Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Leitin að óvininum Sjaldan ef nokkumtíma hefur bandaríska þjóðin verið jafn samheldin og þessa síðustu hörmungardaga. Hryðjuverkin á þriðjudag hafa þjappað henni saman og er eftir því tekið á al- mannafæri hvað þjóðin er einhuga. Forseti landsins hefur staðist eldraun síðustu daga með miklum sóma og talað kjark í beygða þjóð sína og er aðdáunarvert að sjá gamla erkifjend- ur á þingi og borgum leggjast á eitt um að græða sárin sem rist hafa djúpt í þjóðarsálina á síðustu dögum. Bandaríska þjóðin og þingið stendur að baki forseta sínum og hefur veitt honum fullt umboð til að svara árásum hryðju- verkamanna á landið. Bandarikjamenn eru að fyllast hermd- arþorsta eftir doða siðustu daga og engan skal undra að þeir vilji ráðast að nýjum og ógnvænlegum óvini sinum. Vanda- málið er hinsvegar að þjóðin veit ekki hver óvinurinn er. Og hvar hann er. í reynd er þessi nýi óvinur andlitslaus og get- ur leynst hvar sem er, allt eins i næsta húsi, næstu vél. Fréttaskýrendur stórblaðanna á austurströnd Bandaríkj- anna hafa um helgina skrifað um aukna þjóðemiskennd í Bandaríkjunum. Þeir segjast aldrei hafa kynnst öðm eins. Seinni heimsstyrjöld og Víetnamstríð blikni í þeim saman- burði. Fánalitaðar blöðrur og merki séu rifin út úr búðum og alskyns þjóðhátíðarvamingur renni út í sölubásum götu- hornanna. Fánar blakti í gluggum hvarvetna í landinu. Þjóð- söngurinn ómi og herlög heyrist á popprásum. Fáni landsins sé uppseldur. Líklega er það rétt hjá þessum fréttaskýrendum stórblað- anna að aldrei hafi landið staðið jafn vel undir nafni. Aldrei hafi ríki þess og fólk verið jafn sameinuð og aldrei fyrr hafi þjóðin bundist jafn sterkum böndum. Þessi aukna þjóðemis- kennd er skiljanleg. Og í margra huga eðlileg. Hún er sprott- in af verknaði sem orð fá ekki lýst. Hún verður til fyrir sak- ir atburðar sem hefur breytt heimssögunni og heimsmynd fólks. Líklega hafa Bandaríkin aldrei fundið til jafn mikils óöryggis og þessa síðustu daga. Á morgun verður vika liðin frá voðaverkunum í New York og Washington. Fréttir eru á einn veg um einurð bandarísku þjóðarinnar. Nú krefst hún aðgerða og forseti landsins veit sem er að hann verður að fara að grípa til aögerða. Þjóðina fer að bresta þolinmæði. Vandi forsetans og helstu ráðgjafa hans er hinsvegar ærinn. Hann veit sem er að hann styðst að- eins við óstaðreyndar upplýsingar og tilgátur. Grunur er eitt og vissa er annað. Þar er mikill munur á. Nú reynir á taug- ar, vit og festu. Það eitt er vitað um hryðjuverkamennina sem stefndu far- þegaþotum á World Trade Center og Pentagon að þeir eru arabar. Tengsl þeirra við þekkta hryðjuverkahópa eru óljós. Ýjað hefur verið að því að einhverjir þeirra hafi verið þjálfað- ir í búðum illvirkjans Osama bin Ladens sem leynist í fjalla- héruðum Afganistans. Það eru enn aðeins tilgátur. Stríðs- rekstur siðaðra þjóða getur ekki byggst á tilgátum. Þar á viss- an að ráða fór. En finna verður óvininn og það fljótt. Ekkert er brýnna. Það leiðir hugann að leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hún hefur beðið hnekki. Ljóst má vera að sambönd hennar og starfsemi í Miðausturlöndum er léleg. Fræðimenn á þessu sviði hafa um helgina bent á að leyniþjónustan hafi hreinlega gefist upp á þessum heimshluta, tengsl og hreinlega tungu- málakunnáttu vanti. Vesturlandabúar þrífist ekki í einangr- uðum fjallahéruðum þar sem ónýtur matur og drykkjarvatn umturni iðrum þeirra. í þessu skjóli leynist hinsvegar hætt- an. Og hana þekkjum við nú. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Frjálst framtak landlæknis Þau tíðindi urðu í lok ágúst að Læknafélag Islands og ís- lensk erfðagreining gerðu með sér samkomulag þarsem meðal annars segir að skylt sé að eyða gögnum úr mið- lægum gagnagrunni, óski sjúklingur þess. Þarmeð voru tekin af öll tvímæli um að upplýsingar í grunninum séu persónugreinanlegar, sem reyndar ómerkir alræmda lagasetningu Alþingis. Heil- þrigðisráðherra lét hafa eftir sér, að farið yrði yfir málið með lögfræðingum ráðuneytisins, og ef um misræmi væri að ræða, yrði kannski aö breyta lögunum. Með öðr- um orðum: ef Kári Stefánsson eða land- læknir leyfa sér að brjóta umferðarlög- in, þá er þrautaráðið að breyta lögun- um! Aðild landlæknis að samkomulaginu var reyndar undarleg frá stjórnsýslu- legu sjónarmiði, en kannski var hann bara að tjá þakklæti sitt fyrir að hljóta embættið eftir yfirlýstan stuðning við gagnagrunninn. Hinsvegar er framtak formanns Læknafélagsins furðulegt með hliðsjón af fyrri yfirlýsingum og ber keim af uppgjöf gagnvart ofurvaldi Sigurður A. Magnússon rithöfundur peningafursta og pólitískra skósveina þeirra. Lögbundin skylda Legið hefur að mestu í þagnargildi að lögin um mið- lægan gagnagrunn eru ský- laust brot á 71stu grein stjórn- arskrárinnar um algera frið- helgi heimilis, fjölskyldu og einkalífs, og þau ganga sömu- leiðis í berhögg við lög um meðferð persónuupplýsinga (tölvulög, læknalög og lög um réttindi sjúklinga), enda hélt Björn Þ. Guðmundsson lagaprófessor því fram, að þau væru sögulegt löggjaf- arslys. Þau fela meðal annars í sér glæp gegn framliðnum, andlega fótluðum, börnum og ójálfbjarga gamalmennum. í 8undu grein laga um gagnagrunn- inn segir um réttindi sjúklinga: „Sjúk- ingur getur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni sjúklings getur varðaö allar upp- lýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upp- lýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal tilkynna land- lækni um ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmönnum.j...] Landlæknir skal sjá til þess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigöis- sviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar almenn- ingi. HeUbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heUbrigðis- starfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengilegar í húsa- kynnum sínum.“ Lakleg frammistaöa Mannvernd gerði nýlega könn- un á því, með hvaða hætti þess- ari lagaskyldu væru gegnt. Fóru tveir aðUar í 21 lyfjaverslun og 8 heilsugæslustöðvar í Reykjavík og 5 lyijaverslanir á Akureyri og Siglufirði, lituðust um og könn- uðu hvort umrædd eyðublöð væru sjá- anleg/aðgengileg, sjáanleg/óaðgengileg, ósjáanleg/aðgengUeg, ójáanleg/óað- gengUeg. Niðurstaðan var vægast sagt dapurleg og vitnaði um vítavert hirðu- leysi viðkomandi aðila um skýlausa lagaskyldu. I lyflaverslunum Reykjavik ósjáanleg/aðgengUeg á 1 stað, en hvergi ósjáanleg/óaðgengi- leg. í lyfjaverslunum norðan- lands voru eyðublöðin ósjáan- leg/óaðgengileg á öllum 5 stöðum. Er ekki hér komið rakið tU- efni fyrir rannsóknarblaða- menn að kanna og fylgjast með hvemig landlæknisemb- ættið sinnir lögboðnu hlut- verki sinu? Hitt er líka íhug- imarvert, að löggjafinn hefur með úrsagnarákvæðinu lagt kvaðir bæði á tUtekin fyrir- tæki útí bæ og opinberar stofnanir í þágu rekstrarleyf- „Aðild landlœknis að samkomulaginu var reyndar undarleg frá stjórnsýslulegu sjónar- ishafans. Fyrirtæki A er með miði, en kannski var hann bara að tjá þakklœti sitt fyrir að hljóta embœttið eftir yfirlýstan stuðning við