Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 13 I>V Stóru leikhúsin í Reykjavík bjóða upp á fjölbreytta verkefnaskrá í vetur: Lífið á leiksviði Nú eru reykvísku stofnanaleikhúsin búin aó gefa út vetrardagskrá sína og má vart á milli sjá hvor lítur betur út. Áður hefur verið sagt frá vetrarstarfi Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsi (menningarsíða 31.8.) en meöal vióburða fram undan hjá Þjóðleikhúsi eru sýningar á fimm íslenskum verkum, þar af fjórum nýjum: eftir Guðrúnu Helgadóttur, byggt á klassískum bókum hennar um Jón Odd og Jón Bjarna, Ólaf Hauk Símonarson, Ólaf Jóhann Ólafsson og Benóný Ægisson. Fimmta íslenska verkið er sjálf- ur Strompleikurinn eftir Halldór Laxness sem - ef vel tekst til með uppsetningu - gœti orðió einn af hápunktum leikársins. Ekki hefur enn verið gefið upp hver veróur við stjórnvölinn í þeirri sýningu enda frumsýning ekki fyrr en meó vor- inu. Verkefnaskrár beggja húsanna hafa verið sendar inn á hvert heimili í borginni svo að óþarfi er að telja upp allt sem fram undan er, en gaman hins vegar fyrir gamla leikhúsrottu að velta fyrir sér hvað virðist mest spennandi. Að visu er ekki alltaf samræmi milli væntinga og veruleika og hefur það undanfarin ár gilt í ríkari mæli um Borgarleikhús en Þjóðleikhús. Fyrst stöðvast augað við eina frægustu harm- sögu heimsbókmenntanna, Önnu Kareninu, sem verður frumsýnd í lok janúar í Þjóðleikhúsinu. Fyrir utan efniviðinn er leikstjórinn Kjartan Ragnarsson nokkuð örugg ávísun á áhugaverða sýningu og mikið tilhlökkunarefni að sjá Mar- gréti Vilhjálmsdóttur og Hilmi Snæ Guðnason í hlutverkum elskendanna, Önnu og Vronsky greifa. Jafnast það leikaraval á við hið velheppn- aða par Elvu Ósk Ólafsdóttur og Baltasar Kor- mák I Brúðuheimilinu, sællar minningar. Mar- grét kemur fersk eftir ríflega árs fjarveru frá Skyldi hann koma? Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason bíða eftir Godot í Borgarleikhúsinu. DV-MYNDIR INGÓ Mögnuð persónusköpun og frábær túlkun, sagði gagnrýnandi DV Guðrún S. Gísladóttir og Atli Rafn Sigurðarson í Lauf- unum í Toscana eftir Lars Norén sem tekið verður . upp aftur í haust í Þjóðleikhúsinu. leiksviðum landans og er henni fagnað sérstak- lega. Næstmest spennandi, svona fyrirfram, er jóla- sýning Þjóðleikhússins á sögunni af Cyrano de Bergerac. Aldrei fær maður nóg af frönsku bíó- myndinni um hann með Gerard Depardieu í að- alhlutverkinu, en Stefáni Karlssyni er vel treystandi til að glíma við þennan heillandi og margræða karakter, ekki síst undir stjórn Hilm- ars Jónssonar. Nanna Kristín Magnúsdóttir fyll- ir vel út í hlutverk Roxanne og Rúnar Freyr Gíslason fær að skrúfa frá sexappílnum í hlut- verki Christians, þess sem fær máltöfra Cyranos lánaða til að biðla til Roxanne. Svo verður afar spennandi að fá loksins að líta Hollywoodstjörnuna Ingvar E. Sigurðsson túlka langþráðan Fjandmann fólksins í verki Ibsens í Borgarleikhúsinu undir stjórn Maríu Kristjáns- dóttur. Sú frumsýning verður í nóvember. Bíó á leiksvið Það vekur athygli að Hilmar Jónsson stýrir ekki einungis Cyrano heldur líka eigin leikgerð á Kryddlegnum hjörtum hjá LR og er