Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 2
2
MANUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
Fréttir
X>v
Sjúkraliðar boða þrjú þriggja daga verkföll - krafan er:
Skipar kærunefnd
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
hefur á grundvelli
laga um opinber
innkaup skipað í
kærunefnd útboðs-
mála. Dr. Páll Sig-
urðsson prófessor
er formaður nefnd-
arinnar og aðrir nefndarmenn eru
dr. Anna SofHa Hauksdóttir pró-
fessor og Sigfús Jónsson, fyrrver-
andi forstjóri.
Fauk út af
Bíll fauk út af veginum um Fróð-
árheiði um kl. hálffimm í gær. Að
sögn lögreglunnar í Ólafsvík fór
bíllinn á hjólunum 4-5 metra niður
og varð að ná honum upp á veg með
kranabíl. Þýskt par var í bílnum og
slapp það ómeitt.
Kafbátur í Reykjavíkurhöfn
Pólskur kaíbátur lagðist að
bryggju við Korngarð í Reykjavík
síðastliðið laugardagskvöld. Fyrst
sást til bátsins úti fyrir mynni
Hvalfjaröar. Hann kom hingað frá
flotaæfmgu suður af landinu en
hætt var við æfinguna eftir hryðju-
verkaárásina á Bandaríkin. Kafbát-
urinn fer frá Reykjavík á þriðju-
dagskvöld.
Þarf ekki leyfi annarra
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd -
hefur lagt fram tillögur um hunda-
hald í borginni. Ef þær verða sam-
þykktar í borgarstjórn þarf ekki
lengur að fá samþykki annarra eig-
enda í gölbýlishúsum fyrir hunda-
haldi nema í þeim tilvikum þar sem
inngangur er sameiginlegur. Hund-
arnir mega hins vegar ekki dvelja i
sameign húss eða á sameiginlegri
lóð. -MA/-Kip
Einkavæðing Símans
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra, Friðrik Pálsson, stjórnarfor-
maöur Símans, Þórarinn V. Þórar-
insson, forstjóri Símans, og Hreinn
Loftsson, formaður einkavæðingar-
nefndar, sátu fyrir svörum á fundi á
Hótel Loftleiðum í gær um einka-
væðingu Símans.
Þetta var í fyrsta skiptið sem út-
boðs- og skráningarlýsing vegna
einkavæðingar Símans var gerð op-,
inber.
Forsvarsmaður
sjúkraliða, sem
hafa verið samn-
ingslausir í nærri
ár, segir með ólík-
indum hvemig rík-
isstjórnin hafi ráð-
ist að heilbrigðis-
kerfi landsmanna.
Jón Kristjánsson
Kristjánsson. heilbrigðisráðherra
sagði í gærkvöld að
slík ummæli væru fjarri öllu lagi og
sögð í hita leiksins þegar deila
sjúkraliða og ríkisins er komin á
verkfallsboðunarstigið.
„Þetta ástand er með öllu óviðun-
andi, samningar hafa verið lausir í
nærri því ár og það vildi enginn frá
ríkinu ræða við okkur lengi vel. Við
höfum borið okkur saman í launa-
baráttunni við lögreglumenn og toll-
verði og við sjáum enga ástæðu til
að sjúkraliðar, með þá menntun
sem þeir hafa að baki, hafi lægri
grunnlaun en þessar karlastéttir.
Þarna munar gríðarlega miklu og
kraTa okkar er að grunnlaun verði
hin sömu,“ sagði Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Sjúkraliða-
félags íslands, í gærkvöld. Hún seg-
ir að sjúkraliðar hafi 72,2% af
grunnlaunum tollvarða.
Sjúkraliðar boða þrjú þriggja
daga verkfoll og það fyrsta verður 1.
október. Rúmlega 600 sjúkraliðar
starfa á Landspítalanum einum en
auk þess á öðrum sjúkrahúsum,
heilsugæslustöðvum, dvalarheimil-
um og í félagsþjónustunni. Sagði
Kristín að verkfallið kæmi mjög illa
niður á sjúkrahúsunum en lengur
yrði ekki beðiö. Ógnvænleg staða
kæmi upp. „Þetta bitnar því miður
mest á þeim sem síst skyldi en stétt-
in getur ekki starfað við þessi kjör,“
sagði Kristín.
