Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára________________________________ Kristinn Kristvar&sson, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. 85 ára________________________________ Bergþóra Sigmarsdóttir, Skipasundi 57, Reykjavík. 80 ára________________________________ ísólfur Þ. Eggertsson, Kambaseli 29, Reykjavík. 75 ára________________________________ Baldur Jónsson, Kumbaravogi, Stokkseyri. Guöný K. Valberg, Kambsvegi 34, Reykjavlk. Helgi Hallsson, Hjarðarhaga 11, Reykjavlk. Jóhanna Margrét Þorgeirsdóttir, Mosgerði 23, Reykjavík. Sigurður T. Zoega Magnússon, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. 70 ára________________________________ Guöiaug K. Runólfsdóttir, Hagamel 37, Reykjavlk. 60 ára________________________________ Borghildur H. Flórents- dóttir, Krummahólum 33, Reykjavlk. Eiginmaður Borghildar, Björgvin Hofs Gunnarsson, verður 70 ára þann 23.11. nk. I tilefni afmælanna taka þau á móti gestum I samkomusal Drangeyjar, Stakkahlíð 17, Reykjavlk, laugard. 8.9. frá kl. 20.00 Asa Aðalsteinsdóttir, Lálandi 18, Reykjavík. Bolli Magnússon, Heiðarhjalla 43, Kópavogi. Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2, Vestmannaeyjum. Guömundur H. Guömundsson, Jörfalind 2, Kópavogi. Sigurbjörn Stefánsson, Skólavegi 88, Fáskrúðsfirði. Skafti Þórisson, Mávabraut lb, Keflavík. 50 ára________________________________ Andrés Ólafsson, Dalbraut 25, Akranesi. Einar Árnason, Ekrusmára 5, Kópavogi. Grímur Thomsen Einarsson, Vættaborgum 156, Reykjavlk. Jakob Helgi Richter, Breiövangi 64a, Hafnarfiröi. Kristján Guömundsson, Brekku, Bessastaðahreppi. Lilja Sigurðardóttir, Torfufelli 3, Reykjavik. Ólöf Björg Karlsdóttir, Þóroddarkoti 3, Bessastaöahreppi. Pálína Þórarinsdóttir, Fjarðarstræti 2, ísafirði. Ragnheiöur Austfjörö, Rimasíðu 2, Akureyri. 40 ára________________________________ Ásta María Gunnarsdóttir, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Björn Auðunn Magnússon, Vesturbergi 159, Reykjavik. Friörik F. Sigurösson, Búhamri 50, Vestmannaeyjum. Jóhanna Sigríöur Emilsdóttir, Sambyggð 8, Þorlákshöfn. Ólafía Pálína Ragnarsdóttir, Mosarima 20, Reykjavik. SiguröurJensson, Reykjafold 28, Reykjavik. Sæbjörn Vignir Ásgeirsson, Ennisbraut 21, Ólafsvík. Viggó Þór Marteinsson, Kambsvegi 23, Reykjavik. Jóhann T. Bjarnason, Sætúni 5, ísafiröi, andaðist á Heilbrigöisstofnun ísafjarðarbæjar aðfaranótt þriðjud. 4.9. Kristín Jónsdóttir frá Flateyri, til heimilis í Drápuhlíð 5, lést á hjartadeild Landspítalans sunnud. 2.9. Smáauglýsingar vrnm 550 5000 'rrrrr............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... DV Sjötugur Sveinn Þórarinsson bóndi í Kolsholti í Villingaholtshreppi Sveinn Þórarinsson, bóndi í Kols- holti í Villingaholtshreppi, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Fagurhlíð i Landbroti í Vestur Skaftafellssýslu. Hann flutti með foreldrum sínum að Skeggjastöðum í Mosfellssveit 1940, að Úlfarsrá 1944 og að Láguhlíð í sömu sveit 1945 þar sem foreldrar hans byggðu upp nýbýli. Sveinn gekk þrjá vetur í Barna- skólann á Brúarlandi og var siðan í hópi 18 nemenda sem hófu nám við stofnun Unglingaskóla Mosfells- skólahverfis veturinn 1947-48 og 1948-49. Hann stundaði nám við Bréfaskóla SlS í fundarstjórn, skipulagi og stafsháttum samvinnu- félaga og bókfærslu. Þá stundaði hann starfsnám í vikutíma á Til- raunastöðinni á Sámsstöðum 1948. Sveinn starfaði við bú foreldra sinna auk tímabundinna starfa hjá