Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Skoðun DV Verður virkjað fyrir austan? (Spurt á Akureyri.) Birgir Pétursson afgreiðslumaöur: Nei, en ég sjálfur er á móti spjöllum sem fylgia virkjun. Stefán Jökulsson sjómaöur: Já, mér finnst allt benda til þess. Stefán Tryggvason vélamaöur: Já, enda eru peningamennirnir löngu búnir aö ákveöa þaö. Sandra Magnúsdóttir húsmóöir: Þaö getur vel veriö, en ég hef sjálf ekki myndaö mér skoöun á þessu. Ólöf Árnadóttir húsmóöir: Já, ekki spurning. Viö eigum bæöi aö geta virkjaö og verndaö í senn. Björgvin Björgvinsson rafvirki: Þaö efast ég um, en hef ekki mynd- aö mér skoöun á málinu. Álver í Reyöarfiröi. - Austurlandi fórnaö fyrir norska hagsmuni? Er ísland norsk nýlenda? Einar Vilhjálmsson skrifar: Allt frá dögum Haralds lúfu tO okk- ar daga hafa Norðmenn nýtt auðlindir íslands að hætti nýlenduþjóða. Hákon gamli gerði íslendinga skattskylda sér 1262 og utanríkisverslun okkar var í höndum Norðmanna. Árið 1868 hófu Norðmenn sUdveiðar í íslenskri land- helgi og tóku sér aðstöðu á sjávarlóð- um á Seyðisfirði. Þetta varð upphafið aö umfangsmOdum sUdveiðum, þorsk- veiðum og hvalveiðum á íslandsmið- um, og sem stóðu í heila öld. ÖO þessi umsvif Norsara höfðu á sér snið ný- lendukúgara. Og ríkisvaldiö hér var máttlítið þá eins og nú. Á árunum eftir 1878 voru Norðmenn með um 180 skipa flota á íslandsmið- um, 90 nótalög og 1800 manna við sUd- arútveginn. Á árunum 1903 tO 1929 fluttu Norðmenn 4.639.110 tunnur salt- sUdar tO Noregs af íslandsmiðum og er þá ótalið það sem þeir fluttu tU ann- arra landa og aflinn sem lagður var á land á íslandi i bræðslu og salt. Á stríðsárunum hurfu Norðmenn af ís- Er hugsanlegt að efnahag- skreppan sem gengur yfir þjóðina nú sé hluti af undir- búningi stjómvdlda fyrir stór- iðjuframkvœmdir Norsk Hydro? landsmiðum en strax eftir stríðslok komu þeir aftur með stóran sUveiði- flota á miðin og voru þá betur búnir tU veiðanna en íslendingar. Á árunum 1995 tU 1999 keyptu ís- lendingar vörur af Norðmönnum fyrir kr. 81.556.000.000, en seldu þeim fyrir kr. 29.304.600.000. HaUinn af þessum viðskiptum var því kr. 52.251.400.000. Árið 1976 samdi íslenska ríkið við El- kemSpikerverket um byggingu jám- blendiverksmiðju á Grundartanga. ís- lendingar áttu 55% hlut en Norðmenn 45%. TU verksins var tekið 7 mUljarða lán hjá Norræna fjárfestmgarbankan- um. Járnblendiverksmiðjan tók tU starfa árið 1979 og tapaði einum mUlj- arði þetta fyrsta starfsár, þrátt fyrir lágt rafmagnsverð. - Áriö 1980 var tap- ið um þrír mUljarðar. Ef tU vUl gátu Norsarar stýrt af- komu fyrirtækisins, þar sem þeir önn- uðust bæði öflun aðfanga og seldu framleiðsluna. Þeir hafa máske haft í hendi sér að láta verksmiðjuna tapa og getað látið gróðann myndast af sölu að- fanga og afúrða. Lok þess hráskinna- leiks urðu þau að ríkið taldi þann kost vænstan að hætta félagsskapnum við Norsarana og lét þeim eftir eignarhlut sinn. Enn ætla Norðmenn að komast yfir auðlmdir íslands með hjálp ís- lenskra flugumanna sem aUtaf virðast reiðubúnir að endumýja Gamla sátt- mála. Ætla að fóma Austurlandi fyrir norska hagsmuni. - Er hugsanlegt að efnahagskreppan sem gengur yfir þjóð- ina nú sé hluti af undirbúningi stjóm- valda fyrir stóriðjuframkvæmdir Norsk Hydro? Heimilislausir í Reykjavík J.M.G. skrifar: Lengi hefúr ríkt neyðarástand í hús- næðismálum Reykjavikur. Valdamenn hafa reynt að þegja allt það mál í hel. Frá borgarstjóm heyrist það eitt að dýrt sé að taka á móti nýjum íbúum og sinnir því ekki íbúðaþörfmni. Hennar áhugamál em ráðstefhuhús og tónlistarhaUir. Nú er blaðran hins vegar sprungin og umræðan verður ekki stöðvuö héðan af. Það kom fram í DV um sl. helgi að bæt- ur tU 75% öryrkja em 61 þúsund krón- ur á mánuði. Svo lágar bætur leiða af sér eymd og volæði og jafnvel auðgunar- brot. Á sínum tíma hélt aUt „félagsvís- indafólkið" ráðstefiiu um fátækt. Ekki „Verkalýðsfélögin íReykja- vik hafa ekki tekið á þessum mikla vanda og þá heldur ekki Samfylkingin. Eða man einhver eftir að hún hafi vakið athygli á málinu?