Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Utlönd 9 DV Átök fyrir botni Miðjarðarhafs þrátt fyrir friðarviðleitni: Pútín sendir fulltrúa sinn á óróasvæðið Þrátt fyrir friðarviðræöur þeirra Javier Solana, yfirmanns öryggismála ESB við Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta við Ariel Sharon, forseta ísraels, á dögunum, héldu ísra- elar áfram hernaðaraðgerðum á óróa- svæðinu heima fyrir í gær, með því að skjóta tveimur öflugum sprengjueld- flaugum á höfuðstöðvar „Force 17“, öryggissveita Palestinumanna, í bæn- um Beit Hanoun á Gazasvæðinu. Flugskeytunum var skotið frá herstöð ísraelsmanna við landamærabæinn Erez og særðist einn maður í árásinni auk þess sem húsnæði öryggissveit- anna var lagt í rúst. Árásin var gerð í kjölfar skotárásar Palestínumanna á óbreytta borgara í Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem einn ísraelskur borgari særðist. Talsmaður ísraelshers sagði herinn gera allt til að vernda ísraelska borg- ara á svæðinu og eldflaugaárásin hefði verið ákveðin eftir stöðugar skotárásir Palestinumanna á ísra- elska borgara síðasta sólarhringinn. - Allt í rúst Höfuðstöðvar öryggissveita Palestínumanna, „Force 17“ á Gaza- svæðinu, voru lagðar í rúst í sprengjuárás ísraelsmanna í gær. Eldílaugunum var skotið aðeins stundu eftir að palenstínskur embætt- ismaður hafði tilkynnt að þeir Arafat og Shimon Peres myndu væntanlega hittast á fundi í næstu viku, en fund- urinn mun haldinn að frumkvæði Javier Solana, öryggisfulltrúa ESB, sem hitti Peres og tvo forystumenn Palestínumanna á fundi fyrr i vik- unni. Fundarstaðurinn hefur ekki enn verið ákveðinn, en líklegt talið að hann verði einhvers staðar fyrir botni Miðjarðarhafs, eða jafnvel á Ítalíu i tengslum við efnahagsráðstefnu sem þar verður haldin um helgina. Ariel Sharon, forseti ísraels, átti á dögunum fund með Vladimir Pútin Rússlandsforseta í þriggja daga heim- sókn sinni til Rússlands, en þar reyndi hann að knýja Rússa til frekari afskipta af deilumálunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Pútín tók málaleitan hans vel og ákvað samkvæmt beiðni bæði ísraela og Palestínumanna að senda þegar sérstakan fulltrúa sinn, Andrei Vdovin, á átakasvæðið til að kanna ástandið. A vettvangi glæpsins Laganna verðir í Simi-dal, skammt frá Los Angeles í Kaliforníu, bera saman bækur sínar fyrir utan hús þar sem vopn- aður maður varð þremur að bana í gær. Að sögn sjónvarpsstööva í borginni voru tvö fórnarlambanna ung börn en lög- reglan gat ekki staðfest það í gærkvöld. Tveir táningar urðu einnig fyrir skotum i árásinni og þriöji unglingurinn særð- ist einnig. Meintur byssumaður flúði af hólmi og i morgun var ekki búið að handsama hann. Ráðstefna SÞ um kynþáttahatur: Ný drög aö lokaskjali Stjómvöld i Suður-Afríku lögðu í morgun fram endurskoðuð drög að lokayfirlýsingu ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um kynþáttahatur sem stendur yfir í Durban. Vonast er til að nýju drögin verði til þess að Evrópusambandið kalli ekki full- trúa sína heim vegna deilna um orðalag um deilumar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Við erum nýbúin að fá tillögu um Mið-Austurlönd frá suður- afrískum forsetum ráðstefnunnar," sagði erindreki ESB við fréttamann Reuters í Durban í morgun. Hann vildi ekki skýra nánar frá tillög- unni. Evrópusambandið dró i gærkvöld til baka hótun sina um að hætta þátttöku í ráðstefnunni