Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 7 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 6000 m.kr. Hlutabréf 280 m.kr. Húsbréf 2600 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI v $ Össur 62 m.kr. Pharmaco 36 m.kr. íslenskir aöalverktakar 19 m.kr. MESTA HÆKKUN ! O Kaupþing 0,8% O Sjóvá-Almennar 0,7% O MESTA LÆKKUN OLandsbankinn 6,1% • Oíslandssími 5,5% O Búnaöarbankinn 3,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1037 stig - Breyting O -1,62% Flugleiðir semja við bandaríska ferðaskrifstofu Flugleiðir hafa náð samningum við stóra bandaríska ferðaskrifstofu um leiguflug milli Boston og fjög- urra áfangastaða í Karíbahafinu tvo næstu vetur. Fjárhæð samningsins við ferðaskrifstofuna GWV í Boston er um 1 milljarður króna. Samningurinn felur í sér að Flug- leiðir fljúga frá 15. desember - 15. maí frá Boston til Puerto Plata og Punto Cana i Dóminíska lýðveldinu, St. Marteen á Hollensku Antillaeyj- um og Liberia í Costa Rica. Flugleiðir nota i verkið 213 sæta Boeing 757-200 vél sem notuð hefur verið í leiguflugi m.a. fyrir Úrval- Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn hér á landi og fyrir Air Scandic í Bretlandi. íslenskar áhafnir Flug- leiða munu annast flugið að mestu leyti. Hin nýja leiguflugsdeild Flugleiða hefur haft veg og vanda af gerð samningsins, en henni er ætlað að annast og þróa vaxandi starfsemi Flugleiða á alþjóðlegum leiguflugs- markaði. Samningurinn er í sam- ræmi við þá stefnu fyrirtækisins að auka sveigjanleika í rekstrinum með leiguflugi yfir vetrarmánuðina. Bjarni eykur hlut sinn í Keflavíkur- verktökum Eisch Holding SA keypti í gær hlútabréf í Keflavíkurverktökum að nafnvirði 30 milljónir króna. Eign- arhlutur Eisch Holding er nú 20,1% eða kr. 62.800.000 að nafnvirði en var áður 10,4% eða kr. 32.500.000. Eigandi Eisch Holding SA er Bjami Pálsson. 06.09.2001 kl. 9.15 KAUP SALA BNpoHar 99,690 100.200 ; Œ-Pund 144,650 145,380 l+lkan. dollar 64,000 64,400 CSlDönsk kr. 11,8710 11,9360 HgjÍNorskkr 11,1450 11,2070 ESsmosk kr. 9,3410 9,3920 IHHn. maik 14,8558 14,9451 iH tlFra. franki 13,4656 13,5465 i HJ Belg. franki 2,1896 2.2028 Sviss. franki 58,4700 58,8000 EJhoII. gyllini 40,0818 40,3226 "^Þýsktmark 45,1617 45,4331 Oít. i|ra 0,045620 0,045890 iQPAust. sch. 6,4191 6,4577 ,;Port. escudo 0,4406 0,4432 , Spa. peseti 0,5309 0,5341 |[> ]jap. yon 0,822800 0,827800 lOlírskt pund 112,154 112,828 SDR 126,650000 127,410000 (|1ecu 88,3286 88,8594 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Framlag á afskriftareikning útlána eykst um helming Framlag á afskriftareikning útlána hjá fjármálafyrirtækjum hefur aukist um nærri helming frá því á sama tímabili í fyrra, eða úr rúmum 2,3 milljörðum í fyrra í tæpa 3,4 millj- arða í ár. Helstu fjármálafyrirtæki landsins ásamt sparisjóðum hafa ver- ið að senda frá sér árshlutauppgjör þar sem fram kemur alla jafna tölu- Afskriftareikningar Framlag á afskriftareikning útlána byrjar oftast að vaxa þegar um hægist í efna- hagslífinu BioStratum með 1.250 milljóna króna tap Bókfært tap BioStratum Inc. fyrstu sex mánuði ársins var 12,6 