Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 15
15
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001___________________________
X>v _______________________________Menning
Tilvera í molum
DV-MYND HARI
Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki Karenar
Hjálparleysi, hatur, vonbrigði og reiði skiluðu sér nánast
með áþreifanlegum hætti til áhorfenda.
Sifjaspell hafa verið ofarlega í umræðu
síðustu ára en fátítt er að um þau sé fjall-
að í íslenskum leikbókmenntum. í Engla-
börnum Hávars Sigurjónssonar, sem
frumsýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu
sl. fóstudag undir stjórn Hilmars Jónsson-
ar, er dregin upp ógnvekjandi mynd af
heimilisaðstæðum sem fæstir vilja kann-
ast við en allir þekkja samt dæmi um. Of-
drykkja, líkamlegt og andlegt ofbeldi auk
kynferðislegrar misnotkunar er það sem
stjúpsystkinin Jói og Karen alast upp við
og bíða þess aldrei bætur. Reyndar beinist
ofbeldið ekki síst að móður Jóa og þögull
áhorfandi að öllu saman er svo amman
sem sjálf var gift ofbeldisfullum drykkju-
manni sem niisnotaði dóttur sína. í Engla-
börnum tekst einkar vel að sýna hvílíkur
vítahringur líf þessa fólks er.
Aðstæður Jóa og Karenar eru opinber-
aðar strax í upphafi verksins. Sálfræðing-
ur kemur í nokkurs konar vettvangsrann-
sókn og þar með upphefst ferðalag hans og
áhorfenda um völundarhús tilfmninga og
minninga heimilisfólksins. Sálfræðingur-
inn er fulltrúi kerflsins sem á að sjá til
þess að enginn þurfi að lifa við aðstæður
eins og þær sem Jói og Karen búa við en
er fullkomlega ófær um að sinna því hlut-
verki og verður á endanum þögull og
steingerður áhorfandi að öllum hryllingn-
um.
Þegar áhorfendur fá að skyggnast inn í
líf þessa fólks eru Jói og Karen að nálgast
fullorðinsaldur. Líkt og í barnæsku leita
þau huggunar og styrks hvort hjá öðru en
eru svo illa farin andlega að ástin og vænt-
umþykjan snúast upp í andhverfu sina. í
seinni hluta verksins er meira um endur-
lit og mörkin milli veruleika og ímyndun-
ar verða óljósari. Þá verður hlutur foreldr-
anna (þ.e. móður Jóa og fóður Karenar)
líka meiri. Faðirinn, sem er leikinn af Erling
Jóhannssyni, er ógnvaldurinn á heimilinu og
mótar líf allra fjölskyldumeðlima. Því miður
tókst Erling ekki nógu vel að koma þessari ógn
til skila þó margt í leik hans væri vel útfært.
Björk Jakobsdóttir átti sömuleiðis góða spretti
í hlutverki móðurinnar en var ekki fullkom-
Leiklist
lega sannfærandi sem þessi þjáða og kúgaða
kona. Kannski er skýringarinnar að leita í því
að þau eru varla orðin nógu gömul í hlutverk-
in. Helsti veikleiki Hafnarfjarðarleikhússins
hefur einmitt verið hversu einsleitur leikhóp-
urinn er í aldri. Gunnar Helgason sem leikur
sálfræðinginn er líka á sama aldri. Hlutverk
hans er kannski það flóknasta en leikur
Gunnars var kunnuglegur og varð síst til
að auka skilning á persónunni.
Stjörnur sýningarinnar eru nýútskrif-
uðu leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir
og Björn Hlynur Haraldsson sem leika
Jóa og Karen. Hlutverk þeirra eru firna-
erfið og krefjandi en það var ekki að
merkja á túlkun þeirra. Tilílnningar á
borð við hjálparleysi, hatur, vonbrigði og
reiði skiluðu sér nánast með áþreifanleg-
um hætti til áhorfenda og samleikur
þeirra var svo eðlilegur að unun var á að
horfa. Aldursforseti sýningarinnar, Mar-
grét Ólafsdóttir, var líka frábær sem
amman og hlutverkið enn ein rós í
hnappagat þessarar margreyndu
leikkonu.