„Ég get ekki séð að karlastörf eigi
að vera svona miklu betur launuð.
Við höfum núna sent þetta mál til
kærunefndar jafnréttismála og mér
skilst að taka eigi málið fyrir á
föstudaginn," sagði Kristín. Hún
segir að ítrekað hafi verið beðið um
samningafundi í fyrrahaust og fram
yfir áramót en félagið hafi ekki
fengið áheyrn. Ríkissáttasemjara
kom á óvart að ekki einn einasti
fundur hafði verið haldinn þegar
deilunni var vísað til hans í apríl.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði í gærkvöld að samnings-
umboðið væri í höndum fjármála-
ráðuneytis en hann fylgdist grannt
með. „Það hefur borið töluvert á
milli samningsaðilanna. Að sjálf-
sögðu hef ég miklar áhyggjur af
stöðu mála. Þessi starfsstétt er afar
mikilvæg og auðvitað vonast ég eft-
ir að niðurstaða fáist sem fyrst í
þessu máli,“ sagði Jón Kristjánsson.
-JBP
^Wall Street:
Ovissa en
bjartsýni
DV, MANHATTAN:
Guðmundur
Franklín.
„Það er mikill
I hugur í þeim fjár-
festum sem ég hef
heyrt í um helgina.
Flest þeirra fyrir-
tækja sem voru með
rekstur í World Tra-
de Center hafa kom-
ið sér upp aðstöðu
annars staðar og
eru komin i sam-
band,“ segir Guðmundur Franklín
Jónsson, verðbréfasali á Manhattan.
Hann verður mættur á Wall
Street í fyrramálið þegar opnað
verður í fyrsta sinn eftir árásina á
þriðjudag.
Guðmundur segir að lokunin nú
sé sú lengsta í sögunni.
„Reynslan er sú að markaðurinn
hefur ævinlega náð sér á strik eftir
lokanir vegna stóráfalla. Þar hefur
verið um að ræða 25 prósent hækk-
anir á einu ári. Menn vilja trúa því
að svo verði einnig nú.
Hann segir að sú breyting að nú
megi fyrirtæki eiga meira í sjálfum
sér en áður þýði að mörg þeirra
muni kaupa eigin bréf í stórum stíl
ef verðfall blasi við. -rt
Nýr formaöur SUS:
Vill lækka skatta
„Lækkun skatta
verður baráttumál
okkar á næstunni,"
sagði Ingvi Hrafn
Óskarsson sem var
kjörinn formaður
Sambands ungra
sjálfstæðismanna á
þingi þess um helg-
ina. Um 80% þing-
fulltrúa greiddu
honum atkvæði
sitt. Ungir sjálfstæðismenn sam-
þykktu að skora á stjórnvöld að
lækka skatta á fyrirtæki niður í
10% og einstaklingsskatta í 30%.
Kveðst Ingvi ekki vænta annars en
góður hljómgrunnur sé fyrir þess-
um sistæðu stefnumálum I þingliði
Sjálfstæðisflokksins, sem og dregið
verði úr ríkisumsvifum. Þá var á
þingi SUS samþykkt ályktun þar
sem lýst er yfir stuðningi við kvóta-
kerfið og tillögum auðlindanefndar
hafnað.
Ingvi Hrafn Óskarsson starfar
sem aðstoðarmaður dómsmálaráð-
herra. Spurður hvort störf á þeim
vettvangi setji hann ekki í þá stöðu
að eiga óhægara um vik að gagn-
rýna flokksforystuna svarar Ingvi
Hrafn því neitandi. Forystumenn
flokksins vænti ævinlega hrein-
skiptinnar gagnrýni ungs fólks í
flokknum. -sbs
Ingvi Hrafn
Óskarsson.