Ræktunarsambandi Kjalarness- þings 1948-50 á jarðýtum, skurðgröf- um og við verkstæðisvinnu. Hann starfrækti vörubíl, mjólkurbíl eða hópferðabíl á árunum 1950-56, var í íhlaupavinnu á Bifreiðaverkstæð- inu Lágafelli 1953-56 og hjá Kaupfé- lagi Kjalamessþings 1965-67. Sveinn keypti býlið af foreldrum sínum í ársbyrjun 1957 og rak þar búskap með eiginkonu sinni til 1969. Þá festu þau kaup á Kolsholti I og hafa þau búið þar síðan en frá 1976 i félagsbúi með syni sínum og tengdadóttur. Auk nautgriparæktar og sauðfjár- ræktar voru aukabúgreinar, s.s. kom-, kartöflu- og rófnarækt, eggja- framleiðsla og kjúklingaeldi. Sveinn var formaður fyrsta nem- endafélags Unglingaskólans 1947^9, sat i stjórn UMF Aftureldingar 1949-57, þar af formaður i tvö ár, sat i stjórn UMSK 1953 og var fulltrúi á sambandsþingum þess, sat í stjórn Verkalýðsfélagsins Esju 1948-56, þar af eitt ár formaður, var einn af stofnendum framsóknarfélags Kjal- amessþings 1949, sat i stjóm og full- trúi þess á kjördæmisþingum um tíma, var í hópi stofnenda Kaupfé- lags Kjalarnessþings 1950, i stjórn þess 1963-69 og endurskoðandi þess um tíma, sat í félagsráði Mjólkurfé- lags Reykjavíkur og fulltrúi á aðal- fundum Mjólkursamlags Kjalar- nessþings, var fulltrúi í hrepps- nefnd Villingaholtshrepps 1978-94, fulltrúi á aðalfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1986-90 og tvisvar fulltrúi á aðalfundi Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga, í stjórn Búnaðarfélaga Villingaholts- hrepps og fulltrúi á nokkrum aðal- fundum Búnaðarsambands Suður- lands og á kjörmannafundum Stétt- arsambands bænda og sat í fulltrúa- ráði MBF 1976-96. Fjölskylda Sveinn kvæntist 20.10. 1956 Höllu Aðalsteinsdóttur, f. 25.11. 1935, kennara. Hún er dóttir Bjarnveigar Ingimundardóttur og Aðalsteins Ei- ríkssonar, kennara og fyrsta skóla- stjóra Reykjanesskóla við ísafjarð- ardjúp. Böm Sveins og Höllu eru Þórar- inn, f. 3.8. 1957, doktor í líffræði og dósent við HÍ, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Kristjönu Gunnars- dóttur, f. 13.7. 1959, MA í uppeldis- fræði og forstöðumanni hjá félags- þjónustu Reykjavíkurborgar, en börn þeirra eru Sveinn, f. 3.5. 1979, og Edda Sólveig f. 4.10. 1994; Aðal- steinn, f. 10.1. 1959, búfræðingur, kvæntur Kol- brúnu Jóhönnu Júlíusdóttur, f. 19.03. 61 búfræð- ingi en þau eru bændur í Kols- holti I og eru börn þeirra Hall- fríður Ósk, f. 29.1. 1980, en sambýl- ismaður hennar er Jón Valgeir Geirsson, f. 15.7. 1975, Sigmar Örn, f. 12.6. 1983, og Erla Björg, f. 15.9. 1987; Elín Bjarnveig, f. 3.1. 1960, stúdent, gift Einari Hermundssyni f. 23.11. 1955, en þau eru bændur í Egilsstaðakoti og eru börn þeirra Guðbjörg Hulda, f. 6.2. 1981, en unnusti hennar er Svanur Bjarki Úlfarsson, f. 18.4. 1980, Þorsteinn Logi, f. 22.10. 1982, Halla, f. 16.11. 1983, Laufey, f. 7.3. 1989, og Sveinn Orri, f. 15.2. 1996; Alda Agnes, f. 3.5. 1961, leikskóla- kennari í Reykjavík, en sambýlis- maður hennar 1979-82 var Haf- steinn Tómasson, f. 1.11. 1960, og er sonur þeirra Stefán Ágúst, f. 23.11. 1981, sambýlismaður Öldu Agnesar 1984-87 var Þorsteinn Valsson, f. 2.2. 1965, og er dóttir þeirra Agnes, f. 3.5. 1985, en sambýlismaður Öldu Agn- esar 1989-2000 var Kjartan Rolf Árnason, f. 13.9. 1957, og er sonur þeirra Aðalsteinn, f. 27.1.1990. Systkini Sveins: Valgerður, f. 18.7. 1922, Guðlaug, f. 7.12. 1925, og Ólöf, f. 18.9. 1928. Foreldrar Sveins voru Þórarinn Auðunsson, f. 15.5.1892, d. 24.6.1957, og Elín Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 7.7. 