Helsti ókostur Englabarna er að þar er
fullmikið sagt, ekki bara í textanum held-
ur líka með umgjörðinni sem var einum
of túlkandi. Þar er kannski frekar við
leikstjórann en höfund leikmyndar að
sakast því að vanda er útfærsla Finns
Arnar Arnarsonar bæði útsjónarsöm og
sjónræn. Gólfflöturinn er samsettur úr
mörgum einingum eða brotum og í út-
jöðrunum eru sandkassar með hálfniður-
gröfnum munum sem minna á bernsk-
una. Lýsingin er sömuleiðis óaðflnnanleg
og undurfalleg tónlist Jóhanns Jóhanns-
sonar undirstrikaði á mótsagnakenndan
hátt þá hræðilegu atburði sem áhorfend-
ur verða vitni að á sviðinu. Leikskrá er
ekki læsileg og hefði gjarnan mátt koma
fram hvaða hlutverk hver leikur því ekki
eru allir svo vel að sér að þekkja nöfn
leikenda.
í heild er Englabörn athyglisverð sýn-
ing. Hávar Sigurjónsson hefur valið sér
umflöllunarefni sem gæti orðið umdeilt
en þá er lika tilganginum náð því ekkert
er jafn slæmt og þögnin sem lengi vel um-
lukti heimilisofbeldi og siflaspell.
HaUdóra Friðjónsdóttir
Hafnarfjarðarleikhúsiö Hermóöur og Háövör sýnir:
Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Tónlist: Jóhann
Jóhannsson. Lýsing: Egill Ingibergsson. Leikgervi:
Ásta Hafþórsdóttir. Búningar: Þórunn María Jóns-
dóttir. Leikmyndahönnuöur: Finnur Arnar Arnarson.
Leikstjóri: Hilmar Jónsson.
5§Æk
Lífið og listin
Á laugardagskvöld frumsýndi þjóðleikhúsið
Vilja Emmu eftir breska leikskáldið David
Hare. Áður hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt
leikrit hans Ofanljós og Bláa herbergið og
margir hafa séð kvikmyndina Plenty sem
byggt er á samnefndu leikriti eftir hann. Hare
er afkastamikið leikskáld og í verkum hans er
gjarnan að finna beitta ádeilu á breskt þjóðfé-
lag. Leikritin sem hér hafa valist til sýninga
flalla þó fyrst og fremst um mannleg sam-
skipti og tilfinningarnar sem ráða hegðun
okkar og gjörðum en eðlilega skiptir umhverf-
ið, sepi persónurnar spretta úr, samt verulegu
máli. I Vilja Emmu er m.a. komið inn á
áherslubreytingar í efnahagsmálum í forsæt-
isráðherratíð Margaretar Thatcher.
VOji Emmu er margslungið leikrit og þar er
jöfnum höndum tekist á um mismunandi við-
horf til lífsins og listarinnar. Aðalpersónan er
Esme Allen, virt leikkona en komin á þann
aldur að bitastæðum hlutverkum fer óðum
fækkandi. Hún er ekkja og á eina uppkomna
dóttur, Emmu, sem í upphafi leiksins kynnir
hana fyrir ástmanni sínum, Dominic. Það
kemur fljótt í ljós að þau Esme eiga ekki skap
saman. Hann gefur út blað með kvikmynda-
gagnrýni og dreymir um að gera sínar eigin
myndir. Esme er sviðsleikkona og hefur
megnustu andstyggð á þeirri ofbeldisfullu af-
þreyingu sem sjónvarp og kvikmyndir bjóða
upp á. Hún er því ekki par hrifin af því að
Emma ætli að binda trúss sitt við Dominic,
sem að auki er bæði sjálfhverfur og eigin-
gjarn. En Emma fer sínu fram.
