Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tími risaeðlanna liðinn Ríkisútvarpið á í verulegum íjárhagsvandræðum. Frá því var greint í gær að rekstur stofnunarinnar stefni að óbreyttu í 300 milljóna króna halla. Tekjuáætlanir hafa brugðist, sérstaklega eru auglýsingatekjur mun minni en ætlað var. Launakostnaður hefur hækkað, sem og verðlag, auk þess sem óhagstæð gengisþróun hefur komið niður á rekstrinum. í hnotskurn er þetta þekkjanlegur vandi íslenskra fyrir- tækja nú um stundir, minni tekjur og aukinn kostnaður, ekki síst launakostnaður, og gengistap sem í heild skilar sér í verri afkomu, jafnvel taprekstri. Frammi fyrir þess- um vanda er ríkisfyrirtækið svifaseint og kallar eftir hækkun afnotagjalda. Almenningur, sem neyddur er til skylduáskriftar, skal bæta hallarekstrinum ofan á önnur útgjöld heimilisins. Einkafyrirtæki í sama vanda og Ríkisútvarpið hefði þeg- ar gripið til aðgerða til þess að snúa óheillaþróuninni við. Fyrirtæki sem ekki getur farið fram á skylduhækkun, eða komist á annan hátt í vasa skattborgaranna, hefði hagrætt í rekstri sínum til þess að bregðast við minni tekjum. Yf- irstjórn Ríkisútvarpsins hugleiðir þá leið að vísu með sam- drætti í dagskrárgerð, ráðningarstoppi og fleiri aðgerðum en virðist þó bíða með aðgerðir þar til svör fást við um- sókn um hækkun afnotagjalda frá næstu mánaðamótum. Rekstrarform Ríkisútvarpsins er úrelt, í því felst megin- vandinn. Æðsti yfirmaður þess, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, veltir því fyrir ser í nýlegum pistli á vefsíðu sinni hvernig laga eigi þessa stofnun að nýjum kröfum. Hann bendir á að erfitt hafi reynst að laga Ríkisútvarpið að nútímaháttum. Athyglisvert er, segir ráðherrann, að fylgjast með umræðum í Bretlandi en æ fleiri, þeirra á meðal vikuritið The Economist, hallist nú að því að tími BBC sem ríkisfyrirtækis sé á enda kominn. Breska ríkis- útvarpið hafi ekki þá sérstöðu lengur sem réttlæti að rík- ið reki það. Menntamálaráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að Rikisútvarpinu eigi að breyta í hlutafélag í eigu rikisins. Hiklaust á að ganga lengra og einkavæða stofnunina. Þótt færa megi rök fyrir þvi að eðlilegt hafi verið að rikið ræki útvarps- og sjónvarpsstöð eiga þau ekki við lengur. Einka- aðilar hér á landi, eins og í nágrannalöndum okkar, hafa sýnt fram á það að þeir eru fullfærir um þennan rekstur. Fjölmiðlarekstur á ekki að vera verkefni ríkisins. Engum dettur í hug að ríkið reki dagblað. Þau blöð sem eru á markaðnum standa og falla með því sem þau bjóða lesend- um sínum. Hið sama á að gilda á ljósvakamarkaði. Ríkisútvarpið á að selja og það er án efa góð söluvara. Nýir eigendur þess geta þá keppt við aðra ljósvakamiðla á jafnréttisgrundvelli, selt áskrift og auglýsingar. Telji þeir sig verða að hækka afnotagjöldin geta þeir gert það en kaupandinn hefur þá rétt á að segja áskriftinni upp, of- bjóði honum verðlagningin. Hann er ekki neyddur til kaupanna eins og nú er. Það er hreinlega út í hött að menn þurfi að láta skrásetja sig hjá opinberu apparati kaupi þeir jafn sjálfsagða neyslu- vöru og sjónvarpstæki. Slysist tveir á sama heimili til þess að kaupa hvor sitt tækið er heimilið þar með farið að borga tvöfalda áskrift. Þá líkist það hryllingssögum af „stóra bróður“ þegar fréttist af tæknirukkurum á þvælingi um borg og bý til þess að mæla hugsanlega sjónvarpsnotk- un á heimilum fólks. Ákall