Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 14
14
Menning
Framhaldslíf myndskálds
Austurlenskur einfaldleiki
Samskipti Hjörleifs viö náttúruna
hafa oftast verið á annan veg en geng-
ur og gerist meöal íslenskra mynd-
listarmanna. Hann hefur aldrei verið
henni undirgefinn né heldur hefur
hann fundið sig knúinn til að gera
hana að vettvangi tilfinninga sinna.
Jafnvel þar sem Hjörleifur hefur
auðsýnt henni trúnað, eins og í
myndunum frá Kína og Lófót,
1977-80, mótast stílfærsla hans á
landslaginu af sérkennilegri hófstill-
ingu. Það birtist okkur eins og í
minningu eða draumi, í senn kunn-
uglegt og framandi.
Náttúruskoðun Hjörleifs hefur
ávallt einkennst af rósemi og yfirveg-
un Zen-hugsuða en þannig spekingur
eða myndskáld hefur hann eflaust
verið í fyrra lífi. Hún hefur miðast að
því að draga fram tæran kjarna hins
séða, einangra hann og gæða hann
merkingu. Sjálfur talar Hjörleifur um
„að vinna sig niður á einfaldleik-
ann“. Miðlar hans hin síðari ár,
vatnslitirnir og æðaber japanskur
pappírinn, hafa áréttað þetta austur-
lenska yfirbragð.
Þetta yfirbragð er ekki hrifmikið í
venjulegum skilningi; verður ekki til
að hrífa sýningargestinn upp úr
skónum við fyrstu sýn. En það vinn-
ur stöðugt á, bæði vegna hlýjunnar
sem stafar af næstum gegnsælum lit-
um málarans og þeirrar taktföstu
hrynjandi sem hann kveikir í hverri
...p v^öv., ... , .. mynd. Á endanum kallar sérhver
og óendanlegt rými, auk þess sem sjón- Hjörleifur Sigurösson: Vetrarsólhvörf (1995) þeirra á ítrekaða skoðun; smeygir sér
deildarhringurinn er oftast innan seiling- "Eftir margra áratuga glímu við ýmsar birtingarmyndir hins sýni- ag j0kum inn í vitund áhorfandans til
ar lega sækja grundvallaratriðin aftur á Hjörleif. frambúðar
„A endanum leitar allt til upphafs
síns.“ Þessi orð, sem eignuð eru austur-
lenskri vitsmunaveru, koma upp í hug-
ann á sýningu Hjörleifs Sigurðssonar í
Gerðarsafni í Kópavogi. I nýjustu verk-
um þessa vandaða listmálara er aftur tek-
inn upp þráðurinn frá sjötta áratugnum
þegar dagskipunin til framsækinna lista-
manna hljóðaði upp á hrein og tær form.
Sem endurspeglaði trú manna á að ný og
betri heimsmynd væri í vændum eftir
ringulreið flmmta áratugarins. Hrein-
stefna Hjörleifs fólst m.a. í því að ein-
angra sjálfar grunneiningar málaralistar-
innar, línu, form og liti, og færa þær upp
á yfirborð myndflatarins. Með því vildi
hann slá á tilraunir áhorfandans til að
sjá hinn málaða flöt sem eins konar fram-
lengingu á sýnilegri veröld. Flöt, skipuleg
og fínlega samstillt verk Hjörleifs og fé-
laga hans áttu hins vegar að vera sjálf-
stæður viðauki við þessa veröld.
Eftir margra áratuga glímu við ýmsar
birtingarmyndir hins sýnilega sækja
grundvallaratriðin aftur á Hjörleif. Og
raunar einnig á nokkra Scunferðamenn
hans, sjá nýjustu verk þeirra Kristjáns
Davíðssonar og Guðmundu Andrésdótt-
ur. Það sem listamaðurinn sjálfur nefnir
„tilfinninguna um beinar línur og rétt
hom“ er fyrir hendi í ríkum mæli í nýj-
ustu vatnslitamyndum hans, en þessi „til-
fmning“ birtist með öðrum hætti en í
málverkunum frá 1952-61. Eftir sem áður
eru þessar myndir uppfullar með
ctomrYminn' of nátttiwilannm frvrro hiHii
I ; '■■ 1 ' ■ É .