Esme lendir líka í hremmingum, þó þær
séu fyrst og fremst fiárhagslegar, og fyrir
kaldhæðni örlaganna er það hlutverk í sjón-
varpsseríu sem bjargar henni frá algerri ör-
birgð. Leikurinn spannar sextán ár og þó
hann hverfist fyrst og fremst um samskipti
mæðgnanna skipta átök Esme og Dominics
ekki síður máli. Þau eru í senn fulltrúar
tveggja kynslóða og ólíkra lífsviðhorfa, sem
amman, vinurinn Frank og Emma skerpa.
Vilji Emmu er fyrsta leikstjómarverkefni
Vigdísar Jakobsdóttur hjá Þjóðleikhúsinu.
Hún kemst bærilega frá
þessari eldskim en þó setti
ákveðið reynsluleysi mark
á sýninguna og þá sérstak-
lega í fyrri hlutanum. Per-
sónur virkuðu uppstilltar
og þvingaðar og augljós
frumsýningarskrekkur í
leik Kristbjargar Kjeld
sem leikur Esme. En í
seinni hlutanum öðlaðist
persónan bæði þá dýpt og
reisn sem Kristbjörgu læt-
ur svo vel að túlka (nægir
þar að minna á frábæran
leik í Einhver í dyrunum
eftir Sigurð Pálsson sem
einmitt flallar um roskna
leikkonu). Emma er dálítið
einsleit persóna frá höf-
undarins hendi en Elvu
Ósk Ólafsdóttur tekst engu
að síður að glæða hana
holdi og lífi og nálgast
hlutverkið af næmu inn-
sæi.
Baldur Trausti Hreins-
son komst vel frá hlut-
verki Dominics og eflist
með hverri uppfærslu sem
hann tekur þátt i. Arnar
Jónsson skilar Frank líka
af öryggi og Bjami Hauk-
ur Þórsson var skemmti-
lega einlægur og „naív“ í _________________
hlutverki unga leikarans.
Hlutverk ömmunnar býður ekki upp á stór-
kostleg tilþrif og hófstilltur leikur Þóru Frið-
riksdóttur féll vel að hlutverkinu.
Sviðið á Smiðaverkstæðinu er grunnt og til-
búni sviösboginn sem þjónaði síðasta þættin-
um svo vel þrengdi rýmið kannski óþarflega
mikið. Að öðru leyti gegndi leikmynd Hlinar
Gunnarsdóttur sínu hlutverki vel og sama má
segja um búningana sem hjálpuðu áhorfend-
um við að staðsetja verkið í tíma.
DVJHYND EOJ
Kristbjörg Kjeld í hlutverki Esme Allen
Persónan öðlast þá dýpt og reisn sem Kristbjörgu lætur svo vel að túlka.
1 Vilja Emmu er tekist á um stórar spurn-
ingar sem alla varða. Leikritið er því allrar at-
hygli vert þótt David Hare hefði gjarnan mátt
huga betur að húmornum.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóöleikhúsiö sýnir á Smíöaverkstæðinu: Vilji Emmu
eftir David Hare. Þýöing: Kristján Þóröur Hrafnsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar:
Hlín Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir
Líka fyrir börnin
Töfraflautan eftir Mozart, ein allra vin-
sælasta ópera tónlistarsögunnar, verður frum-
sýnd í íslensku óperunni á laugardaginn kem-
ur. Hún er sungin á íslensku. Eins og óp-
erufrík vita er þetta í þriðja sinn sem
Töfraflautan er sett upp í íslensku óperunni,
fyrri uppfærslurnar voru 1982 og 1991. Getur
umsjónarmaður menningarsíðu vottað að sú
seinni, a.m.k., var afar vel heppnuð.
