Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 29
45 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 I>V Súluvinur Ágreiningur er á meðal kaup- manna í miðborg Reykjavíkur um framtíð súlu- staðanna á svæð- inu. Á fundi á dögunum var tek- ist á um þetta og voru flestir á því að best væri fyrir verslun í mið- bænum að súlu- staðimir hyrfu. Stóð þá upp Jón- ína Benediktsdóttir í Planet Pulse, sem er til húsa í Austur- strætinu miðju, og kvað menn í kútinn með eftirfarandi orðum: „Þegar gatnaframkvæmdirnar í Austurstrætinu stóðu sem hæst voru súludansmeyjarnar einu viðskiptavinir mínir. Ég stend með þeim sem standa með mér.“ Þjófafoss Svo bar við í gönguferðúti- vistarfólks á Þrí- hyming ofan Fljótshliðar að leiðsögumaður fann sig knúinn til að taka það fram að vatnsfoll skoðunar á leið- inni væri ekki nefnd í höfuðið á þingmönnum kjördæmisins. Var fólkið þá statt við Þjófa- foss. Gunnar og Stones Að gefnu til- efni fylgja hér á eftir fimm uppá- haldslög Gunn- ars Þórðarsonar með Rolling Stones: 1. Brown Sugar 2. Ruby Tuesday 3. Gimme Shelter 4. Let’s Spend the Night... 5. Jumpin’ Jack Flash Under My Thumb kemst ekki á lista en Gunnar segir: „Það er skemmtilegt.“ Grænn Stalín Ólafur Þ. Jónsson er helsti forvígismað- ur sjálfstæðs fram- boðs Vinstri grænna í væntanlegum bæjar- stjómarkosningum á Akineyri. Ólafur er betur þekktur sem Óli kommi og var lengi frægur vitavörður sem skreytti híbýli sín með myndum af Jósef Stalín. Óli mun enn vera með Stalín uppi á veggjum þótt hann sé að fara fram fyrir Vinstri græna og á Akureyri hafa menn nú á orði: „Stalín er hér. Og kominn í framboð!" Leiðrétting Rangt er, sem haldið hefur verið fram, að José Carreras sé lakastur tenóranna þriggja. Hið rétta er að þeir eru allir góður. Bara misgóðir. -EIR á mánudegi Stríðið harðnar og spennan eykst: Keikó athyglissjúkur - Húsavík og Keflavík í viðbragðsstöðu Bæjarstjórnir Húsavíkur og Reykjanesbæjar eru báðar í við- bragðsstöðu og búa sig undir að taka á móti háhyrningnum Keikó verði þess óskað. Forsvarsmenn Ocean Future, sem hafa með Keikó aö gera, hafa haft samband við bæði bæjarfélögin og óskað eftir liðsinni þeirra ef til þess kemur að Keikó yf- irgefi Vestmannaeyjar. Háhyming- urinn hefur sem kunnugt er neitað að synda á vit bræðra sinna og systra í frjálsu úthafmu og snýr alltaf aftur heim þegar reynt hefur verið að sleppa honum. Passar „konseptiö" „Við Reinhard Reynisson Hafnarsvæðið bíður. erum geysispenntir fyr- ir þvi að fá Keikó. Hann myndi styrkja mikið það sem fyrir er hér hjá okkur í ferðamál- um og hvalaskoð- un. Hann passar inn í „konsept- ið“,“ segir Rein- hard Reynisson, —— bæjarstjóri á Húsavík. „Ef til kemur þá myndum við finna Keikó stað innan hafnar- svæðisins en menn frá Ocean Fut- ure hafa komið hingað og skoðað aðstæður." í svipaðan streng tekur Ellert Ei- ríksson, bæjarsjóri í Reykjanesbæ, sem er ekki síður spenntur fyrir Keikó en starfs- bróðir hans á Húsavík. „Við horfum til Vatns- neskletta sem eru fyrir neðan Sund- höll Keflavikur. Þar ætti að fara þokkalega vel um Keikó,“ segir Ell- ert. Keikó í stuði Eins og mannskepnan - vill endurheimta þá athygli sem hann áöur naut. Ellert Eiríksson Tilbúnir meö Vatnsneskletta. Sundlaug fyrir 60 milljónir í Vestmannaeyjum skiptast menn í tvær fylkingar í viðhorfum til Keikós. Margir Eyjamenn mega helst ekki heyra á hann minnst en aðrir eru með stórbrotnari hug- myndir. Vilja þeir reisa 60 milljóna króna sundlaug fyrir háhyrninginn og hafa hann þar til sýnis og leyfa honum að leika listir sínar fyrir ferðamenn. Eða eins og einn þeirra orðaði það: „Keikó er vanur sýningarlífi og líkar það bersýnilega ekki illa. Þetta er einföld dýrafræði sem á jafnt við um háhyminga og menn. Þeir sem einu sinni hafa fengið athygli sakna hennar þegar hún hverfur. Þannig er því farið með Keikó og þess vegna vill hann ekki hverfa út í náttúruna á ný. Hann vill fá að sýna listir sínar og láta fagna sér. Við ættum að leyfa honum að njóta sín við réttar aðstæður fyrir framan áhorfendur.