Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Ötti við að fljúga
- í kjölfar atburðanna í Ameríku rignir inn afpöntunum til ferðaþjónustufyrirtækja
Guðjón
Arngrímsson.
Fátt er notalegra
I en að hreiðra um
sig í notalegu flug-
vélarsæti, jafnvel
þótt þröngt sé setið,
lesa blaö eða bók,
sötra einn lauflétt-
an, borða þennan
] skemmtilega,
mínímalíska flug-
vélamat, skoða toll-
frjálst góss og rabba
við samferðamennina meðan svifið
er áhyggjulaust um loftin blá, En
þessi mynd af rólegum flugfarþega
hefur verið eyðilögö - alla vega um
sinn. Arabísku flugmennirnir, sem
beittu farþegaþotum gegn skrif-
stofubyggingum í New York, hafa
sáð fræjum óttans meðal flugfar-
þega heimsins. Nú kann svo að fara
að ferðamannastraumur réni um
sinn, enginn veit hversu lengi. Hót-
el, ferðaskrifstofur og flugfélög til-
kynna um afpantanir í kjölfar ótta
fólks við ferðalög. Þannig hafa
meira en 300 afpantanir borist til
Hótel Sögu og ráðstefnum og fund-
um, sem halda átti hér á landi í
þessum mánuði. hefur verið aflýst.
Jón Birgir Pétursson og
Sigurður Bogi Sævarsson
blaðamenn
Halla sér að evrópskum
flugfélögum
Nokkrum dögum eftir hryðju-
verkið mikla á Manhattan er að
koma í Ijós að bandarískir flugfar-
þegar kunna að halla sér að evr-
ópskum flugfélögum fremur en
bandarískum. Ódæðismennirnir
hafa lagst á stór bandarísk flugfélög
og notað þotur þeirra við illvirkin.
Þetta kann að verða til þess að er-
lend flugfélög fái fleiri bandaríska
farþega en áður. Bandarísku flugfé-
lögin eiga sannarlega um sárt að
binda og eitt þeirra hætti störfum
strax eftir ódæðisverkin, Midway
Airlines. Fleira í þeim dúr mun eiga
eftir að gerast á næstunni. „Það er
ljóst að þegar svona verk er framið
og flug í Bandaríkjunum liggur
niðri í tvo sólarhringa. eins og nú
gerðist, mun það hafa áhrif. Hver
þau verða er ekki "ott að segja. Þeg-
ar til lengri tíma er litið
skyldi maður ætla að
samfélagið og stjórnvöld
krefðust þess að frelsi til
ferðalaga og yrðu i
ámóta mæli og verið hef-
ur, það eru stjórnvöld
sem búa til umhverfið
sem flugfélögin starfa í.
Hvernig svo sem vand-
inn verður leystur hefur
maður varla trú á þvi að
það verði gert með þeim
hætti að flugfélögum
verði gert ókleift að
starfa fjárhagslega eða
farþegum gert erfiðara
að ferðast," sagði Guð-
jón Arngrímsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, í sam-
tali við DV.
Guðjón segir útilokað
að segja til um hvaða
áhrif atburðirnir hafi á
efnahag Flugleiða. Ljóst
er þó að félagið hefur
orðið fyrir miklum
búsifjum undanfarna
daga, fjárútlátum upp á milljónir
króna þegar hundruð farþega voru
hér á kostnað félagsins.
Flugvélar félagsins fóru vestur
um haf á fimmtudag í sínar fyrstu
ferðir frá því eftir að hryðjuverkin
miklu voru framin í New York og
Washington. Þær lentu í vandamál-
um, flugvöllum Bandaríkjanna var
lokað að nýju og flogið var til
Kanada og farþegar teknir í land
þar.
Guðjón Amgrímsson sagði í sam-
tali við DV að ýmsir hlutir þyrftu
að skýrast betur áður en hægt væri
að segja til um hvaða áhrif atburð-
irnir hefðu á fjárhag félagsins. Þar
nefndi hann að óljóst væri til dæm-
is i hve miklum mæli fólk myndi
nýta sér þá farseðla sem það hefur
þegar keypt og hvort hryðjuverkin
hefðu það i för með sér að fólki
myndi síður fljúga. Hver mótsvör
Bandaríkjamanna yrðu, svo sem
hugsanlegar hernaðaraðgerðir,
hefðu hér sín áhrif.