gagnagrunninn. “ - Samkomulag um gagnagrunn undirritað. voru eyðublöðin sjáanleg/aðgengUeg á 3 stöðum, sjáanleg/óaðgengUeg á 2 stöð- um, ósjáanleg/aðgengUeg á 3 stöðum, ósjáanleg/óaðgengileg á 13 stöðum. Á heilusgæslustöðvum höfuðstaðarins voru eyðublöðin sjáanleg/aðgengUeg á 6 stöðum, sjáanleg/óaðgengUeg á 1 stað, Þróun áætlunarsiglinga „Siglingar eru nauðsyn" og „Allt með Eimskip" eru þekkt slagorð. Fyrsta dampskipið sem kom til lands- ins hét Thor. íslendingar tóku þvi með tortryggni, héldu að hávaðinn frá vél- inni mundi fæla fiskinn af miöunum. Fyrstu áætlunarsiglingar dampskips með farþega og póst miili íslands og annarra landa hófust með komu e/s Arcturus tU íslands 27. aprU 1858. Arc- turus var 472 brúttótonn, með 60 hest- afla eimvél, og var í eigu firmans Koch & Henderson. DFDS keyptu Arcturus árið 1896. - Allt frá þeim tima var stöðug aukning skipakosts til farþega- og vöruUutninga. Framhald þróunarinnar DFDS var stofnað 1866. Forgöngu- maður að stofnun þess var brautryðj- andinn Tietgen. Árið 1867 hafði DFDS eignast Arcturus og yflrtók rútuna og hélt uppi íslands- siglingum tU ársins 1900. Árið 1872 gekkst Sigfús Eymundsson fyrir kaupum á gufuskipi á vegum Det Is- landske Handelssamlag í Bergen. Skipið hlaut nafnið Jón Sigurðsson. Jón Sig- urðsson var i áætlunarferð- um í tvö ár milli Bergen og hafnanna frá Vestmanna- eyjum vestur um tU Vest- fjarða. Ottó Wathne keypti gufuskipið Miaca til Seyð- isfjarðar árið 1886 til sigl- inga mUli landa. Árið 1896 hafna. Eftir dauða O.Wathne héldu Wathne Arvinger áfram skiparekstrin- um til 1911. Árið 1903 stofnaði Þórarinn E. Tul- inius Thore-félagið tU áætlunarsiglinga með vörur og farþega mUli Danmerkur og íslands. Tulinius hætti skiparekstr- inum 1912. Eimskipafélag íslands hóf svo sigl- ingar 1915, með farþega- og fragtskip- inu e/s Gullfossi sem tók 74 farþega. Þetta var upphafið að glæsUegum ferli Eimskipafélagsins sem átt hefur tugi skipa. Árið 1950 fékk félagið nýjan og glæsilegan Gullfoss, 3858 brt. í áhöfn voru 67 og pláss fyrir 209 farþega. GuU- foss var seldur til Beirút 1973. Strandferðirnar Árið 1917 keypti Landssjóður skipin VUlemoes, Borg og Sterling, tU strandferða og mUlilanda- siglinga. Eimskipafélagi ís- lands var falinn rekstur þeirra. Árið 1923 keypti Landssjóður farþega- og fragt- skipið e/s Esju, 749 brúttó- tonn, tU áætlunarsiglinga á innanlandshafnir. í september árið 1929 tók Landssjóöur við rekstri skipa sinna og stofnaði fyrirtækið Skipaútgerð ríkisins. Árið 1939 fékk Skipaútgerð ríkisins strandferðaskipið m/s Esju númer 2, 1347 brl., með pláss fyrir 148 farþega. Esja var seld tU Bahamaeyja 1969. Árið 1948 bættist m/s Hekla, 1456 brt, í flota Ríkisskipa, með pláss fyrir 166 farþega. Hekla var í strandferðum á vetrum en áætlunarferðum, fyrst tU Skotiands og Norðurlanda á sumrin. Hekla var seld tU Grikklands 1966. AUur rekstur þessara glæsilegu farþegaskipa var útgerðunum til mikUs sóma og þjónusta öti tU fyrirmyndar. Farþegaskip- in höfðu átt í samkeppni við farþegaflugið, bæði innanlands og miUi landa, og var um það rætt að far- þegaskipunum hefði verið fórnað vegna hagsmuna- árekstra. Sömu aðilar voru mikUs ráðandi í báð- um greinum og talið hag- Einar Viihjálmsson fyrrverandi tollvöröur Norrönayið festar á Seyðisfirði. - „Er ekki tíma- fjölgaði Wathne skipunum bœrt að íslendingar taki í sínar hendur áœtlunar- stæðara að beina farþega- og hóf áætlunarsiglingar • a sumrjnu mej) farheea til oe frá land- flutningunum m flugsins. með farþega og vörur frá Slgltngar a° sumrinu, meo jarpega tu og jra lana- Þróunin varð sú aö far. Danmörku og Noregi tu mu °g vetrarsiglingar a suðursloðum með þegaflutningar á sjó voru Austur- og Norðurlands- túrista?