Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
Skoðun DV
Hvar vildirðu búa ef ekki á
íslandi?
Þar sem virkjað er....
Daníel Ólafsson bústólpi:
Ég myndi vilja búa í Liverpool.
Þór Magnússon óðalsbóndi:
Ég vildi búa í Vestmannaeyjum.
Jónas Reynis viðskiptajöfur:
London, þá væri ég svo nálægt
Highbury.
Magnús Þór Gylfason nemi:
í Bandaríkjunum.
Loftur Ásmundsson nemi:
í Liverpool, þá gæti ég fariö á flotta
fótboltaleiki hvenær sem er.
JSSSfí
tl
Bragi Ólafsson nemi:
í Danmörku, þar er besti bjórinn.
G.S. Friðriksdöttir
skrifar:
Þegar ég var bam og fékk að vera
með, þegar keyrt var meðfram Soginu
til Þingvalla, var í flestum tilvikum,
hvort sem ekið var í einkabil eöa
rútu, stoppað við þrengslin þar sem
Þingvallavatn RANN í Sogið, til að
horfa á þann ógnarkraft sem þar bylt-
ist. - Nú er þarna smáspræna sem
fæstir líta við.
Þegar farið var í hópferðir hér áður
fyrr og leiöin lá meðfram Þjórsá, aust-
anverðri, var oftast sögð þjóðsagan
um Tröllkonuhlaup, þar sem tröllkon-
an í Búrfelli setti kletta niður i ána
svo að hún þyrfti ekki að væta fæt-
Mér þykir afar vœnt um
landið mitt og œtla að
segja frá þremur stöðum
sem hafa verið virkjaðir.
uma þegar hún fór að heimsækja
systur sína í Bjólfeili. - Núna þyrfti
hún svo sannarlega ekki að hafa fyrir
því. - I fæ ég svipaða tilfinningu
þama og ég fékk fyrir mörgum árum
þegar ég ók frá flugvellinum í Dublin
niður í miðborgina, framhjá fjölda
auðra húsa með hlera fyrir gluggum.
Eitt sinn í ferð meðfram Þórisvatni
spurðu erlendir ferðamenn í næsta
sæti, hvort þetta væri vatn eða uppi-
stöðulón. Ég vissi, að Þórisvatn var
annað stærsta vatn íslands og ætlaði
að segja frá því, en ég byrjaði á röng-
um enda (tek fram að ég er ekki leið-
sögumaður) og sagði að það væri að
vísu virkjun við vatnið, en ... Lengra
komst ég ekki, þeir höfðu misst áhug-
ann.
Fari nú sem horfir, og landið meira
og minna þakið draugafossum, raf-
magnslinum og öðru sem virkjunum
fylgir, ættu ráðamenn að vera dugleg-
ir við að gróðursetja tré meðfram veg-
um landsins (svipað og við erlendar
hraðbrautir) svo þeir sem muna land-
ið þurfi ekki að horfa út um gluggann
og segja: Einu sinni var....
„New York, borgin sem aldrei sefur“
Áfall sem aldrei gleymist.
Samstaða um heimsöryggi
Geir R. Andersen
blm. skrifar:
Heiftarleg árás á stærstu borg
Bandaríkjanna og höfuðborgina setur
nú hinn frjálsa heim í vanda og
heimsbyggðin öll staldrar við og met-
ur stöðuna. Sjálfsmorðsárásirnar
vestra eru ný tegund ógnar sem ekki
hefur verið mikið beitt, utan stað-
bundinna árása einstaklinga á svæð-
unum í Mið-Austurlöndum sem allir
þekkja og aldrei verður varist full-
lega. - Bandaríkin eru í sárum og ör-
yggisleysið hefur heltekið huga ann-
arra þjóða. Vanstillmg verður þó ekki
til aö ná áttum. Það er því hárrétt af-
staða ríkisstjórnar og forseta Banda-
ríkjanna að hafast ekki að nema að
því leyti sem varðar björgunarstörf og
rannsókn sem leiða mun til þess að
svipta hulunni af þeim seku og refsa
þeim.