Ríkisútvarpsins um hækkun skylduáskriftarinnar nú minnir okkur á að tími risaeðlanna er liðinn. Jónas Haraldsson Skoðun Vitfirring eða vitkun Nú bryddar á nýrri aðskiln- aðarstefnu í Afríku sunnan- verðri, þ.e. viðsnúningur ný- lendustefnunnar gömlu. í Simbabwe vill Mugabe forseti svipta hvíta bændur löndum sínum með „afnýlendun11 og af- henda þau svörtum. Skítt með þjóðarhag, en landbúnaðaraf- urðir eru eini útflutningurinn; nýir landtökumenn kunna ekki til verka í nútíma landbúnaði og vilja það ekki. Ef snúa á klukkunni við verða réttlitaðir að stöðva ræktun og hefja smáhjarðbúskap, en bein aíleiðing af því er hungursneyð og hrun því íbúar eru of margir fyrir eftirsóknar- verða lifnaðarhætti fortiðar; bestu mjólk- urkúnum skal slátrað ef þær hafa rangan lit; enda flykkjast íbúar burt úr landinu. Flottræfilsháttur forsetans kostar vinnu- virði milljón manna, augljóst réttlætis- mál í stíl við aðra peningafursta. Norræn- ir vandamálafræðingar geta nú skilgreint þetta nýja réttlæti, vitkunina eða flrring- una. Ef vel er að gáð á bókasöfnum má likast til flnna skýringar á Flóabardaga og stríði íraka og írana til að kenna Bret- um um, þeir drógu jú vitlaus landamæri á vitlausum tímum. Jónas Bjarnason efnaverkfræOingur Nýlenduvörur Þeir sem komnir eru til ára muna að matarbúðir voru kall- aðar nýlenduvöruverslanir, en skelflleg ábyrgð og skömm hvíl- ir á því að hafa verið þjófsnaut- ar nýlenduvelda í aldir. Fáar vörur koma nú frá fyrrverandi nýlendum; minnast má á kakó, te, einhveija ávexti, krydd og kaffl eða flkniefni, jútastriga, hamp og kókoshnetur. í raun tæki enginn eftir því, nema löndin sjálf, ef viðskipti við þau legðust af en óráð væri að rifta þeim til að friðþægja þeim, sem sjá heimsins ógæfu í brölti nýlenduþjóða. íslendingar urðu aldrei það fjáðir að þeir yrðu einhvers virði sem skattlendingar, nema fyrir kaupmenn; þá má nú skamma fyrir flest eins og sumir hafa gert og svo ailt sem kapítaliskt er. Áður fyrr skrifuðu sigurvegarar mann- kynssöguna, en nú eru það þeir sem töp- uðu sem vilja umskrifa hana. Rómveijar voru í raun fyrsta alvöru nýlenduveldið og skattlendur þeirra náðu yflr stærsta hluta hins „þekkta heims“, en matarbúr þeirra var í Norður-Afríku. Ameríka öll var nýlendur í aldir sem og Afríkulöndin „Vissulega erframtíðin björt og lífskjörfara batnandi, en besta og kannski eina leiðin til að njóta þeirra er að loka augum og eyrum fyrir útburðarvœli mótmœlenda og öfgasinna; vissulega em þessa merki nú að sjá í mörgum löndum ríkidæmisins, ékki síst USA, sem má skamma fyrir állt. “ flest, Indland og mörg lönd i Austur-Asíu. Enn eru Normannar skammaðir í Englandi og Rússar hafa lengst af afneit- að þætti norrænna manna í landinu, nú eru bækur umskrifaðar. Þegar litið er til þjóðflutninga í lok fomaldar má sjá að norrænir menn óðu þvers og kruss yfir lönd í Suður-Evrópu og Norður-Afríku; orðin vandalismi og barbarar þýða rupl og skeggjaður ránslýður og tengjast þau mönnum sem réðust á hinn „siðvædda" heim, en nú er það menningarvottur að vera norrænn og skeggjaður; samið hefur verið nýtt Háttatal. Þegar allar óskir rætast Það eru tólf ár síðan að sú sem þetta skrifar flaug frá litlu ríki í Bandaríkjunum alfarin heim eftir tveggja ára nám. Á vellinum var sálu- félaginn þessi ár, yndisleg kanadísk skólasystir sem hafði verið besti vin- ur og staðgengill fjölskyldu allan þennan tíma. Hún hafði verið félags- skapur þær nætur