“ Ekkert Hiiton Keikó er á miðjum aldri, um fer- tugt væri hann mannskepna. Hann er því rétt að hefja seinni hálfleik lífs síns. En hvar það verður veit nú engin. Um tíma höfðu bæjaryfirvöld á Eskifirði mikinn áhuga á að fá Keikó og fylgdi þeim áhuga ráða- gerðir um að byggja Hiltonhótel á staðnum. Af því verður aldrei því að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Keikós hér á landi hentar Eskifjörð- ur ekki fyrir hvalinn. Fimm RÁÐ-> FYRIR VIKUNA FJÓRÐA HÖNDIN Lesiö nýi'ustu bök banda- ríska rithöfundarins Johns Irvings. Ljón bítur hönd af sjónvarpsfréttamanni í beinni útsendingu og veröur fyrir bragðiö frægasti maöur í heimi. Ólýsanleg skemmt- un. Absúrd kómík eins og Jónas Haligrímsson hefði orðaö þaö. Mif**' ' W LITLA KAFFISTOFAN Eini veitingastaöurinn á islandi sem nær stemningu erlendra þjóðvegaskúra. Renniö upp á Sandskeið í hádeginu í súpu og dagur- inn veröur annar. REMINGTON Litla nasa - og eyrnahárarakvélin frá Remington. Ómissandi fýrir miðaldra karlmenn. Kostar aöeins 700 krónur í Fríhöfnininni. Látið kaupa þetta fyrir ykkur. Áþreifanleg snyrti- mennska. TRAVOLTA GUFUBADIÐ Sjáiö Swordfish í bíó. Tra- volta sjaldan veriö betri og söguþráðurinn er aö hluta til í einkennilegum takti viö at- buröi síöustu daga á Man- hattan. Eimböðin í sund- laugum höfuðborgar- innar. Jafnast á við zen - musteri síö- degis. Erill dagsins gufar upp og eftir stendur sjálfiö eitt - og nóttin ung. v- Strandaglópar í biðstöðu: Trúður með hælsæri - leitaði ásjár Rauða krossins og fékk inniskó Múraðir inni í Smáralind Tveir blikksmiðir urðu fyrir þeirri óskemmtilegu lifsreynslu á dögunum að vera múraðir inni í vænt- anlegri verslun í Smára- lind sem þeir voru að vinna í. Blikksmiðirnir voru við vinnu sína inn á salerni verslunarinnar sem er ekki nema tnn 30 fermetrar að stærð. Að loknu verki gengu þeir fram og sáu þá sér til skelfingar að búið var að reisa gifsvegg fyrir bæði dyr og sýningarglugga verslunarinnar og komust þeir hvergi. Sem betur fer var annar blikksmiðurinn með síma og hóf þegar að hringja út og suður, sér og fé- laga sínum til hjálpar. Komið var að kveldi og flestir farnir heim. Gifsveggurinn var hins vegar eins og óvinnandi múr á milli þeirra og umheimsins. Að Smáralind Hætturnar víöa þar sem margir fara um. Rétta myndírT lokum tókst að ná sambandi við múrarana sem þarna höfðu unn- ið verkið og komu þeir von bráð- ar á vettvang með tæki sín og tól og brutu gat í gifsið. Út sluppu blikksmiðirnir sem enn hafa ekki fengið skýringar á þvi hvers vegna þeir voru múraðir inni. Bandarískur trúður á leið úr sýn- ingarferðalagi um Evrópu, var með- al þeirra sem leituðu ásjár i fjölda- hjálparstöð Rauða kossins sem kom- ið var upp hér á landi vegna þeirra flugfarþega sem urðu fyrir töfum vegna truflana á flugsamgöngum eftir árásina á Manhattan. Trúður- inn bar sig illa og sagðist vera með hælsæri. Enda ekki skrýtiö. Hann var í trúðaskóm. „Maðurinn heitir Brady Brads- haw og ferðaðist í fullum trúða- skrúða því hann vildi koma bömum sínum á óvart þegar þau tækju á móti honum /J&\ í New York. Hann ■ 1 gerði hins vegar ekki ráð fyrir w* Trúöaskórnir sem meiddu Ekki hentugir til \ ianPferða. svona löngu ferðalagi og því voru trúðaskóm- ir farnir að meiða hann,“ sagði Herdís Sig- urjónsdóttir, neyðarvamar- fulltrúi hjá Rauða krossin- um, sem kom trúðnum til hjálpar, sem og mörgum öðrum. Fólk þufti aö komast til læknis og fá lyf, svo eitthvað sé nefnt, en trúðurinn þurfti nýja skó. „Hann langaði mest í köflótta flókaskó sem því miður voru ekki til í hans númeri. í staðinn valdi hann þægilega inniskó. Sagðist Ahann verða okkur ævinlega þakklátur vegna þessa,“ sagði Herdís sem sá á eftir Brady Bradshaw haltra í _ 1 burtu á nýju inniskónum með trúðaskóna um öxl. Brady Bradshaw Gat vart gengið þegar hann kom í fjöidahjáipar- stöö Rauða krossins. DV-MYND EÓ Paradís á Drangsnesi Agnes Sif og Sandra Dögg baöa sig í gömlum fiskeldiskörum sem komiö var fyrir i steingaröi í fjörunni á Drangsnesi fyrir margt löngu. Sólin glitrar i regn- boga vatnsins en þarna hefur runniö heitt vatn í ein sex ár eða frá því aö menn boruöu eftir köldu vatni á staönum í desember 1995. Öllum aö óvör' ' um var vatniö heitt og fyrir þaö eru íbúar á Drangsnesi ætíö þakklátir eins og sjá má á svip stúlknanna sem vilja hvergi annars staöar vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.