Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Endurskoðunarnefnd sjávarútvegsráðherra: Horfur á samkomulagi - skilar af sér um miðjan mánuðinn „Þaö er verið aö vinna í málinu og ég stefni að því að starfi nefndar- innar gæti lokið kannski um miðjan mánuðinn," sagði Friðrik Már Bald- ursson, formaður endurskoðunar- nefndar sjávarútvegsráðherra, um ganginn í starfi nefndarinnar. Sam- kvæmt lögunum átti nefndin að vera búin að skila af sér fyrir 1. september en talsvert er síðan að ljóst varð að sú dagsetning myndi ekki standast. Friðrik segist stefna aö því að nefndin skili sameigin- legri niðurstöðu - hafi raunar alitaf stefnt að því. Það þykir hins vegar tíðindum sæta að talsverðar líkur eru nú taldar á því að samkomulag geti náðst í nefndinni sjálfri. Þar var lengi framan af hver höndin uppi á móti annarri en síðustu vik- ur hafa oröið þáttaskil í starfi henn- ar og verið er að vinna með ákveðn- ar grunntillögur sem vissulega eru sagöar flóknar en til þess fallnar að samkomulag náist um þær. Krist- inn H. Gunnarsson, fulltrúi Fram- sóknar í nefndinni og formaður Byggðastofnunar, staðfesti við DV að samningahljóð væri í mönnum og sagði að sú staðreynd ein og sér að menn væru að tala svona mikið saman segði sína sögu. Kristinn vill þó ekki frekar en aðrir nefndar- menn reifa hvaða hugmyndir þetta eru en aðspurður að vissulega séu þær flóknar en útfærsla á flóknum hugmyndum geti verið snúin og betra aö einfalda hugmyndirnar eins og hægt er. Hann segir að úr því sem komið er, fresturinn sem kveðinn sé á um í lögunum sé liðinn hvort eð er, telji hann það ekki höf- uðatriði að nefndin skili af sér sem fyrst. Mestu skipti að menn ræði málið í botn og komist að sameigin- legri niðurstöðu. -BG DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Fjárlaganefnd Alþingis smakkar saltaöan fýl Sveitarstjórn Mýrdalshrepps tók fagnandi á móti fjárlaganefnd Aiþingis í gær viö Jökulsá á Sólheimasandi. Á leið til Víkur var komiö viö á Dyrhólaey og vitinn þar skoöaöur. Eftir stuttan fund á Halldórskaffi í Brydebúö voru skoðaöar þær sýningar sem uppi eru á staönum og aö því loknu bauö sveitarstjórnin gestunum saltaöan fýl meö tilheyrandi meölæti og eitt staup af ísköldu íslensku brennivíni. Var ekki annaö aö heyra en aö gestunum líkaöi vel maturinn. Dreifbýiis- knæpurnar í Fókusblaði morgundagsins er rætt við Rakel Þormarsdóttur sem bæði hefur snúið baki við lofandi ferli í knattspyrnu og módelbrans- anum, kíkt er á fáránleg umferðar- merki og ljósmyndarinn Brian Sweeney segir frá athyglisverðri fortíð sinni. Birt er úttekt á helstu pöbbum landsbyggðarinnar hring- inn í kringum landið og útskýrt af hverju styttan af Héðni Valdimars- syni er allt í einu farin að senda sms-skilaboð. Tvær landsbyggðar- hljómsveitir fá svo aðeins að rasa út í blaðinu. Haustar að í efnahagsmálum: Bankar vilja hafa borð fyrir báru - segja bankastjórar og auka framlög á afskriftareikninga „Við núverandi aðstæður er hyggilegt að auka framlög á af- skriftareikninga," sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- banka íslands hf., í samtcdi við DV í morgun. Eins og fram kemur í blaö- inu í dag hafa framlög á afskrifta- reikning útlána hjá íjármálafyrir- tækjum aukist á fyrri hluta líðandi árs í tæplega 3,4 milljarða kr. úr 2,3 milljörðum á sama tímabili síðasta árs. Þetta sést í hálfs árs uppgjörum banka og sparisjóða sem hafa verið kynnt að undanfömu. Halldór segir að afskriftasjóðir banka séu byggðir upp með tvíþætt- um hætti. Annars vegar sérgreind- ur sjóður, þar sem metin er áhætta af lánum til einstakra fyrirtækja miðað við aðstæður þeirra. Hins vegar almennur sjóður sem er al- mennt varúðarframlag. Aukningu á framlögum í þessa sjóði segir Hall- Björguðu Starfsmenn Jarðborana hf. sýndu ótrúlegt snarræði á þriöjudag er þeir björguðu manni á þrítugsaldri úr Ur- riðavatni í Fellum sem hafði