óskandi að það þýði ekki að Hafnfirðingarnir Hermóður og Háðvör láti deigan síga i vetur. Kryddlegin hjörtu eru að sjálfsögðu unnin upp úr sam- nefndri frægri bók Lauru Esquivel sem ennþá frægari kvikmynd hefur verið gerð eftir. Ég hef aldrei skilið þá áráttu að flytja kvikmyndir á leiksvið, af því hve miklu fleiri eiga kost á að sjá bíómyndirnar, en viðurkenni að það hefur oft tekist ágætlega. Það verður líka gert í Þjóð- leikhúsinu þar sem ætlunin er að setja Veisluna hans Thomasar Vinterbergs á svið undir stjóm þjóðleikhússtjóra, Stefáns Baldurssonar. Nú er Veislan gott verk að því leyti að spennumó- mentið kemur snemma og mestu skiptir hvern- ig úr því er unnið, og gæti þetta vel orðið æðis- leg sýning. Við erum líka nýbúin að sjá Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í sjónvarpinu, en ekki dregur það úr spenningnum að sjá það á nýju sviði Borgarleikhússins undir stjórn Svíans Pet- ers Engkvists með Hilmi Snæ og Benedikt Er- lingssyni í aðalhlutverkum. Brot úr því var sýnt á Beckett-hátíð í vor og lofaði afar góðu. Atorkumenn Nýju íslensku leikritin eru auðvitað óskrifað blað - eða þannig - en athygli vekur að tveir höfundar eiga tvö verk hvor á fjölunum. Ólafur Haukur Símonarson, hið gamalreynda leik- skáld, hefur skrifað leikrit um Georg Brandes og ástkonu hans Victoriu Benedictsson sem Hlín Agnarsdóttir stýrir i Þjóðleikhúsinu. Það hljómar afar spennandi. Hjá LR verða Boðorðin 9 sýnd undir stjórn Viðars Eggertssonar og þó að efniviður þess minni meira á eldri verk Ólafs Hauks hefur Viðar ekki áður leikstýrt verki eft- ir hann og aldrei að vita hvað gerist. Þorvaldur Þorsteinsson þúsundþjalasmiður sýnir bæði verkin sín í Borgarleikhúsinu. Harpa Arnardóttir stýrir leikgerð sinni og Þorvalds á Blíðfmni hinum víðforla, og má geta þess að þó að báðar bækurnar séu undir fylgir leikgerðin söguþræði fyrri bókarinnar - og er það vel. Gunnar Hansson fær að túlka hina vængjuðu veru. Benedikt Erlingsson stýrir hinu verkinu eftir Þorvald, And Björk of course... sem Gunnar Hansson leikur líka í, en líklega ansi ólíka týpu... Enn eru út undan ýmsir höfundar sem vert væri að nefna, David Hare, Edward Albee, Yas- mina Reza og sjálfur Wagner í Þjóðleikhúsinu og Halldór Laxness, Line Knutzson, Gogol, Strind- berg og Erick-Emmanuel Schmitt hjá LR, fyrir utan allar sýningamar sem teknar verða upp frá síðasta leikári. Þar vil ég þó að lokum nefna eina sem ég varð einkar fegin að sjá á skrá: Laufin 1 Toscana. Mig dreplangar að sjá hana aftur. Kamelljón á Kaffi Reykjavík DV-MYND EÓJ Didier Lockwood og Gunnar Þóröarson Þeir hófu Jazzhátíð Reykjavíkur með stæl. Ellefta Jazzhátíð Reykjavikur fór mjög vel af stað með tónleikum djassfiðlarans Didier Lockwoods. Lockwood var boðið sérstaklega á hátíðina af Guitar Islancio, þeim Bimi Thoroddsen, gtr., Gunnari Þórðarsyni, gtr. og Jóni Rafnssyni, bs, með sérstöku liðsinni Ambassade de France á íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem franska sendiráðið sendir okkur góðan gest - og vonandi ekki í það síðasta. í kynningu Lockwoods var þess getið að „eftir að Grappelli lést standi enginn í heiminum Didier framar