur. Aðstandendur Átaks í hesta- mennsku standa að nýstárlegu hesta- móti fóstudaginn 14. og laugardaginn 15. september í Víðidalnum. Mótið er kaliað Kappreiðar og gleðimót og verður keppt í hefðbundnum grein- um, svo sem skeiði, tölti, fjórgangi og A-flokki gæðinga, en einnig í nýstár- legum greinum svo sem léttu tölti og fjórgangi fyrir byrjendur, þrautareið, fánareið o.fl., jafnt fyrir polla, byrj- endur og þá sem lengra era komnir. Á hestasýningunni í Skautahöll- inni um næstu helgi hafa Sigurbjöm Bárðarson og Lára Stefánsdóttir dansari hannaö atriði þar sem hestur dansar tangó við Lára og era margir spenntir eftir að sjá þann dansinn. Vel fór á meö þeim Loga Laxdal og Kjarki frá Ásmúla en þeir fengu gull í A-flokki gæöinga. DV-mynd Eiríkur Jónsson 5 vetra hryssur blómstr- uðu á Hellu 165 hross, 6 stóðhestar og 159 hryssur voru fulldæmd á síð- sumarsýningu á Hellu í síð- ustu viku. Margar hryssnanna fengu prýðisdóm. 5 vetra hryssumar stóðu þar fremstar og fengu 7 þeirra hærri ein- kunn en 8,00 en alls fékk 21 hryssa 8,00 eða meira. í 7 vetra flokknum stóð efst Logadís frá Stokkhólma undan Loga frá Skaröi og Hemlu frá Hemlu með 7,93 fyrir byggingu, 8,42 fyrir hæfileika og 8,22 í að- aleinkunn. Zara frá Syðra- Skörðugili fékk 8,13 og Eik frá Stóra-Hofi 8,12. í 6 vetra flokknum stóð efst Garún frá Friðheimum, undan Gusti frá Grund og Gerplu frá Efri-Brú, með 7,66 fyrir bygg- ingu, 8,44 fyrir hæfileika og 8,13 í aðaleinkunn. Hrafnkatla L52 frá Leirubakka fékk 8,09 og Birta frá Akranesi 8,03. í 5 vetra flokknum stóð efst Frigg frá Heiði undan Elri og Fjöður frá Heiði með 8,31 fyrir byggingu, 8,16 fyrir hæfileika og 8,22 í aðaleinkunn. Von frá Ártæ 8,16 og Kórund frá Stóra- Hofi 8,10. Hæst dæmda 4 vetra hryssan fékk 7,74. Einn stóðhestur fékk hærri aöaleinkunn en 8,00. Það var Draupnir frá Tóftum undan Hrafni frá Holtsmúla og Skjónu frá Tóftum með 7,66 fyrir byggingu, 8,30 fyrir hæfi- leika og 8,05 í aðaleinkunn. Eldvaki frá Áifhólum fékk 7,97 og Prins frá Skammbeinsstöð- um I fékk 7,93. Hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn fékk 7,76 en enginn 4 vetra stóðhestur fékk fullnaöardóm. -EJ Enn Islandsmet hjá Loga í skeiðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.