Varla er með neinni sanngirni
hægt að álasa einstaklingum eða hóp-
um sem eiga um sárt að binda á þess-
um hörmungarsvæðum þótt þeir opin-
beri hatur sitt á þeim sem þeir telja að
láti sér í léttu rúmi liggja þessar vit-
„Samstaða og viðbúnaður
verður besta vörnin gegn þeim
óheillaöflum sem hugsa sér til
hreyfings að spilla því samfé-
lagsmynstri sem þróað hefur
verið hér á Vesturlöndum -
með kostum þess og göllum.“
firringslegu athafnir. Við Islendingar
myndum vart hafa látið kyrrt liggja
hefðu einhverjir viðlika atburðir átt
sér stað hér þótt í minna mæli væri.
Hefðu þá trúarbrögð, kynþáttur eða
þjóðerni lítt skipt máli. - „En þótt
tækjum sé breytt, þá er eðlið samt
eitt.“ Mannskepnan er þó aldrei ann-
að en ein tegundin á mörkinni og lík-
lega ekki sú þroskaðasta þegar öllu er
til skila haldið.
Það má taka undir með sendiherra
íslands hjá NATO: „Samstaða um
heimsöryggi er tímabær." - Bandarík-
in eru likleg til að hafa forgöngu um
að efla nú sem aldrei fyrr allt öryggi í
flugmálum með hertu eftirliti og
gæslu á flugvöllum og í flugvélum.
Varla verður mikið annað raunhæf-
ara aðhafst að svo komnu máli án
þess að valda skelfingu að nýju.
Mín skoðun er sú að svo öguð og
veraldarvön sé bandaríska þjóðin eft-
ir tvær heimsstyrjaldir og aðrar staö-
bundnar, þar sem feður, eiginmenn og
synir hafa lagt lífið að veði, að hún
muni ekki fara að kljást við ósýnileg-
an óvin sem skýlir sér að baki trúar-
brögðum, einræði eða ofsatrú.
Nú verður að taka nýjan pól i hæð-
ina, slá nýjan takt og tón, með ein-
dreginni samstöðu, líkt og nú hefur
gerst með ákvörðun Norður-Atlants-
hafsbandalagsins í fyrsta sinni í 52
ára sögu þess: samstöðu um að árás á
eitt ríki þess sé árás á öll ríkin. - Það
er gæfa íslands að geta tekið þátt í
þessari samstöðu. Samstaða og við-
búnaður verður besta vörnin gegn
þeim óheillaöflum sem hugsa sér til
hreyfings að spilla því samfélags-
mynstri sem þróað hefur verið hér á
Vesturlöndum - með kostum þess og
göllum.
Frímúrarar opna sig
Garri er hvítur íslenskur karlmaður og ját-
ar kristna trú eða er í það minnsta enn skráð-
ur í þjóðkirkjuna. Hann uppfyllir því öll skil-
yrði til að vera frímúrari en er það ekki -
væntanlega vegna þess að þeir frímúrarar sem
fyrir eru vita vel að Garri er lausmáll og á
stundum drykkfelldur og því tæplega
treystandi til að haldi kjafti um þær launhelg-
ar og ógurlegu leyndarmál sem frímúrarar ku
ástunda og búa yfir. Þess vegna þykir Garri
ekki æskilegur sem gildur limur í því eðla og
kristilega mannræktarstarfi sem Frímúrara-
reglan mun vera ef marka má óstaðfestar
heimildir þar um.
Top- eða low secret?
Frímúrarar eru eðli málsins samkvæmt
jafnan tregir til að tjá sig opinberlega um mál-
efni sinna top- eða low secret-samfélaga. Þess
vegna kom það ýmsum í opna skjöldu þegar
grein birtist i Mogga fyrir helgi um málefni
múrara. í greininni, sem er eftir Njörð Njarð-
vík, sem margt gott hefur skrifað annað, m.a.
ljóðabókina Lestina til Lundar, kemur fram að
stórmeistari Frímúrarareglunnar á íslandi
hefur hcift í frammi móðgandi og
særandi ummæli um aðra tegund
frímúrara, sem sé Sam-frímúrara.
Stórmeistarinn mun sem sé hafa
látið að því liggja í viðtali við
Mogga að Sam-frímúrarar væru
bara svona plat-frímúrarar, ekki
síst fyrir þá sök að heimila kon-
um að ganga í félagsskapinn.
Svoddan geri auðvitað ekki al-
vöru-frimúrarar.
Margar reglur
Njörður upplýsir að i heimin-
um séu margar mismunandi frí-
múrarareglur, karlareglur,
kvennareglur, blandaðar reglur,
þjóðlegar reglur og alþjóðlegar
reglur.
