Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 5 DV Fréttir Hafrannsóknastofnun of fljót að draga ályktanir: íslendingur í Taílandi: Liggur þungt haldinn á Vandamálið er ekki að það vanti fisk - það vantar að veiða til að gefa seiðunum svigrúm, segir Jón Kristjánsson Jón Kristjánsson fiskifræðingur segist ekkert geta sagt um af hverju seiði finnast nú mest fyrir Norð- austurlandi en ekki á mestu hrygn- ingarslóðinni fyrir vestanverðu landinu. Hann segir menn þó ekki geta dregið svona fljótt ályktanir um batnandi ástand út frá seiða- fjölda eins og Hafrannsóknastofnun gerir. Seiðin eigi eftir að ganga í gegnum langt ferli áður en þau verða að veiðanlegum fiski. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, taldi hins vegar í samtali við DV í gær að útkoman í heild væri mjög góð. Mikið var af þorskseiðum og vísitalan var með því hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsókn- irnar hófust árið 1970. Engin uppskera af margra ára góöri nýliðun „Nú er búin að vera góð seiða- gengd í mörg ár en samt erum við ekkert farin að uppskera af því. Vandamálið er ekki að það vanti fisk, það vantar æti og það vantar fyrst og fremst að veiða fiskinn. Við verðum að gefa þessum seið- um sem nú eru að koma pláss. Þess Vegna þarf að rýma til með veiði,“ segir Jón Kristjánsson. Hann segir að ef of mikið £é af þorski sem ekkert æti hafi þá leggist hann í afrán á sjálf- um sér. Hann éti sig hreinlega nið- ur. „Nú segja menn að það sé um að gera að geyma smáfiskinn til að geta veitt hann seinna. Ég spyr; hvenær á þá að veiða hann?“ Jón segir það athyglisvert að Hafrannsókna- stofnun tali nú um að áður fyrr hafi stórir seiða- árgangar alltaf gefið góða nýlið- un seinna. Þá hafi íslendingar hins vegar verið að veiöa grimmt ásamt Bretum og byrjað að veiða fiskinn á fullu þegar hann var orðinn eitt og hálft kíló. Samt hafi aldrei orðið aldrei viðlíka niðursveiflur og undanfar- in ár. Nú er lokað á alla veiði á fiski sem er undir 55 sentímetrum. Menn ætli þannig að geyma fisk- inn, en þá verði ekkert pláss fyrir ungviðið að vaxa upp. Það verði því að rýma til. Enn veriö að bíða „Lykillinn að uppskeru er að veiða. Nú á samt ekkert aö læra af mistökunum. Fyrir þrem árum voru menn loksins á því að þá hafi tekist þokkalega að byggja upp stofninn og nýliðun þá orðin góð. Svo klikkar það. Nú er nýliðun búin að vera góð í fimm ár og það er enn verið að bíða. Hvenær ætla menn að fara að veiða.“ Engin fiskifræðileg rök Jón gagnrýnir einnig kvótasetn- ingu á veiðar smábáta á ýsu, stein- bít og ufsa. Sex til átta hundruð tonna ýsuveiði smábáta í Hvalfirði verði nú t.d. aflögð þrátt fyrir að þessi staðbundni stofn sé van- veiddur. Hann segir því engin fiskifræðileg rök lengur fyrir til- vist kvótakerfisins. Þarna sé bara verið að útrýma samkeppni. -HKr. sjúkrahúsi Kitoi iatÁl,.) urinn varð íyrir Taílandi bil sem var ekið á íslendingur slas- miklum hraða fyr- aQjSt lífshættu- ir utan hótelið sem iega j biislysi í hann gisti á. byrjun ágúst. Hann var flutt- . ur lífshættulega slasaður á sjúkrahús í Pattaya og þaðan á sjúkrahús í Bang- kok þar sem hann dvelur enn. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var mann- inum ekki hugað líf fyrstu dagana en hann mun nú á hægum batavegi. Með- al meiðsla voru höfuðkúpubrot og opið lærbeinsbrot auk heilablæðingar. Stefnt er að því að flytja manninn heim með sjúkraflugi í næstu viku ef læknar telja hann hafa náð heilsu til svo langrar flugferðar. -aþ Skógarplöntuframleiðslu hætt á Vöglum í Fnjóskadal: Atlaga að byggð - í Hálshreppi, segir Verkalýðsfélag Húsavíkur íoyola Nesan Range Rover ford Chevrotet Suzuki Cherokee JrapWiliys Land Rover Musso Isuzu ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 t jeppa Jón Kristjánsson, fiskifræðingur. Jóhann Siguriónsson. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur mótmælt harðlega þeirri ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að hætta skógarplöntuframleiðslu hjá Skóg- rækt ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal en ráðuneytið hefur gefið út aö allri sölu skógarplantna hjá gróðrarstöðv- um Skógræktar ríkisins verði hætt nú í haust. í ályktun Verkalýðsfélags Húsavík- ur segir að afleiðingar sölubannsins verði að gróðrarstöðvar Skógræktar- innar verði af um 15 milljóna króna sértekjum á ári sem þýði verri rekstr- argrundvöll, fækkun ársstarfa og að ráðningar sumarvinnufólks dragist verulega saman. „Ljóst er að gangi þessi ákvörðun eftir er þar um að ræða alvarlega atlögu að byggð í Háls- hreppi sem þegar stendur veik fyrir,“ segir í ályktun Verkalýðsfélags Húsa- víkur. Félagið skorar á landbúnaðarráð- herra að endurskoða nú þegar þessa ákvörðun og efla í stað hennar starf- semi Skógræktarinnar á Vöglum með auknum fjárframlögum sem nýtist í því metnaðarfulla starfi sem þar fari fram. „Það verður ekki þolað að ríkis- stjórn íslands hafi frumkvæði að því að veikja atvinnuöryggi fólks og þar með byggðar á landsbyggðinni," segir í ályktuninni. -gk VÆNTANLEGIR Krókódílaskilti Mynd af krókódíium prýöir skiltið. Utlendingar hissa - á krókódílaskilti Feröalangar á leið til Húsavíkur hafa rekið upp stór augu undanfar- ið vegna skiltis sem staðsett er sunnan við bæinn. Skiltið er eins og Siglufjörður: Fjórir sóttu um prestsembættið Fjórir umsækjendur eru um stöðu sóknarprests á Siglufirði en staðan verður veitt frá næstu mánaðamótum. Umsækjendurnir fjórir eru sr. Sig- urður Ægisson, Halldóra Ólafsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnars- son guðfræðingur og Þórður Guð- mundsson guðfræðingur. -gk venjulegt umferðarskilti fyrir utan eitt smáatriði. Mynd af krókódílum prýðir skiltið og stendur „væntan- legir" fyrir neðan myndina. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, hefur stutt hugmyndir um krókódíla i affallsvatni á Húsa- vík og hefur yfirvöldum verið sent formlegt erindi vegna málsins. Bæj- arstjórinn segir að málið sé í bið- stöðu sem stendur en einhverjir húmoristar hafi komið skiltinu upp og Vegagerð ríkisins hafi ekki séð ástæðu til aðgerða. Hins vegar segir Reinhard að ítrekað hafi sést til út- lendinga sem eru að fletta orðinu „væntanlegir" upp í orðabók. Lái þeim hver sem viU. -BÞ Seckmann) |yjeð yfjrburöi á þýskum markaði Hreinsiefni í sérfiokki HREINSIEFNI FYRIR LITASMIT Fór rauður sokkur í vélina með hvíta þvottinum? -ekkert mál, Colour RunRemover bjargar þvottinum þínum. Notið ekki á gerfiefni. BLETTATÖFLUR Frábært efni. Ein tafla í vélina með þvottinum. Þvottaefni eins og venjulega - og þvotturinn verður skínandi hvítur. GARDÍNUHREINSIDUFT Hreinsar gluggatjöldin og fjarlægir fitu og nikotíngulu. BLETTAHREINSIDUFT - sem á engan sinn líka. Hefur þú viðkvæma húð? Þolir þú illa sterk þvottaefni? Dr. Beckmann blettahreinsiduftið leysir vandann. Duftið er fyrir mjög óhreinan þvott og þá sem ekki þola sterk þvottaefni. Ath. Öll efnin brotna 100% niður í náttúrunni. Engin kemísk efni. Ofnæmisfrí! Útsölustaðir: Elko 11-11 Fjarðarkaup Hagkaup Húsasmiðjan Kjöthöllin Krónan Nettó Nóatún Nýkaup Samkaup Þín verslun ÁSVÍK EHF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.