í klassískum jazzfiðluleik, nema ef til vill Svend Asmussen sem nú er hátt á níræðisaldri“. Það kom líka fljótt í ljós á tónleikunum á Kaífi Reykjavík að Lockwood verður að teljast snillingur. Hann hefur til að bera nær ótrúlega tækni, sem hann blandar sérlega vel við fallegar og músíkalskar fléttur. En sem djassleikari er hann varla jafnoki Asmussens eða Ziglers eða Olsens, svo að danskir fiðlarar séu nefndir til sög- unnar. Didier Lockwood hefur lengi haldið sig við tón- list Stéphane Grappelli og gerir það svo vel að varla nokkur maður telur honum það til lasts. Lockwood leikur Grappelli jafnvel betur en Grappelli sjálfur! Hann tileinkar sér „síbyljuna“ sem fylgdi leik gamla mannsins. Það var eins og Grappelli þyrfti aldrei að anda, og Lockwood hefur fylgt þeim stíl nákvæmlega. Aðdáendur Grappellis hafa vafalaust lfka þekkt suma sveiflufrasana sem Lockwood not- aði óspart. Tónleikarnir hófust á „Krumma" úr þjóðlagabók þeirra Islancio-drengja. Django-útsetningar þeirra á íslenskum þjóðlögum og sönglögum eru mjög skemmtilegar og í þetta sinn brást þeim ekki boga- listin. Pottþétt spilamennska með hæfilegri sveiflu og góðri kímni gaf tóninn sem síðan entist alla tón- leikana. Lockwood var næstur á dagskrá. Hann fór fogr- um orðum um Grappelli sem hann kallaði læri- meistara sinn og góðan vin. Nemandinn sannaði siðan á ótvíræðan hátt að Grappelli var meistari, allt fram á síðustu stundu, en hann lést 89 ára gam- all árið 1997. Oft hefur verið sagt að Grappelli hafl skapað djassfiðluna með kollegum sínum Joe Venu- ti og Stuff Smith. Vafalaust er mikið til í þeirri full- yrðingu, en víst er að Didier Lockwood er ekki i sama djassflokki og þeir, þrátt fyrir snilld sína. Lockwood og Islancio léku síðan hvert lagið á fætur öðru úr djassbók “Quintet du Hot Club de France". Við heyrðum sígildar útgáfur af „I got Rhythm," „Minor Swing“ og „In a Senti- mental Mood“ Ellingtons. Aht prýðilega flutt, en leikur fiðlarans var nokkuð einhæfur og einlitur. Einstaka sinnum lék hann hluta úr kór í „pizzicato" sem skapaði annars konar á- ferð, þó stutt væri. Næstsíðast fyrir hlé var hið undurfallega lag Django Reinhardts, „Nuages". Hér kom allt í einu nýr tónn í spilið. Lockwood gleymdi Grappelli stutta stund, lét af síbyljunni og lék mjög afslappaðar og lýrískar línur. Það var fleira sem kom verulega á óvart í „Nuages", m.a. falleg sóló (djassleikarans) Gunnars Þórð- arsonar sem var með því besta sem ég hef heyrt hann leika. í lokin lék Didier Lockwood einleik sem hann nefndi „Solo“! Þetta var sýnishorn af tæknibrellum upptökutækisins og fiðluleikar- ans sem sýndi þar leikni sína i lánsþemum frá Bach og Brahms til „Manoir De Mes Reves“. Hér kom í ljós enn einn Lockwood sem lék nú með sígaunafléttum og kletzmer-tón. Síðasta lagið kom svo eins og skrattinn úr sauð- arleggnum: „Spain“ eftir Chick Corea. Hér má segja að Lockwood hafi spilað sig frá Grappelli og yfir í persónulegri stíl. „Spain“ var því að mörgu leyti besta lag tónleikanna. Ólafur Stephensen Jazzhátíö í Reykjavík: Tónleikar á Kaffi Reykjavík 5. sept. 2001. Didier Lockwood, fi., Guitar Islancio - Björn Thoroddsen, gtr, Gunnar Þóröarson, gtr., Jón Rafnsson, bs. ___________Meiming Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Meistari Jakob í ASÍ Félagar í Meistara Jakob opna sýn- ingu á verkum sínum í Listasafni ASÍ við Freyjugötu kl. 16 á laugardaginn. Þetta er eins konar framhald af sýn- ingu meðlima Meistara Jakobs sem haldin var 10.