?f. ■ K| Ar
i >!>
,, ,-j., . -.T
'|;4 i- •.%#
Hins vegar notar Hjörleifur beinar lín-
ur og rétt hom til að koma skikk á hið séða,
byggja það upp með skipulegum hætti í mynd-
um sínum. Sem er líklega það sem hann á við
þegar hann nefnir þessar myndir sínar
„konstrúktifar". Með góðum vilja mætti senni-
lega einnig flokka þær undir náttúrutengda
naumhyggjuna sem er ofarlega á baugi hjá
yngri kynslóð listamanna.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýning Hjörleifs stendur til 7. október. Geröarsafn í
Kópavogi er opiö daglega kl. 11-17 nema mánu-
daga.
Tonlist
Um 70 tónleikar verða í Salnum í vetur:
Húsið utan um tóninn
Tónleikahald er hafió í Salnum í Kópavogi,
eins og áhugamenn um tónlist vita vel. Eins og
stundum áóur var byrjaó á aö slá í gegn, yfir-
fylla fallega salinn hvaó eftir annaó meö gest-
um sem komu til aó gráta og hlœja meó
magisternum og stúdentinum í Gluntasöngv-
um Wennerbergs. Þar sat Jónas Ingimundar-
son aó sjálfsögóu við nýja Steinway-flygilinn
og fmgur hans léku lipurlega á nótunum meö-
an Bergþór Pálsson og Ólafur Kjartan Sigurö-
arson hreyfóu sig frjálslega um svióiö og
þöndu raddböndin - og enn á ný uróu Uppsal-
ir besti staður í heimi.
í vetur hafa veriö ákveðnir um 70 tónleikar
í Salnum, þessu fyrsta húsi sem byggt er utan
um tón á íslandi. Þar af eru 28 tónleikar í sér-
stökum tónleikaröðum Salarins sjálfs, Tíbrár-
röðunum, sem i ár eru fimm og dreifast jafnt
yfir allan veturinn, þrennir til femir í mán-
uði. Fjölbreytni er mikil innan hverrar raðar,
fiðlutónlist og flautuleikur i bland við söng,
píanóleik og annan hljóðfæraslátt. Sérstök er
þó fimmta röðin að því leyti að þar leikur
alltaf sami hópurinn eða félagar úr honum.
Hópurinn kallar sig Kammerhóp Salarins og í
honum eru aðeins hljóðfæraleikarar úr meist-
araflokki sem leika meistaraverk, eins og
fram kom í umfjöllun í helgarblaði DV á laug-
ardaginn. Tónleikar Kammerhópsins standa í
klukkutíma án hlés, en á undan heldur valinn
maður erindi um verkin sem leikin verða og
á eftir er teiti þar sem hljóðfæraleikarar og
gestir blanda geði yfír góðum veitingum.
Fyrstu tónleikarnir í þessari röð voru í gær
og þeir næstu verða 14. október. Þá verða leik-
in verk eftir Mozart og Þorkell Sigurbjörnsson
spjallar um tónskáldið. Bent er á að lengd tón-
leikanna hentar börnum vel og fá þau miða á
hálfvirði. Því er upplagt að bjóða krökkunum
með á þessa tónleikaröð.