sem við vöktum og unnum ritgerðimar okkar. Hún hafði komið með neyðarhjálp í veikindum, haldið óvænt upp á afmælið mitt og boðið öllum félögum okkar til veislu þegar ég útskrifaðist. Og við kvödd- umst með þau heit á vörum að sjást oft og missa ekki sambandið. Þetta fyrra klikkaði alveg, en við misstum ekki sambandið. Hún skrif- aði mér oft fyrstu árin og ég hringdi öðru hvoru í hana og talaði ævintýra- lega lengi. En við hittumst ekki. Einu sinni þegar ég átti leið um Flórída flaug það að mér að keyra alla leið norður bara til að hitta hana. En ekki varð úr því, enda það ferðalag hræði- lega margra sólarhringa ferð eftir einlitri hraðbrautinni nr. 95. Hún hefur ferðast nokkuð á þess- um árum, en allt innan Norður-Amer- íku og þá notað til þess bílinn sinn. Flugferð yfir Atlantshafið var ýmist alltof dýr eða gott verð í boði á óheppilegum tíma. En svo kom loks- ins að því. Eftir að hafa farið gegnum iiíSSMfcf „Þetta var rigning þar sem hver dropi var svo stór að hann skildi eftir Ijótan hlett á skyrtunum og nokkrir slíkir gegnbleyttu fötin. En Lónið var glœsilegt og þessi glæsilega rigning var bara til að minna á heppnina fram að þessu. “ - Við Bláa lónið. tíu ára múrinn án þess að hittast þá fór þetta að verða nokkuð aðkallandi. Og loks- ins gekk þetta allt upp. Hún var núna í júní með miða til íslands í höndum harðá- kveðin i þvl að heimsækja landið mitt og mig. Heimsóknin Þetta var frábær heim- sókn. Við höfðum auðvitað hvorug breyst nokkuð, þekktumst á vellinum undir eins og vorum fljótar að ná þessari góðu nálægð sem hafði ein- kennt samskiptin á námsárunum. Við lögðumst í ferðalög um landið með dæturnar í aftursætinu. Og hvernig sem á því stóð þá var eins og yfir okkur væri einhver blessun. Hvar sem við komum skartaði landið sínu fegursta og fólkið var glaðlegt og hjálplegt. Ættingjar i fjarlægum hér- uðum viku úr rúmi til að gesturinn langtaðkomni gæti hvílst, fiskar bitu á öngla úti á norðlægum bryggju- sporðum eins og einhver hefði mútað þeim og jafnvel golfkylfur hlýddu kaUinu í höndum hins erlenda við- vanings og kúlur flugu í miðnætur- golfi með fallegum hvin beint inn á grænumar. Til þess að kóróna þetta allt voru veðurguðirnir svo hliðhollir að lýsingu á veðrinu hvar sem við komum myndi enginn trúa. Það er ótrúlega gaman þegar hlut- imir hafa svona tilhneigingu til að ganga upp. Þegar allt sem maður tek- ur sér fyrir hendur æxlast þannig að það hefði ekki getað orðið betra. Þannig var allt okkar ferðalag. Síð- asta daginn hennar hér á landi fórum við í Bláa lónið á leiðinni á völlinn. Sígfríöur Björnsdóttir tónlistarkennari Þá rigndi. En meira að segja rigningin var ekki venjuleg. Þetta var ekki þessi venju- lega islenska rigning sem er svo létt í sér og dropasmá að maður veit aldrei hvort hún ætlar að ferðast lóðrétt eða lárétt. Þetta var rigning þar sem hver dropi var svo stór að hann skildi eftir ljót- an blett á skyrtunum og nokkrir slíkir gegnbleyttu fötin. En Lónið var glæsi- legt og þessi glæsilega rign- ing var bara til að minna á heppnina fram að þessu. Óvæntur glaðningur Við kvöddumst á vellinum og ég hraðaði mér aftur út í bíl þar sem þreyttar dæturnar biðu. Vinkona mín var alveg sjálfbjarga. Næsta dag hringdi hún og var dálítið hátt uppi. „Guess what happened?" sagði hún og tónninn í röddinni var hálfri átt- und ofar en hennar venjulega altrödd hljómaði að jafnaði. Hún hafði verið seinni en til stóð