Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 26
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_________________________________ Hanna Guöný Hannesdóttir, Kolbeinsá 1, Strandasýslu. Ragnhildur E. Levy, Katadal, V.-Hún. 80 ára_________________________________ Guðjón Sigurgeirsson, Vesturbraut 4, Grindavík. Sigríóur Kristjánsdóttir, Reynivöllum 6, Selfossi. 75 ára_________________________________ Gelr Ágústsson, Goöheimum 22, Reykjavík. Gunnar Guömundsson, Bakkavegi 23, Þórshöfn. Siguröur I. Bergsson, Hólabergi 22, Reykjavík. 70 ára_________________________________ j Ingimundur K. Helgason, Nesvegi 109, Seltjarnarnesi. 60 ára_________________________________ Amalía Stefánsdóttir, Lækjarbergi 16, Hafnarfirði. Bára Guömundsdóttir, Arnarási 5, Garðabæ. Berta Einarsdóttir, Laugarbrekku 9, Húsavík. Guömundur Annas Jónsson, Heiðargerði 2, Húsavík. Halldór Þóröarson, Krossholti 11, Keflavík. Haukur Stefánsson, Haugi, Hvammstangi. Lísa N. Gíslason, Efstasundi 33, Reykjavík. Páll Helgason, Steinholtsvegi 9, Eskifiröi. Pétur Fornason, Fornhaga, Húsavík. 50 ára_________________________________ Elínborg Tryggvadóttir, Krókatúni 12, Akranesi. Hannes Hafsteinsson, Hraunbæ 162, Reykjavík. Höröur Rúnar Einarsson, Gautavík 18, Reykjavík. Kristján G. Snædal, Melabraut 12, Seltjarnarnesi. Magnús Guömundsson, Markarflöt 53, Garðabæ. Ómar Ásgeirsson, Dalhúsum 45, Reykjavík. Sigríður Benediktsdóttir, Útgaröi 6, Egilsstöðum. Sólveig Júlíusdóttir, Básbryggju 9, Reykjavík. Trausti Þór Sigurösson, Einholti, Hellu. Þórhallur Jónasson, Laugarvegi 16, Siglufiröi. 40 ára_________________________________ Jóna Kristín Emilsdóttir, Einigrund 8, Akranesi. Kristín E. Sveinbjörnsdóttir, Huldugili 23, Akureyri. Ottó Vilhelm Eggertsson, Hjallavegi 42, Reykjavík. Rakel Sigurgeirsdóttir, Skaröshlíð 26b, Akureyri. Sigríöur U. Siguröardóttir, Blikahöfða 20, Mosfellsbæ. Sturla Örlygsson, Háseylu 7, Njarövlk. Þorbergur Halldórsson, Barðaströnd 23, Seltjarnarnesi. Þóröur Stefánsson, Túngötu 28, Grenivík. Sverrir Einarsson útfararstjóri Bryndís Valbjamardóttir úttararstjóri Útfararstofa íslands Suöurhl(635' Sími 581 3300 allan sólarhringlnn. wwW.Utforin.iS MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 DV Fólk í fréttum Guöjón Arngrímsson blaðafulltrúi Flugleiða Guðjón Þórarinn Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða, hefur mikið verið i fréttum undanfarna daga vegna þeirra röskunar sem orðið hefur á flugi til Bandaríkjanna í kjölfar hryðjuverkaárásanna á World Trade Center og Pentagon. Starfsferill Guðjón fæddist í Reykjavik 13.9. 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1975, stundaði nám í ensku og bókmenntum við HÍ 1975-76 og 1979 og sótti námskeið í blaðamennsku hérlendis og erlendis. Guðjón var blaðamaður við Vísi 1976-78, blaðamaður á Helgarpóstin- um 1979-82, framleiðslustjóri Aug- lýsingaþjónustunnar hf. 1982-85, blaðamaður við Morgunblaöið 1986, frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 1986-90, blaðamaður og fram- kvæmdastjóri Athygli hf. 1990-99, dagskrár- og upplýsingastjóri Landafundanefndar 1999-2000 og hefur verið blaðafulltrúi Flugleiða frá 2000. Guðjón er höfundur bókanna Nýja ísland, útg. 1997, og Annað ís- land, útg. 1998. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð, tímarit og bæk- ur og samið útvarps- og sjónvarps- þætti. Guöjón sat í stjórn Blaðamanna- félags íslands 1986-88 og situr í stjórn Þjóðræknifélagsins. Fjölskylda Guðjón kvæntist 1980 Brynhildi Jónu Gisladóttur, f. 17.5. 1957, sölu- manni. Hún er dóttir Gísla Þórðar- sonar, f. 22.12. 1926, loftskeyta- manns, og Brynhildar Jensdóttur, f. 8.12. 1928, sjúkraþjálfa. Börn Guðjóns og Brynhildar eru Vignir, f. 2.4. 1982, menntaskóla- nemi; Brynjar, f. 29.3. 1989, nemi; Gísli, f. 2.6. 1997. Systkini Guðjóns eru Haraldur Birgir Arngrimsson, f. 16.12. 1951, fangavörður, búsettur á Selfossi, en kona hans er Klara Sæland og eru synir þeirra Arngrímur Fannar, hljómsveitarmeðlimur í hljómsveit- inni Skítamóral, og Einar Bárðar- son, sá er hélt Eldborgarhátíðina og samdi Eurovisionlagið síðasta; Sól- veig Arngrímsdóttir, f. 13.10. 1961, ekkja eftir ívar Birgisson sem lést sl. vor, prentara og starfsmann hjá ísal, og eru börn þeirra Vala Fann- ey og Atli Steinn. Foreldrar Guðjóns eru Arngrím- ur H. Guðjónsson, f. 27.10. 1929, skrifstofumaður í Reykjavík, og Fanney Jónsdóttir, f. 6.6. 1929, hús- móðir. Þau bjuggu lengi á Selfossi en búa nú í Reykjavík. Ætt Arngrímur er bróðir Sigurðar Hauks Guðjónssonar, fyrrv. sóknar- prests í Langholtskirkju. Amgrím- ur er sonur Guðjóns, garðyrkjub. í Gufudal í Ölfusi, Sigurðssonar, há- karlaformanns á Grund í Svarfaðar- dal, Halldórssonar, b. á Urðum, Þorkels- sonar. Móðir Sig- urðar hákarlafor- manns var Sigríður Soffía Jónsdóttir. Móðir Guðjóns Ant- ons var Anna Frið- rikka, systir Gunn- laugs á Upsum, afa Guðmundar Guð- mannssonar, safn- varðar í Borgarnesi, og Önnu Soffíu, móður Halldóru Ólafsdóttur geð- læknis. Anna Frið- rikka var dóttir Daníels, b. í Tjarnargarðskoti, Jóns- sonar og Guðrúnar Jónsdóttir frá Litlakoti. Móðir Arngríms var Þórunn Guð- mundsdóttir, verkamanns i Hafnar- firði, Jóelssonar, Friðrikssonar, b. á Mógilsá, Jónssonar. Móðir Þórunn- ar var Guðrún Hlugadóttir, b. á Smærnavelli, Dlugasonar. Fanney er dóttir Jóns, b. í Stóra- Fjarðarhorni, Sigurðssonar, b. þar, Þórðarsonar. Móðir Jóns var Krist- in Kristjánsdóttir. Móöir Fanneyjar var Sólveig, systir Guðþjargar, móður Andra Jónassonar lyfjafræðings. Sólveig var dóttir Andrésar, b. í Þrúðardal, Magnússonar, b. í Skálholtsvík, Bjarnasonar, b. í Lækjarskógi, Magnússonar. Móðir Magnúsar var Kristín Bergsdóttir. Móðir Andrés- ar var Guðrún Andrésdóttir, b. í Hvítuhlið, bróður Lýðs, langafa Sæ- mundar, langafa Þórs Magnússonar, fyrrv. þjóðminjavarðar. Andrés var sonur Jóns, b. i Skálholtsvík, bróð- ur Björns, langafa Sæmundar, afa Magnúsar Óskarssonar borgarlög- manns, fóður Óskars, stjórnarfor- manns Þyrpingar. Jón var sonur Hjálmars, ættfóður Tröllatunguætt- ar, Þorsteinssonar. Móðir Andrésar í Hvítuhlíð var Sigríður Andrésdótt- ir, ættföður Ennisættar, Sigmunds- sonar. Móðir Sólveigar var Guðrún Guðmundsdóttir, b. i Hlíð, KetDs- sonar og Sigurlaugar Jónsdóttur, einnig af Tröllatunguætt. Fímmtug__________________________________ Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skáldkona og kennari Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, skáldkona