Einvalalið ungra listamanna stendur að
nýju sýningunni. Gunnsteinn Ólafsson er
hljómsveitarstjóri, Hilmir Snær Guðnason er
leikstjóri, hönnuður leikmyndar og búninga
er Vytautas Narbutas, Björn Bergsteinn Guð-
mundsson hannar lýsingu og danshöfundur er
Selma Björnsdóttir. Og í helstu hlutverkum
eru söngvararnir Guðjón Óskarsson
(Sarastró), Finnur Bjarnason (Tamínó),
Hanna Dóra Sturludóttir til skiptis við Auði
Gunnarsdóttur í hlutverki Pamínu, Ólafur
Kjartan Sigurðarson (Papagenó), Xu Wen
(Papagena) og Guðrún Ingimarsdóttir til
skiptis við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í hlutverki
Næturdrottningarinnar.
Töfraflautan er sígilt ævintýri þar sem hið
illa og góða heyja margslungna baráttu, og
hún höfðar jafnt til fullorðinna og barna. Því
ætlar íslenska óperan að bjóða upp á sérstak-
ar fiölskyldusýningar sunnudagana 30. sept-
ember og 14. og 28. október. Þá tekur sjálfur
Papagenó á móti börnunum og leiðir þau í all-
an sannleika um Töfraflautuna. Kynningin
hefst kl. 16 og sýningin kl. 17.
Ómóguleg bók
Vesalings Salman
Rushdie, ekki á af honum
að ganga. Hann varð fyr-
ir þvi sjaldgæfa óláni að
nýjasta bókin hans, Fury
(Ofsareiði), var vegin og
léttvæg fundin áður en
hún kom í búðir. Booker-
verðlaunanefndin fékk
að lesa hana í próförk og
ákvað að tilnefna hana
ekki til verðlaunanna, ekki einu sinni á
„langa listann" sem taldi einar 24 bækur.
Áður en bókin kom út hafði sem sagt verið
ákveðið að hún væri óttalega ómerkileg,
a.m.k. miðað við hans fyrri stórvirki - „hún
var myrt í móðurskauti," eins og það hét í
The Guardian. Síðan hafa gagnrýnendur aust-
an hafs og vestan keppst um að hallmæla bók-
inni, finnst hún sundurlaus, ósannfærandi og
vanta gersamlega ofsareiði titilisins.
Fury kom svo loks út í Bretlandi 6. septem-
ber, mörgum vikum eftir dauðadóminn.
Ást og þjófnaður
Bob Dylan er að gefa út
nýja hljómplötu, Love
and Theft, og veitti af því
tilefni völdum blaða-
mönnum viðtal í Róma-
borg. Þeim létti þegar
þeir heyrðu hvað sá
gamli var kátur og vin-
samlegur, gerði hæfilegt
grín að ánalegustu spurn-
ingunum en ansaði ann-
ars öllu. Þar kom m.a. fram að Dylan vinnur
nú að skráningu endurminninga sinna sem
munu koma út á bók í ótilgreindri framtíð og
bætist þá við flölda ævisagna hans eftir annað
fólk.
Það reynist vera eins með hann og okkur
hin að ákveðin lög kalla fram minningafiöld
og hann notar lög til að rifla upp. Þó segist
hann aldrei hlusta á gömlu plöturnar sínar af
því að hann er í það stóra og heila óánægður
með þær. Honum finnst hann ekki hafa feng-
ið að vinna lögin sín almennilega á plötunum
og er þakklátur því að fá að syngja þau áfram
á tónleikum til að bæta úr skaðanum. Oft seg-
ir hann að aðrir hafi flutt lögin sin miklu bet-
ur en hann sjálfur. Þetta kennir hann
pródúsentum sínum sem honum finnst hafa
verið sjúskarar margir hverjir, kannski af því
þeir þorðu ekki að vera hreinskilnir við þenn-
an fræga mann, þorðu ekki að segja honum að
enn væri ekki nógu vel gert. Frægðin tekur
stundum fyrir munninn á fólki.