1898, d. 29.12. 1993. Þau bjuggu í Fagurhlíð, Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu 1922^0 en fluttu þar bæinn og byggðu steinhús og raflýstu 1922 með því að veita bæj- arlæknum undir íbúðarhúsið þar sem rafstöðin var í kjallara hússins. Þau fluttu í Mosfellssveitina 1940 þar sem þau voru leiguliðar í fimm ár eða þar til þau fengu úthlutað landi undir nýbýli úr landi Lága- fells sem hreppurinn keypti 1944 og stofnaði til átta nýbýla. Þar byggðu þau síðan öll hús með eigin höndum á 1945-48 án þess að nokkur iðnaðar- maður kæmi þar að nema Ólafur Jónsson, Reynisvatni, sem múraöi öll hús að utan í vinnuskiptum fyr- ir að Þórarinn lagði rafmagn í hús- in á Reynisvatni. Þórarinn var einn af stofnendum ungmennafélagsins Ármann i Land- broti 1909 og auk félagsstarfa var hann keppandi í sundi og glímu á fyrstu árum þess. Aldrei þessu vant er Sveinn ekki heima þessa dagana. Guðrún Benediktsdóttir matráðskona, Þrándarstöðum, Eiðaþinghá Guðrún Benediktsdótt- ir, matráðskona og bóndi að Þrándarstöðum í Eiða- þinghá á Austur-Héraöi, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist að Grund í Fáskrúðsfirði og ólst upp á Fáskrúðsflrði. Hún lauk unglingaprófl frá Bamaskólanum á Búðum, lauk gagnfræðaprófi frá Lundi í Öxar- firöi 1968 og stundaöi nám við Hús- mæðraskólann á Laugum 1971. Guðrún hefur verið bóndi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá frá 1972. Þá hefur hún auk þess starfað sem matráðskona. Starfsferill Guðrún giftist 21.7. 1973 Stefáni Hlíðari Jóhannssyni, f. 19.8. 1949, húsasmið. Hann er sonur Jóhanns Valdórssonar, bónda og múrara að Þrándarstöðum, og Huldu Stefáns- dóttur, húsfreyju að Þrándarstöð- um. Börn Guðrúnar og Stefáns Hlíð- ars eru Benedikt Hlíðar Stefánsson, f. 22.4. 1973, vélaverkfræðingur en Merkir Islendingar sambýliskona hans er Lára Garðarsdóttir; Jó- hann Erling Stefánsson, f. 14.6. 1975, bílstjóri, kvæntur Kristínu Karls- dóttur en sonur þeirra er Jón Gunnar, f. 20.4. 1993; Sigríður Hulda Stefáns- dóttir, f. 25.6. 1980, nemi en sambýlismaður henn- ar er Ingólfur Friðriks- son; Þorgerður Stefánsdóttir, f. 6.5. 1986, nemi. Bróðir Guðrúnar er Jónas Bene- diktsson, f. 18.8. 1953, sjómaður og smiður á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Guðrúnar: Benedikt Þórðarson, f. 7.11. 1919, d. 1963, sjó- maður á Fáskrúðsfirði, og Þorgerð- ur Guöjónsdóttir, f. 10.6. 1934, hús- móðir á Fáskrúðsfirði. Ætt Foreldrar Þorgerðar voru Guðjón Jónasson og Oddný Jónasdóttir. Þau bjuggu í Bakkagerði í Stöðvar- firði. Foreldrar Benedikts voru Þórður Gunnarsson og Guðrún Jónasdóttir. Þau bjuggu í Víkurgerði í Fá- skrúðsfirði. Rmmtugur wBm Jónas Kristmundsson parketslípari í Reykjavík Jónas Kristmundsson, parketslípari og starfs- maður í Áburðarverk- smiðjunni, Austurbergi 36, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Jónas er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Eft- ir að Jónas lauk almennu skólanámi vann hann verkamanna- störf. Hann var lengi á sjó en 1985 hóf hann parketslípun og lökkun og hefur stundað það síðan. Síðustu þrettán árin hefur Jónas unnið á vöktum í Áburðarverksmiðjunni. ásamt parketslípuninni. Jónas hefur verið virkur félagi í Félagi húsbílaeigenda. Fjölskylda Jónas kvæntist 14.12. 1979 Guð- nýju Zitu Pétursdóttur, f. 30.9. 1954, húsmóður. Foreldrar hennar voru Pétur Sigurbjörnsson, lengst af starfsmaður Eimskips i Reykjavík, og k.h., Svanlaug Sigurðardóttir húsmóðir. Jónas og Guðný eiga tvö börn, þau eru Hlynur Þór, f. 28.4. 