Erfitt er að velja úr stikkprufur úr dagskrá
vetrarins vegna þess að þar koma við sögu
flestir virkir íslenskir hljómlistamenn í öllum
undirflokkum. Nægir að tæpa á fáeinum nöfn-
um til að örva lystina: Söngvararnir Diddú,
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bjarni Thor
Kristinsson, Arndís Halla Ásgeirsdóttir,
Hanna Dóra Sturludóttir og Guðjón Óskars-
son syngja einsöng á Tíbrártónleikum, einleik
spila til dæmis Halldór Haraldsson, Erling
Blöndal Bengtsson, Ann Schein og Edda Er-
lendsdóttir, tvíleik spila til dæmis Guðný
Guömundsdóttir og Peter Maté og Áshildur
Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir, og meðal hópa sem halda tónleika má
Eitt það allra skemmtilegasta í lífinu er að
sitja á fallega prúðu veitingahúsi og horfa á
fólk. Já, þessar stundir þegar bakið manns
mjúka fyllir út í stólbakið og fingurnir leika
rólega um volgt rauðvínsglasiö og allt í kring-
um mann eru menn og konur sem geyma eins
ólíkar sögur og fólkið er margt. Ólíkt fólk,
ööruvísi fólk. Já, allt mannrófið. Saman á
stað.
Inn á milli skýst auðvitað fagurlimaður
þjónninn eins og liðmjúkur gormur og bætir á
glasið, bætir á skapiö. Eins konar mannbætir.
Þessar menningarstundir eru yndislegar.
Og rísa hátt í lífinu. Þær eru fylla manns. Að
sitja mettur á líkama og fylla hug sinn af fólki
er jafnvel meiri nautn en svo að maður þori
aö segja frá henni; eins og hún sé forboðin og
nefna Trio Romance, Guitar
Islancio, Contrasti ásamt
Camillu Söderberg og Rússíbana.
Vladimir Ashkenazí gerir
óvenju tíðreist til íslands í vet-
ur. Áður hefur komið fram að
hann stjórnar hátíðatónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands i
vor, en í janúar kemur hann
fram í frumgervi sínu - sem pí-
anóleikari - með Kammersveit
Reykjavíkur og leikur verk eftir
Mozart.
Á þessu starfsári Salarins eru
í boði tvenns konar Tíbrárkort,
áskriftarkort á hverja tónleika-
röð fyrir sig og svokallað „opið
kort“ sem gefur gestum færi á
að setja saman fimm tónleika i
sína eigin röð. Kortin eru 10-20% ódýrari en
samanlagt miðaverð tónleikanna. Sala þeirra
er þegar hafin og ekki seinna vænna að
ákveða hvað á að heyra i vetur.
eigi að kalla á kinnroða.
Onei. Hvað er svo sem að því að horfa á fólk
á almannafæri? Sjá það tjá sig, baða út öngun-
um, kreppa varir og hlæja úr sér máttinn í
augunum. Gráhærð kona á einu borði, þveng-
mjór piltur á öðru, hendur að snerta aðrar og
reykur í loftinu. Angan af mat. Já, þetta ynd-
islega andrúm sem felur í sér þægindi og
munað og hamingju fólks.
Það er nefnilega seinniparturinn í orðatil-
tækinu „að sýna sig og sjá aðra“ sem skiptir
mestu. Kannski er það lífi manns mikilvægast
að sjá aðra. Og vera innan um fólk. Finna ná-
lægð þess. Vera á meðal manna. Lífið er í
rauninni ekki flókið. Fólk þráir fólk.
Og frið og heilsu.
-SER.
A meðal manna
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
__________________PV
Umsjón; Silja Aöalsteinsdóttir
Prufur Doktors B.
Um helgina var opnuð sýning í gall-
erí@hlemmur.is, Þverholti 5, á nýjum verkum
Olgu Bergmann. Sýningin ber heitið „Prufur
Doktors B.“ og er sjálfstætt framhald á safni
verka sem heyra undir Rannsóknarstofu
Doktors Bergmann. Á sýningunni má sjá
afraksturinn eftir að Doktor B. hefur leikið
lausum hala við vettvangsrannsóknir sínar og
tilraunastarfsemi af ýmsu tagi. Jafnframt
gætir áhrifa frá heimsókn Doktorsins í
Wunderkammer (Safn um furður heimsins)
Péturs mikla í Sankti Pétursborg og á stóra
Wunderkammer-sýningu í Berlín fyrr á árinu.