-27. júní í Villa Badoglio í Asti á Ítalíu. Sýningin í Villa Badoglio var í boði ferðamálaráðs Asti héraðs og var jafnframt opnunarsýning í nýuppgerðu menningarsetri þeirra. Tíu listamenn reka Meistara Jakob og vinna þeir við listmálun, graflk, veflist og leirlist. Listamennirnir vinna sjálfir við afgreiðslu í galleríinu Skóla- vörðustíg 5 og er því ætíð hægt að fá sérfræðilega ráðgjöf. Sýningin stendur til 23. september. Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Telemann í Fríkirkjunni Á laugardaginn kl. 17 verða fyrstu tónleikar Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua árið 2001, haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavlk. Á efnis- skránni eru eingöngu verk eftir Georg Philipp Telemann, eitt afkastamesta tónskáld barokktímans. Flytjendur á tónleikunum eru þau Camilla Söder- berg blokkflautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Á efnis- skránni eru tríósónötur í a og d-moll fyrir altblokkflautu, fiðlu og fylgirödd (sembal og selló), fantasía 1 g-moll fyrir sembal, sónatína í c-moll fyrir altblokk- fíautu og fylgirödd, fantasia í G-dúr fyr- ir fiðlu, umskrifuð fyrir 5 strengja selló og sónata í F-dúr fyrir fiðlu og fylgi- rödd. Jazzhátíö áfram Djass- geggjarar munu drífa sig á Kaffi Reykja- vík í kvöld kl. 20.30 til að hlusta á Sig- urð Flosason og félaga og halda svo í Tjarnarbíói kl. 22 til að upplifa hljóðheim gítarleikar- anna Kevins Drumm og Hilmars Jens- sonar. Annað kvöíd verður kvöldið tekið snemma því Tafenau & Vind-dúettinn frá Eistlandi hefur tónleika sína kl. 19.30 í Norræna húsinu. Þetta eru ung- ir og vaskir menn sem leika á saxófóna og klarínettur og er einkum Ravio Tafenau afar vel þekktur i sínu heima- landi. Kl. 21 hefjast tónleikamir Holdið og trumban á Kaffi Reykjavík. Þar leik- ur Kvartett Tómasar R. Einarssonar sem öllum djössurum er að góðu kunn- ur. Á sama stað verður svo hörð sveifla frá kl. 23 þegar sex úrvalsmenn frá ýms- um löndum undir stjórn Jóhanns Ás- mundssonar úr Mezzoforte verða með „Fjölþjóða jazzbræðing", fúsjón og fónk. Þar verður líklega ekki leiðinlegt... Hvað ert þú Áhugamenn um tónlist sem finnst þeir ekki vita nóg um eðli hennar ættu að skrá sig á námskeið- ið Hvað ert þú tón- list? sem Jónas Ingi- mundarson píanó- leikari heldur í sam- vinnu Salarins í Kópavogi og Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands. Námskeiðið verður í Salnum 8. og 22. okt. og 5. og 19. nóv. og hefst kl. 20 að kvöldi. Þar fjallar Jónas um ýmis meistaraverk, íslensk og erlend, með tóndæmum og spjalli, en hverju námskeiðskvöldi lýkur með tónleikum þar sem verkin verða flutt í heild með aðstoð annarra hljóðfæra- leikara eða söngvara. Netfang Endurmenntunarstofnunar er endurmenntun@hi.is en síminn 525 4444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.