“ eingöngu og í litlum mæli með íslenzkum fragtskipum. - Þessar ráðstafanir oUu óá- nægju meðal almennings. Flugreksturinn hafði átt í erfiðleikum og Færeyingar gripu þá tækifærið og hófu farþegaflutninga á sumrin til Seyðisfjarðar, með farþega- og bilaferju, og náðu að mestu til sín farþegaflutning- um sjóleiðis tU og frá land- inu. Árið 1983 reyndu Eimskip og Hafskip að ná tU sín far- þegaflutningunum sem Fær- eyingar höfðu hrifsað úr höndum ís- lendinga. Stofnuðu þeir félagið Farskip h/f., leigðu pólsku ferjuna Rogalin og gáfu henni nafnið Edda. Um sumarið sigldi Edda á miUi Reykjavíkur, Newcastle og Bremerhaven. Edda var í þessum siglingum í 16 vikur og flutti 15.000 farþega. Þessum rekstri var hætt vegna gífurlegs taps, að sögn. Þannig nytja Færeyingar ísland sem ferðamannaland og njóta arðs af þeim tUkostnaði sem íslendingar leggja fram tU þess að auglýsa landið og gera það fýsUegt fyrir ferðamenn. Segja má að Færeyingar nýti íslenzkar auðlindir frá yztu mörkum landhelginnar tU innstu dala og fjalla. - Er ekki tímabært að ís- lendingar taki í sínar hendur áætlunar- siglingar að sumrinu, með farþega tU og frá landinu og vetrarsiglingar á suð- urslóðum með túrista? Varlá er hagkvæmt að standa undir þjónustu við túrista færeysku ferjunn- ar. Þegar íslenzka ríkið og íslenzkir auðmenn bjóðast tU þess að leggja „Norsum" til mUljarðatugi í virkjun og álverksmiðju ætti ekki að standa í þeim að leggja Eimskipafélaginu lið tU þess að fjármagna nýjan og glæsUegan GULLFOSS. Einar Vilhjálmsson lögum skyldað tU að veita al- menningi þjónustu í þágu fyr- irtækis B! í siðmenntuðu samfélagi leitar rekstrarleyf- ishafi að sjálfsögðu miUUiða- laust tU þeirra aðila sem hann hyggst taka til rannsóknar. Hátt- ur löggjafans og íslenskrar erfðagrein- ingar er á hinn bóginn siðlaus einsog svo margt amiað sem tekið er gott og gUt í þjóðfélagi blindrar auðhyggju. Sigurður A. Magnússon Ummæli Beðið eftir Bruce Willis „Þegar ég sá fyrstu myndirnar af logandi turnunum virkuðu þær á mig eins og um kvik- myndabrellu væri að ræða, þetta var of ótrúlegt til að vera satt, og ekki síður hitt að sjá mynd- ir af farþegaþotunni taka stefnuna inn í syðri turninn. Mér var hugsað tU þess, þegar ég sá reykinn, að gott væri að vindurinn beindi honum út á Hudson-flóann en ekki upp eftir Manhattan-eyju. Einhver sagði við mig, að hann hefði aUtaf verið að bíða eftir að sjá Bruce WUlis hlaupa út úr kófinu, svo að hann fengi stað- festingu á því, að þetta væri örugg- lega kvikmynd en ekki kaldur veru- leikinn." Björn Bjarnason á heimaslðu sinni. Hryðjuverk ekki bundin kynþáttum „Það er því hoUt að hafa það hugfast að hryðjuverk eru ekki bundin kynþáttum, heimshlutum eða trúarbrögðum. Til að mynda voru hræðilegustu voðaverk tuttug- ustu aldar framin af hvítum kristn- um mönnum í Þýskalandi og stutt er síðan kristnir menn hófu þjóð- ernishreinsanir á múslimum á Balkanskaganum. Ódæðismennirnir sem réðust með þessum óhugnan- lega hætti að saklausum Banda- ríkjamönnum geta allt eins verið heimamenn. Vígreifir öfgahópar eru fjölmargir í Bandaríkjunum og næg- ir þar að nefna gengiö í kringum Timothy McVeigh og félaga.“ Spurt og svarað Eiga stjómvöld að hafa ir einstakra byggðarlaga? Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar: Ríkið styðji grunnþjónustu „í þvi er almennur skilning- ur um að öll samfélög eigi rétt á ákveðinni grunnþjónustu. Þetta hefur stundum verið kallað hlutverk rikisins. Þegar brestir koma í þessar stoðir velferðarþjóð- félagsins, af hvaða orsökum sem slíkt kann að vera, getur verið réttlætanlegt að ríkisvaldið grípi inn í mál í þeim tilgangi að tryggja að þjónustan sé veitt. Umdeilanlegt getur verið hve langt eigi að ganga í þessum efnum en spyrja má hvort óeðlilegra sé að ríkið styrki flug til Vestamanneyja en aö Reykjavíkurborg niður- greiði strætisvagnafargjöld í borginni þannig að leiðir séu greiðar milli einstakra hverfa.“ Sr. Kristján Bjömsson, sóknarprestur i Eyjum: Borgarsjuk- dómar „Auðvitað eiga stjórnvöld að þjóna öllum byggðarlögum lands- ins, það er einfaldlega skylda þeirra. I innanlandsfluginu þurfa menn í fyrsta lagi að vita hvað þeir vilja í þeim málaflokki. í at- vinnumálum eiga stjórnvöld að skapa fólki aðstæð- ur til þess að reka fyrirtæki og stunda sína vinnu. Varðandi ríkisfyrirtæki eiga þau auðvitað að hafa starfsemi um allt land, eins og Háskóli íslands er- til dæmis með rannsóknardeilir og fræðasetur víða um land. Viðhorfin í þessum efnum eru aðallega heft þar sem menn eru ekki með landið allt inni í myndinni en slikt er ákveðinn og í raun dæmigerð- ur borgarsjúkdómur." Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi í Reykjavik: Varla hjá slíku komist „I fámennu landi verður varla hjá slíku komist en hins vegar ætti það að vera hlutverk allra stjórnvalda, á hvaða stigi stjórnsýslunnar sem er, að koma með eins almennar leikreglur og hægt er. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þegar verið er að fjalla um málefni einstakra at- vinnugreina liggur það í hlutarins eðli að slíkt tengist mjög oft einstökum byggðarlögum, oft mjög fámennum. Og þegar verið er að tala til dæmis um innanlandsflug á íslandi þá eru í raun ekki nema fimm staðir sem flogið er til. í þessu endurspeglast kjarni umræðunnar að nokkru leyti.“ Illskan ósýnilega Jakob Bjömsson, bcejarstjóri á Akureyri: Aðgerðaleysi erfitt í ördeyðu „Slíkt getur verið erfitt. En ef við blasir neyðarástand, atvinnu- leysi eða almenn ördeyða er erfitt að sitja aðgerða- laus. Hins vegar er það tímanna tákn - og að minnsta kosti mín skoðun - að best sé að nálgast málin með almennum hætti og aðgerðum þannig að menn viti nokkuð að hverju þeir geti gengið á hverjum tíma þannig að ekki þurfi að koma til sér- tækra aðgerða stjórnvalda við að bjarga málum fyr- ir horn. Slíkar aðgerðir geta ævinlega verið umdeil- anlegar og orkað tvímælis. Menn geta til dæmis spurt hvort byggðakvótinn hafi átt að fara í þetta eða hitt byggðarlagið. Slíkar spurningar verða áleitnar og kannski eru engin svör til við þeim.“ Þingmenn Sunnlendinga funda með Eyjamönnum á morgun, þriðjudag, vegna málefna þeirra; kvótamála, flugsins og atvinnuástands. „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þessi fróma ósk er sett fram í leikriti sem kynslóð eftir kynslóð barna nemur og hefur ótvíræð upp- eldisáhrif. Kristin trú kenn- ir takmarkalaust umburð- arlyndi og 68-kynslóðin, sem nú er sest að völdum og í áhrifastöður um gervöll Vesturlönd, litur á heimsbyggðina sem einn hrærigraut gjörólíkra menningarheima þar sem öllum þykir svo ósköp vænt um alla. Hugmyndafræðin er sú að það séu einkum vestræn lífsgildi og ófor- betranlegir fordómar hvítra, kristinna manna í — garð allra annarra sem valda vesöld og hörmungum og mis- rétti í veröldinni. Svona boðskapur endurómar um allan heim og mann- kynsfrelsarar á góðum launakjörum hamra á honum á ráðstefnum og í fjölmiðlum. Þeir sem dirfast í móti að mæla eru úthrópaðir og