“ bætti sú ráðstefna mikið úr ástandinu, enda snerist ráðstefnan fyrst og fremst um það eitt að tala, að „greina vand- ann“, en síðan ekki söguna meir. - Að- gangur að ráðstefnu þessari var 1000 kr. svo að fólk á lægstu bótunum sást þar ekki. Ráðstefnan var því haldin fyrir aðra en það fólk. Verkalýðsfélögin í Reykjavik hafa ekki tekið á þessum mikla vanda og þá heldur ekki Samfylkingin. Eða man ein- hver eftir að hún hafi vakið athygli á málinu? Leiga fyrir tveggja herbergja íbúð í Reykjavík er hærri en bætur 75% öryrkjans. DV er eini fiölmiðUlinn sem hefur þó neytt hina sinnulausu félags- hyggjuforystu tU að tala. Það var það sem þurfti. Fátæktin er ekki tU að spauga með og á ekki að vera efni tU einskonar grínfunda fýrir hina efnuðu félagsvisindamanna - hinnar „nýju stéttar". Gervifyrirtæki í gjaldþrot Jón Stetönssonjkrifar: Engum er gerður greiði með því að halda fyrirtækjum á floti með þeim hætti sem hér hefúr lengi tíðkast, að safna skuldum á skuldir ofan, draga greiðslur tU viðskiptamanna og jafnvel starfsmanna. Slík fyrirtæki eru „gervi- fyrirtæki“ sem ættu að vera tekin tU gjaldþrotaskipta. Ég furða mig á Sam- tökum atvinnulífsins og fleirum sem breiða út þann boðskap að gjaldþrotahr- inu sé að vænta lækki Seðlabankinn ekki vexti veruiega. Þau fyrirtæki sem standa sig, og eru ekki „gervifyrirtæki", líkt og mörg í t.d. tölvu- og veitinga- bransanum eru, þola biðina á meðan grisjun gervUyrirtækjanna stendur yfir. Samtök atvinnulífsins funda Gjaldþrotahrina hverra? Hver rústar borgina? Kari Ormsson skrifar: Hafliði nokkur Helgason skrifar mér smá ádrepu í DV 3. þ.m. vegna pistUs er ég setti saman um R-listann og ástandið í miðborginni. - Jú, Hafliði, ég man tímana tvenna í miðbæ Reykjavikur, og ég man þá tíð að mað- ur gat farið óhultur um borgina okkar sér tU skemmtunar. Þú viðurkennir þó það sem Bubbi Morthens sagði um R- listann, en skrifar aumingjaskap R-list- ans á sjáifstæðismenn. Ég sagði hins vegar að þegar aUt væri komið í vand- ræði hjá R-listanum í miðborginni hrópuðu þeir á lögreglu. Sjálfstæðis- menn hafa ekki rústað borgina, og skiptir þá ekki máli hvort lögreglan er undir stjóm sjáifstæðismanna. Bubba þakka ég fyrir hreinskUni í tali sinu um R-listann. Afríkuferð ráðherra Haildóra GuOmundsdóttir skrifar: Ég er ein þeirra sem gagnrýni félagsmála- ráðherra fyrir afstöðu hans og túlkun á brunabótamatshækk- uninni. TUtölulega lítil umræða hefur verið um þetta stórmál. Kannski ekki furða þegar félagsmálaráð- herra fer úr landi aUa leið tU Suður-Afríku með fjölmennu fylgdar- liði. Skyldi sú ferð hafa verið nauðsynlegri en að vera hér á landi tíl andsvara fyrir mis- tökin sem hans ráðuneyti er í forsvari fyrir? Það þarf að grípa félagsmáiaráðherra glóð- volgan strax við heimkomu og krefia hann skýringa á breyttu brunabótamati fasteigna hér í Reykjavík. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra Afríkuferö númer eitt? i— ■H ■ • I Davíð hefur Þá er Davíð búinn að tjá sig um vaxtamálin. í Morgunblaðsfrétt í gær segir Davíð frá því að hann hafi ekki viljað segja mikið um vaxtamálin vegna þess að hann viU ekki vera að setja þrýsting á Seðlabankann. Sem kunnugt er hefur bankinn nú talsvert víðtækt frelsi viö mörkun peningamála- stefnu og á að gæta þess framar öUu öðru að halda stöðugu verðlagi í landinu. Þetta sjálfstæði bankans er talið gríðarlega mikilvægt og Davíð segir einmitt í Mogganum að hann hafi þagað tU að vega ekki að nýfengnu sjáU'stæði bankans. „Ég verð að halda mig til hlés í þessu til þess að gefa Seðlabankanum færi á að fara með þetta vald. Bankinn heyrir und- ir mig og ég verð að horfa til þess,“ segir Davið. Þessi hlið á Davíð kann að koma einhverjum á óvart, en þarna sannar hann í eitt skipti fyrir öU hve réttlátt stjómvald hann er og skilningsríkur þegar kemur að starfsemi ríkisstofnana. Augljós- lega verðskuldar hann aUa þá miklu aðdáun sem Garri hefur á honum. Smáfreisting En auðvitað hlýtur það líka að vera mikil freist- ing fyrir efnahagsmálaráðherra landsins, Davíð Oddsson, að hafa skoðanir á jafnmikilvægu máli og peningamálin eru. Enda kemur á daginn að forsæt- isráðherra getur ekki alveg neitað sér um að segja talað nokkur vel valin orð um efni málsins - þó svo auð- vitað að það kunni af einhverjum að vera túlkað sem vantraust á að Seðlabankinn kunni að fara með það nýfengna vald sem hann hefur yfir þessum málaflokki. Hér hefur í raun verið sköpuð fordæm- isgefandi regla varðandi svona mál, því nú má skU- greina sjálfstæði Seðlabankans þannig að sjálfstæöi bankans felst í því að Davíð segi ekkert um pen- ingamál í nokkra mánuði. Mörk þessa sjálfstæðis hljóta hins vegar að liggja einhvers staðar og nú erum við einmitt komin að þeim mörkum. Það er því tímabært að rjúfa þögnina og það hefur Davíð gert. Birgir og baksýnisspegillinn Úrskurðarorð Davíðs eru þessi: „En mín skoðun er þessi. Það eru að koma fram samdráttareinkenni og bankinn á frekar að horfa fram á við en aftur í þessum efnum.“ Tími sjálfstæðis Seðlabankans er þvi útrunninn og réttast fyrir bankann að drífa í að lækka vextina. Birgir ísleifur bankastjóri á nú að hætta að horfa í baksýnisspegUinn en horfa þess í stað á kreppuna fram undan, sem er kurteislegt orðalag yfir það að hann á að lækka vextina. Birgir ísleUúr getur ekki borið því við að hann átti sig ekki á að Davíð sé að setja á hann þrýsting, því Davíð talar mjög skýrt í þessum efnum. Hann seg- ist hafa þagaö um málið, gagngert til að forðast að setja þrýsting á bankann. Gagnálykti menn út frá þeirri yfirlýsingu, liggur í augum uppi að þegar Davíð talar um málið sé það gagngert til að setja þrýsting á bankann. Dagskipunin er því ljós: Lækk- um vexti! Garri Til vamar réttlætinu 160658-3719 skrifar: í bréfi Kristinar Pétursdóttur í DV 31. ágúst sl. kaUar hún mál Áma Johnsens „gjömingaveður". Situr þá stór hluti manna á Litla-Hrauni og víð- ar inni vegna einhvers „gjömingaveð- urs“? Frú min góð, ekki veit ég hvers konar kristindómur var messaður yfir Eyjamönnum. Hér á fastalandinu var okkur kennt nokkuð sem heitir rétt- læti, ásamt boðorðunum 10, en eitt þeirra hefur einmitt yfirskriftma Þú skalt ekki stela. Er Kristín tUbúin að fyrirgefa öUum þeim ógæfumönnum sem „varð á í messunni" en sitja þó inni og margir hverjir fyrir minna brot en þetta? - Það er greinUegt að hjá ykkur Eyjamönnum gUdir þetta gamla en slæma máltæki, að ekki er sama Jónsson eða Johnsen. ÍRÍMimillMI Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendureru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á .^gma póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.