Þetta vissi auðvitað enginn fyrr en Njörður
ruddist fram á ritvöllinn og rauf leyndina. Og
auövitað fýsir marga að vita meira og meira.
Þó vonar Garri í lengstu lög að áfram muni
hvíla leynd yfir hinum margvíslegu frímúr-
arareglum heimsins þannig að enn um sinn
verði hægt að vangavelta, jamla og japla og
smíða hryllilegar samsæriskenningar um
karlaklúbb sem er örugglega jafn hversdags-
legur og Kiwanis eða Rotary.
Garri
Reiðarslag á
Reyðarfirði
Gunnar^skrifar:
Þær eru ekki
uppörvandi frétt-
imar sem berast
hingað austur um
frestun varðandi
ákvarðanatöku um
Kárahnjúka og ál- Frá Reyðarfiröi
ver á Reyðarfirði. íbúar verulega
Það er ekki ofmælt slegnir.
hjá formanni sam- ......
takanna Afl fyrir Austurland að menn
séu verulega slegnir yfir þessu og það
veiki trú manna á framtíðina. Ég sé
ekki betur en umhverfismat og skipu-
lagsstofnanir út og suður séu að taka
völdin af ráðamönnum. Það er ekki
gæfulegt að geta ekki nýtt landgæði
og auðlindir landsins sem hugur
stendur til. Við verðum þó að vona að
núverandi ríkisstjórn endist og dugi
til að koma málinu á skrið á ný og
alla leið í höfn. Það er ekki bara hags-
munamál Austfirðinga heldur lands-
manna allra.
Raforka á
sjúkrahúsum
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Raforkureikningar sjúkrastofnana
og dvalarheimila aldraöra eru orðnir
þungur baggi í rekstri þessara stofn-
ana. Það er því full þörf á að lækka
raforkugjöld til þeirra. Rekstur allra
þessara fyrirtækja er í mínus ár hvert
og myndi því muna um ef þessi gjalda-
liður lækkaði. Mér finnst að ríkið og
Reykjavíkurborg ættu að taka á þessu
máli. Þarna er ekki um að ræða
ágreiningsmál heldur sanngirnismál
sem flestir myndu sættast á. Ég legg
til að raforka verði lækkuð til þessara
rekstrareininga um t.d. 50%.
Fáir þingmenn í
einkageirann
Helga Sigurðardóttir skrifar:
Ekki veit ég hvað veldur því að
flestir þeir alþingismenn sem hætta á
þingi fara í önnur störf, ýmist tengd
stjómsýslunni beint eða þeim er út-
hlutað stöðum sem bjóða upp á „hægt
andlát" starfsorkunnar, t.d. í sendi-
herrastörfum eða sem stofnanastaur-
ar í stöðnuðum embættum sem lítið
gengur undan og skila litlum árangri.
Margir þessara manna ættu að búa
yfir nægu starfsþreki svo og þekkingu
sem nýst gæti á almennum vinnu-
markaði í einkageiranum. En undir
pilsfaldi ríkisins er ævinlega skjól og
þar una þessir menn sér best og þora
raunar ekki að gægjast undan honum.
Þótt launin séu oft lægri en á frjálsa
markaðinum er öryggið þar hins veg-
ar mest og lífeyrissjóður lofar góðu.
Fyrrverandi þingmenn eru því þokka-
lega ánægðir með framlengingu á
starfi sínu - bara að það sé einhvers
staðar undir pilsfaldinum.
Hluthafar skör
lægra
Páll skrifar:
Ég var að lesa
stórskemmtilegan
pistil á Netinu F|,á Aiþingi
(Hrifa.is) þar sem — °S beint í
kona að nafni Vig- skjóliö undir pils-
dís Hauksdóttir fer faldinum.
hörðum orðum um
Flugleiðir, aðallega fyrir slælegan
rekstur og frímiðastefnu félagsins til
starfsfólks sem oftar en ekki megi sjá
á Sagaklass. Auk þess virðist starfs-
mannastefna fyrirtækisins beinast að
því að ráða helst venslamenn hæst-
ráðenda. Ekki skal ég um þetta dæma
og flýg enda litið með félaginu. Ég
undrast hins vegar langlundargeð
hluthafa ef þeir standa skör lægra en
starfsfólkið í frímiðamálunum.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.