milljónir dollara, eða um 1.250 millj- ónir króna. Þett'a er meira tap en áætlanir gerðu ráð fyrir. Líftækni- sjóðurinn MP BIO hf., sem skráður er á Verðbréfaþingi íslands, er ann- ar stærsti hluthafi félagsins með 9,3% eignarhlut og er það langstærsta fjárfesting sjóðsins. Kaupverð eignarhlutar MP BIO í BioStratum Inc. var 768 milljónir króna en kaupin fóru fram í febrúar 2000. í nýframkomnu árshlutaupp- gjöri MP BIO var eignarhlutinn hins vegar bókfærður á 1.082 millj- ónir króna. Bókfærðar tekjur einungis 9% af áætlunum í frétt frá BioStratum kemur fram að helsta ástæða þess að afkoma fé- lagsins er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir er að bókfærðar tekjur tímabilsins voru aðeins tæpar 0,5 milljónir Bandaríkjadala eða um 4,9 milljónum dollara lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarútgjöld tima- bilsins voru 13,1 milljón dollara eða 2,3 milljónum dollara lægri en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir Tekið er þó fram að í ofannefnd- um tölum yfir tekjur tímabilsins er ekki tekin með 6 milljóna dollara greiðsla sem fyrirtækið fékk frá jap- anska lyfjafyrirtækinu KOWA vegna samnings um þróun og mark- aðssetningu á lyfinu Pyridorin í SA- Asíu. Sú greiðsla verður tekjufærð hlutfallslega til ársins 2005. Handbært fé BioStratum Inc. þann 30. júní var 9,6 milljónir Bandaríkjadala. Þurfa viðbótarfjármögnun Ljóst er að BioStratum mun þurfa að auka hlutafé sitt til þess að standa straum af rekstrarkostnaði næstu ára. Til stóð að skrá félagið á almennan hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum (NASDAQ) en sök- um erfiðra aðstæðna á hlutabréfa- mörkuðum hefur þeim áformum verið frestað. Þess í stað hefur félag- ið frá því í byrjun sumars unnið í samvinnu við fjárfestingarbankann UBS Warburg að lokuðu hlutafjárút- boði meðal valinna fagfjárfesta. í frétt BioStratum er tekið fram að ekkert liggur fyrir um hvaða aðilar kunna að kaupa hlut í félaginu né á hvaða gengi en almennt hefur fjár- mögnun líftæknifyrirtækja verið mun erfiðari á þessu ári en á und- anfórnum árum. Stefnt er að þvi að niðurstöður um hlutafjáraukningu BioStratum liggi fyrir á fyrri hluta fjórða árs- fjórðungs þessa árs. verð aukning á afskriftareikning út- lána. Ef tekin eru fjögur stærstu fjár- málafyrirtækin, íslandsbanki, Lands- bankinn, Búnaðarbankinn og Kaup- þing, þá jukust framlög á afskrifta- reikning útlána um að meðaltali 41%. Mest jukust framlögin hjá Lands- bankanum, eða um rúman hálfan milljarð króna. Stuttu á eftir honum kom íslandsbanki með 400 milljónir. Framlag á afskriftareikning útlána byrjar oftast að vaxa þegar um hægist í efnahagslíflnu þar sem erfiðara verður fyrir fyrirtæki og einstaklinga að standa í skilum við lánastofnanir vegna samdráttar í tekjum. Með mjög háu vaxtastigi í hagkerfinu, sem Seðlabankinn hefur haldið uppi síð- ustu ár, hafa líkurnar á því að bank- arnir lendi í meiri útlánatöpum því aukist. Framlag í afskriftareikning útlána endurspeglar ekki endanlega töpuð útlán heldur er um að ræða fjárhæð sem lögð er til hliðar til að mæta hugsanlegum útlánatöpum. Fjármálafyrirtæki