og kennari, Sólvallagötu 51, Reykjavik, er fimmtug í dag. Starfsferill Ragnhildur Pála fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófí frá MH og síðar BA-prófi í félagsvísindum frá St. Mary of the Woods CoUege í Indiana 1981. Auk heimilisstarfa kennir Ragn- hildur Pála við Landakotsskóla í Reykjavík. Út hafa komið fjórar ljóðabækur eftir Ragnhildi Pálu, Hvísl, útg. 1970; Andlit í bláum vötnum, útg. 1987; Stjömurnar í hendi Maríu, útg. 1989; Faðmlag vindsins, útg. 1990. Þá hafa birtst eftir hana ljóð í blöðum og tímaritum. Fjölskylda Ragnhildur Pála giftist 12.10. 1974 Vilhjálmi Egilssyni, f. 18.12.1952, al- þingismanni og framkvæmdastjóra Verslunarráðs íslands. Hann er son- ur Egils Bjarnasonar, ráðunautar á Sauðárkróki, og k.h., Öldu Vil- hjálmsdóttur húsmóður. Börn Ragnhildar Pálu og Vil- hjálms eru Anna Katrín, f. 14.7. 1975, laganemi við HÍ; Bjarni Jóhann, f. 28.11.1978, nemi í stærð- fræði og tölvunarfræði viö Háskól- ann í Kaupmannahöfn; Ófeigur Páll, f. 19.8. 1985, nemi við MH; Ragnhild- ur Alda María, f. 30.7. 1990, nemi í Landakotsskóla. Fóstursystir Ragnhildar Pálu er Salóme Ósk Eggertsdóttir, f. 4.9. 1935, skrifstofumaður við Landakot, ekkja eftir Hjalta Guðmundsson dómkirkjuprest og eru dætur þeirra Ingibjörg og Ragnhildur. Foreldrar Ragnhildar Pálu eru Ófeigur J. Ófeigsson, f. 12.5. 1904, d. 2.1. 1993, læknir í Reykjavík, og Ragnhildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 16.7. 1910, d. 22.7. 1981, kennari. Ætt Kjörforeldrar Ragnhildar Ingi- bjargar voru Ásgeir Ásgeirsson, prófastur í Hvammi í Dölum, og k.h., Ragnhildur Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Ármúla viö Djúp, föður- systir Ragnhildar Ingibjargar. Kyn- foreldrar hennar voru Jón Finnbogi Bjarnason, trésmiður og lögreglu- maður á ísafirði, og Margrét María Pálsdóttir. Jón Finnbogi var sonur Bjama, hreppstjóra í Ármúla, Gíslasonar, dbrm. þar Bjarnasonar. Móðir Bjarna var Elísabet Markúsdóttir, b. í Hvítanesi, Jónssonar. Móðir Markúsar var Elín Markúsdóttir, pr. í Dýrafjarðarþingum, Eyjólfsson- ar og Elísabetar, hálfsystur Markús- ar, pr. á Álftamýri, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og Matthíasar yfirlæknis, fóður Louisu listmálara. Elísabet var dóttir Þórðar, ættföður Vigurættar, bróður Sólveigar, langömmu Sigriðar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Þórður var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar, Jónssonar. Móðir Jóns Finnboga var Jónína Guðrún Jónsdóttir, söðlasmiðs á ísafirði, Sigurðssonar, og Ragnhild- ar Ingibjargar Jónsdóttur, pr. í Goð- dölum, Benediktssonar Gabríels, galdramanns og hagleiksmanns á Kirkjubóli, Jónssonar. Móðir Bene- dikts var Sigríður Jónsdóttir af ætt Odds, biskups í Skálholti, Einars- sonar, sálmaskálds i Heydölum, Sig- urðssonar. Móðir Jóns í Goðdölum var Helga, systir Sigurðar á Hrafns- eyri, föður Jóns forseta. Móðir Helgu var Ingibjörg, systir Þórðar, stúdents í Vigur. Móðir Ragnhildar Ingibjargar á ísafirði var Guðrún, systir Sólveigar, langömmu Guðrún- ar, móður Bjarna Benediktssonar, foður Bjöms menntamálaráðherra. Guðrún var dóttir Korts, b. á Möðru- vöUum, Þorvarðarsonar og Ingi- bjargar