að afgreiðsluborð- inu vegna þess hve vel við skemmt- um okkur í Lóninu. Fyrir bragðið var búið að bóka vélina fulla og því ekki sæti fyrir hana. Henni bauðst að fljúga til annarrar borgar og þaðan á áfangastað sem auðvitað olli töfum. En fyrir ómakið fékk hún líka miða hjá Flugleiðum sem hún á að nota innan árs! Eftir tólf ára bið má því búast við að við hittumst innan árs og getum tekið upp þráðinn þar sem frá var horflð í þessari ferð. Ef þetta er ekki að endurnýja sam- bandið með stæl - þá veit ég ekki hvað! Sigfríður Bjömsdóttir Spurt og svarað Er rétt að hcekka afhotagöld Ríkisútvarpsins? iHi í Einn heimur - en hvers? Sumir mótmælendur heimskapítalism- ans vilja að bylting verði; bara einhver bylting. í frönsku byltingunni vissu menn heldur ekki hver útkoman yrði. Á sama hátt óska þess margir nú að sandur kom- ist í vélbúnað heimsvæðingar eða „Tsjemóbyl“ í viðskiptum, eða bara nýr skattur, sem súrsað getur líf mógúlanna. Þeir þeysa um heimsins höf eins og Hol- lendingurinn fljúgandi; rótlausir á gand- reið örlaganna, sem gert hafa þeim eirð- arleysi í blindu kapphlaupi við aðra lika. Þegar öllu er á botninn hvolft má gjörla sjá að glíman stendur um heiminn sjálfan með gæðum og gögnum. Hver á að fá að menga hann áfram og nota yflrborð hans til viðhalds þeirra lifnaðarhátta, sem menn telja sig eiga kröfú á til að þjónkast sinu sjónarhomi og tilkalli til óhófslífs og fordildar, fitu og flrringar? Vissulega er framtíðin björt og lífskjör fara batnandi, en besta og kannski eina leiðin til að njóta þeirra er að loka augum og eyrum fyrir útburðarvæli mótmæl- enda og öfgasinna; vissulega eru þessa merki nú að sjá í mörgum löndum ríki- dæmisins, ekk'i síst USA, sem má skamma fyrir allt. Jónas Bjamason Ummæli Ömurleg framganga „Undirstaða efnahagslegrar vel- gengni íslendinga byggist á því að við nýtum náttúruauðlindir okkar, sem fyrst og fremst eru sjávarfang og orka. Takist okkur það ekki get- um við ekki búist við því að við get- um miðað okkur við nágrannaþjóð- irnar um almenn lífskjör og mennt- unarstig, því peningar verða ekki til í bönkum og fj árfes tingarfyrirtækj - um. Þessar einfóldu staðreyndir hafa íslenskir vinstri menn alltaf skilið. Því er það ömurlegt fyrir okkur sem talið höfum okkur hing- að til til vinstri kants í íslenskum stjórnmálum að horfa á framgöngu stjómarandstöðunnar í virkjana- og stóriðjumálum á Austurlandi." Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í leiöara Austurlands. Samkvæmisleikur frá annarri öld „Muniði ekki þeg- ar allt í einu fylltust allir þættir í sjón- varpinu - ég man al- veg sérstaklega eftir Kastljósi Sjónvarps- ins, þar sem einu sinni í viku tromm- aði upp þessi nýja kynslóð sem ber- sýnilega skildi peninga; þið hljótið að muna þetta öll; þau sátu þarna þrjú, svona bjartleit og djörf, og áttu að ráðleggja fólki hvaða hlutabréf væri vænlegast að leggja eigur sínar í þá vikuna ... Svo er allt í einu eins og þessi samkvæmisleikur hafi til- heyrt annarri öld, sem hann gerði vissulega strangt til tekið, en þó eru ekki nema örfá misseri síðan þetta var talið gott og göfugt og ábyrgt sjónvarpsefni handa almenningi." Illugi Jökulsson í pistli á Stöð 2. Jón Ásgeir Sigurdsson, formaður Starfsmannasamtaka RÚV 2 Sigurður G. Guðjónsson, lögmadur og í stjóm Norðurljósa Steini Þorvaldsson útvarphlustandi ’ 1 RÚV ofiirselt geðþótta „Því miður er Ríkisútvarpið ofur- selt geðþótta