meta sjálf framlag á afskriftareikning útlána og fer hann eftir efnahagsástandinu hverju sinni. Ef efnahagsástandið versnar aukast alla jafna framlög á afskriftareikning útlána fjármálastofnana. Uppl. gefur Ólafur í símum 421 4124 eða 892 1116. M-Benz 2540 Actoros, árg. 1998. Ekinn 276 þ. km, kojuhús, loftfjöðrun, ABS, EPS, ASR, 8 hjóla m/búkka, 7,40 m álkassi, 100% opnun, cruise control, vagnabremsa, loftflauta, 400 I áltankur, mjög gott útlit og ástand. Verð 5.500 þús. + VSK. Mercedes Benz SL 600 V-12, árg. 09/94, ekinn : 119 þ. km, vínrauður, allt rafdrifið, minni á sætum, aksturstölva, 18“ AMG álfelgur, skrikvörn. Driflæsing, Xenon Ijós, leðurinnrétting, GSM, CD, 1998 útlit, 394 hp, einn með öllu, skipti möguleg á ódýrari. Til sýnis á Borgarbílasölunnl. BMW 540i V-8, árg. 1997, steptronic, blásans, leðurinnrétting, 17“ álfelgur, TV, GSM, Navigation, allt rafdrifið, glertopplúga, 286 hp, aksturstölva, hiti í sætum og stýri, einn með öllu. {Skipti á ódýrari. Verð 3.600 þús. Stökktu til Svigrúm fyrir 1-2 pró- sentustiga vaxtalækkun Svigrúm er fyrir Seðla- bankann að lækka stýri- vexti sina um 1-2 pró- sentustig. Þetta kemur fram í nýútkomnu Mark- aðsyfirliti Greiningar ís- landsbanka. Þar segir að mat Grein- ingar ÍSB á verðbólgu- horfum gefi þetta til kynna. Hún spáir því að verðbólga muni um mitt næsta ár fara inn fyrir þolmörk peningastefn- unnar, sem er 4,5% verð- bólga, og að markmið Seðlabankans um 2,5% ___ verðbólgu árið 2003 muni nást. Spá Greiningar ÍSB byggist á því að framleiðsluspenna sem verið hef- ur í hagkerfinu hverfl á næstu miss- erum og að gengi krónunnar haldist nærri því sem það er í dag. Fram kemur að helstu óvissuþættirnir lúta að gengis- og launaþróun. „Hjaðni spennan hægar á innlend- um vinnumarkaði en gert er ráð fyrir i forsendum spárinnar er lík- legt að verðbólgan verði meiri. Hjaðni hún hins vegar hraðar, sem rétt eins gæti orðið raunin, má gera ráð fyrir því að verðbólgan verði Vextir Mat Greiningar ÍSB er aö Seðlabankinn vilji bíða þar til skýr teikn berast, m.a. frá vinnumarkaði, um aö farið sé að draga úr þenslunni. minni. Sömu sögu er að segja af gengisþróuninni en þar er óvissan talsverð þegar litið er til næstu missera,“ segir Greining ÍSB. Fram kemur að þrátt fyrir að for- sendur séu fyrir lækkun vaxta nú sé það mat Greiningar ÍSB að Seðla- bankinn vilji bíða þar til skýr teikn berast, m.a. frá vinnumarkaði, um að farið sé að draga úr þenslunni. „Greining ÍSB er því þeirrar skoð- unar að vaxtalækkun sé ekki líkleg fyrr en um eða eftir næstu áramót," segir í nýútkomnu Markaðsyfirliti. Liílaa; bfjframan > ’. i\ ós n»BTl “iiitl Costa del Sol 20. september í viku frá 39.985,- Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 20. september, í eina viku. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verðdæmi: Kr. 39.985 Verðdæmi: & 49.930 Verð fyrir mamiinn miðað við hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug, gisting, skattar. 20.sept., vikuferð. Verð fyrir manninn miðað við 2 í íbúð/studio, viku, 20. sept.. vikuferð. Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.