Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Fréttir I>V Slök útkoma Stöðvar 2 í fréttaáhorfi: Varla marktækt að mati fréttastjóra - Sjónvarpið fékk leyfi til að birta niðurstöðurnar Áhorf hefur minnkað á fréttir Stöðvar 2 í sumar samkvæmt ný- legri könnun en Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að menn hafl búist við því fyrst eftir til- færslu fréttatímans. Niðurstaðan sé innan þeirra marka sem búist hafi verið við og því standi alls ekki til að færa fréttatímann aftur. „Hins vegar vekur athygli mína að könn- un sé gerö á þessum timapunkti þegar sumarleyfi eru í hámarki og áhorf á fréttir ekki dæmigert." í því samhengi bendir Karl á að sterk- ustu áhorfshópar Stöðvar 2 séu á aldrinum 25-50 en eldra fólkið - sterkasti hópur RÚV - sé heima á sumrin. Könnunin sýnir að fréttastofa Sjónvarpsins hafði í sumar yfir- burði á fréttastofu Stöðvar 2. Nálega tvöfalt fleiri horfðu í júlí á fréttir Sjónvarpsins en Stöð 2 og segir Elín Hirst, staðgengill fréttastjóra Sjón- varpsins, að þrennt veki mesta athygli: „í fyrsta lagi er það hversu mikið bilið hef- ur breikkað milli Sjónvarps- ins og Stöðvar 2 eftir að þeir fluttu fréttatíma sinn fram til 18.30. Sá tími fellur áhorfend- um greinilega ekki nógu vel í geð. í ööru lagi sýnir könnunin að það er minna áhorf á sjónvarpsfréttir en venjulega enda er hún gerð um há- sumarið þegar fólk er í fríum og áhorfið stopulla. í þriðja lagi eru áhorfstölumar ekki sambærilegar viö þær sem við erum að fá út í stóru áhorfskönnunum frá Gallup sem gerðar eru tvisvar á ári því í þessari könnun er miðað við meðal- áhorf en í stóru könnunun- um er miðaö við uppsafnað áhorf. Það er því óhætt að bæta við 4-5 prósentum til að fá samanburðarhæfar tölur,“ segir Elín. Fyrirvarar eru um birtingu svona kannana en Gallup vann könnunina fyrir Islensku aug- lýsingastofuna. Segir um skýrsluna að hún og innihald hennar sé ein- göngu til innanhússnota hjá því fyr- irtæki eða þeim einstaklingi sem hana hafi keypt en Elín segir að Sjón- varpið hafi fengið leyfi fyrir birtingu upplýsinganna hjá íslensku auglýs- ingastofunni. Jafnframt hafi auglýs- ingastofan sent Skjá einum og Stöð 2 niðurstöðumar til að jafnræðis væri gætt. DV hefur helstu niðurstöður könn- unarinnar undir höndum og kemur þar fram að í júlí/ágúst horfðu 24% að einhverju leyti á fréttir Stöðvar 2 en tæplega 41% að einhverju leyti á fréttir RÚV. Tæplega 8% segja að áhorf á fréttir Stöðvar 2 hafi aukist eftir að fréttatíminn var færður fram til 18.30 á kvöldin en tæplega 41% segja að áhorf hafi haldist óbreytt. Ríflega 51% segir áhorf sitt á fréttir Stöðvar 2 hafa minnkað eftir að þær voru færðar fram til klukkan hálfsjö. Um 1.200 manns svöruðu í könnun- inni eða um 70% úrtaksins. -BÞ Elín Hirst. Urnsjón: Hörður Kristjansson netfang: hkrist@ff.is Ábyrgir menn! Útvarpsráð hefur margítrekað komist í fréttir fyrir að vera að vasast í ritstýringu dagskrárefn- is. Þetta hefur verið oftlega gagn- rýnt en pólitískt kjörnir útvarps- ráðsmenn verja slíka ritstýringu gjarnan með vísan í pólitíska ábyrgð útvarps- ráðs á rekstri stofnunarinnar. Mörður Árna- son komst þannig sem frægt varð