ef arabarík- in héldu til streitu kröfum sínum um að fundurinn lýsti ísrael sem rasistaríki. Ráðstefnunni lýkur á morgun ef Indíáni í Suður-Afríku Þessi ábúðarmikli indíáni heitir Matt- hew Coon Come og er formaður samtaka frumbyggja í Kanada. Hann er í Suður-Afríku að fylgjast með ráð- stefnu SÞ um kynþáttahatur. allt fer samkvæmt áætlun. Hún hef- ur hins vegar nánast verið óstarf- hæf frá því á mánudag þegar Banda- ríkin og ísrael kölluðu sendinefndir sínar heim vegna kröfu araba um fordæmingu Israelsríkis. Þá hefur djúpstæður ágreiningur milli Afríkuríkja og fyrrv. nýlendu- velda, um hvort þeim síðarnefndu beri að biðjast afsökunar á þræla- sölu undanfarinna alda, einnig gert ráðstefnufulltrúum erfltt fyrir. Skipuleggjendur ráðstefnunnar i Durban höfðu gert sér vonir um aö hún myndi marka tímamót í barátt- unni gegn kynþáttamisrétti í heim- inum. Samningaumleitunum um breytt orðalag draganna að lokayflrlýs- ingu var slitið fyrr en ætlað var I gærkvöld og Suður-Afríkumönnum falið að leggja fram nýjan texta fyr- ir dagrenningu í morgun, texta til samþykkis eða synjunar. M. Benz ML 270 CDI. 01/00, ek. 85 þús., ssk., geisli, ABS, hraðastillir, álfelgur, loftkæling, dráttarkrókur o.fl. Verð 4.350 þús. Opel Vectra GL 02/95, ssk., ek. 119 þús., álfelgur, 2000 cc, rafdr. Verð 690 þús. Tilboð 550 þús. Toyota Yaris Luna, 12/99, 5 gíra, 1300 cc, ek. 30 þús. Geisli, ABS, vindskeið, Rafdr. o.fl. BMW 316i COMPACT, 04/00, ssk., ek. 26 þús., geisli, ABS,16“ álfelgur, rafdr. o.fl. Verð 1.850 þús. MMC Pajero Long Dísil Turbo, 04/95, 2800 cc, ssk., ek. 161 þús., álfelgur, aksturstölva, dráttarkrókur, vindskeið, Intercooler, rafdr. o.fl. Verð 1.590 þús. M. Benz A 140 Classic, 04/00, ek 11 þús.,5 gíra, geisli, álfelgur, vindskeið, saml.,Rafdr. o.fl. Verð 1.790 þús. Tilboð 1.590 þús. Daihatsu Terios SX 05/98, ssk., ek. 38 þús., 4x4, álfelgur, rafdr. o.fl Verð 990 bús. Daewoo Leganza CDX Executive, 04/99, ssk., leður, hraðastillir, loftkæling, ABS, toppl., geisli, rafdr. p,fI Verð 1.950 þús. Áhv. 650 þús. Subaru Legacy GLI 2000, st.,07/97, ek. 58 þús, 5 gíra, álfelgur, Rafdr. o.fl. Verð 1.290 þús. Áhv. 800 þús. Honda Civic V-Tec H/B, 03/00, 1500 cc, 5 gíra, geisli, ek. 22 þús. Rafdr. o.fl. Verð 1.490 þús. » ** Yfir 1000 bílar á skrá hjá okkur á www.bHaholHn.is VW Golf Basicline, 10/98, 5 gíra, 1400 cc, ek. 40 þús. ABS, álfelgur, vindskeið o.fl. Verð 1.250 þús. Vísa- og Euro-raðgr. Löggild bílasala. Vantar bíla á skrá og á staðinn með 100% lánum. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is TAXI TAXI TAXI...M. Benz 300D turfoo 08/98, ssk., ek. 175 þús., geisli, ABS, þjófavörn, hraðastillir, álfelgur, loftkæling, taxapakki og leður.rafdr. o.fl. Verð 2.990 þús. VW Passat 1,8, 4-Motion, 06/99,5 gíra, ek. 42 þús., geisli, ABS, topp-lúga, þjófavörn, álfelgur.dráttarkrókur, rafdr. o.fl. Verð 1.890 þús. Áhv. 1.250 þús. Subaru Impreza sedan 4wd. 06.00 ,ek, 23 þús., 2000 cc, ssk., geisli, ABS, álfelgur, vindskeið, vetrardekk rafdr. o.fl. Verð 1.790 þús. VW Caddy, árg. 99, vsk-bíll.5 gíra, 1600 cc, saml. Verð án vsk. 760 þús. Lexus IS 200, 05/01, nýr bíll, 6 gíra 6 diska spilari, ABS, loftkæling, álfelgur o.fl. Verð 2.900 þús. ■ Tilboð 2.750 þús. staðgr. Mazda 626 GLXI, 2,0 st. 04/99, ssk., ek. 19 þús., geisli, ABS.álfelgur, hraðastillir, rafdr. o.fl. Verð 1.870 þús. Tilboð 1.750 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.