Margir spyrja um helmsmálin
Þegar er farið að bera á þvi að
fólk leggi síður upp i ferðir til út-
landa vegna atburðanna i New
York. Þannig getur fólk breytt öll-
um sínum ferðum vestur um haf að
vild og er það gert í fullu samráði
við Flugleiðir. Áhrifanna gætir
einnig í ferðum á aðrar slóðir. „Ég
hef fengið nokkrar símhringingar
frá fólki sem er aö spyrja hvort far-
Erfitt ástand
Ástandiö á flugvöllum heimsbyggöarinnar hefur veriö afar erfitt undanfarna daga í kjölfar
hinna hræöilegu atburöa í Bandaríkjunum.
miðar í utanlandsferðir verði end-
urgreiddir ef það er hrætt við að
fara. Það mál er í skoðun. Einnig
fáum við fyrirspurnir frá fólki þar
sem það spyr okkur hver við teljum
að verði framvinda heimsmálanna
en slíkum spurningum er okkur
auðvitað ómögulegt að svara,“ sagði
Steinunn Tryggvadóttir, þjónustu-
stjóri Úrvals-ÍJtsýnar, í samtali við
DV.
Kristín Sigurðardóttir, sölustjóri
Samvinnuferða-Landsýnar, sagði að
starfsfólkið þar á bæ væri mikið í
því að breyta farseölum fólks sem
ætlaði vestur um haf. Flestum at-
burðum vestanhafs hefur verið af-
lýst og forsendur fyrir ferðalögum
eru þvi breyttar en allir farmiðar
með vélum Flugleiða vestur um haf
til og með 15. september.eru endur-
greiddir. Framhaldið er síðan -óá-
kveðið. „Evrópa hefur hins vegar
haldið sér enn sem komið er og ég
vona að svo verði,“ sagði Kristín og
nefndi sem dæmi að engir hefðu af-
bókað sig í Malasiuferð á vegum
ferðaskrifstofunnar sem leggja á
upp í á sunnudag.
Aukið flug en ekki öfugl
Hafþór Hafsteinsson hjá Atlanta
segir að vissulega séu afleiðingar at-
burðanna í Ameríku miklar. Félagið
hefur neitað af öryggisástæðum að
fljúga til Islamabad í Pakistan og
Sana í Jemen en það er verkefni fé-
lagsins hjá Saudi Arabian Airlines.
Annað flug fyrir botni Miðjarðarhafs
er með eðlilegum hætti. Hins vegar
er Atlanta hætt flugi fyrir Air
France til New York. í staðinn mun
félagið fljúga frá París tO Montreal i
Kanada og til Karíbahafsins. Þá flýg-
ur félagið til Kaíró.
„Við höfum áhyggjur af því sem er
að gerast. Þetta mun hafa slæm áhrif
á rekstur flugfélaga um allan heim.
En allt fer þetta eftir því hvað
Bandaríkjamenn gera. Við höfðum
áhyggjur af ef Air France yrði að
segja upp samningnum vegna þess
að flugið minnkaði. En nú erum við
beðnir um að vera viðbúnir auknu
flugi, fjölmargir eru að afpanta flug
með bandarískum félögum og flytja
sig yfir á Evrópufélög, telja þaö ör-
uggara. Þannig geta tímabundin
áhrif verið slæm fyrir sum flugfélög
en góð fyrir önnur,“ sagði Hafþór
Hafsteinsson.
Hafþór segir að Atlanta hafi ekki
slæma reynslu af arabískum farþeg-
um. Hann segir að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um aukið öryggi
um borð í vélum félagsins fyrir utan
þau öryggistilmæli sem gefm voru út
af bandarísku flugmálastjórninni í
fyrradag en það hafi verið rætt. Atl-
anta hefur flogið fyrir ísraelska fé-
lagið E1 Al. Þá kynntust menn hörð-
um öryggisreglum sem læra má af.
E1 A1 hefur vopnaðan öryggisvörð i
hverri flugvél. „Það þarf að vinna til-
trú fólks aftur, herða öryggisreglur
og framkvæma þær,“ sagði Hafþór.
Vedrid i taold
Léttskýjað austantil
Suövestanátt, 13 til 18 m/s víöa norðvestan
til, 8 til 13 suðvestanlands en 5 til 8 á
Austurlandi. Skúrir vestan til en léttskýjað
austan til og hiti 8 til 14 stig, hlýjast á
Norðausturlandi.
Solnrgnngnr og; sjavarfölíl!
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 19.47 19.33
Sólarupprás á morgun 06.59 06.42
Síðdeglsflóó 18.23 22.56
Árdeglsflóö á morgun 06.48 11.21
Skýringar á veðurtáknum
^vtNDÁrr
-10°
Nfrost hboskii,t
RIGNING
SKURIR
ÉUAGANGUR ÞRUMU-
VEÐUR
€3ÍO
SLYDDA SNJÓKOMA
SKAF-
RENNINGUR
AfW: tíKir'
Rigning og rok
Þaö var sannkallaö vatnsveður víða á
landinu í gær og greinilegt að haustið
er komið. Þá er líka ekkert annaö að
gera en að fara draga fram haust-
flíkurnar og regnfötin. Landsmenn ættu
einnig að muna eftir aö hreinsa
niðurföllin sín því ekki er skemmtilegt
að fá vatnselginn inn til sín eins og
sumir fengu aö reyna í gær.