Oddsdóttur, á Atlastöðum Sæmundssonar, prófasts í Miklabæ, Magnússonar, í Bræðratungu Sig- urðssonar. Móðir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir, (Snæfríður Is- landssól). Móðir Ragnhildar var Margrét María Pálsdóttir, b. á Eyri, Pálsson- ar. Móðir Páls á Eyri var Jóhanna Sturludóttir, b. í Meirihlíð, Sturlu- sonar. Móðir Sturlu í Meirihlíð var Ingibjörg Bárðardóttir, ættföður Amardalsættar, IDugasonar. Móðir Margrétar Maríu var Helga Sigurð- ardóttir frá Bjamastöðum. Bróðir Ófeigs var Tryggvi útgerð- armaður, faðir Páls sendiherra. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. á Brunnastöðum, Ófeigssonar, b. á FjaUi, Ófeigssonar ríka Vigfússonar, ættfoður Fjallsættar, Ófeigssonar. Kona Ófeigs ríka var Ingunn Eiríks- dóttir, ættfoður Reykjaættar, Vigfús- sonar. Móðir Ófeigs læknis var Jó- hanna Guðrún, systir Guðmundar skálds og Jóhanns skólastjóra Frí- mann, b. i Hvammi í Langadal, Björnssonar, b. i Mjóadal, Þorleifs- sonar, á Svínavatni, Þorleifssonar. Móðir Þorleifs á Svínavatni var Steinunn Björnsdóttir, ættföður Guðlaugsstaðaættar Þorleifssonar. . :. . Þórarinn Jónsson sem hann stundaði tónfræðikennslu og sinnti tónsmíðum. Hann Uutti a.m.k. tvenna tón- leika í Berlín, 1936 og 1941, þar sem ein- göngu voru Uutt verk eftir hann en verk hans voru viða leikin í Þýskalandi og auk þess í Bandaríkjunum. Eftir að Þórarinn flutti aftur tU ís- lands kenndi hann m.a. hljómfræði við Söngskóla Þjóðkirkjunnar 1953-58 og var á sama tíma organisti Óháða safn- aðarins í Reykjavík. Þórarinn samdi mörg þekkt sönglög, s.s. Fjóluna, og mörg vönduð karlakórs- lög. Meðal þekktra verka hans má nefna Nótt, Ave María, Patorale og Norður við heimskaut. Mörg verka hans glötuðust í Þýskalandi á stríðsárunum. Hann lést 1974. Þórarinn Jónsson tónskáld fæddist fyrir réttum hundrað árum, 18. september 1900. Hann fæddist í Kastala í Brekku- þorpi í Mjóafírði, sonur Jóns Jakobsson- ar, útvegsmanns á Mjóafirði, og k.h., Margrétar Þórðardóttur. Á unglingsárunum stundaði Þórar- inn sjóróðra heima fyrir og var nokkra vetur á vertíð í Vestmannaeyjum. Hann stundaði tónlistarnám í Reykjavík á árunum 1922-24 hjá Þór- ami Guðmundssyni, Páli ísólfssyni og Ernst Schacht og fór siðan tU Berlínar i framhaldsnám 1924 þar sem aðalkennari hans var Friedrich E. Koch, yfirkennari við Tónlistarháskólann í Berlín. Þórarinn var búsettur í Berlín til 1950 þar Lárus Jón Engilbertsson, Skarðsbraut 1, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriöjud. 18.9. kl. 14.00. Gísli Svavarsson bifreiðarstjóri, Klukkurima 89, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriðjud. 18.9. kl. 15.00. Vilberg Úlfarsson, Flétturima 34, Reykjavík, sem lést af slysförum laugard. 8.9., veröur jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjud. 18.9. kl. 13.30. Ásbjörn Sigfússon læknir, Bergþórugötu 9, Reykjavík, veröurjarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjud. 18.9. kl. 15.00. Sigríður Bogadóttir, Rauöarárstig 24, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjud. 18.9. kl. 13.30. Freyja Ágústsdóttir Welding verður jarösungin frá Fossvogskapellu þriðjud. 18.9. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.