þarf ekki að svara þeim öðru en fúkyrðum. Allt í einu rjúka trúarleiðtogar og þjóðaforkólfar upp með írafári og eru farnir að tala um illskuna í heiminum sem þeir hafa afneitað þar til hugmyndafræði sem er and- stæð vestrænu gildismati lagði til at- lögu við óvinnandi „Fortress Amer- ica“. Herveldið tapaði fyrstu orrust- unni sem vannst með heiftarhug og rakvélablöðum. Þegar öflugt hernaöarbandalag ætlar að svara árásinni finnst hvorki óvinur né skotmark. Há- tæknivæddur vopnabúnaður kemur ekki að gagni vegna þess að það eru ólíkir hugmyndaheimar sem eigast við en ekki vopnaðir og þjálfaðir herir. Það eru ekki einu sinni þjóðir sem segja hver annarri stríð á hend- ur. Stórfelldar hefndarárásir eru allt eins líklegar til að myrða fjölda óbreyttra borgara eins og árásin á New York. Trú og hugmyndafræði veröur ekki útrýmt með vopnum. Viðvarandi ástand Þeir sem telja sér trú um að mann- vonska og heift sé bundin við örfáa einstaklinga fylgjast illa með fram- gangi mála. Svokölluð heimspressa er oftar en ekki víðs fjarri þar sem verstu fólskuverkin eru framin og hjálparstofnanir sýnast litið af þeim vita. í Kongó hafa 2,5 milljónir manna fallið á örfáum árum í átök- um milli ættbálka. Nágrannaríki hafa þar afskipti sem aðeins auka átökin. Nígeria sendir inn bardaga- fúsar friðarsveitir en heima fyrir geisar borgarastyrjöld miUi krist- Oddur Olafsson skrifar inna manna og múslíma og ættbálka sem ekkert kæra sig um að búa í samfélagi hverjir við aðra. Hið sama á raunar við víða um heim og eru hvergi kallaðir fordómar eða mannfyrirlitning nema á Vesturlöndum. Þjóðflokka- og trúarstyrj- aldir eru viðvarandi ástand í fjölmennum heimshlutum án þess að alþjóðasamfélag- ið fái við neitt ráðið og mis- rétti, kúgun og þrælahald er stundað af blygðunar- lausri óskammfeilni og ef einhverjar lýðræðisþjóðir finna að því ástandi eru það álitin frekleg afskiptasemi ........ af innanríkismálum. Flóttamenn streyma frá átaka- og vesældarsvæðum og álasa mannkynsfrelsarar Vesturlanda- mönnum fyrir að taka ekki nægUega vel á móti því fólki og ekki eins mörgu og sjálfsagt þykir. Að hinu leytinu eru nær aldrei gerðar kröfur tU spiUtra stjórnvalda og þrælmenna sem ráða lögum og lofum i ríkjun- um, sem fólkið flýr frá, um mannúð- legt stjómarfar. Hins vegar bugta menn sig og beygja fyrir sendimönn- um þeirra á þingum og ráðstefnum alþjóðasamtaka. Tómahljóö Árásin á ameríska virkið er ein best heppnaða hernaðaraðgerð allra tíma. Auk þess að valda gífurlegu mannfaUi og eignatjóni lamar húug allt athafnalíf öflugustu þjóðar heims og gerir hana máttvana um skeið. Aðgerðin tókst vegna þess að óvin- urinn er ósýnilegur og beitir óvænt- um aðferðum. Hann er ósýnilegur vegna þess að menn vilja ekki sjá hann. Það er af því að allir menn í virkjum Vesturálfu eiga að vera vin- ir eins og dýrin í leikritinu góða. Það þarf stórfeUda hernaðarárás á óvarða borgara til að biskupar og pólitíkusar viðurkenniað ill öfl leika lausum hala i óviðbúnum og sjálfs- ánægðum lýðræðisrikjum. Þau verða ekki sótt með vopnum og stendur öflugt hernaðarbandalag máttlítið gagnvart þeim og hefur ekki annað til mála að leggja en tóm!*: tal um hefndaraðgerðir en veit ekki gagnvart hverjum. Hitt er mála sannast að seint mun refurinn verða jurtaæta og tryggast er fyrir klifurmúsina að halda hon- um í hæfilegri fjarlægð ef halda á friðinn í Hálsaskógi. Vígvöllurinn Þeir sem telja sér trú um að mannvonska og heift sé bundin við örfáa einstakl- inga fyigjast lítiö með framgangi mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.