Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 27 I>V Tilvera Rosie Perez 37 ára Leikkonan og dansarinn Rosie Per- ez fæddist þann 6. september 1964 og er því 37 ára í dag. Hún fæddist í Brooklyn í New York og var ein af tíu systkinum. Þegar hún var að- eins tólf ára var hún sett á barna- heimili fyrir að hafa skorið konu á háls. Seinna meir tók hún sig á og fór í háskóla í Los Angeles þar sem hún var uppgötvuð á dansgólfí á skemmti- stað þar í borg. Rosie er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt í myndinni It Could Happen to You en mótleikarinn hennar þar var Nicolas Cage G lldlr Vatnsberinn (20. ian.-18. febrl: 1 k Einhver er í vafa um að éT~W það sem þú ert að gera i sé rétt. Þú skalt hlusta á það sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þín. Fiskarnlrng. fehr.-?0. marsl: Fyrri hluti dagsins kemur þér á óvart. Þú þarft að glíma við óvenjulegt vandamál. Þú verður þreyttur í kvöld og ætt- ir að taka það rólega. TirlTOiliPiMB" Imémíéméíí iáwl fyrir föstudaglnn 7. s eptember Hrúturinn (21. mars-19. april): . Vertu þolinmóður þó 'að þér finnist vinna annarra ganga of ^ hægt. Það væri góð hugmynd að hitta vini í kvöld. Nautlð (20. april-20. maí): Þér gengur vel að r leysa verkefni sem ollu þér vandræðum ___ fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegur. Tvíburarnir m. maí-21. iúni): V Einhveijar tafir verða /^^á skipulaginu en ekki _ / I láta þær koma þér úr jafnvægi. Dagurinn verður að öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Glúntarnir sungnir í Salnum um helgina Sneiðmynd af lífi tveggja stúdenta Reikna má með góðri stemningu í Salnum nú um helgina er Glúnt- amir hans Gunnars Wennerberg í þýðingu Egils Bjamasonar veröa fluttir þar. Það eru barítonsöngv- aramir Bergþór Pálsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson sem syngja við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Um tvenna tónleika er að ræða, á fostudags-og sunnudags- kvöld kl. 20. Þótt þessir sænsku stúdentasöngvar hafi verið kyrjað- ir til sjávar og sveita hér á islandi á árum áður er langt síðan þeir hafa hljómað hér á tónleikum. Iðrast daginn eftir „Glúntarnir birta okkur sneið- mynd af lífi tveggja stúdenta við Uppsalaskóla á nitjándu öldinni. Annar er busi, hinn er lengra kom- inn á námsbrautinni," segir Ólafur Kjartan. „Þeir eru næmir á um- hverfi sitt, þessir ungu menn. Stundum er minnst á ungar konur og stöku sinnum er glasi lyft en þótt þeir svaHi dálítið held ég að líferni þeirra hneyksli engan i dag. Þeir iðrast daginn eftir og þeir reyna að læra lexíumar sínar og eru ýmist glaðir eða hnuggnir." Jónas leggur áherslu á að um vandaðar tónsmiðar sé að ræða. „Þau em vel gerð þessi lög og mað- ur veröur ekki leiður á þeim. Stef- in eru á sveimi í kring um mann þegar maður vaknar á morgnana. Gunnar Wennerberg samdi þessar visur ungur og varð síðan tvívegis á lífsleiðinni kirkjumálaráðherra Svíþjóðar. Þá vildi hann nánast af- neita Glúntunum en nafn hans lif- ir sem höfundur glúntanna en ekki sem ráðherra." Hann segir Glúnt- ana hafa haft mikil áhrif á tónlist- arsögu okkar íslendinga. Bergþór bætir því við aö þeir séu til á ís- lenskri plötu í flutningi Ásgeirs Hallssonar og Magnúsar Guð- mundssonar en sú plata sé ófáan- leg og Ásgeir eigi hana ekki einu sinni sjálfur. Nýr flygill í Salinn Hverjum skyldi svo hafa dottið í hug að endurvekja Glúntana á ís- lensku nú? Ólafur Kjartan gengst við því. „Áhuginn á þeim hefur blundað í mér í nokkur ár,“ segir hann og kveðst hafa áttað sig á því er hann söng með Bergþóri í La Boheme sl. vetur að hann væri rétti maðurinn til að syngja Glúnta. „Svo fær Jónas að vera með!“ segir hann stríðnislega en bætir svo við: „1 alvöru talað þá Grallaralegir flytjendur Glúntanna Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan Siguröarson og Jónas Ingimundarson. þróaðist þetta í samvinnu okkar ill af Steinway-gerð verður vígður þriggja og við höfum skemmt okk- líka. Að sögn Jónasar býður hann ur vel.