fallið út- byrðis af litlum plastbát. Maöurinn var um 100 metra frá landi að vitja um silungsnet í vatninu þegar óhapp- ið varð. Það má segja að það hafi verið röð ótrúlegra tilviljana sem réði því að starfsmenn Jarðborana urðu varir við óhappið, en þeir sátu á kaffistofu sinni og höfðu verið að fylgjast með fálka út um glugga sem snýr að vatn- inu. Einn starfsmannanna, Hjörtur P. Garðarsson, sá þá manninn falla fyrir borð. Að sögn Hjartar stukku allir út Halldór J. Sólon Kristjánsson. Sigurösson. dór skynsamlega því harðnaö hafi á dalnum hjá mörgum fyrirtækjum. Til dæmis sé sú staöreynd auðsæ hjá fyrirtækjum sem skulda í er- lendum myntum en fá tekjur í ís- lenskum krónum. Þá hafi hluta- bréfaverð lækkað og vextir séu háir en öll þessi atriði hafi mikil áhrif á afkomu þeirra og þar með lánshæfi. í ljósi þess hafi framlög á afskrifta- reikninga bankanna verið aukin. manni frá Hetjurnar í Jaröborunum Þeir unnu hetjudáö. og gerðu kláran bát sem þeir höfðu til umráða. Fór Hjörtur ásamt félaga sin- um, Agnari Egilssyni, út til hjálpar manninum. Var hann búinn að fara þrisvar sinnum í kaf þegar þeim tókst að koma honum til bjargar og var maðurinn orðinn nær máttvana og „Við erum ekki að leggja fyrir til mögru áranna en menn kappkosta að hafa borð fyrir báru,“ sagði bankastjórinn. Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði að aukin framlög á afskriftareikning þar á bæ kæmi til af tvennu. Þannig hefðu útlán bankans aukist talsvert á siðustu misserum og eins prósents hlutfall af þeim væri ævinlega lagt fyrir í afskriftasjóð. Þá væri af bankans hálfu farið vandlega yfir allar stærri lánveitingar og athugað hvort veðtryggingar fyrir þeim væru nægjanlega haldgóðar. „Það er alltaf svo að þegar kemur niðursveifla í efnahagslifið aukast vanskil og skoða þarf málin betur. Því er alls ekki að neita að vanskil útlána hjá okkur hafa verið að aukast að undanfömu,“ sagði Sólon Sigurösson. -sbs drukknun mjög kaldur. Starfsmenn Jaröborana undrast hversu hratt allt gekk fyrir sig og segir Hjörtur að menn hafi far- ið þegjandi í sitt hlutverk eins og um þaulæfða björgun hefði verið að ræða. Hann telur að aðeins hafi liðið nokkr- ar mínútur frá því að maðurinn féll fyrir borð þar til þeir komu á vett- vang. Ekki þurfti að flytja manninn á sjúkrahús en hann fékk aðhlynningu á staönum. Ungi maðurinn var ekki í björgunarvesti og má því telja mikla mildi að ekki fór verr. Hann er hins vegar hvergi banginn og var í dag kominn aftur út á vatnið til aö vitja um net sín - en í björgunarvesti í þetta sinn. -FBH Mál Saharis: Prófmál um mannrétttindi barns - segir faöirinn „Við bíðum enn átekta en því mið- ur hefur ekki enn borist svar frá Hæstarétti. Ég vona sannarlega að það berist í tæka tíð og drengurinn þurfi ekki að fara utan á morgun," sagði Jakob Páll Jóhannsson, faðir Sa- haris Jakobssonar. Sahari, sem er níu ára gamall, hef- ur að undanfórnu barist sjálfur fyrir því að fá að búa hjá fóður sínum i Hafnarfirði en ekki hjá móður sinni í Frakklandi. Samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms Reykjaness rennur frestur fóðurins til að aíhenda drenginn móð- ur sinni út klukkan 15 á morgun. Jakob Páll sagði engar ráðstafanir hafa verið gerðar þess efnis að dreng- urinn haldi til Frakklands á morgun, það verði gert þegar og ef þar að kem- ur. Hann kveðst hafa fundið fyrir gríðarlegum stuðningi við mál Sa- haris í þjóðfélaginu og það beri að þakka. „Þetta er ekki forræðismál heldur er þetta aö minu viti prófmál um mannréttindi barns. Ég vona að okkur beri gæfa til að tryggja réttindi barna okkar i framtíðinni," sagði Jak- ob Páll Jóhannsson. Ekki náðist í lögmann móður drengsins í morgun. -aþ brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar i 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.il.is/rafport Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.