DV-MYND FJÖLNIR BJÖRN HLYNSSON
Óþekktur fornmaður
Tvær beinagrindur fundust viö bæinn Eiríksstaöi á Jökuldal rétt fyrir hádegi á föstudag. Veriö var að grafa meö fram
gömlum vegkanti nálægt hlaöinu á bænum þegar hauskúpa kom í Ijós í frámokstrinum. Þaö var Ármann Halldórsson,
verktaki á Egilsstöðum, sem kom auga á hauskúpuna en þetta er í sjötta sinn sem hann er viöriöinn slíka fundi. Aö
sögn minjavarðar veröur rannsakaö meira viö Eiríksstaöi núna í vikunni. Á myndinni eru Ármann Halldórsson og Sig-
uröur Jakohsson hugsanlega meö óþekktan fornmann.
Rýtingsstungur R-listans í Framsókn, segir Davíð
Örvænting Davíðs
Helgi
Hjörvar.
„Þetta lýsir fyrst
og fremst örvæntingu
Davíðs,“ sagði Helgi
Hjörvar, forseti borg-
arstjórnar Reykjavík-
ur, við DV. Á þingi
Sambands ungra
sjálfstæðismanna um
helgina sagði Davíð
Oddsson forsætisráð-
herra að borgarfull-
trúar Reykjavíkur-
listans nýttu sér hvert tækifæri sem
þeim byðist til að stinga ráðherra
Framsóknarflokksins pólitískum rýt-
ingsstungum.
„Davíð og hinir ráðherrar Sjálfstæð-
segir Helgi Hjörvar
isflokksins koma aftur og aftur í bakið
á félögum sínum í borgarstjórn með
því að taka af þeim stjórnarandstöð-
una. Forsætisráðherra virðist ekki
hafa trú á því að sjálfstæðismenn geti
unnið borgina öðruvísi en honum tak-
ist að kljúfa Reykjavíkurlistann. Bless-
aður maðurinn verður að fara að gera
það upp við sig hvort hann ætlar að
leiða ríkisstjóm íslands eða minnihlut-
ann í borgarstjóm. Það getur og auð-
vitað ekki gengið að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins leggi hvem steininn á
fætur öðmm í götu Reykjavíkinga í
þágu flokkshagsmuna.“
Sem kunnugt er hefur Helgi Hjörvar
á vettvangi Landsvirkjunar að undan-
fórnu sett sig gegn byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar - og er þar með á
móti þeirri virkjunar- og stóriðjustefnu
sem Framsóknarflokkurinn hefur rek-
ið. Spurður hvort gagnrýni Davíðs ætti
sér ekki með þessu nokkum stað sagði
Helgi að afstaða sín hefði byggst á mál-
efninu sjálfu - og ráðherrar Framsókn-
ar væm þar óviðkomandi.
„Ég vakti athygli á því að þarna
væri forsætisráðherrann sem mddi
sér braut í pólitík undir kjörorðinu
Báknið burt að byggja stærsta ríkis-
fyrirtæki íslandssögunnar. Og ég hef
ekki vitað til þess fyrr að Davíð væri í
Framsóknarflokknum," sagði Helgi
Hjörvar. -sbs
Hönnuðu greiningartæki
Þrjár íslenskar konur hafa hann-
að greiningartæki sem nota á til að
segja til um hvaða börn séu líkleg-
ust til að eiga erfitt með lestrar-
nám. Það er gert til að koma megi í
veg fyrir erfiðleikana með forvörn-
um eða þjálfun. Sjónvarpið greindi
frá.
Skora á ríkisstjórnina
Þingflokkur
Vmstrihreyfingar-
innar - græns'
framboös hefur
sent frá sér frétta-:
tilkynningu þar
sem flokkurinn
mótmælir harðlega
fyrirætlunum um
sölu Landssíma íslands. Þingflokk-
urinn telur að fjarskipti og gagna-
flutningar séu grunnþjónusta sem
allir landsmenn eigi að hafa jafnan
aðgang að. Hann skorar því á ríkis-
stjórnina og stuðningsflokka henn-
ar að endurmeta allar hugmyndir
sínar um söluna.
Sömu grunnlaun
og tollarar og löggur