“ upp á allt aðra möguleika en Tónleikamir um helgina eru út- Bösendorfer flygillinn sem fyrir er. gáfutónleikar því diskur með efninu Og hann lýkur máli sínu með góðri kemur út á morgun, föstudag. Svo setningu fyrir Salinn: „Nú höfum eru þetta fyrstu tónleikarnir í Tí- við hér fullkominn konsertsal og brárröðinni í Salnum i Kópavogi og getum boðið bæði flytjendur og gesti stundin er stór því nýr konsertflyg- velkomna til dýrðarstunda. -Gun Town & Country: Ástarævintýri og lúxuslíf Krabbinn (22. iúní-22. iúlí): Vinur þinn á f basU með eitthvað og þú hefur aðstöðu til að hjálpa honum. Þú ger- ir eitthvað sem þú hefúr ekki gert lengi og sérð aUs ekki eftir því. Llónlð (23. iúií- 22. áaúst): I Þú kynnist manneskju ' sem á eftir að hafa djúpstæð áhrif á þig. Rómantíkin Uggur f loftinu og þú ert afar ánægður með gang mála. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Ekki eyða timanum í aUtof mikla skipulagn- p*ingu. Þú veist hvað þú ^ f þarft að gera og ættir að koma þér strax að efninu. Dag- urinn verður ánægjulegur. Vogin (23. sept.-23. okt.): y Dagurinn verður frem- ur viðburðasnauður en V f kvöldið verður hins r f vegar fiörugt og þú skemmtir þér vel í góðra vina hópi. Sporðdreki (24. okt.-2l. nóv.): Farðu varlega í Qár- málum og ekki treysta hveijum sem er. Þú ættir að gefa þér tíma tíl aði slappa af og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.t ----.Vinnan á hug þinn aU- Pan þessa dagana. Þú w verður að gæta þess að k særa engan þótt þú hafir Utinn tíma til að umgangast ástvini. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Ýmislegt skemmtilegt gerist í dag og þú verð- ur fyrir óvæntu happi seinni hluta dagsins. Nú er góður tími til að gera breyt- ingar. VIII bara Ellie Eftir nokkur ástarævintýri kemst Porter aö því aö hann vill bara Ellie. Rómantíska gamanmyndin Town & Country fjallar um lífið, ástina, vináttuna og ýmis vandamál sem fylgt geta hjónabandinu. Aðalper- sónur myndarinnar eru hinn mið- aldra Porter, konan hans Ellie og bestu vinir þeirra, Griffm og Mona. Þau fiögur lifa lúxuslífi þar sem ferðir til Parísar, kántríklúbbar og glamúrpartí í Hamptons eru dagleg- ir viðburðir. En bak við þennan æv- intýraheim leynist raunveruleikinn sem er langt frá því að vera fullkom- inn. Griffin játar nefnilega að hafa haldið fram hjá Monu konu sinni. Þetta veldur umbreytingum í lífi Porters sem uppgötvar að allir eru að stunda frábært kynlíf nema hann. Porter ákveður þvi að finna hvað það er sem vantar í líf hans og set- ur sér það markmið að lenda í ást- arævintýrum. Þar sem hann er rík- ur, myndarlegur og sjálfsöruggur eru konurnar fljótar að kasta sér í arma hans. Eftir nokkur ástarævin- týri gerir hann sér hins vegar grein fyrir því að hann viU EUie aftur en það gæti hins vegar verið of seint. Óhætt er að segja að leikaramir í myndinni séu ekki af verri endan- um og meðal þeirra eru Warren Beatty, Goldie Hawn, Andie MacDoweU, Diane Keaton, Garry Shandling, Jenna Elfman og Nastassja Kinski. Leikstjóri mynd- arinnar er Peter Chelsom sem leik- stýrði myndinni The Mighty. Town & Country verður frumsýnd á morg- un í Háskólabíói. Dýragarðurinn í Slakka: Tveim vikum lengra sumar Dýragarðurinn í Slakka í Bisk- upstungum á eftir að starfa fram að næstu helgi. Á sunnudag verð- ur lokað þetta árið. Sumarið er metsumar hvað varðar gesta- fiölda. Milli 19 og 20 þúsund manns hafa komið í garðinn. Venjan hefur verið sú að loka í ágústlok en í ár var framlengt um tvær vikur enda sérdeilis sumar- legt um að litast í garðinum. Sendlar óskast á dreifingu bladsins. Vinnutími er eftir hádegi eða eftir samkomulagi. Aldur 13 -15 ára. Uppiýsingar í síma 550 5746

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.