Skúrir vestanlands
Suövestan 5 til 10 m/s og skúrir vestanlands, en hægviöri og víöa
léttskýjað austan til. Hiti 7 til 12 stig að deginum.
Ji/l|iíJii»/iilkú|ds
yM-f.
Vindur:
3-8 m/s
FiimwíiilS
Hití 7” tii 12°
Austlæg eóa breytlleg átt
og vætusamt i öllum
landshlutum. Hltl 7 til 12
stlg.
Vindur: <"0
3-8 m/s
Hiti 7°tii 12”
Austlæg eóa breytileg átt
og vætusamt í öllum
landshlutum. Hlti 7 tll 12
stlg.
a
Vindur:
3-8 m/s
Hiti 7“til 12"
Austlæg eöa breytlleg átt
og vætusamt í öllum
landshlutum. Hitl 7 til 12
stlg.
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
1>V
Valt út í
Grófargilsá
Betur fór en á horfðist þegar bíll ók
út af á Sauðárkróksbraut, skammt frá
Varmahlíð, rétt fyrir klukkan átta síð-
astliðið laugardagskvöld. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á Sauðár-
króki hafnaði bifreiðin úti í Grófar-
gilsá og tókst ökumanninum, sem var
einn 1 bílnum, að komast út úr honum
af sjálfsdáðum. Hann var fluttur með
sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á
Ákureyri og var hann nokkuð skorinn
í andliti. Bíll mannsins er gjörónýtur.
Sama kvöld varð síðan önnur bíl-
velta á Norðurlandsvegi í Vatnsskarði
og er orsök hennar rakin til ísingar á
veginum. Tvær konur voru í bílnum,
og voru þær færðar til skoðunar á
sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þær fengu
að fara heim fljótlega. -MA
Bíll valt á
Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut um
klukkan átta í gærmorgun. Ökumað-
urinn, sem er mn tvítugt, er grunaður
um ölvun. Maðurinn var einn á ferð
og var hann fluttur til skoðunar á
sjúkrahúsið í Keflavík. Hann var með
bílbelti og reyndust meiðsl hans vera
minni háttar. Að sögn lögreglunnar i
Keflavík fór bflinn margar veltur og er
hann gjörónýtur. -MA
RÚV á Akureyri:
Morgunútsend-
ingar hætta
Ríkisútvarpið hef-
ur ákveðið að skera
niður morgunútvarp
svæðisútvarps Norð-
urlands á Akureyri.
Morgunútsending-
arnar hætta frá og
með 1. október nk. og
er ákvörðunin liður í
sparnaöi Ríkisút-
varpsins.
„Þetta er mikið áfall og fyrst og
fremst fyrir íbúa Norðurlands. Morg-
unútvarpið hefur verið meginvett-
vangur þessa svæðis í allri þjóömála-
umræðu. Þetta er nú tekið af þeim á
einu bretti," segir Sigurður Þór Salv-
arsson, deildarstjóri RÚVAK.
Þessar breytingar þýða að tveimur
starfsmönnum RÚVAK af sex hefur
verið sagt upp á Akureyri. Einnig
verða vikulegar morgunútsendingar á
Egilsstöðum lagðar niður. Á Akureyri
hefur hins vegar verið sent út alla
vh'ka daga ársins. Útvarpshluta RÚV
er á landsvísu ætlaö að spara um 20
milljónir króna fram til áramóta en
sjónvarpshlutinn verður að taka á sig
50 milljóna króna niðurskurð. Því er
von á miklum breytingum á næstunni
hjá starfsmönnum RÚV. -BÞ
I Vedfiö kl. l;
AKUREYRI skýjaö 6
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK slydduél 6
EGILSSTAÐIR léttskýjaö 7
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9
KEFLAVÍK rigning 7
RAUFARHÖFN skýjaö 4
REYKJAVÍK rigning 7
STÓRHÖFÐI rigning 8
BERGEN léttskýjaö 15
HELSINKI skýjaö 15
KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 17
ÓSLÓ skúrir 14
STOKKHÓLMUR 15
ÞÓRSHÖFN skýjaö 9
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 17
ALGARVE léttskýjað 28
AMSTERDAM þrumuveöur 13
BARCELONA skýjaö 22
BERLÍN skýjaö 15
CHICAGO skýjaö 11
DUBLIN skýjað 14
HALIFAX léttskýjað 12
FRANKFURT skúrir 12
HAMBORG skýjaö 14
JAN MAYEN rigning 5
LONDON léttskýjaö 16
LÚXEMBORG skýjaö 12
MALLORCA skýjaö 26
MONTREAL heiöskírt 11
NARSSARSSUAQ rigning 10
NEWYORK léttskýjaö 15
ORLANDO skýjaö 19
PARÍS skýjaö 15
VÍN skýjaö 15
WASHINGTON léttskýjað 9
WINNIPEG alskýjaö 4
■ j: tjk'j a ijiLti í'j jijmfiijLiKJi