1979, Sveinn Sölvason lögmaöur fæddist á Stóru-Grund í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 6. september 1722. Hann var sonur Sölva Tómassonar, stúdents, djákna og bónda á Stóru-Grund og í Miklagarði í Saurbæjar- hreppi, og síðar klausturhaldara á Munkaþverá í Öng- ulstaðahreppi, og Halldóru Jónsdóttur húsfreyju, dótt- ur Jóns Sveinssonar, umboðsmanns á Hraunum og í Tungu í Fljótum. Eiginkona Sveins var Málfríður Jónsdóttir en þau hjónin voru systkinabörn. Jón Jónsson, stúdent og landsþingsskrifari, var bróðir Halldóru, móður Sveins. Meðal sona Sveins og Málfríðar voru Jónar tveir, Jón, landlæknir í Nesi við Seltjörn, og Jón, sýslumaður í Eskifirði. Bróðir Málfríðar, konu Sveins, var Þórarinn Jóns- son, sýslumaður á Grund í Eyjafirði, ættfaðir Thorarensenættar og faðir Vigfúsar,. syslumanns að Sveinn Sölvason Hlíðarenda í Fljótshlíð. Annar sonur Þórarins var Stef- án Thorarensen er var aðstoðarmaður Sveins og síðar eftirmaður hans en síðar amtmaður á Möðruvöllum Sveinn lærði við heimaskóla, stundaði síðan nám við Hólaskóla og útskrifaðist þaðan frá Sigurði Vigfússyni rektor og Steini Jónssyni biskupi. Hann höf nám við Hafnarháskóla 1740 og lauk þaðan lögfræðiprófi 1742. Sveinn var skipaður varalögmaður í norður- og vest- uramtinu 1742, gegndi embætti lögmanns í forfóllum frá 1744 og að tók við lögmannsstarfinu að fullu 1746 og hélt því til æviloka. Hann hélt Munkaþverárklaustur eftir foður sinn og bjó þar til æviloka og hafði jafnframt með hendi fjárstjórn Hólastóls ásamt mági sínum og frænda, Þórarni Jónssyni sýslumanni. Sveinn skrifaði töluvert um laga- og refsimál hér á landi. Hann var þekkt skáld enda eru til eftir hann í handritum þó nokkrar rímur auk annála. : • i -: G .■:...; ‘ ~ . ;■; ■ záÁ iJ liá-ÍiiJS Jl. S!? verkamaður í Reykjavík; Ingibjörg, f. 15.9. 1983, nemi við FB. Sonur Jónasar frá fyrra hjónabandi er Egill Hilm- ar, f. 11.1.1977, verkamað- ur í Grundarfirði. Guðný á einn son frá fyrra hjónabandi, Pétur Frey Ragnarsson, f. 13.5. 1973, lagerstjóra hjá Hafn- arfjarðarbæ, kvæntur Hrafnhildi Elísabetu Halldórsdóttur. Bróðir Jónasar er Bjami Krist- mundsson, f. 12.5. 1954, vélstjóri í Vestmannaeyjum, og á hann tvær dætur, Erlu Sóleyju og Maríu Björk. Foreldrar Jónasar: Kristmundur Bjarnason, f. 14.4.1918, d. 15.12.1966, verkamaður í Reykjavík, og Ingi- björg Jónasdóttir, f. 9.5. 1924, hús- móðir. Ætt Foreldrar Kristmundar voru Bjarni Bjarnason og Anna Áskels- dóttir á Drangsnesi. Foreldrar Ingibjargar voru Jónas Sveinsson læknir og Sylvía Sig- geirsdóttir í Reykjavík. Jónas verður að heiman. IUULIÍ*~Z&£' lihVíillf.Hi Hilmar H. Grímsson, fyrrv. innheimtugjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Melgerði 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtud. 6.9. kl. 15.00. Útför Sigurrósar S. Siguröardóttur frá Landakoti I Vestmannaeyjum fer fram frá Landakirkju I Vestmannaeyjum laugard. 8.9. kl. 10.30. Hafsteinn Daníelsson, Furubyggð 8, Mosfellsbæ, veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju fimmtud. 6.9. kl. 10.30. Baldvin Rúnar Helgason, Smyrlahrauni 37, Hafnarfiröi, verður jarösunginn frá Hafnarfiaröarkirkju fimmtud. 6.9. kl. 13.30. Útför Valdimars Aöalsteinssonar, Hrauntungu 40, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstud. 7.9. kl. 13.30. ■ í yr j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.