ríkisstjórnarinnar þegar Sleppa ekki tang- arhaldinu „í sjálfu sér má alveg hækka af- notagjöldin upp í 3.000 krónur á u RÚV hluti af þjóðarvitund „Mér finnst að Rikisútvarpið eigi að vera áfram í ríkiseigu en tekjur n kemur að verðbreytingum á þjónustu. Víðast hvar á Vesturlöndum er starfrækt öflugt ríkisútvarp og þar breytist afnotagjald í takt við almenna verðþróun. Geðþótti ríkisstjórnar ræður ekki verðbreytingum. Hér fer kostnaður Ríkisútvarpsins vaxandi en stjórn- völd halda tekjum niðri. Þetta veldur því að starfs- menn vinna undir ofurálagi. Enn sem komið er treystir þjóöin Ríkisútvarpinu best af öllum fjölmiðl- um. En eitthvað hlýtur að láta undan, ef ríkisstjóm- in þverskallast við að hækka afnotagjaldið. Bestu kaupin á fjölmiðlamarkaði eru dagskrárefni Útvarps og Sjónvarps. En sílækkandi tekjur þrengja að dag- skrárgæðum. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar?“ mánuði og jafnvel meira, það er að segja ef fólk hef- ur eitthvert frelsi til að vera eða vera ekki í áskrift að þjónustu Ríkisútvarpsins. Starfsemi þeirrar stofnunar verður að standa undir sér eins og öll önnur starfsemi sem ríkið starfrækir í samkeppni við einkaaðila. Ég held að Ríkisútvarpið verði á næstu árum, hvort sem þaö verður stofnun eða hlutafélag, því stjórnmálamenn á íslandi munu aldrei sleppa því tangarhaldi sem þeir hafa á þess- um fjölmiðli til þess að koma að pólitískum sam- ferðamönnum í pólitískum tilgangi." á stofnunin að fá af fjárlögum og peninganna á að afla í gegnum hina almennu skattheimtu. Sjálfur hef ég búið víða um landið, meðal annars í af- skekktum byggðum, og þar er RÚV öryggistæki þar sem aðrar stöðvar nást ekki. í Suðurlands- skjálfunum sást vel hvert öryggishlutverkið er og af þeim náttúruhamförum gátu menn dregið álykt- anir og lærdóm um hvernig stofnunin getur enn betur uppfyllt skyldur sínar að þessu leyti. Sá hóp- ur fólks em ég þekki er á þeirri línu að RÚV skuli áfram reka með óbreyttu sniði, enda er stofnunin partur af þjóðarvitundinni." . HVENÆI? wTRJ \/ON Vl REP KOMS=í3T ± Ioee>W, vBe?0-ETR-E> iPCA Ólöf Guöný Váldimarsdóttir, arkitekt og varaþingm. Framsóknar Á móti auknum álögum „Ég er á móti því að leggja aukn- ar álögur á heimilin í landinu, ef ekkert kemur á móti. Eðlilegra teldi ég að leita annarra leiða ef Ríkisútvarpið þarf aukið tjár- magn, einkum og sér í lagi þar sem fólk getur ekki valið hvort það er í áskrift ef það á útvarps- eða sjónvarpstæki. Á meðan ríkið stendur i rekstri fjöl- miðlafyrirtækis teldi ég eðlilegt að rekstur þess yrði fjármagnaður með sköttum landsmanna og ég tel að stjórnvöld ættu að huga að þeirri leið. Rikis- útvarpið á djúpar rætur í þjóðarsálinni og menn- ingarsögu íslendinga - og því finnst mér eðlilegt að það sé ríkisrekið áfram.“ Leviqstur <sr á Landspitala vi€ HrlyiQ.bvöat, I y*QY' 9Stur biíiVieftiF’ 31; wennri SKurQafc9er5vör3Q > &2- VÍKbrJCLAMOLClCKllSEMBO Miðpunktar heimsins Sótt hefur verið um heimild til menntamálaráðherra til að hækka afnótagjöld í 2.500 kr. á mánuði tll að mæta fjárhagsvanda stofnunarinnar. Einhverjir varasömustu staðir í henni veröld hafa löngum verið hinir svoköll- uðu „miðpunktar heims- ins“ og er svo enn. í Morg- unblaðinu í vikunni var haft eftir rabbína sem hér var staddur og er leiðtogi gyðingasafnaðar á land- nemasvæðum í ísrael, að „trúað fólk hérlendis ætti að hafa í huga að Jesús Kristur hefði verið Gyðing- ur, af Guðs útvöldu