Verkin á sýningunni eru unnin með
blandaðri tækni og sprottin af hugmyndum
um hugsanleg náttúrugripasöfn fram-
tíðarinnar, einnig af áhuga listamannsins á
erfðaverkfræði og klónun og hinum
margvíslegu furðulegu möguleikum sem sú
tækni hefur í tor með sér. Sýningin stendur
til 7. október og er opin frá fimmtudegi til
sunnudags kl. 14-18.
Umræða um árásina
Umræða um atburðina sem brenna á aflri
heimsbyggðinni verður í Borgarleikhúsinu, 3.
hæð, kl. 20 annað kvöld undir yfirskriftinni
„Árás á Bandaríkin - ástæður og afleiðingar.
Fundurinn er á vegum Félags stjórnmálafræð-
inga í samstarfi við Borgarleikhúsið og vefrit-
ið Kistan.is og er öllum opinn.
Frummælendur verða Jón Ólafsson, heim-
spekingur og forstöðumaöur Hugvísindastofn-
unar HÍ, Brynhildur Ólafsdóttir, stjórnmála-
fræðingur og fréttamaður, og þingmennirnir
Magnús Stefánsscn og Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir. í pallborði verða auk frummælenda
stjórnmálafræðingarnir Baldur Þórhallsson
og Jón Ormur Halldórsson.
Hugvísindaþing
í undirbúningi er nú viðamikið Hugvís-
indaþing sem haldið verður í Háskólanum
2.-3. nóvember. Samkvæmt bráðabirgðadag-
skrá verða þar margir merkir fyrirlestrar.
Erik Skyum Nielsen, þýðandi og bók-
menntagagnrýnandi, kemur frá Danmörku
og ræðir um stöðu íslenskra bókmennta þar
í landi, Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í
heimspeki við Háskólann í Ósló, ræðir upp-
runa viljahugtaksins í vestrænni heimspeki,
Böðvar Guðmundsson talar um bréfasöfn
Vestur-Islendinga en eins og komið hefur
fram gefur hann út fyrsta bindi Ameriku-
bréfa nú í haust, og Matthías Viðar Sæ-
mundsson dósent talar um konur og galdra-
mál. Meðal annarra fyrirlesara eru Salvör
Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar,
Róbert Haraldsson, Guðni Elísson, Bergljót
Kristjánsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir,
Helga Kress, Úlfar Bragason, Höskuldur
Þráinsson, Gunnar Karlsson,' Guðmundur
Hálfdánarson, Kristján Árnason, Auður
Hauksdóttir, Gauti Kristmannsson, Einar
Sigurbjörnsson, Rúnar Helgi Vignisson,
Margrét Jónsdóttir, Anna Agnarsdóttir og
Sumarliði ísleifsson.
Ættu áhugamenn um bókmenntir, heim-
speki, sögu og tungu að taka þessa daga frá
í dagbókinni þegar í stað.
Öndvegiskonur aftur
Sýningar eru hafnar að nýju á leikriti
Werners Schwabs, Öndvegiskonum, á litla
sviði Borgarleikhússins. Þar segir af vinkon-
unum Grétu og Mæju sem eru staddar í eld-
húsi Ernu til þess að fagna nýju loðhúfunni
hennar, en fógnuöurinn snýst upp í ótrúlega
uppákomu þegar draumar þeirra um ástina og
betra líf fara úr böndunum.
Verkið var fruinsýnt í janúar sl. og hlaut lof
og prís gagnrýnenda og talsvert umtal manna
á meðal - enda ekkert venjulegar persónur
sem þar stiga á fjalirnar. Viðar Eggertsson
leikstýrir en þýðandi er Þorgeir Þorgeirson.
Athugið að sýningar verða aðeins sex!