i fréttir í vetur vegna af- skipta af texta I Eurovisionlagsins sem hann vildi láta syngja á ís- lensku. Nú heyrast tíðindi af öllu alvarlegra máli, en það er bullandi halli á rekstri stofnun- arinnar. Nú ber hins vegar svo við að á þessari framúrkeyrslu virðist útvarpsráð enga ábyrgð bera. Vísar Mörður nú á Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem beri endanlega alla ábyrgð á stofnuninni. Með öðrum orðum, útvarpsráð beri ábyrgð á dag- skrárstjórn en alls ekki einhverj- um leiðindum eins og aðhaldi í peningamálum...! Indverskur billjard Ræöismaöur íslands á Indlandi, Beep Hirlekar, færöi frænda sínum, Girich Hirlekar, sem er ræöismaöur Indlands á íslandi góöa gjöf á þingi ræöismanna á Grand Hótel. Þetta er eins konar indverskt billjardborö sem Beep baö frænda sinn aö færa íþróttasamtökunum á Akureyri. Hér tekur Girich viö gjöfmni sem frændinn haföi meö sér frá Indlandi. Eins og sjá má er billjardboröiö mun minna en þau sem íslendingar þekkja. Félag framhaldsskólakennara vill að ríkið aðhafist eitthvað: Vilja úttekt á afleiðing- um kennaraverkfalls - 11% féllu í MR í vor en aðeins 3,5% í hittifyrra Vandi RUV: Morgunútvarpið undir hnífinn? Mögulegt er að morgunútsendingar svæðisútvarpsins á Akureyri muni fara undir hnífinn. Eins og fram kom í DV í gær er mikill hallarekstur á RÚV og er stofnuninni gert að hag- ræða um 90 milljónir til áramóta. Eitt af því sem endurskoðað verður er starfsemi svæðisstöðvanna. Karl Eskil Pálsson, fréttamaður RÚ- VAK og staðgengill deildarstjóra, segir að engar breytingar hafi verið boðaðar starfsmönnum. Hins vegar séu flest mál til athugunar þegar skera á niður. „Það hefur ýmislegt verið uppi á borð- inu en menn hafa einna helst horft til morgunútsendinganna hérna,“ segir Karl Eskil. Einnig hefur verið skoðað hvort til greina komi að færa fréttatíma svæð- isstöðvanna fram. Auglýsingatekjur eru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir hjá RÚV en Karl Eskil hyggur að þokkalega hafi árað i þeim geiranum íyrir norðan. RÚVAK er eina útstöðin sem er með morgunútsendingu alla virka morgna. -BÞ Björn bíöur nefndarálits Björn Bjarnason menntamálaráðherra vill að svo komnu máli ekki tjá sig um þá rekstrarerfiðleika sem blasa við RÚV þessa dagana en eins og fram kom i DV í gær liggur beiðni frá Björn útvarpsstjóra hjá ráð- Bjarnason. herra um að fá að hækka afnotagjöld um 11,1% frá og með næstu mánaðamótum. „Ég hef falið nefnd með fulltrúum frá mennta- málaráðuneyti, tjármálaráðuneyti og ríkisendurskoðun að fara yfir íjármál RÚV og ætla ekki að segja neitt um málið fyrr en þeirri vinnu er lokið,“ sagði Bjöm Bjamason við D. -BG Eyþing styður Austfirðinga Aðalfundur Eyþings, samtaka sveit- arfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýsl- um, sem haldinn var í Hrísey, lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við áform um atvinnuuppbyggingu á Austurlandi í tengslum við nýtingu orkulinda í fjórðungnum. Aðeins einn þingfulltrúi var á móti. I ályktun aðal- fundarins segir að fundurinn vænti þess að úrskurður Skipulagsstofnunar um álver í Reyðarfirði verði til að tryggja að svo megi verða. -gk Kennarasam- band íslands vill að menntamála- ráðuneytið geri úttekt á afleiðing- um verkfalls framhaldsskóla- kennara sl. vetur. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að hún hafi ekki séð óyggjandi gögn sem styðji að brottfall nemenda hafi verið óvenjumikið í kjölfar verkfalls- ins en ástæða sé til að kanna það mál meö vísindalegum hætti og fá úr því skorið hvað verkfallið kostaði íslenskt samfélag. Skólastarf lamaðist í fram- haldsskólum um margra vikna skeið i fyrravetur og segir Yngvi Pétursson, rektor MR, að brott- fall nemenda þar hafi verið óvenjuhátt. Hann grunar að kenna megi kennaraverkfallinu að einverju leyti um en segir þó erfitt aö greina slíkt. Yngvi tekur undir með Elnu Katrínu um að gott væri að gera úttekt á afleiöing- um verkfallsins en erfitt gæti reynst að vinna slíka rannsókn. Rektor MR hefur tekið saman tölur um fall og brottfall siðustu þriggja ára fyrir DV og kemur þar fram að 7,8% nemenda hættu námi eöa féllu árið 1999, 11,5% árið 2000 en 13,1% í vor. Ef þeir eru aðeins skoðaðir sem sitja allt árið en falla hefur orðið athyglis- verð þróun. 3,5% heltust úr lest- inni árið 1999, 5,5% árið 2001 en heil 11% í ár. Rektor bendir þó að fleiri þættir en verkfallið kunni að spila inn i. Til dæmis ný námsskrá og hertar reglur um próftöku. Eftir þvi sem DV kemst næst er upp og ofan eftir framhalds- skólum hve mikinn skaða skóla- meistarar rekja til kennaraverk- fallsins. Þannig eru einhver dæmi um að brottfall nema síð- asta skólaár hafi varla veriö meira en í meðalári. -BÞ Elna Katrín Jónsdóttir. Veikleiki vitrings Sá kunni íslendingur Sir Magnus Magnusson fór á kost- um í ræðu sem hann hélt á ræð- ismannaþingi á Grand Hótel í vikunni. Magnus var um árabil með sjónvarpsþáttinn Master- mind í bresku sjónvarpi og þekking hans á hinum fjölbreytt- ustu málefnum er víðfeðm. Hann upplýsti þó í ræðu sinni að netvæðingin hefði reynst sér erfið. Þannig þýddi ekki að senda honum tölvupóst nema í kjölfarið fylgdi fax sem greindi frá skilaboðunum. Ræðismenn- irnir grétu úr hlátri þegar vitr- ingurinn upplýsti um veikleika sinn... Sendiherra íhugar Talið er að Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum, sé nú al- varlega að hugsa sinn gang varð- andi endurkomu í íslenska póli- tík. Stríðsmaðurinn Jón Baldvin mun vera orðinn frekar þreyttur á því að hjala í i kokkteilboðum | auk þess að hon- um hugnast litt I að yfirgefa merkasta sendi- ráð íslands í út- löndum til að verða sendiherra í léttvægara sendiráði. Jón Baldvin er enn á léttasta skeiði og að auki með glímuskjálfta þannig að víst er að hann muni hrista upp í is- lenskri pólítík ákveði hann að snúa til baka... Auökýfingar Tvær bækur um íslenska auð- menn eru væntanlegar á jóla- bókamarkaðinn. Annars vegar kortleggur Pálmi Jónasson sögu hinna ríku en hins vegar Sigurður Már Jónsson. Þeim félögum mun vera nokkur vandiá höndum því hrun á verði hlutabréfa hafa leitt til þess að sumir hinna ný- ríku lepja nú dauðann úr skel. Váleg tíðindi af markaðnum þýða væntanlega aö henda þarf út milljónamæringum og enn sér ekki fyrir endann á fækkuninni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.