þjóð. Kanaansland, ísrael, væri land Guðs útvöldu þjóðar og Jerúsal- em miðpunktur heimsins." Þeir sem svo þenkja, hvar í landi sem er og hvaða trúarbrögð sem þeir aðhyllast, eru nú jafn hættulegir og þeir hafa alltaf verið í sögunni. Hroki, þjóðremba og trúarofstæki af þessu tagi er görótt blanda. Miðpunktar heimsins hafa í gegn- um tíðina verið margir og víða og þjóðir sem hafa talið sig útvaldar af guðum og goðum af einhverju tagi sömuleiðis. Útvaldar þjóðir í mið- punktum heimsins hafa jafnan talið sig öðrum þjóðum og kynflokkum æðri og það hefur undantekningalít- ið leitt skelfingar yfir „óæðri“ mann- verur og oft ekki síður, þegar upp er staðið, fyrir hinar guðs útvöldu þjóð- ir sjálfar. Snorrabúðir Þúsund ára ríki Hitlers byggði, eins og flestum gyðingum er kunn- ugt, fyrst og fremst á þeirri hug- myndafræði að aríska ofurmennið væri öðrum kynstofnum æðri og að Stór-Þýskaland væri miðpunktur heimsins. I krafti þeirra trúarbragða var óæðri kynstofnum á borð við gyðinga og Slava slátrað kerfisbund- ið hvar sem til þeirra náðist. Róma- veldi var eitt sinn miðpunkrur heimsins eins og barbarar annarra landa fengu á að kenna. Nú er sú Snorrabúð stekkur. Bretland var um tima nafli alheimsins og enskir sjentilmenn á borð við Winston Churchill öxluðu byrðar hvíta mannsins og riðu glaðbeittir með blikandi sverð gegn hottintottum og öðrum blökkum og brúnum undir- málslýð. Japanar, synir sólarinnar, slátruðu á sinum tíma óæðri kyn- Jóhannes Sigurjönsson skrifar stofnum í Kína og Kóreu í krafti guðlegs uppruna keisara síns. Og Sovétmenn fóru brugðnum brandi um lönd og álfur útbelgdir af trúnni á heilagan Stalín, kommúnismann og móður- jörðina, enn einn miðpunkt heimsins. Svona mætti lengi telja. Fíll í glerveröld En þó strangtrúaðir gyð- ...... ingar telji Jerúsalem mið- punkt heimsins um þessar mundir, þá eru ugglaust fleiri sem telja það Washington sem er einmitt í guðs eigin landi, Bandaríkjunum. USA hefur líka mörg einkenni fyrri mið- punkta heimsins í mannkynssög- unni. Þjóðremba grasserar þar vestra og fullvissa um að Banda- ríkjamenn séu mestir og bestir á flestum sviðum og forsenda þessa er ekki sist landlæg fáfræði um restina af henni veröld. Annars er auðvitað ekki sanngjarnt að alhæfa um Bandaríkin (frekar en kannski aðrar þjóðir) því þar ægir öllu saman og þar er að finna dæmi um það besta og það versta í veröldinni og allt þar á milli. Nýlegt dæmi um bandaríska filinn í glervörubúð heimsins er eldflauga- vamakerfið sem Bush er að bisa við að byggja upp. Ef það kemur til með að virka, þá segja sérfræðingar að óvinaflaugum verði vissulega bægt frá Bandaríkjunum og aungvar vítis- vélar muni falla á ameríska grund. Vandinn sé hinsvegar sá að flaug- arnar muni samt sem áður falla eins og annað sem fer upp og þær muni væntanlega koma niður í Evrópu og víðar og springa þar með látum og illum afleiðingum fyrir nær- og jafn- vel fjarstadda. Vandinn er sem sé ekki leystur heldur aðeins fluttur til. Og auðvitað á þeim forsendum að það sé lífsnauð- synlegt að verja miðpunkt heimsins og guðs útvöldu þjóð en úthverfi ver- aldar og mannskepnur miöur guði þóknanlegar verði að mæta afgangi. Þeir sem svo þenkja, hvar í landi sem er og hvaða trú- arbrögð sem þeir aðhyllast, eru nú jafn hœttulegir og þeir hafa alltaf verið í sögunni. Hroki, þjóðremba og trúarofstœki af þessu tagi er görótt blanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.